Morgunblaðið - 02.01.2008, Page 27

Morgunblaðið - 02.01.2008, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. JANÚAR 2008 27 Útsalan er hafin v/Laugalæk • sími 553 3755 Þ að er ekki annað í boði en að lifa með þessu og ekk- ert er í farvatninu eins og er sem kæmi til með að gagnast mér í baráttunni við eyrnasuðið. Þrátt fyrir að hafa reynt margt í mataræði og lífsstíl, virðist sem suðið lifi algjörlega sínu sjálfstæða lífi, en ég hef þó tekið eftir ákveðnu mynstri í mínu tilviki sem við getum sagt að endurspeglist í þremur mjög slæmum dögum í viku hverri, tveimur þokkalegri dögum í viku og öðrum tveimur betri dögum í viku. Ef allir sjö dagar vikunnar væru mjög slæmir, væri staðan hjá mér lík- lega mun verri en hún er nú,“ segir 47 ára karlmaður, sem fékk tinnitus fyr- ir tæpum átta árum í kjölfar þess að hafa lent í geysimiklum hávaða í að- eins örfáar sekúndur. Sofnar út frá útvarpssuði „Til að gera langa sögu stutta var ég að reyna að aftengja mjög hávært þjófavarnarkerfi í nýjum jeppa, sem ég hafði verið að kaupa. Ég var búinn að opna vélarhlífina á bílnum og var með vinstra eyrað nærri þjófavörn- inni þegar hún fór allt í einu í gang. Þessi skerandi hávaði varði í um fimmtán sekúndur áður en ég náði að aftengja þjófavörnina. Vinstra eyrað dofnaði upp og eftir nokkra daga hvarf dofinn smám saman, en hátíðn- isuð kom í staðinn. Fylgifiskarnir geta verið einbeitingarskortur og skert lífsgæði þar sem sífellt suð truflar daglegt líf. Í fyrstu hélt ég að suðið myndi setja stórt strik í starf mitt þar sem ég starfa sem fram- haldsskólakennari. Hið gagnstæða kom þó í ljós þar sem kennsla er krefjandi starf og nær að dreifa at- hyglinni frá suðinu. Verstar eru hins vegar allar þagnarstundir, kyrrð og ró, þessi lífsgæði sem flestir sækjast eftir. Þess vegna sef ég með hljóð- gjafa á næturnar. Hann er fólginn í hátíðnisuði frá viðtæki á náttborðinu mínu. Hátíðnisuðið úr viðtækinu vinnur á móti hátíðnisuðinu úr eyr- anu. Með þeim hætti verður svefninn bærilegri.“ Skilgreiningin ekki á hreinu Að sögn viðmælanda Daglegs lífs er einkar erfitt að lýsa suðinu fyrir leikmönnum og læknum, sem virðast skiptast í tvö horn með skilgreiningu á vandamálinu. Sumir vilji nefnilega meina að þar sem vafi leiki á hlut- lægum einkennum þessa hvimleiða kvilla geti ekki verið um sjúkdóm að ræða heldur miklu fremur óþarfa áhyggjur, sem leiða megi hjá sér með réttum aðferðum og tækni. Svokallaðri TRT-þjálfun, sem í reynd er atferlis- og hljóðmeðferð, hefur í sumum tilfellum verið beitt með góðum árangri, en þar er um að ræða sjálfmiðaða þjálfun til að læra að lifa með eyrnasuði eða tinnitus. Sjúklingar þjálfa sig í að beina at- hyglinni frá suðinu og er fólki í raun „bent á“ að velja hvað það „vill heyra“ og útiloka hitt. „Ég fór til læknis í Lundúnum tæpu ári eftir að ég fékk minn tinni- tus til að nema þessa hljóðmeðferð, en þegar öllu er á botninn hvolft finnst mér ég ekki hafa haft neitt gagn af meðferðinni þó hún kunni vissulega að gagnast einhverjum öðr- um. Hér á landi virðist ríkja algjört ráðaleysi í málefnum tinnitus- sjúklinga. Meira að segja Trygg- ingastofnun synjaði mér um þátttöku í ferðastyrk, þegar ég var að leita mér hjálpar erlendis, á þeim for- sendum að meðferðarúrræði væru í boði hér á landi þó þeir, sem til þekkja, geti vitnað um annað.