Morgunblaðið - 02.01.2008, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 02.01.2008, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 2. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Í HNOTSKURN »Hjartaendurhæfing eykur þekkingu fólksá eigin ástandi og sjálfstraust þess til að stunda hreyfingu. »Fæstir þátttakenda áttu sögu um þung-lyndi eða kvíða. Þau einkenni tengdust frekar hjartveikindum þeirra. HJARTAENDURHÆFING á Reykjalundi hefur mjög já- kvæð áhrif á andlega heilsu sjúklinga, ekki síður en líkam- lega. Rannsókn Karls Krist- jánssonar og Magnúsar R. Jónassonar heimilis- og endur- hæfingarlækna og Þórunnar Guðmundsdóttur hjúkrunar- fræðings, sem birt er í desem- berhefti Læknablaðsins, leiðir þetta í ljós. Rannsóknin tók eitt ár í framkvæmd. Andlegt ástand 200 hjartasjúklinga var metið með stöðluðum spurningalista, bæði við komu og brottför frá Reykjalundi. Í ljós kom að einkenni kvíða og þunglyndis virtust minnka um allt að 72- 77%. Ekki var marktækur munur á sjúklingum eftir kyni, en öfugt samband reyndist á milli aldurs og kvíða, hinir yngri kvíðnari. „Ein af okkar meginniðurstöðum er að sá bati sem verður á andlegri heilsu sjúklinga er að minnstu leyti lyfjagjöf að þakka. Það eru miklu frekar þjálfunin, fræðslan og stuðningurinn sem því valda,“ segir Karl Kristjánsson, en einungis í tilvikum þegar sjúklingar sýndu alvarleg einkenni þunglyndis og kvíða var ákveðið að breyta lyfja- gjöf þeirra. Yfirleitt var henni haldið óbreyttri. Andleg líðan tengist batahorfum Að sögn Karls hafa fyrri rannsóknir sýnt að þeir sem eru þunglyndir og kvíðnir eiga frekar á hættu að fá hjartasjúkdóma en aðrir. Enn fremur er þeim sem fá hjartasjúkdóma og þjást af þung- lyndi eða kvíða hættara við að veikjast aftur af hjartasjúkdómum eftir meðferð við þeim. „Rannsóknir sýna líka að ef fólk fer ekki í end- urhæfingu og fær ekki hjálp með sinn kvíða og sitt þunglyndi, þá geta þau einkenni orðið þrálát. Það er ekki sjálfgefið að hin andlegu einkenni fari af sjálfu sér eftir að hin líkamlegu einkenni eru far- in,“ segir Karl. Endurhæfing minnkar þung- lyndi og kvíða hjartasjúkra Endurhæfing Rannsóknin fór fram á Reykja- lundi. Ástand 200 hjartasjúklinga var metið.  Bætt líðan tengist lyfjagjöf að minnstu leyti  Fræðsla og þjálfun skiptir miklu Karl Kristjánsson EINBÝLISHÚS á tveimur hæðum, við Kirkjustíg á Eskifirði, stórskemmdist í eldsvoða á nýársnótt. Eng- inn var í húsinu þegar eldurinn kom upp og engin hætta á að eldurinn breiddist í nærliggjandi hús. Elds- upptök eru ókunn og er málið í rannsókn. Slökkvilið Fjarðabyggðar var kallað út um klukkan hálftólf fyrir miðnætti og var eldurinn orðinn nokkuð mikill þegar slökkviliðsmenn komu á vettvang. End- urbætur stóðu yfir í húsinu og var í því mikill elds- matur. Slökkvistarf gekk þó nokkuð vel og tók um tvær klukkustundir. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði er húsið því sem næst ónýtt, en rífa þurfti mikið af klæðningu og þaki hússins til að komast að glóð sem logaði. Þar að auki varð nánast allt innbú eldinum að bráð og annað fór illa af eldi og reyk. Morgunblaðið/Helgi Garðarsson Einbýlishús stórskemmdist í eldsvoða Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is EKKI taka allir flugeldaspreng- ingum á gamlárskvöld fagnandi. Í hugum þeirra sem dvalið hafa á stríðshrjáðum svæðum minna flug- eldasprengingar og lyktin af púðr- inu óneitanlega á alvörusprengingar sem ógnað geta lífi fólks og limum. „Ég var nýkomin til landsins þeg- ar ég heyrði fyrst sprengingar vegna flugelda. Ég var í heimsókn hjá bróður mínum og mín fyrstu við- brögð voru að kalla börnin mín sam- an og leita skjóls. Bróðir minn hló að viðbrögðum mínum og útskýrði strax fyrir mér að verið væri að skjóta upp flugeldum. Ef ég hefði verið ein hefði ég örugglega legið í skjóli undir borði alla nóttina og ekki þorað að fara út og athuga mál- ið, því í Palestínu tákna svona sprengingar að eitthvað hræðilegt sé að gerast og fólk að deyja.