Fréttablaðið - 14.04.2009, Page 34

Fréttablaðið - 14.04.2009, Page 34
24 14. apríl 2009 ÞRIÐJUDAGUR Sambandsslit Lindsay Lohan og Samönthu Ron- son hafa verið á forsíðum helstu slúðurblaða heimsins undanfarna daga. Ronson er sögð komin með nýja sem lítur nákvæmlega eins út og Lindsay. Breska blaðið Daily Mirror grein- ir frá nánum atlotum Ronson og ungrar dökkhærðrar konu á bar í Los Angeles. Sjónarvottar sögðu að vel hefði farið á með þeim og einn þeirra sagðist ekki vera í neinum vafa um að eitthvað meira en bara vinátta byggi þar að baki. „Hún var hins vegar glettilega lík Lindsay, aðeins dekkri yfirlit- um en annars alveg nákvæmlega eins,“ sagði sjónarvotturinn glöggi í samtali við The Mirror. Ekki er víst að frétt Daily Mirror verði til að bæta ástand- ið hjá Lindsay Lohan því The Sun greinir frá því að hún eigi um sárt að binda þessa dagana, svo vægt sé til orða tekið. Hún hafi þannig litað hárið á sér rautt á sama stað og Britney Spears lét raka það af um árið. Þá hefur leikkonan unga fengið sér nýtt húðflúr og tekið upp gamla siði á borð við drykkju og pöbbarölt. En Lindsay fór akkúrat í meðferð við slíkri hegðun skömmu áður en hún hitti Samönthu. The Sun greinir frá því að Sam- antha hafi reynt að hughreysta fyrrum kærustu sína, sagt henni að leita sér hjálpar enda sé það engum til góðs að hún hagi sér svona og þær tali nú reglulega saman í síma. Þetta virðist hafa skilað tilætluðum árangri því Lindsay var lítið úti á næturlífinu um páskahelgina. folk@frettabladid.is > GJAFMILD SÖNGKONA Madonna gaf hvorki meira né minna en 500.000 dollara til fórnar lamba jarðskjálftans sem reið yfir Ítalíu aðfaranótt mánu- dags. Rúmlega 200 manns lét- ust og fjöldi fólks hefur misst hús sín. Söngkonan bað sér- staklega um að peningun- um yrði varið í uppbygg- ingu í Abruzzo-héraðinu, en þaðan er faðir Madonnu ættaður. Breska söngkonan segist vera hætt að reykja eftir að hún fékk annað astmakastið á einni viku. Lily er á tónleika- ferðalagi um Bandaríkin og svelgdist á skyndibita. Það leiddi til hastarlegs astmakasts. Í kjölfarið óttast söng- konan um röddina og heilsuna og hefur ákveð- ið að hætta að reykja sígarettur. Lily Allen skýrði frá þessu á Twitter-síðu sinni. Lily Allen hætt að reykja HÆTT AÐ REYKJA Breska söngkonan Lily Allen fékk astmakast á tónleikaferðalagi og ákvað að hætta að reykja. NORDICPHOTOS/GETTY Jennifer Aniston getur glaðst yfir því að hún þénar meira en mesti and- stæðingur hennar, Angelina Jolie. Eins og frægt er orðið stakk Jolie undan Aniston þegar hún krækti í Brad Pitt á meðan tökur á Mr. & Mrs. Smith fóru fram. Aniston hefur átt góðri lukku að fagna á ferli sínum þótt ástarmálin hafi ekki fylgt sömu stefnu. Aniston þénaði litlar 27 milljónir Bandaríkjadala á árinu 2008, sem gera ríflega þrjá millj- arða íslenskra króna. Mestu munar þar um vinsældir kvikmyndarinn- ar Marley & Me. Jolie lepur svo sem ekkert dauðann úr skel þótt hún fái ekki jafn mikið útborgað og Aniston, tekjur hennar námu tæpum tveimur milljörðum íslenskra króna. Þær stöllur eiga þó ekki roð í Beyoncé Knowles því sú ágæta söngkona hefur svo sannarlega komið ár sinni vel fyrir borð. Beyoncé þénaði áttatíu millj- ónir Bandaríkjadala, sem gera tíu milljarða íslenskra króna. Eiginmaður hennar, rappar- inn Jay-Z, færir líka björg í bú því hans tekjur voru á svipuðu róli, rúmlega tíu milljarðar íslenskra króna. Þau skötuhjú ættu því að geta dreypt á fínum vínum og keyrt um á flottum bílum eins og þau hafa gert hingað til þrátt fyrir lausafjárkreppuna sem nú skekur ameríska efna- hagskerfið. Jennifer Aniston toppar Jolie Lindsay sögð eiga erfitt uppdráttar EIN AF ÞEIM LAUNA- HÆSTU Jennifer Aniston er ein launahæsta leikkona heims en hún þénaði ríflega þrjá milljarða á síðasta ári, sem var meira en Angelina Jolie. DROTTNINGIN Bey- oncé Knowles trónir yfir stöllur sínar í bandarískum afþrey- ingariðnaði, hún fékk tíu milljarða í laun á síðasta ári. ERFITT Lífið er erfitt hjá hinni 22 ára gömlu Lindsay Lohan eftir að kærastan hennar, Samantha Ron- son, hætti með henni. Hún tók upp gamla siði á borð við drykkju og kráarölt en nokkur vel valin orð frá Samönthu virðast þó hafa róað hana.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.