Morgunblaðið - 02.01.2008, Page 36

Morgunblaðið - 02.01.2008, Page 36
36 MIÐVIKUDAGUR 2. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, JÓNÍNA KRISTÍN VILHJÁLMSDÓTTIR, Deildarási 1, Reykjavík, lést á Landspítalanum í Fossvogi þriðjudaginn 25. desember. Útför hennar fer fram frá Árbæjarkirkju fimmtu- daginn 3. janúar kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Krabbameinsfélag Íslands. Fyrir hönd aðstandenda, Vilhjálmur Örn Halldórsson, Svanfríður Ásgeirsdóttir, Þröstur Sveinsson, Guðrún J. Eiríksdóttir, Óla Laufey Sveinsdóttir, Þorsteinn Sveinsson, Keelie Walker, Jóna Denny Sveinsdóttir. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, ÁSLAUG JÓNSDÓTTIR, Hrísalundi 4 c, Akureyri, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju föstudaginn 4. janúar kl. 13.30. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Heima- hlynningu Akureyri. Björn J. Jónsson, Halldóra Steindórsdóttir, Sævar Ingi Jónsson, Elín Jóhanna Gunnarsdóttir, Ingibjörg Jónsdóttir, Rósa Friðriksdóttir, Ólafur Halldórsson, Atli Örn Jónsson, Arnfríður Eva Jónsdóttir, Jón Már Jónsson, Unnur Elín Guðmundsdóttir, ömmu- og langömmubörn. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi, langafi og langalangafi, Niculaj Sofus Berthelsen, sem lést á Hrafnistu í Hafnarfirði föstudaginn 21. desember verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði fimmtudaginn 3. janúar kl. 13.00. Sesselja P. Berthelsen, Elísa Vilborg Berthelsen, Björn Birgir Berthelsen, Ástráður Berthelsen, Sigrún Oddgeirsdóttir, Grímur Berthelsen, Birna Bjarnadóttir, Sofus Berthelsen, Helga Halldórsdóttir, Rannveig Berthelsen, Finnbogi Andersen, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN ÓLAFÍA SIGURGEIRSDÓTTIR, Súlunesi 22, Garðabæ, sem lést föstudaginn 21. desember, verður jarðsungin frá Kópavogskirkju föstudaginn 4. janúar kl. 11.00. Sigurbjörg Þorvarðardóttir, Sólmundur Þ. Maríusson, Sigurgeir Friðriksson, Kristín Anna Þorsteinsdóttir, Ásta Friðriksdóttir, Sturla Geirsson, Ólafur Þór Gunnarsson, Elínborg Bárðardóttir, barnabörn og barnabarnabarn. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, MAGNÚS JÓNSSON frá Kollafjarðarnesi, sem andaðist á Hjúkrunarheimilinu Eir þann 20. desember s.l. verður jarðsunginn frá Fella- og Hólakirkju fimmtudaginn 3. janúar kl. 13.00. Ágústa Eiríksdóttir, Ragnheiður Magnúsdóttir, Sverrir Þórðarson, Guðný Margrét Magnúsdóttir, Pétur R. Siguroddsson, Ingibjörg Magnúsdóttir, Einar Pétursson, Jón Gunnar Magnússon, Carmen Magnússon, barnabörn og barnabarnabörn. Kistur • Krossar • Sálmaskrár • Duftker • Blóm • Fáni • Gestabók • Erfidrykkja • Prestur Kirkja • Legstaður • Tónlist • Tilkynningar í fjölmiðla • Landsbyggðarþjónusta • Líkflutningar Suðurhlíð 35 Fossvogi • www.utforin.is Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 • Sólarhringsvakt Komum heim til aðstandenda ef óskað er Bryndís ValbjarnardóttirSverrir Einarsson ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Það sem hafa ber í huga varðandi andlát og útför Hermann Jónasson Geir Harðarson Ég á margar góðar minningar um Önnu frænku. Ein sú fyrsta er þegar hún kom vestur á Flat- eyri til að passa okk- ur systkinin á meðan systir henn- ar, móðir mín, fór á fæðingardeildina. Hún gætti þess ávallt að við hefðum nóg fyrir stafni og gerði óvenjulega hluti með okkur eins og til dæmis að slá upp veislu þegar við krakkarnir höfðum veitt kola við bryggjuna. Anna Hatlemark ✝ Anna Hatle-mark fæddist í Reykjavík 15. októ- ber 1935. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Eir 2. nóvember síð- astliðinn og var jarðsungin frá Nes- kirkju 8. nóvember. Seinna gisti ég oft sem strákur hjá Önnu og Ragnari í Hraunbænum og tuskaðist við strák- ana þeirra, án þess að Anna skipti skapi í látunum. Hún hafði þó ríka réttlætis- kennd fyrir hönd okkar krakkanna og eitt sinn þegar við vorum í góðu veðri að leika okkur niður við Elliðaárnar og lax- veiðimenn vildu reka okkur frá ánni, sagðist Anna bara skyldu „pissa í ána“ ef þeir leyfðu okkur ekki að leika í friði. Ég dáðist ávallt að hugrekki hennar og ákveðni ef gengið var á hlut okkar og alltaf taldi hún í okkur kjark og hvatti okkur krakkana áfram. Í minningunni var Anna alltaf með myndavélina á lofti og stærst- ur hluti ljósmynda úr minni æsku er tekinn af Önnu frænku. Þegar við Kristín giftum okkur krafðist Anna þess að fá að taka brúð- armyndirnar og gerði það vel eins og henni einni var lagið. Auðvitað var ekki við það komandi að fá að greiða neitt fyrir frekar en venju- lega hjá Önnu. Eftir að við Kristín komum frá námi og eignuðust börn, skruppum við oft til Önnu og Ragnars á Nes- inu og fengum ávallt kaffi og skemmtilegar samræður um heima og geima. Oft hittum við á þau í bústaðnum við Selvatn en þangað var yndislegt að koma og leyfa krökkunum að veltast um í nátt- úrunni. Anna tók alltaf vel á móti okkur þó við kæmum óboðin og fagnaði okkur eins og sínum eigin. Ég samhryggist Ragnari og frændsystkinum mínum og tek þátt í söknuði þeirra af heilum hug. Hörður. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum) Elsku amma, þessa bæn og fjölda annarra bæna, kenndir þú okkur systrunum, þegar við sem börn gistum hjá þér afa í Vogunum, við Guðríður Þórðardóttir ✝ Guðríður Þórð-ardóttir fæddist í Sviðugörðum í Gaulverjabæjar- hreppi í Árnessýslu 15. maí 1923. Hún lést á heimili sínu í Vogum á Vatns- leysuströnd þriðju- daginn 18. desem- ber síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Kálfatjarn- arkirkju á Vatns- leysuströnd 27. des- ember. eigum þér okkar barnatrú að þakka. Þú sagðir okkur sögur um álfa og tröll, söngst fyrir okkur vísur og last fyrir okkur ævintýri. Það var svo nota- legt að vakna þar upp á morgnana, þegar stóra stofuklukkan sló, við renndum okk- ur niður handriðið og hlupum inn í stofu. Þú varst auðvitað löngu vöknuð og sast þar og prjónaðir. Á stofuborðinu lá púslu- spil með 1000 bitum. Það var svo spennandi að leita af tölunum í púslið en þú varst búin að merkja það allt með tölustöfum. Síðan sagðir þú okkur að skokka út í búð með rauðu budduna og við máttum velja okkur morgunkorn. Alltaf var komið með Trix til baka, en það var munaður sem við feng- um bara hjá Gauju ömmu. Æska okkar er full af ljúfum og skemmtilegum minningum um þig. Það voru ófáir bíltúrarnir og úti- legurnar sem við fórum í með ykk- ur afa og þú þekktir hverja þúfu með nafni. Einnig fórum við með ykkur í berjamó og kartöflugarðinn og þá tókst þú heitt kakó og nesti með. Frá því við munum eftir okkur sem börn var farið í sunnudagskaffi til ykkar í Vogana þar sem ættingj- arnir komu saman. Þú varst ótrúlega orkumikil, dug- leg og ósérhlífin kona og barðist hetjulega allt þar til yfir lauk. Elsku besta amma, við kveðjum þig frá þessu lífi með sárum sökn- uði en þú munt lifa í hugum okkar og hjörtum. Við efumst ekki eitt andartak um að nú hefur þú hitt Sigga frænda. Við biðjum Guð um að vera með honum afa og veita honum styrk og huggun í sorg sinni og söknuði. Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aft- ur huga þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín. (Kahlil Gibran) Hafdís og Sigrún Hill. Nú andar næturblær um bláa voga. Við bleikan himin daprar stjörnur loga. Og þar sem forðum vor í sefi söng nú svífur vetrarnóttin dimm og löng. Svo undarlega allir hlutir breytast. Hve árin skipta svip og hjörtun þreytast. Hve snemma daprast vorsins vígða bál. Hve vínið dofnar ört á tímans skál. Svo skamma stundu æskan okkur treindist. Svo illa vorum draumum lífið reyndist. Árni Hilmar Holm ✝ Árni HilmarHolm fæddist á Akureyri 22. nóv- ember 1930. Hann andaðist á heimi sínu á Selfossi 4. desember síðastlið- inn og var útför hans gerð frá Sel- fosskirkju 14. des- ember. Senn göngum við sem gestir um þá slóð, sem geymir bernsku vorrar draumaljóð. Og innan skamms við yfirgefum leikinn. Ný æska gengur sigurdjörf og hreykin, af sömu blekking blind, í okkar spor. Og brátt er gleymt við áttum líka vor. Og þannig skal um eilíf áfram haldið, unz einhverntíma fellur hinzta tjaldið. (Tómas Guðmundsson.) Elsku Árni „pabbi“, langar að kveðja þig með þessu kvæði eftir Tómas Guðmundsson. Guð geymi þig. Þín Sigurlaug. Morgunblaðið birtir minningar- greinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegn- um vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morg- unblaðsins – þá birtist valkosturinn Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum. Skilafrestur | Ef birta á minningar- grein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birting- ardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar séu ekki lengri en 3.000 slög (stafir með bil- um - mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim sem kvaddur er virðingu sína án þess að það sé gert með langri grein. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli, sem nánustu aðstandendur senda inn. Þar koma fram upplýs- ingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, fæddist, hvar og hve- nær hann lést, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvað- an útförin fer fram og klukkan hvað athöfnin hefst. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minningar- greinunum. Undirskrift | Minningargreinahöf- undar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.