Morgunblaðið - 02.01.2008, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 02.01.2008, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. JANÚAR 2008 9 FRÉTTIR Enskuskóli Erlu Ara Auglýsir enskunám í Hafnarfirði • 10 getustig með áherslu á tal • Styrkt af starfsmenntasjóðum Skráning stendur yfir í síma 891 7576 og erlaara@simnet.is Sumarið 2008 eru fyrirhugaðar námsferðir til Englands Sjá nánar um starfsemi skólans á www.enskafyriralla.is Útsala Opnunartími mánud. - föstud. kl. 10.00-18.00 laugardaga kl. 11.00-16.00 – LOKAÐ gamlársdag www.friendtex.is Faxafen 10 sími 568 2870 2 fyrir 1 af öllum Blazer jökkum fyrir áramót Komið og gerið frábær kaup Lokað í dag FORSETI Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, sæmdi ellefu Íslendinga heiðursmerkjum hinnar íslensku fálkaorðu við hátíðlega athöfn á Bessa- stöðum á nýársdag. Bolli Þór Bollason ráðuneytisstjóri hlaut stór- riddarakross fyrir störf í opinbera þágu, aðrir hlutu riddarakross. Þeir sem orðuna hlutu eru: Bjarni Ásgeir Frið- riksson, íþróttamaður og ólympíuverðlaunahafi, fyrir íþróttaafrek og framlag til íþróttafræðslu. Björgvin Magnússon, fyrrv. skólastjóri, fyrir störf í þágu skátahreyfingar og æskulýðs. Erlingur Gíslason leikari fyrir framlag til íslenskrar leik- listar og menningar. Inga Lára Baldvinsdóttir sagnfræðingur fyrir framlag til íslenskrar ljós- myndasögu og varðveislu menningararfleifðar. Ingibjörg Þorbergs tónskáld fyrir framlag til ís- lenskrar tónlistar. Margrét Eybjörg Margeirs- dóttir félagsráðgjafi fyrir störf að félags- og vel- ferðarmálum.Ólafur Elíasson myndlistarmaður fyrir framlag til íslenskrar og alþjóðlegrar mynd- listar. Sigríður Pétursdóttir bóndi fyrir störf að ræktun íslenska fjárhundsins. Sigrún Eldjárn, rit- höfundur og myndlistarmaður, fyrir framlag til íslenskrar barnamenningar. Þórir Stephensen, fyrrv. dómkirkjuprestur og staðarhaldari í Viðey, fyrir störf í þágu kirkju, sögu og samfélags. Morgunblaðið/Kristinn Forseti Íslands sæmdi ellefu heiðursmerkjum TÖLUVERÐUR eldur kom upp í hálfkláruðu húsnæði í Vallahverfi í Hafnarfirði á öðrum tímanum í gær og eru skemmdir töluverðar. Sam- kvæmt upplýsingum frá lögreglu voru tveir ungir piltar að fikta með flugelda inni í húsinu sem leiddi til eldsvoðans. Slökkvistarf gekk greið- lega. Á annan tug útkalla bárust Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins á nýársnótt. Flest voru útköllin vegna íkveikja í blaðagámum og ruslaföt- um en einnig var eldur borinn að stæðu af vörubrettum fyrir utan iðn- aðarhúsnæði í Garðabæ og myndað- ist þar mikill eldur. Þá varð talsvert tjón á bifreiðum og tjaldvögnum sök- um eldsvoða í geymslu inni af bíla- geymslu í Álakvísl í Reykjavík á fimmta tímanum. Skemmdirnar urðu vegna sóts og reyks. Ekki ligg- ur fyrir hvernig eldurinn kviknaði og er málið í rannsókn. Ljósmynd/Jón Þrastarson Vörubretti brunnu Eldur var borinn að vörubrettum sem stóðu utan við iðnaðarhúsnæði í Garðabæ. Töluvert bál myndaðist en greiðlega gekk að slökkva eldinn. Fikt leiddi til eldsvoða HJÁLPARSVEIT skáta í Kópavogi var kölluð út um miðjan dag í gær vegna vélarvana smábáts úti fyrir Kársnesi, um þrjú hundruð metra NV af Kársnesi. Samkvæmt upplýs- ingum frá Landsbjörg bilaði gír í bátnum með fyrrgreindum afleið- ingum. Einn maður var um borð. Hjálparsveitin fór á björg- unarbátnum Stefni og gekk vel að draga hinn bilaða bát aftur til hafn- ar. Drógu bát til hafnar                     

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.