Fréttablaðið


Fréttablaðið - 14.04.2009, Qupperneq 12

Fréttablaðið - 14.04.2009, Qupperneq 12
12 14. apríl 2009 ÞRIÐJUDAGUR Nýsköp MENNTUN | NÝSKÖPUN | HEILSA | ORKA | LÍFSGÆÐI | SAMGÖNGUR www.asbru.is FRÉTTASKÝRING: Eignarhald þingmanna í hlutafélögum STJÓRNMÁL Fimmtán alþingis- menn áttu að öllu leyti eða að hluta minnst sautján fyrirtæki í árslok 2007. Þetta kemur fram í skýrslu sem Creditinfo Ísland vann fyrir Fréttablaðið. Tölur um eignarhald þingmanna í fyrirtækjum vann Creditinfo meðal annars úr ársreikningaskrá. Ekki liggja enn fyrir upplýsingar um eignarhaldið eins og það var um síðustu áramót þar sem ársreikn- ingum fyrir árið 2008 hefur í lang- flestum tilvikum ekki verið skil- að. Upplýsingar um eignarhald eru þannig alls ekki tæmandi, ekki síst þegar einnig er litið til þess að félög upplýsa ekki alltaf um eignarhald í ársreikningum og sum skila þeim jafnvel aldrei inn. „Niðurstöður sýna það helst að flestir þingmanna með eignar- tengsl í fyrirtækjum eru þing- menn Sjálfstæðisflokksins en tíu af 26 þingmönnum þeirra áttu eigna- hlut í fyrirtækjum hinn 31. desem- ber 2007. Af sautján þingmönnum Samfylkingar áttu þrír eignarhald í fyrirtækjum, einn af níu þing- mönnum Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs en enginn af þingmönnum Framsóknarflokks,“ segir í skýrslu Creditinfo, sem seg- ist ekki skilgreina nánar flokks- stöðu þeirra þingmanna sem eftir standa til að afhjúpa ekki hvaða einstaklinga sé um að ræða. Af þessum óskilgreinda hópi – sem í eru þingmenn Frjálslynda flokks- ins auk utanflokkamannsins Krist- ins H. Gunnarssonar – áttu þrír í fyrirtækjum. Einnig var kannað í hluta- félagaskrá nú í byrjun apríl hvernig alþingismenn tengjast hlutafélögum sem stjórnarmenn, framkvæmda- stjórar og svo framvegis. Hluta- félagaskrá er uppfærð daglega og eru upplýsingar úr henni því nýjar. Í ljós kom að alþingismenn tengjast nú minnst 55 félögum. „Nær helmingur þingmanna á Alþingi er skráður í hlutafélaga- skrá sem stjórnarmaður, prókúru- hafi, framkvæmdastjóri, endur- skoðandi, meðstjórnandi eða varamaður í stjórn. Af 63 þing- mönnum eru 30 þingmenn tengdir félögum með fyrrgreindum hætti,“ segir í Creditinfo-skýrslunni. Flestir þingmannanna tengjast fyrirtækjum með stjórnarsetu. „Í dag sitja 20 þingmenn í stjórnum 50 fyrirtækja en í janúar 2008 sátu 26 þingmenn í stjórnum 69 fyrir- tækja,“ segir í skýrslunni. „Sautján af 26 þingmönnum Sjálfstæðis- flokks eru skráðir í stjórn, með pró- kúru, skráðir framkvæmdastjórar, endurskoðendur eða varamenn. Af sautján mönnum Samfylkingar- innar eru sjö tengdir fyrirtækjum, þrír þingmenn Vinstri hreyfing- arinnar – græns framboðs, fjórir þingmenn Framsóknarflokksins og þrír þingmenn Frjálslynda flokks- ins.“ Tekið skal fram að ekki var litið til maka þingmanna eða annarra náinna fjölskyldumeðlima í athug- un Creditinfo. Við skoðun á kross- eignatengslum þingmanna, það er eignarhluta í fyrirtækjum í gegnum önnur félög, var enn fremur aðeins skoðað einn lið áfram frá viðkom- andi félagi. Creditinfo segir hægt að skoða þetta betur en að það hafi ekki verið gert nú og upplýsingar um krosseignatengslin því ekki tæmandi. Athugunin leiddi fram að félag eins þingmanns Sjálfstæðis- flokksins átti í sjö öðrum félögum og að félag í eigu eins þingmanns Samfylkingar átti í fimm öðrum félögum. „Miðlun upplýsinga sætir mikl- um takmörkunum og hefur Per- sónuvernd synjað Creditinfo að miðla slíkum upplýsingum þrátt fyrir að þær byggi á opinberum gögnum sem ætlað er að tryggja ákveðið gagnsæi,“ segir í skýrslu Creditinfo. Rakel Sveinsdóttir, framkvæmda- stjóri Creditinfo, segist telja að allt sem stuðli að betra gagnsæi sé öllum til góðs, bæði viðskipta- umhverfinu og öðrum. „Við erum að tala um upplýsing- ar um eignarhald einstaklinga sem við lesum úr opinberum gögnum en megum ekki miðla. Við erum ekki að óska eftir að gefa öllum leyfi til að fletta upp eignarhaldi hjá hvaða einstaklingi sem er. En þegar tekn- ar eru ákvarðanir um viðskipti gætu legið lögvarðir hagsmunir í því fyrir einn aðila að vita hvað annar á og hvað hann stendur fyrir og hvaða félögum hann tengist,“ segir Rakel. Átta af áðurnefndum 55 hluta- félögum hafa enn ekki skilað árs- reikningi fyrir árið 2007 til árs- reikningaskrár. Rakel segir þetta langt í frá einsdæmi. Allt að fimmt- ungur skilaskyldra félaga á Íslandi hafi enn ekki skilað inn ársreikn- ingum 2007 nú tæpum átta mán- uðum eftir að lokafrestur til þess rann út í fyrrahaust. „Ólíkt því sem er í löndunum í kringum okkur er ákveðin lenska hér að fyrirtæki eru alls ekki að skila ársreikningum á réttum tíma,“ segir Rakel sem kveður þennan brest vera gríðarlegan galla á íslensku viðskiptalífi. Ef fyrir- tæki þurfi fyrirgreiðslu sé jafnvel verið að byggja á úreltum gögnum. Þetta sé ekki síst alvarlegt í augum erlendra aðila sem séu vanir því að eðlileg fyrirtæki í rekstri skili inn ársreikningum á tilsettum tíma. „Til þess að ávinna okkur traust íslenskra fyrirtækja erlendis þarf að veita upplýsingar um fyrirtækin til útlanda. Að skýra út fyrir erlend- um aðilum hvers vegna íslensku fyrirtækin eru ekki búin að skila inn ársreikningum þó að fresturinn sé löngu liðinn er eiginlega ekki vinnandi vegur,“ segir Rakel Sveinsdóttir. Þingmenn tengdir minnst 55 félögum Alþingismenn tengjast nú minnst 55 hlutafélögum. Sjálfstæðisþingmenn tengj- ast 28 fyrirtækjum og þingmenn Samfylkingar níu. Þingmenn áttu í minnst sautján fyrirtækjum í lok 2007 segir í skýrslu Creditinfo fyrir Fréttablaðið. FRÉTTASKÝRING GARÐAR ÖRN ÚLFARSSON gar@frettabladid.is Tengsl þingmanna, sundurliðuð miðað við mismunandi hlutafélagaþátttöku. 3. apríl 2009. Meðstjórnandi Prókúruhafi Varamaður Stjórnarmaður Endurskoðandi Formaður stjórnar Framkvæmdastjóri

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.