“ Birtist þolendum misjafnlega Eyrnasuð, öðru nafni tinnitus, er eflaust algengara en margur heldur. Suðið er algengara hjá körlum en konum og eykst tíðnin með hækkandi aldri. Þó engar íslenskar tölur um tíðni tinnitus liggi fyrir má gróflega áætla að 10-15% einstaklinga séu með eyrnasuð og þar af séu 1,5-2% með það mikið suð að það hafi veru- leg áhrif á lífsgæði, að sögn Ingi- bjargar Hinriksdóttur, háls-, nef- og eyrnalæknis hjá Heyrnar- og tal- meinastöð Íslands. Hjá minnihluta þessa hóps er suðið svo alvarlegt að það hefur áhrif á starfsgetu og lífs- gæði, en hjá sumum getur suðið verið nær óbærilegt. Tinnitus er einkenni þar sem þolandinn heyrir eða upplifir hljóð sem ekki er til staðar utan lík- amans. Hljóðið getur birst þolendum mjög misjafnlega, allt frá vægu suði upp í háværan són í formi suðs, sóns, ham- arshöggs, vélbyssuniðs, hvells, banks, dropatals eða fossaniðs, svo dæmi séu tekin. Ástæður eyrnasuðs eru marg- þættar og líklega tengist aðeins hluti þess heyrnarskerðingu. Mikill hávaði á borð við háværa tónlist, vélknúin verkfæri og skotvopn geta gert illt verra. Aðrar orsakir, sem geta gert suðið verra og jafnvel verið orsaka- valdar, eru m.a. vöðvabólga, stoðkerf- isvandamál, bitskekkja, vöðvaspenna í kringum kjálkaliði, bakteríusýking í miðeyra, veirusýking í innra eyra, æxli í heyrnartaug, ýmsir geð- sjúkdómar, hár blóðþrýstingur, syk- ursýki, æðaþrengsli og sumir efna- skiptasjúkdómar, segir Ingibjörg. „Nýleg sænsk rannsókn bendir til þess að 70% einstaklinga með erfitt suð séu með þunglyndiseinkenni og hafi þannig gagn af meðferð með þunglyndislyfjum. Þannig hefur and- legt ástand þolandans mikið að segja en spurning er hvort kemur á undan, eggið eða hænan – þunglyndið eða suðið. Ástæður tinnitus geta á hinn bóginn verið mjög fjölþættar og því er æskilegt að þverfaglegt meðferð- arteymi samanstandi af sérfræð- ingum úr mörgum sérgreinum. Slíkt með meðferðarteymi virðist gefa bestan árangur enda er um flókið ein- kenni að ræða,“ segir Ingibjörg og bætir við að vinnuhópur hafi verið starfandi á vegum landlæknisemb- ættisins fyrir nokkrum árum sem skilað hafi inn tillögum að uppbygg- ingu meðferðarteymis til heilbrigð- isráðherra. Enn hafi hins vegar ekk- ert orðið af stofnun teymisins en í því væri m.a. æskilegt að hafa lækna, tannlækna, hjúkrunarfræðinga, heyrnarfræðinga, sálfræðinga, sjúkraþjálfa, iðjuþjálfa og geðlækni. Truflun, tíðni og styrkur „Það fer auðvitað eftir því hversu mikið tinnitusinn truflar daglegt líf viðkomandi einstaklings hvort ástandið flokkast sem sjúkdómur eða ekki. Í alvarlegustu tilvikunum getur hann haft áhrif á svefn, dregið úr starfsþreki og truflað fólk í frí- stundum. Þó