Fréttablaðið - 14.04.2009, Side 46

Fréttablaðið - 14.04.2009, Side 46
34 14. apríl 2009 ÞRIÐJUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 LÖGIN VIÐ VINNUNA LÁRÉTT 2. varsla, 6. í röð, 8. hélt á brott, 9. hrós, 11. ekki heldur, 12. fáni, 14. gosefni, 16. fisk, 17. gapa, 18. tugur, 20. hljóm, 21. þurrka út. LÓÐRÉTT 1. helminguð, 3. frá, 4. áttfætla, 5. bjálki, 7. brjóstverja, 10. spor, 13. gifti, 15. jarðgöng, 16. svif, 19. kringum. LAUSN LÁRÉTT: 2. vakt, 6. áb, 8. fór, 9. lof, 11. né, 12. flagg, 14. hraun, 16. ál, 17. flá, 18. tíu, 20. óm, 21. afmá. LÓÐRÉTT: 1. hálf, 3. af, 4. kónguló, 5. tré, 7. bolhlíf, 10. far, 13. gaf, 15. náma, 16. áta, 19. um. Stepp ehf Ármúla 32 Sími 533 5060 www.stepp.is stepp@stepp.is G ra fí k a 2 0 0 8 GÓLFEFNI ÞEKKING ÞJÓNUSTA TEPPI Á STIGAGANGINN Strandgötu 43 | Hafnarfirði Sími 565 5454 | www.fridaskart.is íslensk hönnun og handverk „Þeir reyndust ótrúlega sannspáir, kusu tíu lög áfram og þegar við rýndum í úrslitin eftir á reyndust átta þeirra rétt,“ segir Páll Óskar Hjálmtýsson, Eurovision-sérfræðingur íslensku þjóðarinnar. Upptökur á sjónvarpsþættinum Alla leið eru nýbúnar en þar er hlaupið yfir þau lög sem keppa í hinni sívinsælu lagakeppni evrópskra sjónvarpsstöðvar. Álitsgjafarnir Dr. Gunni, Guðrún Gunnarsdóttir og Reynir Þór Reynisson fengu að vita hvernig þeim hefði gengið að tippa á Eurovision-keppnina í fyrra. Óhætt er að fullyrða að þau hafi reynst starfi sínu vaxin því spáhlutfall þeirra var áttatíu prósent. „Ef þeim tekst álíka vel upp núna þá verður horft til þessa þáttar í framtíðinni og örugglega vitnað í hann,“ segir Páll. Hins vegar var einn galli á gjöf Njarðar sem skekkir eilítið þessa tölfræði. Því vegna knapps tíma í fyrra þurftu fjórmenningarnir að velja skemmtilegustu lögin, önnur sem þóttu ekki merkilegur pappír enduðu í ruslafötunni. Páll upplýsir að eitt þeirra laga sem hafi ekki hlotið náð fyrir augum almennings hafi verið sigurlag Rússa. „En til þess að koma í veg fyrir að þetta gerist aftur þá erum við búin að hlusta á öll lögin 42. Hins vegar fá þau leiðinlegustu ekki langan líftíma en sigurstranglegustu lögin lifa,“ útskýrir Páll en að hans sögn hafa álitsgjafarnir mikið álit á norska laginu, gríska og portúgalska auk framlags Möltu. Páll telur jafnframt að fulltrúi Íslendinga, Jóhanna Guðrún, gæti átt við ramman reip að draga, „Það eru þrettán ballöður í keppninni og þegar svo er þá veltur allt á frammistöðu hennar á sviðinu.“ - fgg Álitsgjafar Palla hittu í mark NÖSK Á GÓÐ LÖG Þau Guðrún Gunnarsdóttir, Páll Óskar, Reynir Þór Reynisson og Dr. Gunni reyndust spá- mannlega vaxin í þáttunum Alla leið sem sýndir voru í fyrra. Þau ætla að gera enn betur í ár. Eins og fram hefur komið í fjöl- miðlum hafa arkitektar úr tiltölu- lega fáum verkefnum að moða um þessar mundir enda hafa nán- ast allar nýbyggingar stöðvast. Englendingur inn David Robertson vann hjá arkitektastofunni Krads- arkitektar en missti vinnuna þegar kreppan skall á. Í stað þess að leggj- ast í kör ákvað hann að láta gamlan draum rætast og opna verkstæðið Kria Cycles. Þar hyggst hann gera við gömul hjól, halda við nýlegri hjólum við og smíða ný eftir þörf- um hvers og eins þótt einfaldleik- inn ráði ríkjum í hönnun hans. David hefur unnið við arkitekt- úr í tæp tólf ár og verið búsettur á Íslandi í tvö. Hann hefur ávallt verið mikill hjólamaður og farið allra sinna ferða á hjólhestinum, sama hvernig viðrar. „Ef ég hefði ekki verið svona góður að hlaupa hefði ég sennilega lagt stund keppn- ishjólreiðar,“ segir David í samtali við Fréttablaðið en hann keppti meðal annars fyrir England í víð- vangshlaupum og langhlaupum á sínum yngri árum. David hjólaði hvert sem hann fór þegar hann var búsettur í London og ætlaði ekki að slá slöku við þegar hann fluttist til Íslands. Hann við- urkennir þó að það sé síður en svo auðvelt að hjóla á eyjunni í Norður- Atlantshafi, honum finnst þó að Íslendingar gætu gefið hjólunum sínum tækifæri. „Auðvitað hefur þetta sína kosti og sína galla, stund- um hefur þú vindinn í fangið, stund- um getur hann líka verið í bakið og virkað sem meðbyr.