Morgunblaðið - 02.01.2008, Side 19

Morgunblaðið - 02.01.2008, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. JANÚAR 2008 19 ERLENT Naíróbí. AFP, AP. | Að minnsta kosti þrjátíu brunnu inni þegar eldur var borinn að kirkju í Eldoret í Vestur- Kenía í gær. Á fjórða hundrað manna hafa týnt lífi síðan forseta- og þingkosningar voru haldnar í land- inu á fimmtudag, en erlendir eft- irlitsaðilar hafa lýst yfir áhyggjum af því að ekki hafi verið rétt staðið að atkvæðagreiðslunni. Yfirkosningaráð Kenía úrskurðaði á sunnudag að Mwai Kibaki hefði borið sigurorð af Raila Odinga í for- setakjörinu. Stuðningsmenn þess síðarnefnda mótmæltu þeirri nið- urstöðu kröftuglega á götum úti. Styrjaldarástand hefur ríkt í ýms- um borgum landsins, gripdeildir og skemmdarverk verið tíð og fram- gangur fylkinga forsetaframbjóð- endanna tveggja einkennst af mikilli grimmd og hörku. Versta ofbeldið í aldarfjórðung Ólgan í landinu er sú blóðugasta síðan allt logaði í kjölfar misheppn- aðrar valdaránstilraunar árið 1982 og hafa meðlimir Kikuyu-ættbálks- ins, sem er á bandi Kibakis, farið ránshendi um verslanir í fátækra- hverfum höfuðborgarinnar Nairobi og skilið eftir sig sviðna jörð í versl- unum. Þá hefur fjöldi manna úr næststærsta ættbálki landins, Luo, sem Odinga tilheyrir, staðið fyrir of- beldisverkum í landinu. Rauði krossinn í Kenía áætlar að um 70.000 manns hafi þurft að yfir- gefa heimili sín vegna átakanna. Er fjöldi fólks af Kikuyu-ætt- bálknum sagður hafa flúið yfir landamærin til Úganda. Forsetaframbjóðandinn Odinga hefur skorað á landsmenn sína að láta af ofbeldinu, á sama tíma og hann boðar fjöldamótmæli í Nairobi á morgun, þar sem hann hyggst láta krýna sig „forseta fólksins“. Kibaki var endurkjörinn til fimm ára og telja kosningaeftirlitsmenn Evrópusambandsins að ekki hafi allt verið með felldu við framkvæmdina. Bretar hafa heitið því að beita sér fyrir því að friður komist á í landinu, sem hefur verið nefnt „afrískur tíg- ur“ sökum góðs uppgangs þar. Hafa stjórnvöld í Úganda hvatt til eldsneytissparnaðar af ótta við skort í nágrannaríkinu Kenía, sem það reiðir sig á um olíuinnflutning. Reuters Ólga og ofbeldi Andstæðingar Kibakis safnast saman í Mombasa til að mótmæla úrskurði kosningaráðsins. Blóðbað og gripdeildir í Kenía  Á fjórða hundrað hefur týnt lífi í árásum eftir umdeildar kosningar  Minnst þrjátíu kirkjugestir brunnu inni í bænum Eldoret  Þúsundir flýja heimili sín Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is ÖLLUM brögðum er nú beitt fyrir forkosningarnar í Iowa á morgun og ef marka má kannanir er mjög erfitt að spá um hvaða frambjóðendur demókrata og repúblikana ná mestri hylli kjósenda. Kjörið er einkar tví- sýnt, Barack Obama og Hillary Clin- ton hafa mest fylgi eftir því hvaða könnun er valin, og á hinum vængn- um er alls óvíst hvort Mitt Romney fer með sigur af hólmi í Iowa. Gríðarlegur áhugi er á kjörinu og munu hátt á þriðja þúsund blaða- menn saman komnir í Iowa. Hjá demókrötum bendir flest til einvígis Obama og Clinton sem bæði hafa safnað 100 milljónum dala í kosningasjóði. Kannanir um fylgi þeirra í Iowa eru misvísandi. Í könnun CNN er Clinton með 33%, Obama 31% og Johnathan Edwards 22%. Skekkjumörk eru sögð 4,5% og forskot Clinton er því vart marktækt. Clinton