Morgunblaðið - 02.01.2008, Page 30

Morgunblaðið - 02.01.2008, Page 30
30 MIÐVIKUDAGUR 2. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN NOKKUR gagnrýni hefur beinst að nýbyggingu Landspítalans. Bent hefur verið á að nýja sjúkrahúsið verði hið mesta ferlíki. Það verði eini vinnustaður mjög margra heilbrigð- isstarfsmanna og setji starfsmenn- ina í stöðu þrælsins. Það sé betra að hafa tvö sjúkrahús, þau sé hægt að bera saman og samkeppni myndist á milli þeirra sem leiði af sér betri kjör bæði fyrir starfs- menn og sjúklinga. Auk þess er nýbygg- ingunni stillt upp á móti þjónustu við aldr- aða. Sem starfsmaður Landspítalans fellur maður oft í þá gryfju að taka það sem gefið að fólk skilji og viti hvernig hlutirnir eru á Landspítalanum. Sjálfur hrærist maður í þessu umhverfi daglega og finnst, ranglega, að allir ættu að skilja eðli þeirrar starfsemi sem þar er. Það er ekkert rangt við að gagn- rýni komi fram, aftur á móti finnst mér skorta andsvör. Síðustu áratugir hafa einkennst af stefnuleysi í uppbyggingu á góðu sjúkrahúsi fyrir alla Íslendinga. Þau sjúkrahús sem voru notuð hér í bæn- um voru allt of lítil og þröng. Til að gera eitthvað voru menn að byggja við og gera upp gamlar einingar. Þegar tillit er tekið til þess að kostn- aður við að gera upp gamla einingu er 80% af því að byggja nýtt er þessi stefna mjög heimskuleg. Spurningin um eitt eða tvö sjúkra- hús er mun athyglisverðari. Til allr- ar hamingju höfum við flestöll verið ekki mikið veikir sjúklingar. Ég vil kalla þann stóra hóp sjálfbjarga sjúklinga. Sjálfbjarga sjúklingar komast til og frá þjónustunni að mestu leyti á eigin vélarafli. Sem dæmi getum við tekið göngudeild- arþjónustu, skurðaðgerðir úti í bæ eða einfalda gallblöðrutöku þar sem sjúklingurinn er kominn heim um kvöldmat. Okkur finnst við í raun ekki vera miklir sjúklingar því við erum að mestu sjálfbjarga og oftast vel læknanleg. Sjálfbjarga sjúkling- ar skipta umræðuna um Landspít- alann sáralitlu máli, því þessa sjúk- linga má meðhöndla í hvaða skemmu sem er. Þeir hafa þrek og þrótt til að fara á staðinn, krefjast þjónustu, eða rífa kjaft ef svo ber undir. Eðli Landspítalans er ekki meðhöndlun sjálfbjarga sjúklinga heldur ósjálf- bjarga. Það sem hrjáir umræðuna um Land- spítalann er að flestir sem taka þátt í henni hafa verið sjálfbjarga sjúklingar og meta síð- an þörf Íslendinga fyrir nýjan Landspítala út frá sinni reynslu. Í raun ósköp skiljanlegt. Fæstir hafa verið mikið veikir, til allrar ham- ingju. Mín reynsla er svolítið önnur. Sem svæfinga- og gjör- gæslulæknir þá sinni ég mest ósjálfbjarga sjúklingum. Mikið veikum ein- staklingum. Allir sem verða mikið veikir eru fluttir á Landspítalann, því er hann spítali allra landsmanna. Flestallir sjúklingar Landspítalans eru „aldraðir“ eða veik börn. Sjálf- bjarga sjúklingum má mín vegna skipta niður á eins mörg sjúkrahús og spekingar kjósa. Hvað með ósjálfbjarga sjúklinga? Tökum dæmi. Sá fjöldi hjartaskurð- aðgerða sem framkvæmdar eru á Ís- landi er ekki til skiptanna. Hann er rétt nægjanlega mikill til að halda skurðlæknum og öðru starfsfólki okkar í æfingu. Ef við skiptum þeim á tvö sjúkrahús þá fengjum við tvær hjartaskurðdeildir sem hefðu allt of fáa sjúklinga til að halda starfsfólk- inu í góðri æfingu. Svo bærum við þær saman. Við myndum bera tvær lélegar deildir saman. Úr yrði ein- hverskonar aumingjabandalag, tossabekkur. Eina skynsemin fyrir okkur er að efla þá deild sem er til staðar núna. Sú deild yrði síðan bor- in saman við bestu erlendu sjúkra- húsin í sömu grein. Metnaður okkar á Landspítalanum er að standast slíkan samanburð, sem dúx. Sama á við um fleiri sérgreinar, svo sem