Fréttablaðið - 14.04.2009, Page 38

Fréttablaðið - 14.04.2009, Page 38
28 14. apríl 2009 ÞRIÐJUDAGUR sport@frettabladid.is Gildi - lífeyrissjóður Sætúni 1 105 Reykjavík Sími 515 4700 www.gildi.is gildi@gildi.is Á R S F U N D U R Ársfundur Gildis-lífeyrissjóðs verður haldinn á Grand Hótel, Reykjavík þriðjudaginn 21. apríl kl. 17.00. Dagskrá fundarins: 1. Venjuleg ársfundarstörf. 2. Tillaga til breytinga á samþykktum sjóðsins. 3. Tillaga um lækkun réttinda. 4. Önnur mál, löglega upp borin. Tillögurnar munu liggja frammi á skrifstofu sjóðsins og birtar á heimasíðunni, www.gildi.is tveimur vikum fyrir ársfundinn. Allir sjóðfélagar eiga rétt til setu á ársfundinum með málfrelsi og tillögurétti. Sérstakt fulltrúaráð, að jöfnu skipað fulltrúum stéttarfélaga og samtaka atvinnurekenda sem að sjóðnum standa, fer með atkvæði á ársfundinum. Reykjavík 6. apríl 2009, lífeyrissjóður Stjórn Gildis-lífeyrissjóðs. 2 0 0 9 FÓTBOLTI Þó svo að vonir Liverpool um að komast í undanúrslit Meist- aradeildar Evrópu kunni ekki að vera miklar jukust þær talsvert í gær þegar í ljós kom að Steven Gerrard, fyrirliði, verður væntan- lega leikfær fyrir leik kvöldsins gegn Chelsea. Síðarnefnda liðið vann 3-1 sigur í fyrri leik lið- anna. Hann spilaði ekki í 4-0 sigri Liverpool á Blackburn á laugar- daginn. „Steven mun fara með liðinu til Lundúna og ég mun taka ákvörðun á morgun (í dag),“ sagði Rafa Benitez, stjóri Liverpool. „Við erum 3-1 undir í rimmunni og við vitum að það getur breytt öllu að hafa Steven í liðinu ef hann spilar vel.“ Guus Hiddink, stjóri Chelsea, sagði að leikmenn yrðu að halda einbeitingu sinni í lagi. „Það er mikilvægt að nýta okkur með- byrinn úr fyrri leiknum. Enginn leikur er mikilvægari en sá næsti og við ætlum okkur að vinna alla leiki sem við förum í.“ Javier Mascherano getur spilað með Liverpool á ný eftir leikbann en John Terry, fyrirliði Chelsea, verður í banni í kvöld. - esá Chelsea mætir Liverpool í Meistaradeildinni: Gerrard líklega með FÓTBOLTI Eiður Smári Guðjohnsen er augljóslega ekki inni í Meistara- deildarmyndinni hjá Josep Guardi- ola, þjálfara Barcelona, því okkar maður hefur aðeins fengið að koma við sögu í þremur leikjum af níu í Meistaradeildinni á tímabilinu. Nítján leikmenn Barcelona-liðs- ins hafa spilað meira í Meistara- deildinni en Eiður Smári. Eiður Smári hefur ekkert fengið að koma inn á í útsláttarkeppn- inni en kom síðast við sögu í síð- asta leik riðlakeppninnar, á móti Shakhtar Donetsk. Eiður Smári kom þá inn á sem varamaður á 75. mínútu í 2-3 tapi. Eiður Smári hefur einu sinni verið í byrjunarliði Barcelona í Meistaradeildinni í vetur en hann lék allar 90 mínúturnar í 5-2 sigri á Sporting Lissabon í Portúgal. Eiður Smári hefur aðeins spilað í 25 mínútur í hinum átta leikjum Barcelona í keppninni. Íslendingur hefur aldrei unnið Meistaradeildina en miðað við frammistöðu