er einnig með forskot í könnun Zogby, þar sem hún mælist með 30% fylgi, en Obama með 26%. Keating Holland, sem fer fyrir könnun CNN, segir þetta benda til að Edwards sé nú úr leik um fyrsta sætið og að demókratar séu nú á hallast á þá sveif að Clinton sé þeirra frambjóðenda líklegust til afreka í forsetakosningunum í ár. Obama með örugga forystu? Öðru máli gegnir í könnun dag- blaðsins The Des Moines Register. Þar er Obama sagður með örugga forystu í Iowa með 32% fylgi, langt á undan Clinton sem er með 25%, og Edwards er með 24%. Nýir kjósend- ur og áður óháðir eru sagðir skýra fylgi Obama en í ljósi þess hversu jafnt er á metunum segir Los Angel- es Times frambjóðendurna leggja allt kapp á að verða annar valkostur kjósenda sem skipti um skoðun þeg- ar fyrsti valkosturinn eigi ekki leng- ur raunhæfa möguleika á sigri. Byggist könnunin, sem var fram- kvæmd 27. til 30. desember, á svör- um um 800 stuðningsmanna líklegra frambjóðenda úr röðum beggja flokka og skekkjumörkin eru sögð 3,5%. Að sögn AFP-fréttastofunnar er mikið mark tekið á könnun blaðsins í ríki þar sem einkar erfitt er að fram- kvæma nákvæmar kannanir. Ráð- gjafar Clinton gefa hins vegar lítið fyrir könnunina og segja hana gera of mikið úr vægi áður óháðra. Tónninn orðinn neikvæður Neikvæðar auglýsingaherferðir, eitt aðalsmerki pólitískrar háspennu í bandarískum stjórnmálum síðustu ár, hafa skotið upp kollinum og þótti repúblikaninn Mike Huckabee skjóta yfir markið þegar hann sýndi blaðamönnum auglýsingu um and- stæðing sinn Romney, eftir að hafa ákveðið að kippa henni úr umferð. Leggja flokksbræðurnir, Hucka- bee og Romney, mesta áherslu á for- kosningarnar í Iowa og New Hamps- hire af frambjóðendum repúblikana, aðrir leggja áherslu á önnur ríki. Dularfull símaskilaboð með nei- kvæðum upplýsingum um þrjá helstu frambjóðendur demókrata, Obama, Clinton og Edwards, gefa forsmekkinn af harðvítugri baráttu. „Við megum ekki við stjórnmálum óttans, sem leiða stjórnmálamenn að þeirri niðurstöðu að eina leiðin til að sýnast ákveðnir í öryggismálum sé að kjósa, hegða sér og tala eins og George W. Bush,“ sagði Obama og beindi orðum sínum að Clinton. Aukin harka þykir hafa færst í ræður Obama, ekki síst eftir skeyti, sem rakin eru til fylgismanna Clin- ton, þar sem ýjað er að því að helsti andstæðingur hennar eigi að baki feril sem kókaínsali og kunni undir niðri að vera róttækur íslamisti. Samkvæmt þremur könnunum hefur Romney náð forystunni á ný í Iowa og eru efnaðir repúblikanar og konur sagðar hafa snúist til Rom- neys, sem hefur reynt að höfða til síðarnefnda hópsins með áherslu á samheldni fjölskyldu sinnar. Á hinn bóginn mælist Huckabee með 32% í Iowa í könnun The Des Moines Register, Romney er með 26% og McCain með 13% Huckabee kann því að vera með pálmann í höndunum í Iowa. Fylgið við Romney og McCain mælist því sem næst jafnt í New Hampshire þar sem kosið verður á þriðjudaginn, eftir að sá síðarnefndi hefur klifrað í könnunum. Ekkert má því fara úrskeiðis hjá Romney, sem hefur blásið til sóknar. Í New Hampshire er dreift aug- lýsingum þar sem skotið er á Mc- Cain fyrir að hafa kosið gegn skatta- lækkunum Bush. Í Michigan fór lið Romneys fyrr af stað með sjónvarps- auglýsingu en ráðgert var í varnar- aðgerð ef allt