“ Þannig lýsir Amal Tamimi, fræðslufulltrúi Alþjóðahúss, því þegar hún heyrði fyrst í flugeldum. Hún var þá nýkomin til Íslands frá Palestínu í ársbyrjun 1995 ásamt börnum sínum og vissi ekki að Ís- lendingar hefðu fyrir sið að skjóta upp flugeldum dagana milli gaml- árskvölds og þrettándans, enda eng- in hefð fyrir því að skjóta flugeldum á loft í Palestínu. Að mati Amal mætti huga betur að því að fræða útlendinga um gamlárssiði Íslend- inga. „Mér fannst þetta ekki þægilegt,“ segir Tatjana Latinovic, formaður Samtaka kvenna af erlendum upp- runa, um flugeldasprengingarnar fyrstu áramótin sem hún upplifði hérlendis, en Tatjana kom til Ís- lands í október 1994 frá fyrrverandi Júgóslavíu. Segir hún hávaðann, lyktina af púðri og ljósin af flugeld- unum hafa minnt óþægilega mikið á loftsprengjur þær sem varpað var í heimalandi hennar. Aðspurð segir Tatjana sprengingarnar fljótt hafa vanist og tekur fram að í dag sé það orðinn órjúfanlegur hluti af ára- mótastemningunni að skjóta upp og horfa á flugelda. „Mér finnst ekki síst mikilvægt að geta stutt björg- unarsveitirnar, sem vinna afar gott starf, með því að kaupa hjá þeim flugelda,“ segir Tatjana. „Ég er sannfærð um að það séu margir sem hrökkva við og að þess- ar sprengingar geti vakið óþægileg- ar minningar,“ segir Sólveig Ólafs- dóttir, sviðsstjóri útbreiðslusviðs Rauða kross Íslands. Aðspurð segir hún að ekki hafi verið unnið mark- visst að því hjá RKÍ að fræða nýbúa sem koma af átakasvæðum um skot- gleði Íslendinga í kringum áramót. Að mati Sólveigar væri það hins vegar þess virði að skoða þetta og leita eftir upplýsingum frá flótta- fólki um hvernig það hefur upplifað áramótin, í því skyni að geta nýtt þá þekkingu til fræðslu annarra. Telur mikilvægt að fræða útlendinga um hefðir sem tengjast daglegu lífi, þeirra á meðal skotgleði Ís- lendinga í tengslum við áramótin, sem getur komið illa við fólk sem kemur frá stríðshrjáðum svæðum Flugeldar minna á ógn og stríð Tatjana Latinovic Amal Tamimi Morgunblaðið/Golli Sprengingar Tengjast bæði gleði- legum tíðindum og ógnvænlegum. LÖGREGLUNNI á höfuðborgar- svæðinu var tilkynnt um níu líkams- árásir á nýársnótt, m.a. var maður stunginn í lærið með hníf í Breið- holti og annar hlaut áverka á hálsi vegna svipaðrar atlögu í Seljahverfi. Engin alvarleg meiðsli urðu þó af völdum árásanna. Mikill erill var hjá lögreglunni og áberandi mikil ölvun í miðborginni. Tólf einstaklingar fengu að gista fangageymslur lög- reglunnar. Þá voru sex ökumenn stöðvaðir vegna gruns um ölvun undir stýri. Rólegt á landsbyggðinni Skemmtanahald gekk víðast hvar vel fyrir sig á landsbyggðinni, sam- kvæmt upplýsingum frá lögreglu, þó svo að dæmi væru um ryskingar, bæði á veitingastöðum og í heima- húsum. Lögreglan í Borgarnesi kom karl- manni til bjargar sem gekk ölvaður og illa klæddur við þjóðveginn í slyddu og drullu. Honum var komið í var. Til marks um rólegheitin má nefna að ekkert brunaútkall var á starfssvæði Brunavarna Suðurnesja og muna slökkviliðsmenn vart ró- legri áramót. Níu líkams- árásir tilkynntar SEX leituðu til slysavarðstofu Land- spítala aðfaranótt nýársdags vegna meiðsla sem rekja má til flugelda. Að sögn læknis var ekki um nein alvarleg meiðsl að ræða og eru þetta heldur færri flugeldaslys en undan- farin ár. Í öllum tilvikum var um að ræða ungt fólk, á aldrinum 15-30 ára. Sagði hann fyrst og fremst um að ræða bruna á húð, annars vegar á höndum og hins vegar í andliti, en engir augnskaðar urðu þetta árið. Þá leituðu um sextíu manns til bráðamóttöku vegna annarra meiðsla en á síðasta ári leituðu um áttatíu manns þangað vegna áfloga og slysa á nýársnótt. Samkvæmt upplýsingum læknis á slysadeild var nóttin annasöm en þó ívið rólegri en nýársnætur hafa verið að undanförnu. Að þessu sinni komu flest tilfellin upp á skemmri tíma en oft áður á nýársnótt og flugeldaslys- in komu öll upp á fyrri helmingi næt- ur sem helgast sennilega af veður- skilyrðum. Flugeldur sprakk í hendi Nóttin reyndist einnig róleg víðast hvar annars staðar á landinu. Að sögn læknis á Heilbrigðisstofnun Ísafjarðarbæjar urðu þar í bæ tvö lítils háttar óhöpp tengd flugeldum. Í öðru tilvikinu sprakk flugeldur í hendi karlmanns og í hinu tilvikinu fór flugeldur skakkt á loft og skaust á nærliggjandi hluti áður en hann endaði á öxl karlmanns. Að sögn læknis á Heilbrigðisstofn- un Suðurnesja var nóttin hefði verið einstaklega ljúf en innan við tíu leit- uðu til bráðamóttökunnar. Aðeins minni hátt- ar slys Engir alvarlegir augnskaðar urðu UM tíuleytið í gærkvöldi barst slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um að eldur væri laus á jarðhæð hússins í Hamraborg 7 í Kópavogi. Engan sakaði í eldinum, en í húsinu eru bæðir íbúðir og fyrirtæki. Vel gekk að slökkva eld- inn og reykræsta húsið en einhverj- ar skemmdir urðu vegna reyks og sóts. Þá skemmdist bifreið í Vesturbæ Reykjavíkur eftir að eldur sem log- aði í flugeldarusli við hlið hennar læsti sig í hana á ellefta tímanum í gær. Húsbruni í Kópavogi ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.