Fréttablaðið - 14.04.2009, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 14.04.2009, Blaðsíða 32
22 14. apríl 2009 ÞRIÐJUDAGUR menning@frettabladid.istonlist@frettabladid.is TÓNNINN GEFINN Trausti Júlíusson Sögur af tónlistarmönnum sem hafa brotist úr sárri fátækt og orðið heimsfrægir hafa lengi heillað fólk. Svoleiðis sögur eru orðnar sjaldgæfar á Vesturlöndum, en þær gerast enn í þriðja heiminum. Gott dæmi um það er hljómsveitin Staff Benda Bilili frá Kinshasa í Kongó, en flestir meðlimir hennar eru lömunarveikir götuspilarar. Tónlistarmenn frá Kongó hafa vakið athygli síðustu ár. Þar á meðal má nefna Konono No1 sem komu hingað til lands á Listahátíð sællar minningar og hljómsveitina Kasai Allstars sem sendi frá sér fína plötu í fyrra. Báðar þessar sveitir voru uppgötvaðar af upptökustjóranum Vincent Kenis og gefnar út hjá belg- íska útgáfufyrir- tækinu Crammed Discs. Það sama á við um Staff Benda Bilili. Staff Benda Bilili er búin að vera starfandi í nokkur ár. Kjarninn í sveitinni er gamlir lamaðir götu- spilarar sem ferðast um á sérútbúnum mótor- og reiðhjólum, en til liðs við þá hafa líka gengið yngri menn. Sá sem vekur mesta athygli er strákur að nafni Roger sem sveitin tók upp á sína arma eftir að hafa séð hann spila fyrir smápeninga fyrir utan verslun í borginni. Hann spilar á strengjahljóðfæri sem hann fann upp sjálfur og er gert úr málningardós, tréboga og einum streng. Á þetta hljóðfæri sýnir hann snilldartakta. Staff Benda Bilili heillaði bæði evrópska og afríska tónlistarmenn og blaðamenn þegar Africa Express-hópur Damons Albarn heim- sótti Kinshasa í fyrra. Síðan hefur leiðin legið upp á við hjá sveitinni. Fyrsta plata Staff Benda Bilili er nýkomin út. Hún heitir Trés trés fort og var tekin upp 2007. Tónlistin er léttleikandi sambland af þjóð- legri rúmbu frá Kongó, kúbverskri dægurtónlist, reggí og fönki. Flott plata sem hefur vakið mikla athygli, en Staff Benda Bilili prýðir for- síðu apríl/maí útgáfu bresku heimstónlistarbiblíunnar Songlines. Óvenjulegar poppstjörnur STJÖRNUR Staff Benda Bilili er heitasta nýja nafnið í heimstónlistinni í dag. New York-sveitin Yeah Yeah Yeahs var ein af þeim sveitum sem fengu athygli í kjölfar vinsælda The Strokes. Það fer ekki mikið fyrir The Strokes í dag, en þau Karen O, Brian Chase og Nick Zinner sem skipa Yeah Yeah Yeahs voru að senda frá sér nýja plötu, It’s Blitz!, sem margir telja þeirra bestu hingað til. Trausti Júlíusson hlustaði á gripinn. „Það var svo mikil reiði á Show Your Bones að við urðum að kom- ast út úr því. Það er alveg nóg af þunglyndislegu indí-rokki fyrir! Málið er líka að ef þú ætlar í frí og þú ert þegar búinn að fara til Egyptalands og Parísar þá ferðu varla aftur til Egyptalands og Par- ísar ...“ segir Nick Zinner gítar-, bassa- og hljómborðsleikari Yeah Yeah Yeahs í nýlegu viðtali við Mojo. Ný plata sveitarinnar It’s Blitz! sem var að koma út er tölu- vert frábrugðin fyrri plötunum. Á henni notast sveitin við hljóð- gervla í fyrsta sinn og yfirbragðið er jákvæðara en áður. Krafturinn er samt enn til staðar. Mögnuð tónleikasveit Yeah Yeah Yeahs var stofnuð í New York árið 2000. Hún vakti fljótt athygli og var eftir nokkra mánuði farin að hita upp fyrir The Strokes og The White Stripes. Tón- listin var þeirra útfærsla af hráu bílskúrspönki. Sveitin sendi frá sér EP-plötuna Yaeh Yeah Yeahs síðla árs 2001 og árið 2003 kom fyrsta platan, Fever to Tell. Báðar vöktu mikla athygli. Sveitin varð líka þekkt sem ein öflugasta tón- leikasveitin á senunni, ekki síst fyrir mögnuð sviðstilþrif Karenar O. Þetta sést vel á tónleika DVD- disknum Tell Me What