Fréttablaðið - 14.04.2009, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 14.04.2009, Blaðsíða 21
Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447 Rodriguez Luna er þekkt nafn meðal þeirra sem þekkja til bar- dagaíþróttarinnar taekwondo. Hann hefur unnið til fjölda verð- launa á ferli sínum, sem hófst árið 1973 í Mexíkó þar sem hann braust úr sárri fátækt, og á síðasta ári var hann innlimaður í frægðarhöll taekwondo. Auk þess rekur hann sex taekwondo skóla undir merkj- um Absolut TaeKwonDo. Fyrir hálfu ári réði Taekwondo- samband Íslands Luna til starfa, en hann telur þjóðina eiga góða mögu- leika að ná langt á næstu Ólympíu- leikum. „Ég var ráðinn hingað sem tæknilegur ráðgjafi landsliðsins og er mjög sáttur við það fyrirkomu- lag, meðal annars í ljósi þess að Íslendingar hafa þann bakgrunn og búa yfir þeim eiginleikum sem þarf til að ná langt í íþróttinni,“ segir Rodriguez og bætir við að landsmenn séu að auki líkamlega sterkir. „Það kemur sér vel þar sem iðkendur taekwondo þurfa að reiða sig mikið á líkamlega getu og snerpu og svo fæturna, gagn- stætt til dæmis því sem gerist í karate þar sem áhersla er á notkun handa.“ Að hans mati þarf þó meira en líkamlegan styrk til að ná árangri. „Taekwondo gengur líka út á sjálf- stjórn og aga, að ná og viðhalda andlegu jafnvægi. Mér finnst mikil- vægt að innræta Íslendingum það hugarfar, sérstaklega börnunum, og eins að kenna þeim að bera virð- ingu hver fyrir öðrum,“ segir hann. „Með réttri þjálfun tel ég að Íslend- ingum séu allir vegir færir.“ Ólympíuleikarnir berast í tal. Þeir eru Rodriguez að góðu kunnir því undir hans leiðsögn hefur mex- íkóska landsliðið í taekwondo unnið til fjölda verðlauna: tvennra gull- verðlauna á Ólympíuleikunum í Peking, silfurs í Aþenu og tvennra bronsverðlauna á leikunum í Syd- ney. Hann telur Íslendinga allt eins eiga möguleika og Mexíkó á að ná langt, en til þess þurfi þeir þó að leggja talsvert á sig og æfa stíft. „Með réttri þjálfun gætu þeir kom- ist á leikana og líka heimsmeistara- mótið, sem verður haldið í Kaup- mannahöfn í október á þessu ári, og snúið aftur heim með verðlaun.“ Óhætt er að segja að Rodriguez hafi haft í nógu að snúast síðan hann settist að á Íslandi. Hann hefur kennt taekwondo víðs vegar um landið og er nú með námskeið hjá KR og Fjölni þar sem hann kennir bæði fullorðnum og börn- um þessa fornu bardagalist. „Og þar hef ég meðal annars komist að raun um að Íslendingar hafa þetta allt í hendi sér,“ segir hann bjart- sýnn. roald@frettabladid.is Sjálfstjórn, snerpa og agi Rodriguez Luna á að baki farsælan feril, sem spannar marga áratugi, í taekwondo og rekur sex skóla þar sem íþróttin er kennd. Luna er nú fluttur til landsins og miðlar af þekkingu sinni hjá íslenskum félögum. Rodriguez lærði taekwondo hjá Ramiro Guzman og hefur kennt og haldið fjölda fyrirlestra um allan heim. Um þessar mundir miðlar hann af reynslu sinni hjá Fjölni og KR þar sem hann kennir bæði fullorðnum og börnum þessa kóresku bardagaíþrótt. MYND/CESAR RODRIGUEZ ÞRÓUNARSTOFA HEILSUGÆSLUNNAR er nýtt heiti yfir Miðstöð mæðraverndar, Miðstöð tann- verndar og að nokkru leyti Miðstöð heilsuverndar barna, sem hafa verið settar undir einn hatt. Meirapróf Upplýsingar og innritun í síma 5670300 NÝTT NÁMSKEIÐ HEFST 15. APRÍL ÁRMÚLA 42 - SÍMI 553 4236 BÍLSKÚRS OG IÐNAÐARHURÐIR • Hurðir til á lager • Smíðað eftir máli • Eldvarnarhurðir • Öryggishurðir Dugguvogi 2 / s: 557 9510 / www.patti.is Patti Húsgögn Opnunartími : Mánudaga - Föstudaga frá 9 til 18 og Laugardaga frá 11 til 16 tilboðsvika mikið úrval af sófum og sófasettum 10-50% afsláttur af völdum vörum • Stórhöfða 25 Rafknúnir hæginda- stólar • standa upp • Einfaldar stillingar og fjölbreytt úrval www.eirberg.is • 569 3100 • Stórhöfða 25

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.