Morgunblaðið - 02.01.2008, Síða 26

Morgunblaðið - 02.01.2008, Síða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 2. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur khk@mbl.is É g eignaðist mína fyrstu myndavél árið 1948. Þá fór ég til Reykja- víkur og keypti hana í Hans Petersen. Ég var búinn að safna mér fyrir henni lengi enda kostaði hún hvorki meira né minna en eitt þúsund krónur. Ég á þessa góðu amerísku vél ennþá. Núna nota ég aftur á móti ferlega góða Minolta-vél sem sonur minn keypti fyrir mig í Þýskalandi fyrir 30 árum,“ segir Sverrir Gíslason sem er haldinn ólæknandi ljósmyndadellu. „Ég á þúsundir mynda sem ég hef tekið yfir ævina, alveg frá því ég var unglingur,“ heldur Sverrir áfram, en fyrir tveimur árum tók hann sig til og gaf út ljósmyndabókina Flettu. Þar er að finna tæplega fjögur hundruð myndir sem sýna mannlífið í gamla Reykjafjarðarhreppi við Ísa- fjarðardjúp. Nú hefur hann bætt um betur og gefið út aðra ljósmynda- bók, Gluggastein, sem einnig segir frá lífi fólksins fyrir vestan í starfi og leik frá hinum ýmsu tímum. Bretinn pússar byssurnar Myndirnar í þessum bókum eru dýrmætar heimildir um horfna tíma og gengið fólk í gamla Reykj- arfjarðar- og Ögurhreppi, en marg- ar jarðir í Djúpinu hafa nú farið í eyði. Heilmikill fróðleikur fylgir hverri mynd og í nýju bókinni eru auk þess ýmsar frásagnir Sverris frá þessu svæði. „Þetta eru mínar bernskuslóðir þarna fyrir vestan, því ég var sendur í fóstur á bæinn Heydal í Ísafjarð- ardjúpi vorið 1941 þegar ég var níu ára og var þar til tvítugs. Þar bjuggu þá hjónin Elínus Jóhannesson og Þóra Runólfsdóttir sem reyndust mér afskaplega góð. Það var ekki auðvelt fyrir móður mína að láta mig frá sér en ég átti þrjár yngri systur og hún hafði ekki tök á að sjá fyrir okkur öllum á erfiðum tímum í heimskreppunni miklu. Þetta byrj- aði allt með því að móðir mín fór til Önnu systur sinnar vestur á Ísafjörð með okkur börnin sín og þar fór hún í vist hjá Grími rakara, sem var faðir Ólafs Ragnars forseta, en hann var ófæddur þá. Mamma fór fljótlega úr vistinni og flutti með okkur í kjall- arann hjá Hjálpræðishernum á Ísa- firði. Breski herinn bankaði þar upp á og tók húsið undir sína starfsemi. Þarna kynntist ég Lesley, sem var tvítugur Breti og það fór vel á með okkur. Mér fannst spennandi að heimsækja hann upp á herbergi þar sem hann var að pússa byssurnar.“ Varð snemma munaðarlaus Móðir Sverris kynntist fljótlega Sigurði Ólafssyni hjá Hjálpræð- ishernum og þau fluttu suður til Reykjavíkur, þar sem peningarnir voru. „Móðir mín var orðin barns- hafandi af fimmta barninu og þar sem Sigurður var kunnugur bænd- um í Djúpinu, þá varð úr að mér var komið fyrir í sveitinni fyrir vestan. Náttúran, dýrin og allt sem fylgdi sveitalífinu, voru nýmæli fyrir mig og ég var heillaður af þessu. Elínus og Þóra voru með þrjú hundruð kindur og ég var ljósmóðir á vorin og það gekk ekki lítið á stundum hjá blessuðum skepnunum.“ Sverrir varð snemma mun- aðarlaus því móðir hans dó 1942 þeg- ar hann var ellefu ára en faðir hans hafði látist tveimur árum áður. „Ekki nóg með það, heldur dó Þóra fóstra mín í Heydal tveimur árum síðar, en mér þótti afskaplega vænt um hana. Evlalía móðir Elínusar hlúði að mér eftir fráfall Þóru og mér fannst niðurinn í rokknum hennar róandi og hún kenndi mér að spinna og kemba ull.“ Var á rangri hillu Sverrir bjó fyrir vestan fram á fullorðinsár og það tók hann sárt að þurfa að neita Elínusi um að taka við búskapnum og jörðinni eftir hann. „Forneskjan var svo mikil og ég var of ungur til að binda mig í baslinu.“ Sverrir fór í kaupmennsku, réði sig meðal annars sem fjósamann í Geldingaholti austur í Hreppum. Hann vann líka hjá Kananum við að byggja Keflavíkurflugvöll og var þar við sprengingar. Seinni lærði hann svo til múrara en hann segir að þó hann hafi unnið við það í tuttugu ár, hafi hann verið á rangri hillu, því ljósmyndunin hefur ævinlega átt hug hans allan. „Ég hefði átt að verða ljósmyndari, en það var kannski ekki nógu arðbært þegar ég var ungur maður.“ Sverrir segir að það sem kveikti hugmynd hans um að gefa mynd- irnar út á bók, hafi verið ljós- myndasýning sem hann hélt árið 2003 í Reykjanesi við Ísafjarð- ardjúp. „Ég stækkaði 400 myndir og útbjó sögu við hverja einustu mynd og ég fékk svo góð viðbrögð að ég ákvað að gefa þetta út á bók og stofnaði mitt eigið útgáfufyrirtæki sem heitir Gígjarsteinn. Ég hef nægan tíma, þarf ekki að mæta í fjós og er löngu hættur að gegna hvers konar skyldum.“ Ljósmyndadella Sverrir hefur alla tíð verið með ólæknandi áhuga á ljósmyndun. Hann hefur gefið út tvær ljós- myndabækur, Flettu og Gluggastein, sem sýna mannlífið í gamla Reykjafjarðarhreppi við Ísafjarðardjúp. 1945 Ólafur Ólafsson, bóndi í Skálavík, með vænan hrút. Það þóttu mikil hlunnindi að geta flutt sauðfé út í eyju enda kom það spikfeitt til baka. Kýrin Hér mjólkar Heiðrún, húsfreyja í Svansvík, Stjörnu sína. Með henni eru systkinin Jóhanna, Þorgerður og Pétur auk Sigríðar Vernharðsdóttur. Múrari með myndavél í sextíu ár Ég hefði átt að verða ljósmyndari, en það var kannski ekki nógu arðbært þegar ég var ungur maður. 1943 Heimasætan í Hörgshlíð, Guðbjörg Þorsteinsdóttir, fóðrar hænurnar sem hlaupa frjálsar og hæstánægðar um hlaðið. daglegtlíf Nýju ári var heilsað með stórfenglegum fagn- aðarlátum víða um heim þegar 2008 gekk í garð. Ástin blómstraði, kampavínið flaut og ljósadýrðin lýsti upp himininn. » 28 áramót Þeir sem vilja nota áramótin til að drepa í síðustu sígarettunni geta sótt sér ýmiss konar aðstoð sem getur gert gæfumuninn til að hið vandasama verkefni takist. » 28 hollráð um heilsuna

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.