Rockers to Swallow sem kom út árið 2004. Ég hvet alla sem hafa ekki skoðað þá útgáfu að gera það hið fyrsta. Aftur kallað á Nick Launey Árið 2006 kom önnur plata Yeah Yeah Yeahs í fullri lengd, Show Your Bones. Hún var smá von- brigði þrátt fyrir fín lög inn á milli, t.a.m. hið ofurgrípandi Gold Lion. Eftir Show Your Bones fór sveitin í smá hlé, en gaf samt út fimm laga EP-plötuna Is Is árið 2007. Sú var tekin upp með upp- tökustjóranum Nick Launey sem á að baki glæstan feril og stjórn- aði m.a. upptökum á Release the Bats og Junkyard með Birthday Party og plötum með PiL, Nick Cave, Arcade Fire o.fl. Þegar sveitin ákvað að gera nýja plötu var aftur kallað á Launey, en að auki var gamall góðvinur sveitar- innar, galdramaðurinn David Sitek úr TV on the Radio, fenginn til samstarfs. Rokk og hrátt rafpopp It’s Blitz! var tekin upp í fjór- um hljóðverum í fjórum ríkjum Bandaríkjanna. Stærstur hluti hennar var tekinn upp í eyði- merkurstúdíói fyrir utan El Paso í Texas, rétt við landamæri Mexíkó, en einnig var tekið upp í sveita- hljóðveri í Massachusetts og hjá Dave Sitek í Brooklyn. Eins og áður segir kveður við nýjan tón á It’s Blitz! Sveitin notar hljóðgervla í fyrsta sinn, en fer sínar leiðir og útkoman er flott plata sem á eru kraftmikil rokklög og líka hrá raf- popplög. Einhvern veginn smell- ur þetta hjá þeim og mann grunar að Dave Sitek eigi sinn þátt í flott- um hljóðheiminum. Viðtökurnar eru ekki af verri endanum: Fimm stjörnur í Q Magazine, 81/100 hjá Pitchforkmedia og 4/5 í NME, Mojo, Rolling Stone og Uncut ... Ný leiftursókn frá New York YEAH YEAH YEAHS Það kveður við nýjan tón hjá Yeah Yeah Yeahs á nýju plötunni, en hún var unnin með hjálp upptökustjóranna Nick Launey og David Sitek úr TV on the Radio. > Plata vikunnar Eberg - Antidote ★★★★ „Eberg fylgir eftir hinni frábæru Voff, voff með fínni plötu. Nútímaleg tónlist með sterkar rætur í sígildri popplagahefð.“ TJ > Í SPILARANUM Neil Young - Fork in the Road Fever Ray - Fever Ray Doves - Kingdom of Rust Bat for Lashes - Two Suns St. Vincent - Actor NEIL YOUNG ST. VINCENT Jón Þór Birgisson, söngvari Sigur Rósar, og Alex Somers kærasti hans gefa út plötu 20. júlí næstkomandi. Þeir hafa um nokkurra ára skeið sýnt myndlist sína saman undir nafninu Riceboy Sleeps og plata þeirra verður einnig gefin út undir því nafni. Platan inniheldur níu lög sem öll voru tekin upp hér á landi. Lögin kallast Happiness, Atlas Song, Indian Summer, Stokkseyri, Boy 1904, All the Big Trees, Daniell in the Sea, Howl og Sleeping Giant. Þeir félagar njóta aðstoðar stelpnanna í strengjakvartettinum Amiinu og kórs sem kallast Kópavogsdætur. Liðsmenn Sigur Rósar eru í fríi eftir að langri tónleikaferð þeirra um heiminn lauk á síðasta ári. Jónsi og Alex gefa út plötu PLATA Á LEIÐINNI Jónsi og Alex Somers gefa út plötu undir nafninu Riceboy Sleeps. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Rapparinn Cee-Lo úr hljómsveitinni Gnarls Barkley er áhugasamur um að rokka aðeins upp hljóðheim sveitarinnar. Það vill hann gera með því að vinna með bresku rokkurunum úr Oasis. Cee-Lo skip- ar hljómsveitina með taktsmiðnum Danger Mouse og þeir félagar eru helst þekktir fyrir fönkað sánd sitt. En rapparinn er sannfærður um að gott eitt geti komið út úr þessu samstarfi. „Ég er búinn að vera að hlusta á nýju Oasis-plöt- una og hún er flott,“ segir Cee-Lo. „Þegar ég var í London hékk ég aðeins með Noel og við skemmtum okkur vel. Ég væri til í að gera eitthvað sérstakt með þeim.“ Spenntur fyrir Oasis-bræðrum GNARLS BARKLEY Rapparinn Cee-Lo vill vinna með Oasis.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.