Morgunblaðið - 02.01.2008, Page 28

Morgunblaðið - 02.01.2008, Page 28
28 MIÐVIKUDAGUR 2. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ Víkverji stóð uppi áSkólavörðuholti þegar mest gekk á og hefur sjaldan séð jafn- magnaða flugeldasýn- ingu og þar fór fram. Þegar Víkverji síðan situr og setur niður þessi orð undir kvöld á nýársdegi hefur skot- gleðin tekið við sér á ný, við glymja spreng- ingar og hvellir og him- inninn lýsist upp. x x x Það hefur ekki fariðfram hjá neinum að mun fleiri selja nú flugelda en áður. Ekki er langt síðan flugeldar voru helsta tekjulind björgunarsveita og einnig hafa íþróttafélög selt flugelda. Lands- björg seldi nú um 500 tonn af flug- eldum. Salan var dræm framan af, en tók kipp og var á endanum vipuð og tvö síðastliðin ár. x x x Ef til vill er það í samræmi viðhugmyndir um frjálsa sam- keppni að þeir sem á því hafi áhuga skuli fá leyfi til að selja flugelda, en Víkverji er svo gamaldags að honum finnst að þarna mætti draga mörk. Hann verður þó að sætta sig við frelsið, ekki síst í ljósi þess að hann þykist vera ötull málsvari þess, og vona þess í stað að neytendur noti frjálsan vilja sinn til að velta fyrir sér hverjum óbilandi áhugi þeirra á að kveðja gamla árið og heilsa því nýja með sprengjugný eigi að vera tekjulind. Vilji Íslendinga tilað halda einka- flugeldasýningar um áramót er einbeittur. Það sýndi sig glögg- lega nú um áramótin þegar óttalausir flug- eldasýningastjórar örkuðu út í rokið með birgðir sínar af skot- eldum hvers konar og lögðu að þeim eld. Óvenjumikið var um lágflug á rakettum, ekki vegna nýrrar hönnunar flugelda, heldur hrifsaði vind- urinn þá með sér um leið og þeir náðu upp fyrir húsþök. x x x        víkverji skrifar | vikverji@mbl.is Kampavín, flugeldar, gleði ogást voru ofarlega á baugivíða um heim þegar árinu 2008 var fagnað með stæl. Sinn er siður í landi hverju en áramótin eru þó tilefni fagnaðar alls staðar. Hvort sem það er í Rússlandi, Frakklandi, Brasilíu, Kína eða Bandaríkjunum virðast sömu til- finningar bærast innra með mann- skepnunni á stundum sem þessum. Reuters Brasilía Áætlað er að meira en tvær milljónir manna hafi komið saman á Copacabana-ströndinni í Ríó de Janeiro til að fagna því þegar árið 2008 gekk í garð. Bandaríkin Klæddur eftir tilefninu fagnar þessi nýju ári á Times Square í New York. Frakkland Nýja árinu var fagnað með stjörnuljósum á Champs Elysees-torgi í París. Kína Verðandi brúðhjón á torgi í bænum Xiamen á nýársdag. Nákvæmlega 2008 brúðhjón tóku þátt í hefðbundnu fjöldabrúðkaupi til að fagna nýju ári. Nýársbörn í Kína Þau eru ófá, eins og gefur að skilja. Nýju ári fagnað áramót Það er eftirsóknarvert aðvera við góða heilsu og einbesta leiðin til þess að bætaeigin heilsu er að hætta að reykja. Leiðin að því marki er þó ekki alltaf eins greið og ætla mætti. Nú til dags er vitað að árangursríkasta að- ferðin til að hætta að reykja er að fá faglegan stuðning til þess, ásamt því að nota reykleysislyf. Þrátt fyrir að þessi vitneskja liggi fyrir reyna flest- ir að hætta að reykja á eigin spýtur, án aðstoðar. Eflaust er engin ein rétt leið til við að hætta að reykja sem passar fyrir alla og er mjög mismun- andi hvað hentar hverjum og einum í hverju tilviki fyrir sig. Eitt er þó víst í þessum málum, að með aðstoð tvöfaldar þú að minnsta kosti líkurnar á því að þér takist að hætta. Að hætta að reykja Mjög auðvelt er að fá aðstoð til þess að hætta að reykja hvenær sem þú ert tilbúin(n) til þess. Flestir hafa reynt nokkrum sinnum að hætta að reykja áður en þeim tekst það end- anlega og er um að gera að halda áfram að reyna þangað til takmark- inu er náð. Að hætta að reykja er ákveðið ferðalag með mismörgum stoppum á leiðinni. Segja má að ferðalagið samanstandi þó alltaf af þremur áföngum: Fyrsti áfanginn er að taka ákvörðun um að hætta að reykja og undirbúa það. Síðan er það framkvæmdin, að hætta að reykja. Að lokum er það áfangastaðurinn, sem felur í sér að halda sig við lífs- stílsbreytinguna, að vera reyklaus til framtíðar. Það hefur gefist mörgum