“ David segist einnig hjóla yfir vetrartímann og bendir á að fólk þurfi ekkert endilega 27-gíra fjalla- hjól til að komast leiða sinna innan borgarmarkanna. „Ég er allavega ekki á slíkum faraskjóta og það hefur bara reynst mér vel.“ David hyggst opna verk- stæði á næstunni og er bjartsýnn á að fólki muni taka þessu framtaki vel. Verkstæðið verður við Hólma- slóð en áhugasamir geta kynnst sér starfsemina frekar á kriacyc- les.com. freyrgigja@frettabladid.is DAVID ROBERTSON: SNÝR Á KREPPUNNA ÚR ARKITEKTÚR Í HJÓLASMÍÐI LÆTUR GAMLAN DRAUM RÆTAST David Robertson er mikill hjólreiðamaður og fer allra ferða sinna á hjólhestinum. Hann ætlar nú að opna hjólaverkstæði þar sem hann hyggst jafnframt smíða ný hjól eftir þörfum hvers og eins. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA „Ég reyni að fara vítt og breitt um sviðið. Tveir diskar rata þó mest á fóninn hjá mér um þessar mundir. Annars vegar leikhúsmúsík frá Englandi, sem Bach-sveitin í Skálholti hefur spilað, og hins vegar diskur með Rolf Lislevand, þar sem hann og dóttir hans leika af fingrum fram á gömul hljóðfæri.“ Bára Grímsdóttir, tónlistarkennari VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á síðu 8 1 Dr. Gunni. 2 Sigurður Gísli Pálmason. 3 Sómalíu. „Þetta var algjört ævintýri og það var virkilega gaman að fá að taka þátt í þessu,“ segir Hermann Gunnarsson, Hemmi Gunn. Hann tróð upp á rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, og sló, að sjálf- sögðu, í gegn. Þakið ætlaði bók- staflega að rifna af húsnæði KNH á Ísafirði þegar sjónvarpsstjarnan steig á stokk og flutti öll sín bestu lög ásamt Kraftlyftingu. Salur- inn tók undir og hápunkturinn var þegar hinn sígildi slagari Einn dans við mig tók að hljóma. Slíkar voru vinsældir Hemma að hann áritaði bringu eins aðdáanda með nafni sínu. Jón Þór Þorleifsson, einn af aðstandendum hátíðarinnar, segir erfitt að meta fjöldann sem mætti í ár, skýtur þó á þrjú til fjögur þús- und. Hann segir það hafa verið sam- dóma álit tónlistarmanna að stemn- ingin hefði aldrei verið betri. - fgg Allir sungu með Hemma FÓR Á KOSTUM Hemmi Gunn fór á kost- um fyrir vestan og þakið ætlaði að rifna af húsinu þegar slagarar á borð við Einn dans við mig tóku að hljóma. Það var mikið stuð í knattspyrnu- höllinni Kórnum í Kópavogi um helgina þegar knattspyrnufélag samkynhneigðra, Styrmir, stóð fyrir alþjóðlegu móti í fótbolta. Haf- steinn Þórólfs- son og félagar tóku á móti tíu liðum, þar af fimm frá útlönd- um. Spenn- an var mikil þegar úrslitaleikur- inn var háður, en hann var milli Styrmis South og dansks liðs. Leikar stóðu jafnir eftir venjuleg- an leiktíma þannig að gripið var til vítaspyrnukeppni en úrslitin réðust ekki fyrr en í bráðabana, þar sem danskir fóru með sigur af hólmi. Um kvöldið var síðan blásið til mikillar veislu á Rúbín þar sem Páll Óskar fór venju sam- kvæmt á kostum. Tökur eru nú hafnar á nýjustu kvikmynd Anitu Briem, Dead of Night, en þær fara fram í New Orleans. Eins og fram hefur komið í Fréttablaðinu leikur Anita þar á móti sjálfu Ofurmenn- inu, Brandon Routh, sem er góðvinur Guðna Gunnars- sonar, rope yoga- kóngsins á Íslandi. Myndin er engin smámynd því samkvæmt imdb.com-vefnum kostar hún litlar tuttugu milljónir dollara eða tvo og hálfan milljarð íslenskra króna. Og meira af Íslendingum úti í heimi því Vesturport tekur þátt í ástralskri leikhátíð til heiðurs Franz Kafka sem nú fer fram í Sydney. Leikgerð Vesturports á Hamskiptunum hefur vakið mikla athygli en sýningin hefur meðal annars hlotið fína dóma í Tasmaníu og víðar í Eyjaálfunni. Gísli Örn Garðarsson leikstýrir sýningunni í samstarfi við enska leikstjórann David Farr. FRÉTTIR AF FÓLKI

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.