Fréttablaðið - 14.04.2009, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 14.04.2009, Blaðsíða 22
„Sex vikna Bollywood-námskeið hefjast í Kramhúsinu 21. apríl næst- komandi og verður kennt á þriðju- dögum. Kramhúsið var með Bolly- wood-námskeið fyrir nokkrum árum þar sem fenginn var erlendur gestakennari en á þeim tíma var ég einnig að kenna á Bollywood-nám- skeiði í öðrum dansskóla þar sem ég lærði Bollywood-dans fyrst,“ segir Rosana Davud, danskennari. „Áhugi á Bollywood-dansi hefur vaknað aftur í kjölfar kvikmyndar- innar Viltu vinna milljón eða Slumdog Millionaire, eins og hún kallast á ensku. Í lokaatriði hennar er Bollywood-dansatriði en annars sést þessi dans gjarnan í indversk- um kvikmyndum sem framleiddar eru af Bollywood,“ segir Rosana áhugasöm og nefnir að Bollywood sé blanda af orðunum Bombay og Hollywood. „Dansinn er blanda af indversk- um þjóðdönsum og nútíma „free- style“ þar sem svipbrigði og leikræn túlkun skipta höfuðmáli. Á nám- skeiðinu verða grunnsporin kennd, aðalhugtök dansins og dansspor við aðallag kvikmyndarinnar Viltu vinna milljón sem heyrist sí og æ í útvarpinu í dag,“ útskýrir Rosana áhugasöm og bætir við: „Þetta er mjög góð líkamsrækt sem inni- heldur mikla gleði og brennslu og er námskeiðið byrjendanámskeið, opið öllum.“ Rosana er að eigin sögn eink- um sérhæfð í magadansi en þar sem sumum hreyfingum svipar til Bollywood-dansins fékk hún áhuga á honum. „Í sjö ár hef ég dansað og kennt magadans en síðustu tvö árin vann ég við að sýna í Mið-Austur- löndum og við Persaflóann, meðal annars í Dubai. Þar er mikil ind- versk menning vegna fjölda inn- flytjenda þar og á meðan ég var að dansa í Dubai tók ég nokkur Bollywood-námskeið og einkatíma. Einnig tók ég þátt í Bollywood-sýn- ingum með indverskum danshóp- um,“ segir Rosana ánægð og ljóst er að hjá henni má læra ýmislegt um töfra Bollywood. Skráning er hafin á vefsíðu Kramhússins, www.kram- husid.is. hrefna@frettabladid.is Bombay og Hollywood Nú á vordögum stendur til boða svokallað Bollywood-námskeið hjá Kramhúsinu sem hefst 21. apríl en þar kennir Rosana Davud seiðandi danshreyfingar frá Bollywood í takt við hressandi tónlist. Rosana hefur einkum fengist við magadans og hefur meðal annars sýnt í Mið- Austurlöndum og við Persaflóann. Í Dubai æfði hún Bollywood-dans og tók þátt í sýningum og hún ætlar nú að miðla fróðleik sínum til dansþyrstra Íslendinga. MYND/ÚR EINKASAFNI Næstu fyrirlestrar og námskeið 14. apríl Sætuefnið Aspartam - Er Diet kók betra en venjulegt kók? Haraldur Magnússon osteópati 16. apríl Hvað er málið með aukakílóin? Matti Ósvald heilsufræðingur 18. apríl Hláturjóga með jákvæðu styrkjandi ívafi Ásta Valdimarsdóttir hláturjógakennari 21. apríl Spa dekur Kolbrún Björnsdóttir grasalæknir 22. apríl Hvað á ég að gefa barninu mínu að borða? Ebba Guðný Guðmundsdóttir kennariwww.madurlifandi.is www.eirberg.is • 569 3100 Stórhöfða 25 Ný sending af sundfatnaði komin Reykjavíkurvegi 64 - 220 - Hafnarfjörður Sími 5550944 - Fax 5654055 - Netfang: hlif@hlif.is Auglýsingasími ÓKEYPIS TANNLÆKNINGAÞJÓNUSTA skoðun og meðferð fyrir börn og unglinga yngri en 18 ára verður í húsnæði tannlækna- deildar Háskóla Íslands 18. apríl og 9. og 23. maí, frá klukkan 10 til 13.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.