mjög vel að ákveða hvaða dag þeir ætla að hætta og undirbúa sig síðan í nokkra daga fyrir það, til dæmis með því að draga markvisst úr fjölda sígarettna sem reyktur er hvern dag og skipu- leggja og ákveða hvernig bregðast skuli við því þegar löngunin í sígar- ettu kemur yfir. Eins er gagnlegt að æfa sig í að vera reyklaus í ákveðnum aðstæðum, prófa hvað virkar og hvað virkar ekki eins vel. Gott er að hugsa fyrir því hvort reykleysislyf myndu hjálpa í þínu til- viki og vera þá búin(n) að nálgast þau þegar að þeim merkisdegi líður að þú hættir að reykja. Komið er á mark- aðinn fyrsta lyfið sem hannað var í þeim tilgangi að aðstoða fólk til þess að hætta að reykja, lyfið Champix sem er án nikótíns og lofar góðu. Nikótínlausa lyfið Zyban, sem hefur verið á markaðnum í nokkur ár, hef- ur líka hjálpað mörgum. Síðan eru það hin svokölluðu nikótínlyf sem margir hafa notað með góðum ár- angri. Mikilvægt er að hafa fleiri úrræði en eingöngu viljann að vopni. Rann- sóknir sýna mjög skýrt að aðstoð fag- fólks í formi einstaklingsráðgjafar, reykleysisnámskeiða eða tilvísun á aðstoð til að hætta að reykja ásamt því að nota reykleysislyf gefur lang- bestan árangur. Hverjir veita aðstoð? Hér á landi er starfrækt ýmiss konar þjónusta sem ætluð er til að aðstoða fólk til þess að hætta að reykja. Ber þar fyrst að nefna Reyk- símann – Ráðgjöf í reykbindindi s.: 800 6030. Einstaklingsmiðuð ráðgjöf í síma er veitt af hjúkrunarfræð- ingum sem hafa sérhæft sig í að veita þeim aðstoð sem vilja hætta að reykja. Ráðgjöfin byggist á reyk- ingasögu og þörfum hvers ein- staklings og hægt er að fá fræðslu- efni sent heim og eftirfylgd er veitt í formi endurhringinga. Símaþjón- ustan þjónar öllu landinu og er veitt endurgjaldslaust. Hjá Reyksímanum er hægt að fá allar mögulegar upp- lýsingar um hvaða ráð eru fyrir hendi varðandi það hvernig best sé að bera sig að við að hætta að reykja. Þessir hjúkrunarfræðingar þekkja reynslu margra sem hafa staðið í þessum sporum og geta því miðlað bæði af eigin fagþekkingu og reynslu ann- arra sem hætt hafa að reykja. Annað úrræði til að fá aðstoð við að hætta að reykja er að skrá sig á gagnvirku heimasíðuna reyklaus.is. Þar færðu allar helstu upplýsingar sem snúa að því að hætta að reykja, þú ákveður daginn sem þú ætlar að hætta og færð síðan daglega sendan tölvupóst með góðum ráðum og hvatningu til dáða. Eins er hægt að senda tölvupóst til hjúkrunarfræð- inganna hjá Reyksímanum og fá frekari upplýsingar eða stuðning ef þörf er á. Á reyklaus.is getur þú á sérstöku spjallsvæði talað við aðra sem eru að reyna að hætta og þú get- ur haldið þína eigin dagbók sem þú ræður hvort þú hefur opna fyrir öðr- um eður ei. Á síðunni eru marg- víslegar upplýsingar, allt frá fræðslu um skaðsemi reykinga til umfjöll- unar um reykleysislyfin. Ekkert þarf að greiða fyrir þjónustu Reyksímans né reyklaus.is. Nokkur félagasamtök, einkaaðilar, apótek og stofnanir veita líka aðstoð við að hætta að reykja, ýmist með námskeiðum eða einkaviðtölum og er því um að gera að leita fyrir sér að því úrræði og þeim stuðningi sem þér hentar. Á heimasíðu Lýðheilsustöðv- ar, undir tóbaksvörnum, er hægt að nálgast lista yfir þá aðila sem veita aðstoð til reykleysis. Eins á að vera hægt að leita sér aðstoðar á heilsu- gæslustöð viðkomandi bæjarfélags og fá þar ráðgjöf og stuðning til þess að hætta að reykja. Að sjálfsögðu er allt hægt ef viljinn er fyrir hendi.Viljinn og hugarfarið eru gífurlega mikilvægir þættir í því hvort fólki tekst að hætta að reykja – en því ekki að tvöfalda líkurnar á að þér takist að ná markmiðinu sem þú hefur sett þér og þiggja aðstoð og þann stuðning sem er í boði við að hætta að reykja? Gangi þér vel! Að hætta að reykja – með aðstoð Morgunblaðið/Ómar Drepið í Margir hætta um áramót en ýmis aðstoð býðst í þeim efnum. http://www.lydheilsustod.is http://www.8006030.is http://www.reyklaus.is Bára Sigurjónsdóttir verkefnisstjóri tóbaksvarna, Lýðheilsustöð hollráð um heilsuna | lýðheilsustöð

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.