Fréttablaðið - 14.04.2009, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 14.04.2009, Blaðsíða 23
14. APRÍL 2009 Valhöll fasteignasala hefur til sölu 145,2 fermetra einbýlis- hús með bílskúr við Melgerði. H úsið sem var byggt 1957 hefur verið endurnýjað mikið í gegnum tíðina. Búið er að skipta um þakefni og gler og glugga auk þess sem lagnir hafa verið endurnýjaðar. Sólstofa var byggð við húsið árið 1987 og það var steinað að utan með hvítum ítölskum marmara og svörtum marmara undir gluggum. Innkeyrsla og garður voru hellu- lögð 2001. Komið er inn í rúmgott hol með hita í gólfi og góðum fata- skáp. Eldhús er með sérsmíðaðri innréttingu og sérherbergi inn af því fyrir þvottavél og þurrkara. Stofan er rúmgóð með marmara á gólfum. Sólskáli er rúmgóður með flísum á gólfi og útgengi út í suð- urgarð. Á neðri hæð er sér gesta- snyrting, flísalögð í hólf og gólf. Teppalagður stigi liggur upp á efri hæð. Uppi eru tvö rúmgóð herbergi með skápum. Á gólfi er eikarparket. Baðherbergi er flísa- lagt í hólf og gólf með sturtu. Sér geymsluherbergi er undir súð. Bílskúr er vel útbúin með heitu og köldu vatni og eru flísar á gólfi. Garðurinn er einkar fagur með fallegum plöntum og gróðri og ný- legt upphitað garðhús fylgir eign- inni. Ásett verð er 47 milljónir. Sólstofa og garðhús fylgir Húsið er á fallegum og kyrrlátum stað í miðju Smáíbúðahverfinu. fasteignir heimili@heimili.is Sími 530 6500B o g i P é t u r s s o n l ö g g . f a s t e i g n a s a l iF i n n b o g i H i l m a r s s o n l ö g g . f a s t e i g n a s a l i Þú getur sjálfur gert greiðslumat á netinu. Ef þú þarft á aðstoð að halda geturðu hringt í okkur, komið á staðinn og hitt ráðgjafa okkar eða haft samband á netinu. Þegar þú hefur fundið draumaíbúðina sækir þú um lánið á www.ils.is. Lánið er afgreitt á fjórum virkum dögum. Gengið frá greiðslumati Sótt um íbúðalán Sótt um lengingu og styttingu á lánstíma Á ils.is getur þú: Bráðabirgðamat Reiknivélar Netsamtal við ráðgjafa Ýmsar þjónustubeiðnir Önnur þjónusta á ils.is:

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.