Morgunblaðið - 02.01.2008, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 02.01.2008, Qupperneq 4
4 MIÐVIKUDAGUR 2. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is FYRSTA beiðni ársins eftir aðstoð frá björgunarsveitum Landsbjargar var ekki lengi að berast. Björgunar- sveitin Tindar í Hnífsdal var kölluð út þremur mínútum eftir miðnættið á nýársnótt. Þá höfðu sterkir svipti- eða hvirfilvindar, svonefnd Gjögra- veður, gert vart við sig í Hnífsdal og valdið töluverðu eignatjóni. Þetta er fremur sjaldgæft en verður helst í sunnanátt þegar vindum slær fyrir svonefnt Leiti í fjallinu fyrir ofan þorpið. Múrhúð flettist af veggjum Að sögn Kristjáns Ívars Sigurðs- sonar, umsjónarmanns gömlu rækjuverksmiðjunnar á Bakka, sem nú er geymsluhúsnæði, fór vindur að aukast um hálftólf. „Ég verð fljótt var við að húsið hjá mér nötrar og skelfur. Þá hafði losnað múrhúð ut- an af húsinu hjá mér. Maður gapir bara yfir þessu, það eru nokkrir fer- metrar farnir af húsinu,“ segir Kristján. Þegar hann varð var við þakplötur og fleira lauslegt sem fauk til og frá ákvað hann að huga að hús- unum á Bakka. „Um tólfleytið fer ég yfir ásamt 15 ára gömlum syni mín- um, þetta eru varla nema 150 metrar þarna á milli. Á miðri leið kemur vindstrókur og feykir okkur um það bil þrjátíu metra. Við kýldumst í jörðina og fukum eftir henni á fleygi- ferð út í snjóruðning. Maður réði ekki neitt við neitt.“ Þeir feðgar sluppu til allrar lukku við meiðsli. Í rækjuverksmiðjunni hafði bílskúrs- hurð fokið inn í húsið og hafnað ofan á vélsleða. Við þetta stóð vindurinn inn í húsið og járnplötur þeyttust af stórum hluta þaksins. Einangrun í lofti 150 fermetra kæliklefa hrundi einnig niður, og ljóst þykir að millj- ónatjón hefur orðið á húsinu. Þó hefði getað farið verr, enda bílar, fellihýsi, bátar og fleira verðmætt í geymslu þar innandyra. Skörp skil í veðrinu 200 metrum innar í Hnífsdal var Torfi Einarsson að fagna áramót- unum. Þar var hæglætisveður og brenna í gangi. „Ég stóð úti í blanka- logni og var að skjóta upp flugeldum með krökkunum mínum. Þá heyrði ég þennan rosalega hávaða og sá hvar bárujárnsplötur þeyttust hátt upp í loftið.“ Torfi, sem búið hefur í Hnífsdal í 30 ár, segist líklega hafa upplifað þetta veðurfyrirbrigði þrisvar til fjórum sinnum áður. Töluverðar skemmdir urðu einnig á öðru íbúðarhúsi þar sem þakplötur losnuðu og mikið rigningarvatn flæddi inn í stofu og svefnherbergi. Veðrinu slotaði fljótt og var orðið skaplegt klukkan þrjú um nóttina.  Milljónatjón varð í Hnífsdal vegna gríðarsterkra sviptivinda  200 metrum frá var hæglætisveður Ljósmynd/Halldór Sveinbjörnsson Skemmdir Ekki var fallegt um að litast í rækjuverksmiðjunni eftir að vindur reif upp 16 fermetra bílskúrshurð. Feðgar fuku þrjátíu metra og þak sprakk VERÐI Ólafur Ragnar Grímsson endurkjörinn forseti í sumar verður hann þriðji forseti lýðveld- isins til að gegna embætti forseta í fjögur kjörtímabil. Ásgeir Ás- geirsson var forseti Íslands frá 1952 til 1968 og Vigdís Finn- bogadóttir gegndi embættinu einnig í 16 ár, frá 1980 og þar til Ólafur Ragnar tók við embættinu árið 1996. Kristján Eldjárn lét af embætti árið 1980 eftir að hafa gegnt starfinu í þrjú kjörtímabil. Sveinn Björnsson, fyrsti forseti lýðveldisins sem kjörinn var for- seti af Alþingi við lýðveldis- stofnun árið 1944, lést í embætti árið 1952 eftir átta ára setu á for- setastól. Kosningar fara fram 28. júní Forsetakjör fer lögum sam- kvæmt fram síðasta laugardag í júnímánuði fjórða hvert ár og kýs þjóðin sér því forseta hinn 28. júní. nk. Fimm vikum fyrir kjör- dag skulu frambjóðendur hafa skilað framboði sínu í hendur dómsmálaráðuneytinu og auglýsir ráðuneytið innan viku frá þeim degi hverjir séu í kjöri til forseta- embættisins. Ef aðeins einn mað- ur er í kjöri til forsetaembættisins er hann réttkjörinn án atkvæða- greiðslu enda fullnægi hann kjörgengisskilyrðum. Ólafur