heilaskurðlækningar. Nefna má tvö atriði til viðbótar. Það hlýtur að vera dýrara að halda úti tveimur vaktalínum lækna og hjúkrunarfræðinga en einni, launa- kostnaður er nú einn stærsti út- gjaldaliðurinn í rekstri allra fyr- irtækja. Þar að auki eru það gömul sannindi í hagfræði að allir sem að rekstri koma vita að heppilegast er að ákvarðanir í þeim efnum séu teknar af þeim sem þurfa síðan að búa við ákvarðanirnar. Því ætti að spyrja þá sem hafa verið mjög veikir sjúklingar hvernig þeir vilja hafa hlutina, og okkur sem sinnum þeim. Hvers eiga veikustu sjúklingarnir að gjalda? Þeir hafa aldrei átt eitt gott sjúkrahús þar sem þeir geta fengið alla þjónustu. Vandamálið með mannskepnuna er að hún veik- ist ekki í pörtum. Ef maður lendir í miklu slysi þá brotna ekki bara bein- in. Lungun, hjartað og nýrun geta líka bilað. Ætli það sé notalegt að ferðast um Reykjavík á milli sjúkra- húsa mölbrotinn? Stundum hafa sjúklingarnir verið nær dauða en lífi eftir flutninginn. Mikið veikir sjúklingar eru ekki til skiptanna. Þeir henta mjög illa fyrir einkarekstur. Þeir hafa búið við slæmar aðstæður á nokkrum sjúkra- húsum í Reykjavík áratugum sam- an. Þetta er vanræktur hópur sem hefur ekki hátt. Það getur verið að ég verði þræll eins atvinnurekanda en ég vil þá láta sjúklinginn njóta vafans. Það er mál að linni. Spekingar, setjið ykkur í spor þessara sjúklinga og okkar sem sinnum þeim áður en þið bregðist þeim endanlega. Byggj- um eitt gott sjúkrahús fyrir okkar veikustu meðbræður, því þeir eru líka Íslendingar eins og við hin. Mikið veikur eða lítið veikur Gunnar Skúli Ármannsson skrifar um það hvort betra sé að starfrækja einn spítala eða tvo » Byggjum eitt gottsjúkrahús fyrir okk- ar veikustu meðbræður, því þeir eru líka Íslend- ingar eins og við hin. Gunnar Skúli Ármannsson Höfundur er svæfinga- og gjörgæslu- læknir. BÆJARFULLTRÚAR Á-listans stóðu fyrir huglægum mótmælum í vetrarbyrjun 2005 gegn því skipulagi sem nú er í gildi, þá var m.a. sagt að skipulagið væri ljótt, hús of há, steinkumb- aldar, miðbæjarmúr, slétt þök húsa. Öll þessi atriði geta átt við nú um nýjar til- lögur. Slétt þök voru þá álitin óviðunandi lausn. Í nýrri tillögu er gert ráð fyrir flöt- um þökum húsa, hvað veldur? Álftnesingar eru margir hverjir búnir að fá nóg af um- ræðu um skipulags- mál á miðsvæðinu. Hvað segja þeir nú, sem skrifuðu nöfn sín á lista árið 2005, til að mótmæla skipulagi sem þá var auglýst? Nú verða hús fleiri, stærri og hærri sam- kvæmt nýrri tillögu. Þau atriði, sem fólk taldi að verið væri að mótmæla þá, eiga öll við nú um nýja tillögu. Í þeim umfangs- miklu breytingum á skipulagi sem nú eru í kynningu er gengið langt umfram samhljóða samþykkt sem bæjarstjórn gerði 20. mars 2007 um að vinna nýtt skipulag á grundvelli vinningstillögu úr samkeppni. Und- irritaður telur augljóst að Álftnes- ingar hafi með úrslitum kosninga vorið 2006 ætlast til þess að bæj- arfulltrúar öxluðu ábyrgð og leystu þetta stóra mál. Fulltrúar Á-lista hafa ekki gert neina tilraun til sátta. Á haustdögum voru kynntar nýjar tillögur, algerlega á skjön við samþykkt bæjarstjórnar og framhjá stjórnsýslu Álftaness, svo sem skipulagsnefnd og bæjarstjórn. Meðhöndlun og framsetning full- trúa Á-lista á þessu stóra máli er undarleg og ekki boðleg. Hækkun fasteignaskatta – dýr- asta skipulagsvinna landsins Nú hefur Á-listinn samþykkt að halda óbreyttri álagningu fast- eignaskatta árið 2008. Þar með hafa fasteignaskattar hækkað um yfir 45% á einu ári! Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisfélagsins lögðu til við umræðu um fasteignaskatt vegna 2007 og 2008 að álagningarhlutfall yrði lækkað. Fulltrúar Á-lista felldu breytingartillögur og vilja áfram vera í fremstu röð á höfuðborg- arsvæðinu, með hæsta álagningu. Kostnaður við skipulagsvinnuna eykst stöðugt og stefnir yfir 45 milljónir eða 20.000 kr. á hvern ein- asta Álftnesing! Þessar tölur eru með ólíkindum og vinna við skipu- lagsverkefnið án eftirlits. Bæj- arstjóri hefur í sífellu óskað eftir nýjum útfærslum til skoðunar og þá helst þrívíddarmyndum og þrívídd- arvídeóútfærslum. Sú vinna er mjög dýr og almennt ekki unnið með slíkar útfærslur við gerð deili- skipulags. Engin tilraun hefur verið gerð til þess að meta kostnað á verktímanum eða skoða í hvaða upphæðir kostnaður stefnir. Engar samþykktir í bæjarstjórn eru fyrir óráðsíunni. Vinna við skipulag menningarhúss og hótels hleypur á milljónum, til hvers? Af hverju á bæjarsjóður að kosta slíkt, sem sennilega verður aldrei notað? Und- irritaður hélt að meiningin væri að vinna skipulag miðsvæðisins, en ekki að hanna hús á lóðirnar. Athyglisvert er að hækkun fast- eignagjalda á Álftanesi 2007 og 2008 virðist ekki duga fyrir óráðsí- unni við gerð skipulagstillagna á miðsvæði. Arkitekt vinnunnar hefur komist í feitt og hyggst maka krók- inn um ókomin ár, með því að vilja sitja einn að hönnun húsa á svæð- inu, samkvæmt mjög sérkenni- legum skipulagsskilmálum svæð- isins. Kostnaður við vinnu arkitekts er kominn langt umfram samning. Auk hans vinna fleiri að verkinu. Þykir Álftnesingum boðlegt að fara svona með bæjarsjóðinn? Þetta er ámælisvert í nýjum tillögum:  Arkitekt hefur samið með ærnum til- kostnaði skipulagsskil- mála, sem á enga sína líka. Nú er hönnun húsa á svæðinu nánast lokið, á kostnað bæj- arsjóðs.  Umferðarmálum er verulega ábótavant, taka á burtu hluta Breiðumýrarinnar og flytja umferðina á nýj- an veg við Skólatún og Suðurtún. Þetta er að sjálfsögðu ekki ásætt- anlegt fyrir íbúa nær- liggjandi hverfa og með ólíkindum að bjóða börnum í Álfta- nesskóla upp á þvílíka firru að beina allri um- ferð miðsvæðisins um skólalóðina. Áætlað er að yfir 3.000 bílar fari um nýjan veg á skólalóð daglega, samkvæmt umferð- arskýrslu sem unnin var eftir að ákveðið var að fella burtu Breiðu- mýrina. Forsendurnar voru samdar eftir á!  Dýrar útfærslur, m.a. vegna færslu Suðurnes- og Norð- urnesvegar, eru óraunhæfar til að koma fyrir aukinni byggð.  Grænt svæði með Norð- urnesvegi við Suðurtún verður tek- ið undir bensínstöð, ekki er gert ráð fyrir bensínstöð í gildandi skipulagi.  Grænt svæði á horni Suð- urnesvegar og Breiðumýrar er tek- ið undir byggð.  Við Norðurnesveg, við mörk skipulagsins, á að koma röð af þriggja hæða blokkum í stað 2-3ja hæða húsa í gildandi skipulagi. Mikið í húfi Umfjöllun í skipulagnefnd og bæjarstjórn var stýrt með þeim hætti að umræða á þeim vettvangi var tilgangslaus. Gagnrýni á máls- meðferð og tillögur til bóta frá fulltrúum D-lista í skipulagsnefnd og í bæjarstjórn voru hafðar að engu. Kynning á þessu stóra máli og umfangi þess hefur verið í skötulíki. Stærsti gallinn í auglýstri tillögu að nýju skipulagi er færsla á um- ferð af Breiðumýri yfir á nýjan veg við Suðurtún og Skólatún, þessi breyting mun valda mörgum Álft- nesingum alvarlegum búsifjum. Óverjandi er að beina allri þessari umferð um lóð Álftanesskóla. Athugasemdir er hægt að gera við auglýsta tillögu að breyttu skipulagi miðsvæðisins til og með 23. janúar nk. Öll gögn eru kynnt á heimasíðunni alftanes.is og einnig eru uppdrættir til sýnis í Íþrótta- miðstöðinni og á skrifstofunni á Bjarnastöðum. Ég hvet þá, sem una ekki niðurstöðunni, til að gera skriflegar, málefnanlegar at- hugasemdir, með því að koma bréfi á skrifstofuna á Bjarnastöðum og fá staðfesta móttöku. Hugum að börnum okkar Álft- nesingar, höfnum