Barcelona í síðustu leikjum í Meistaradeildinni gæti það vissulega breyst í ár. Eiður Smári virðist þó ekki eiga að fá mikið að taka þátt í því að tryggja Börsungum titilinn. Meðal leikmanna sem hafa spil- að meira í Meistaradeildinni en Eiður Smári eru Martín Cáceres (22 ára miðvörður frá Úrúgvæ), Víctor Sánchez (21 árs miðvörður) og Pedro Rodríguez (21 árs væng- maður) en enginn þeirra spilar þó sömu stöðu og Eiður. Sergio Busquets, sem hefur að því er virðist tekið mikinn spila- tíma frá Eiði Smára í vetur, hefur spilað 448 mínútur í Meistara- deildinni eða 333 mínútum meira en Eiður Smári. Næsti leikur Barcelona í Meist- aradeildinni er gegn Bayern í München í kvöld. Barca er nánast öruggt áfram eftir 4-0 sigur í fyrri leiknum. ooj@frettabladid.is Eiður Smári fær lítið að vera með Barcelona þykir eitt sigurstranglegasta liðið í Meistaradeildinni í ár og Íslendingar gætu þar eignast sinn fyrsta meistara. Josep Guardiola ætlar þó greinilega ekki að nota Eið Smára í Meistaradeildinni. MÍNÚTUR HJÁ BARCELONA Í MEISTARADEILDINNI 1. Víctor Valdés 720 mínútur 1. Gerard Piqué 720 3. Rafael Márquez 683 4. Daniel Alves 630 5. Xavi 612 6. Lionel Messi 569 7. Thierry Henry 541 8. Carles Puyol 539 9. Sergio Busquets 448 10. Yaya Touré 441 11. Samuel Eto’o 430 12. Andrés Iniesta 427 13. Sylvinho 362 14. Aleksandr Hleb 361 15. Seydou Keita 326 16. Bojan Krkic 307 17. Martín Cáceres 218 18. Víctor Sánchez 174 19. Pedro 126 20. Eiður Smári Guðjohnsen 115 21. Albert Jorquera 90 21. Víctor Vázquez 90 EIÐUR SMÁRI Í MEISTARADEILDINNI Á TÍMABILINU: (16. sept.) Riðlakeppni Barcelona-Sporting 3-1 (Sat á bekknum) (1. okt.) Riðlakeppni Shakhtar Donetsk-Barcelona 1-2 (Varamaður á 80. mín) (22. okt.) Riðlakeppni Basel-Barcelona 0-5 (Ekki í hópnum) (4. nóv.) Riðlakeppni Barcelona-Basel 1-1 (Sat á bekknum) (26. nóv.) Riðlakeppni Sporting-Barcelona 2-5 (Spilaði allar 90 mínúturnar) (9. des.) Riðlakeppni Barcelona-Shakhtar Donetsk 2-3 (Varamaður á 75. mín) (24. feb.) 16 liða úrslit, fyrri leikur Lyon-Barcelona 1-1 (Sat á bekknum) (11. mars) 16 liða úrslit, seinni leikur Barcelona-Lyon 5-2 (Ekki í hópnum) (8. apríl) 8 liða úrslit, fyrri leikur Barcelona-Bayern 4-0 (Sat á bekknum) Íslenska landsliðið í handbolta, skipað leikmönnum 21 árs og yngri, tryggði sér um helgina sæti í heimsmeistarakeppninni í þessum aldursflokki sem fer fram í Egypta- landi í sumar. Ísland var í undankeppninni í riðli með Hollandi, Ungverjalandi og Bret- landi og fór riðlakeppnin fram í Hollandi. Ísland byrjaði á því að gera jafntefli við heimamenn og Ungverja og vann svo Bret- land í lokaumferðinni. Ísland þurfti þó að stóla á hagstæð úrslit úr leik Hollands og Ungverjalands. Svo fór að heimamenn unnu leikinn og tryggðu sér sæti í lokakeppni stórmóts. Það var í fyrsta sinn í nærri þrjátíu ár sem það gerðist. „Hollendingarnir komu langmest á óvart,“ sagði Heimir Ríkarðsson, þjálfari íslenska liðsins. „Ungverjar, sú mikla handboltaþjóð, áttu í raun aldrei möguleika í leiknum. Það var troðfullt hús og Hollendingar afar vel hvattir áfram.