skyldi fara úrskeiðis í New Hampshire og Iowa. Í Iowa miðla ráðgjafar Romneys óspart nei- kvæðum fréttum um feril Hucka- bees sem ríkisstjóra í Arkansas. Minna ber á repúblikanum Rudy Giuliani sem er sagður horfa til góðr- ar útkomu í forkosningunum í Flór- ída 29. janúar nk., áður en kosið verður í mikilvægum ríkjum á borð við Flórída og New York 5. febrúar. McCain ku stóla á lokasprettinn í Iowa fyrir kjörið á þriðjudaginn. Taugar frambjóðenda þandar fyrir forkosningarnar í Iowa  Obama og Clinton bæði með forskot í könnunum  Romney blæs til sóknar Í HNOTSKURN »Helmingur líklegra kjósendarepúblikana í Iowa hefur enn ekki gert upp hug sinn. »Hjá demókrötum á um fjórðihver líklegur kjósandi eftir að ákveða sig. »Samkvæmt AP-fréttastof-unni hefur enginn frambjóð- andi demókrata unnið bæði í Iowa og New Hampshire í alvöru forkosningum síðan 1976. Hillary Clinton John EdwardsBarack Obama Mitt Romney Mike Huckabee John McCain PAKISTANSKA innanríkisráðu- neytið fullyrti í gær að ekkert væri hæft í fréttum þess efnis að starfs- fólk þess hefði dregið til baka þá skýringu á dauða Benazir Bhutto að hún hefði látist vegna höfuð- höggs, eins og stjórnvöld hafa hald- ið fram. Tilkynnt verður í dag hvenær í febrúarmánuði verður gengið til kosninga í landinu. Áttu þær að fara fram 8. janúar en var frestað vegna morðsins á Bhutto og þeirrar ólgu sem skapaðist í landinu á eftir. Kosið í Pak- istan í febrúar ERINDREKI Bandaríkjastjórnar særðist til ólífis í skotárás í Kharto- um, Súdan, í gær. Ökumaður hans lést einnig en ekki er vitað hver eða hverjir stóðu að baki ódæðinu, en þeir voru á leið frá fundi. Tilræði í Súdan MINNST 30 týndu lífi þegar sjálfs- morðsárásarmaður sprengdi sig í loft upp við jarðarför í Bagdad í gær. Talið er að 32 hafi særst í árásinni sem var gerð við útför her- mannsins Nabil Hussein Jassim. Árás í Bagdad ÖKUMENN í Berlín, Köln og Hann- over þurftu frá og með deginum í gær að setja miða á bíla sína, rauða, gula eða græna, eftir því hversu mikið þeir menga. Í miðkjörnum borganna þriggja verður ekki leyft að aka farartækjum sem menga umfram rauða litinn, en talið er að bannið muni ná til um 1,7 milljóna dísilbíla. Sama kerfi verður tekið upp í 20 þýskum borgum síðar í ár, þ.m.t. í Stuttgart og München. Talið er að loftmengun eigi þátt í dauða 75.000 Þjóðverja ár hvert. Reykspúandi bílum úthýst SVO getur farið að Bretar verði krafðir um að breyta lífsstíl sínum, léttast eða hætta að reykja eigi þeir að eiga rétt á læknismeðferð, skv. nýrri sýn í heilbrigðismálum. Þetta mátti lesa úr bréfi Gordons Browns forsætisráðherra til bresku heilbrigðisþjónustunnar, þar sem áherslum fyrirrennara hans, Tonys Blairs, í átt til einstaklingsmiðaðrar læknisþjónustu er fylgt eftir. Þegar hafa verið stigin skref í þá átt í bresku heilbrigðisþjónustunni að gera kröfu til sjúklinga um að þeir hætti að reykja, eigi þeir að komast á biðlista eftir aðgerðum. Þá hafa ýmsir læknar fært rök fyrir því, að neita megi of feitum konum um tæknifrjóvgun. Enn á eftir að skýrast hvernig hugmyndirnar munu móta stefnuna og hefur talsmaður sjúklinga lýst yfir áhyggjum sínum af þróuninni. AP Á útleið Reykingar eru umdeildar. Heilbrigt líf- erni skilyrði? STUTT

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.