ekki sé hægt að skera tinnitusinn í burtu eins og hvert ann- að æxli er hægt að grípa til ýmissa ráða til þess að draga úr suðinu og hjálpa fólki að lifa með tinnitusnum. Lítil fylgni virðist vera milli tíðni og styrks hljóðsins annars vegar og hversu mikið hljóðið truflar þoland- ann hins vegar. Með öðrum orðum, ef líkt er eftir tinnitus-hljóði í hljóð- gervli getur áþekkt suð truflað einn miklu meira en annan sem þýðir að einstaklingar upplifa hljóðin á mis- munandi hátt. Það hefur síðan áhrif á hvernig gengur að glíma við vanda- málið,“ segir Ingibjörg að lokum. join@mbl.is Tinnitus-pillan er enn ófundin Morgunblaðið/Brynjar Gauti Stanslaust suð Um 10-15% fólks hafa stöðugt eða endurtekið eyrnasuð en 1-2% hafa slæmt eyrnasuð sem skerðir mjög lífsgæði og starfsorku. Þetta kom fram á ráðstefnu sem haldin var sl. föstudag á vegum Landlækn- isembættisins og Heyrnarhjálpar um eyrnasuð (tinnitus). Í HNOTSKURN » Tinnitus lýsir sér gjarnaní stöðugu suði eða tón fyrir öðru eða báðum eyrum. » Ekki er vitað nákvæmlegahvernig eyrnasuð mynd- ast, en það gerist oftast í innra eyranu » Ekki er til nein góð lækn-ing við eyrnasuði og þau lyf, sem hafa verið reynd, hafa ýmist reynst gagnslaus eða gagnslítil. » Gróflega má áætla að 10-15% einstaklinga gangi með eyrnasuð og þar af séu 1,5-2% með það mikið suð að það hafi veruleg áhrif á lífs- gæði. Orsakir eyrnasuðs, öðru nafni tinnitus, eru að heita má enn á huldu og meðferðarúrræðin eru þar af leiðandi af skornum skammti. Jó- hanna Ingvarsdóttir komst að því að þol- endur eyrnasuðs hafa ekki val um margt ann- að en að lifa með hljóð- inu, sem syngur í höfð- inu alla daga og allar nætur. heilsa Margir hafa velt því fyrirsér hvers vegna íósköpunum kasóléttarkonur detta ekki fram fyrir sig þegar magi þeirra er kom- inn langt út fyrir þyngdarpunkt lík- amans. Norska dagblaðið VG greinir frá því á vefsíðu sinni að bandarískir vísindamenn hafi rannsakað þetta og komist að því að svarið liggi í þró- uninni. Vísindamenn við Háskólann í Texas og Harvard-háskóla grand- skoðuðu þróun hryggjarsúlu kon- unnar og komust að því að hún leik- ur lykilhlutverk í því að hindra að hin verðandi móðir detti fram fyrir sig þegar magi hennar er farinn að standa út. Hryggjarsúlan breyttist nefnilega umtalsvert á þeim tíma sem leið frá því að mannskepnan fór um á fjórum fótum og þar til hún rétti úr sér og fór að ganga á tveim- ur jafnfljótum. Konur sterkari í bakinu en karlar Í ljós hefur komið að konur hafa sterkara og sveigjanlegra mjóbak en karlmenn. Þegar konur í dag kvarta undan verkjum í bakinu er það hins vegar merki um að þróunin er ekki óskeikul, að mati vísinda- mannanna. Að auki telja þeir að þró- un mannsins hafi stuðlað að stöðugt nýjum aðferðum fyrir mannskepn- una til að aðlaga sig. Án þessarar náttúrulegu aðlögunarhæfni myndu þungaðar konur þurfa að kljást við talsvert fleiri vandamál en þær gera í dag. Þess vegna detta óléttar ekki á magann

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.