Fréttablaðið - 14.04.2009, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 14.04.2009, Blaðsíða 48
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 512 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 512 5313, fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is PRENTUN: Ísafoldarprentsmiðja Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Veffang: visir.is EF BLAÐIÐ BERST EKKI: 512 5060 VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 512 5000 GÓÐAN DAG! Sólarupprás Hádegi Sólarlag Reykjavík Akureyri Heimild: Almanak Háskólans BAKÞANKAR Þórgunnar Oddsdóttur Í dag er þriðjudagurinn 14. apríl, 104. dagur ársins. 5.59 13.28 20.59 5.37 13.12 20.50 ÍS L E N S K A S IA .I S K A U 4 57 44 0 4/ 09 Lí f 3 Lí f 2 Lí f Lí f Lí f Lí f 333 3f Lí f Lí f Lí f Lí f 222 2 4,2% Æ vi sa fn 3 5,0% 6,2% 8,5% 5,0% 10,1% Æ vi sa fn 2 BERÐU SAMAN ÁVÖXTUNINA! Við samanburð kemur í ljós að Frjálsi lífeyrissjóðurinn, sem ávaxtar skyldu- og viðbótarlífeyrissparnað, skilaði sjóðfélögum sínum mun betri ávöxtun en helstu samkeppnisaðilar. SAMANBURÐUR Á NAFNÁVÖXTUN 2008 SAMANBURÐUR Á 5 ÁRA MEÐALNAFNÁVÖXTUN Fjárfestingarleiðirnar sem bornar eru saman eru þær leiðir sem hafa líkustu fjárfestingarstefnurnar. Líf 1 hjá Íslenska lífeyrissjóðnum, Ævisafn 1 hjá Almenna lífeyrissjóðnum og Frjálsi Áhætta hjá Frjálsa lífeyrissjóðnum eru með mest vægi hluta- bréfa og því áhættumestar en Líf 4, Ævisafn 4 og Frjálsi 3 eru aftur á móti ekki með nein hlutabréf og því áhættuminnstar. Ávöxtunartölur Almenna lífeyrissjóðsins og Íslenska lífeyrissjóðsins eru fengnar af upplýsingasíðum sjóðanna. Frjálsi Áhætta var stofnuð 1. janúar 2008 og því eru ekki til 5 ára ávöxtunartölur fyrir þá leið. LEITAÐU TIL OKKAR ÞEGAR KEMUR AÐ LÍFEYRISSPARNAÐI Hafðu samband við Ráðgjöf Kaupþings, Borgartúni 19, í síma 444 7000, sendu tölvupóst á radgjof@kaupthing.is eða komdu við í næsta útibúi Kaupþings. Æ i Æ vi Æ vi Æ vi f sa f sa f sa f 3 n 3 n 3 n 3 Æ i Æ i Æ vi Æ vi Æ vi ff sa f sa f sa f 22 n 2 n 2 n 2 -24,3% -23,1% -7,4% Lí f 1 Æ vi sa fn 1 Fr já ls i Á hæ tt a -14,2% -21,1% -4,9% Lí f 2 Æ vi sa fn 2 Fr já ls i 1 Fr já ls i 1 -14,5% -19,9% 12,3% Lí f 3 Æ vi sa fn 3 Fr já ls i 2 -3,7% -19,8% 23,6% Lí f 4 Æ vi sa fn 4 Fr já ls i 3 Fr já ls i 2 Lí f 4 Lí f Lí f Lí f 44 4 4,9% Æ vi sa fn 4 7,9% 12,3% Æ i Æ vi Æ vi ff sa f sa f 4 n 4 n 4 Fr já ls i 3 Frjálsi lífeyrissjóðurinn hjá Kaupþingi Almenni lífeyrissjóðurinn, Ævisafn hjá Glitni/Íslandsbanka Íslenski lífeyrissjóðurinn, Líf hjá Landsbankanum HVAR ER ÞINN LÍFEYRISSPARNAÐUR? Heimsókn í safnið Lokið augunum og ímyndið ykkur að þið séuð stödd í stórum rökkvuðum sal. Þið eruð rétt búin að ganga framhjá miðasölu dömunni sem gaf ykkur frítt inn og standið nú í þessu stóra rými og horfið í kringum ykkur. Þarna er margt að sjá og andrúmsloftið vekur blendnar tilfinningar; eftirsjá, bræði og vanþóknun. VIÐ erum stödd á opnun Gróðæris- safns ríkisins. Þeir standa þarna í röð, útrásarvíkingarnir og stjórn- málamennirnir, og taka brosandi á móti okkur í nýstraujuðum jakka- fötum. Auðvitað búnir til úr vaxi en svo raunverulegir að liggur við að hægt sé að telja svitaholurnar á efri vör Björgólfs Thors og ein- hver hefur fengið útrás fyrir reiði sína og sparkað af alefli í vaxfót- legg Bjarna Ármannssonar, sem hefur nú verið færður til hliðar og er merktur „í viðgerð“. LJÓST er að leikmynda hönnuðir ríkisins hafa skilað góðu verki í sinni atvinnubótavinnu. Þarna er öllu stillt upp á sannfærandi hátt; blaðaúrklippur og ljósmyndir þekja veggina ásamt teikningum af fram- andlegum sumar bústöðum ríka fólksins sem aldrei voru kláraðir. Á risaflatskjá rúllar gamall Inn- lit/útlit þáttur þar sem Ásgeir Kol- beins sýnir íbúðina sem hann keypti meðan veislan stóð sem hæst og var víst óíbúðarhæf sökum „viðbjóðs- lega hallærislegra innréttinga“. ÞETTA er nútímalegt safn sem tekur mið af kröfum samtímans um gagnvirkni og upplifun. Það er hægt að prófa að setjast í mjúk leður sæti í gljáfægðri einkaþotu og vopnaðir öryggisverðir leyfa gest- um að handfjatla nokkrar milljónir í seðlum og þreifa þannig á ríki- dæminu sem við fórum flest á mis við. Þrátt fyrir allt raus um að allir hafi tekið þátt í vitleysunni verður þessi veruleiki álíka framandi fyrir meðaljóninn og baðstofulífið sem við kynnumst á Þjóðminjasafninu. VITASKULD er svolítið snemmt að opna þetta safn strax. Það liðu til dæmis áratugir frá því að síldar- ævintýrinu lauk og þar til Síldar- minjasafnið á Siglufirði varð að veruleika. Nú höfum við hins vegar áttað okkur á gildi slíkra safna og ættum að kappkosta að koma Gróð- ærissafninu á fót fyrir sumarið. Líkt og Síldarminjasafnið verður það minnisvarði um ákveðinn tíðar anda sem þó er ekki baðaður dýrðar ljóma síldarævintýrisins. Nei, Gróðærissafnið á meira sam- eiginlegt með Galdrasafninu á Ströndum eða Vesturfarasetrinu á Hofsósi – minnis varði um tímabil í sögu þjóðar innar sem við vildum helst gleyma.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.