Ragnar hefur aðeins einu sinni verið sjálfkjörinn, en það var árið 2000. Árið 1996 buðu þau Pétur Kr. Hafstein, Guðrún Agnars- dóttir og Ástþór Magnússon sig fram á móti Ólafi og árið 2004 voru Baldur Ágústsson og Ástþór mótframbjóðendur hans. Tveir forset- ar hafa setið fjögur kjörtímabil Eftir Friðrik Ársælsson fridrik@mbl.is ÓLAFUR Ragnar Grímsson hyggst bjóða sig fram til endurkjörs í emb- ætti forseta Íslands. Þetta kom fram í nýársávarpi forsetans en Ólafur hefur setið í forsetastól frá árinu 1996, eða í tólf ár. „Sé það nú á nýju ári vilji Íslendinga að ég beri áfram þessa ábyrgð er ég fús að axla hana en veit um leið af eigin reynslu að embætti forseta Íslands fylgja ríkar skyldur. Enginn getur innt þær af hendi svo vel sé nema njóta trausts meðal þjóðar,“ sagði forsetinn í ávarpinu sem sjónvarpað var í gær. Formenn stjórnmálaflokkanna virðast ekki hafa kippt sér mikið upp við tíðindin og fremur búist við því að Ólafur gæfi kost á sér til endurkjörs en hitt. „Ég hafði það á tilfinning- unni að Ólafur myndi sækjast eftir að gegna þessu þýðingarmikla emb- ætti áfram og ég hef allt gott um það að segja og styð hann til þess,“ segir Guðni Ágústsson, formaður Fram- sóknarflokksins. Steingrímur J. Sig- fússon, formaður VG, tekur undir með Guðna og segir enga ástæðu til þess að ætla annað en það verði ágætisstemning og sátt um ákvörð- un Ólafs, enda sýni sagan að menn taki því yfirleitt vel ef sitjandi forseti óskar eftir endurkjöri. Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylk- ingarinnar, segir að ákvörðun Ólafs komi sér ekki á óvart, Ólafur sé vin- sæll forseti meðal þjóðarinnar sem hafi staðið sig vel. „Ég held að þetta séu góðar fréttir fyrir þjóðina,“ segir Ágúst. Nokkrar um- ræður hafa farið fram að undan- förnu hvort eðli- legt sé að binda þann tíma sem hver og einn get- ur gegnt embætti forseta. „Til framtíðar litið gæti ég vel hugsað mér það fyrirkomulag að afmarka það skýrt hversu lengi hver einstaklingur getur gegnt þessu embætti og binda setuna við tvö sex ára kjörtímabil,“ segir Steingrímur J. en tekur fram að hann sé alls ekki að gagnrýna það fyrirkomulag sem nú sé við lýði. Treysta verður á hófsemi þeirra sem embættinu gegna Formenn annarra flokka telja ekki ástæðu til þess að binda setu- tímann þótt ræða megi hugmyndir Steingríms. „Mér finnst þessi hug- mynd um að lengja kjörtímabilið út af fyrir sig allt í lagi, en 12 ár eru ekki langur tími hjá manni á besta aldri, svo lengi sem sátt ríkir hjá þjóðinni um hann,“ segir Guðjón A. Kristjánsson, formaður Frjáls- lyndra. „Það er sjálfsagt og eðlilegt að menn fari yfir hlutverk forseta- embættisins í því samfélagi sem við búum við í dag, en mér finnst að það sé ekki ástæða til að hefta þetta sér- staklega svo lengi sem þjóðin fær að kjósa sér nýjan forseta á fjögurra ára fresti,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálf- stæðisflokksins, og heldur áfram. „Það er frekar hitt að menn eigi að skoða aðra þætti í stjórnarskránni á borð við þjóðaratkvæðagreiðslur og þar fram eftir götunum.“ Undir þessi sjónarmið tekur Ágúst Ólafur og segir núverandi fyrirkomulag hafa reynst vel, forsetarnir þekkt sín mörk og ekki setið lengur en 16 ár í forsetastól.„Ég held að við þurfum að treysta á hófsemi þeirra og dóm- greind þjóðarinnar í þessum efnum.“ Ákvörðunin kemur flokks- formönnum ekki á óvart  Steingrímur J. segist geta hugsað sér að afmarka setutíma forseta og binda hann við tvö sex ára kjörtímabil  Formenn annarra flokka telja ekki ástæðu til inngrips Morgunblaðið/Kristinn Bessastaðir Forseti Íslands er kjörinn til fjögurra ára í senn. Ólafur Ragnar er fimmti forsetinn frá stofnun lýðveldisins. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Ágúst Ólafur Ágústsson Guðni Ágústsson Guðjón A. Kristjánsson Steingrímur J. Sigfússon

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.