“ Með sigrinum náði Holland efsta sæti riðilsins og Ísland varð í öðru sæti. Heimir segir að mikil tilhlökkun ríki í íslenska liðinu fyrir lokakeppnina í Egyptalandi. „Ég er búinn að fylgja þessum strákum síðan þeir byrjuðu í yngsta landslið- inu, fyrir 16 ára og yngri, og það er gott að fá tækifæri til að klára þetta verkefni í Egyptalandi. Það verður síðasta verkefni þessara drengja með yngri landsliðum Íslands og þá er ekkert annað að gera en að klára það með pompi og prakt. Þetta lið hefur tekið stór skref fram á við undanfarið eftir erfiða byrjun og er hörkugott.“ Heimir þjálfaði íslenska U-18 liðið sem varð Evrópumeistari árið 2003 og býr því yfir góðri reynslu fyrir mótið í Egyptalandi. „Þetta er flott lið og flottir strákar. Við höfum bara aldrei náð að stilla upp okkar sterkasta liði vegna meiðsla sem var einnig tilfellið nú um helgina. En ef allir eru með og liðið að spila vel erum við illviðráðanlegir,“ sagði Heimir. ÍSLENSKA U-21 LANDSLIÐIÐ Í HANDBOLTA: TRYGGÐI SÉR SÆTI Á HM Í EGYPTALANDI Í SUMAR Ætlum að klára verkefnið með pompi og prakt > Mikilvægt stig hjá Crewe Guðjón Þórðarson og lærisveinar hans í enska C-deildarliðinu Crewe unnu mikilvægt stig í fallbaráttu liðsins. Crewe gerði 1-1 jafntefli við Oldham þar sem jöfnunarmarkið kom á 89. mínútu. Crewe hefur gert þrjú jafntefli í röð og fjögur jafntefli í síðustu fjórum leikjum liðsins. Hvert stig er hins vegar dýrmætt og er Crewe nú fjórum stigum frá fallsæti. Gylfi Sigurðsson lék allan leikinn fyrir Crewe. FÓTBOLTI Ragnar Sigurðsson gerði sér lítið fyrir og skoraði frá eigin vallarhelmingi í 5-0 sigri IFK Gautaborg á Djurgården í sænsku úrvalsdeildinni nú um helgina. Hann sá að markvörður Djurgården stóð framarlega í teignum og ákvað að láta vaða með fyrrgreindum árangri. Eftir leikinn var greint frá því í sænskum fjölmiðlum að bæði Blackburn og Newcastle hefðu áhuga á Ragnari en Gautaborg er sagt vilja fá tæpar 400 milljónir króna fyrir kappann. „Ég er bara að hugsa um Gautaborg eins og er,“ sagði Ragnar í samtali við sænska fjölmiðla spurður um málið. „En það er ljóst að ég vil komast í eins stóra deild og ég mögulega get. Ef nógu gott tækifæri gefst get ég vel hugsað mér að flytja mig um set í sumar.“ - esá Ragnar Sigurðsson: Skoraði frá miðju í Svíþjóð RAGNAR SIGURÐSSON Skoraði glæsilegt mark um helgina. ANDSTÆÐINGAR Steven Gerrard verður væntanlega með í kvöld en John Terry verður í banni. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES ENGIN TÆKIFÆRI Eiður Smári fékk síðast að spreyta sig í Meistara- deildinni í byrjun desember. N O R D IC PH O TO S/G ETTY

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.