nýjum akvegi um skólalóðina. Höfnum fjármálaóreið- unni með málefnanlegum andmæl- um gegn gallaðri tillögu. Er Álftnesingum ofboðið? Guðmundur G. Gunnarsson skrifar um skipulagsmál á Álftanesi Guðmundur G. Gunn- arsson » Óráðsían ívinnu við skipulag mið- svæðis er ótrú- leg og er hrein fjármálaóreiða. Arkitekt skipu- lagsins vill fá áskrift að upp- byggingu á svæðinu. Höfundur er bæjarfulltrúi Sjálfstæð- isfélagsins. EINS og mönnum er kunnugt sneri fyrrverandi umhverf- isráðherra við úrskurði Skipulags- stofnunar varðandi svokallaða leið B í Gufudalssveit, frá Þórisstöðum í Þorskafirði að Kraká á Skálanesi. Skipulagsstofnun hafnaði þessari leið, svo og Umhverf- isstofnun, Skógrækt ríkisins, Forn- leifavernd ríkisins og fjölmargir fleiri að- ilar. Leið B liggur eftir endilöngum Teigs- skógi, en hann er með stærstu, heillegustu og þéttustu birkiskóg- um á Vestfjörðum, nálægt 400 ha að stærð og er á Nátt- úruminjaskrá. Í skóg- inum er mikið af reynitrjám og undirgróður er þar afar fjölbreyttur, reyndar með því fjölbreyttasta sem mælst hefur í skógum á Vestfjörðum. Í skóginum vex m.a. krossjurt (Melampyrum silvaticum), sem hvergi er að finna í öðrum sambærilegum skógum á landinu og þarfnast verndar. Einn- ig vex þar ferlaufungur (Paris quadrifolia), en hann er friðaður. Án efa eru þar fleiri sjaldgæfar og jafnvel friðlýstar plöntu- og mosa- tegundir, en rannsóknir skortir. Vegurinn fer einnig yfir leirur í mynni Djúpafjarðar og Gufu- fjarðar í nánd við gjöfulasta arn- arsetur við norðanverðan Breiða- fjörð. Umrædd leið B verður ekki einungis einn mest umhverfisspill- andi vegur sem um getur, heldur verður kostnaðurinn við hann afar mikill, líklega ekki minni en 3000- 3500 milljónir króna þegar allt er meðtalið. Skógareyðing af hans völdum yrði án fordæmis hér, eins og Skógrækt ríkisins hefur bent á, a.m.k. 50 hektarar eða eins og 100 fótboltavellir. Þetta mál snýst því ekki eingöngu um „nokkrar birkihríslur“ eins og sumir hafa haldið fram heldur miklu meira, enda hafa fjölmargir ein- staklingar og samtök á borð við Landvernd, Náttúruvernd- arsamtök Íslands, Fuglavernd og Nátt- úruvaktina mótmælt leið B harð- lega. Einnig má spyrja hvort veg- lagning um þetta svæði getur samrýmst áætlun stjórnvalda um að koma Breiðafirði á heims- minjaskrá UNESCO. Göng undir Hjallaháls myndu bjarga Teigsskógi, koma í veg fyr- ir mikil náttúruspjöll og sætta ólík sjónarmið í þessu máli og gott bet- ur en það, enda er leið B langdýr- ust valkostanna þriggja sem Vega- gerðin lagði fram. Það mætti t.d. spara 1500-2000 milljónir króna með því að laga Hjallaháls strax (leið D) og leið með göngum undir Hjallaháls er að öllum líkindum ódýrari en leið B. Um tveimur mánuðum eftir úr- skurð fyrrverandi umhverf- isráðherra kom út skýrsla frá nefnd á vegum Umhverfisráðu- neytisins. Þessi skýrsla nefnist „Vernd og endurheimt íslenskra birkiskóga“ og er þar lagt til að Teigsskógur verði friðaður ásamt átta öðrum birkiskógum hér á landi. Á Umhverfisþinginu í haust lýstu einnig margir þungum áhyggjum af fyrirhugaðri veglagn- ingu um Teigsskóg. Hins vegar virðast núverandi stjórnsýslustofn- anir og stjórnvöld, sem eiga að sjá um náttúruvernd í landinu, vera ráðalaus gagnvart úrskurði fyrr- verandi umhverfisráðherra. Í haust kærðu því landeigendur og náttúruverndarsamtök úrskurðinn til dómstóla og er það mál í vinnslu. Vegagerð um Teigsskóg Gunnlaugur Pétursson skrifar um vegagerð og umhverfismál » Skógareyðing vegnavegar eftir Teigs- skógi yrði án fordæmis hér á landi, a.m.k. 50 hektarar eða eins og 100 fótboltavellir. Gunnlaugur Pétursson Höfundur er verkfræðingur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.