Morgunblaðið - 02.01.2008, Side 42

Morgunblaðið - 02.01.2008, Side 42
42 MIÐVIKUDAGUR 2. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ SÝND Í SMÁRABÍÓI TILNEFND TIL TVEGGJA GOLDEN GLOBE VERÐLAUNA M.A FYRIR BESTA LEIK, AMY ADAMS. PATRICK DEMPSEY ÚR GRAY’S ANATOMY ÞÁTTUNUM OG AMY ANDAMS ERU FRÁBÆR Í SKEMMTILEGUSTU ÆVINTÝRAMYND ÁRSINS FRÁ WALT DISNEY. SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI DAN Í RAUN OG VERU S T E V E C A R E L L „Gamandrama sem kemur á óvart“ -T.S.K., 24 Stundir SÝND Í REGNBOGANUM OG SMÁRABÍÓI SÝND Í REGNBOGANUM OG HÁSKÓLABÍÓI SÝND Í SMÁRABÍÓI, REGNBOGANUM, HÁSKÓLABÍÓI OG BORGARBÍÓI Sími 564 0000Sími 462 3500 Sími 551 9000 Þú færð 5 % endurgreitt í Borgarbíó Þú færð 5 % e n d u r g r e i t t í Regnboganum Þú færð 5 % endurgreitt í Smárabíó * Gildir á allar sýningar merktar með rauðu 450 KRÓNUR Í BÍÓ* The Golden Compass kl. 12:30 - 3 - 5:30 - 8 - 10:30 B.i.10 ára The Golden Compass kl. 12:30 - 3 - 5:30 - 8 - 10:30 LÚXUS Töfraprinsessan m/ísl. tali kl. 1 - 3:20 - 5:40 Alvin og íkornarnir m/ísl. tali kl. 2 - 4 - 6 Alvin and the C.. m/ensku tali kl. 8 - 10 Duggholufólkið kl. 2 - 4 - 6 B.i. 7 ára Hitman kl. 8 - 10:10 B.i. 16 ára Dan in real life kl. 8 - 10:15 The Golden Compass kl. 3:30 - 6 - 8:30 - 11 B.i. 10 ára We own the night kl. 3 - 5:30 - 8 - 10:30 B.i. 16 ára Run fat boy run kl. 8 - 10:10 Butterfly on a Wheel kl. 8 - 10:10 B.i. 14 ára Dan in real life kl. 3 - 5:45 La vie en Rose kl. 5 B.i. 12 ára The Golden Compass kl. 5:50 - 8 - 10:10 B.i. 10 ára Alvin og íkornarnir ísl. tal kl. 8 Duggholufólkið kl. 6 Saw IV kl. 10 B.i. 16 ára Viðskiptavinir, sem greiða með korti frá SPRON, fá 20% afslátt af miðaverði á myndina EITT STÓRFENGLEGASTA ÆVINTÝRI ALLRA TÍMA. JÓLAMYNDIN 2007. Bobby Green snéri baki við fjölskyldu sinni, en þarf nú að leggja allt undir til að bjarga henni undan mafíunni. SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI OG REGNBOGANUM SÝND Í SMÁRABÍÓI eee - V.J.V., TOPP5.IS Magnaður spennutryllir sem gerður er eftir hinum frábæru tölvuleikjum með Timothy Olyphant úr Die Hard 4.0 í fantaformi. SÝND Í SMÁRABÍÓI, HÁSKÓLABÍÓI, OG BORGARBÍÓI - Kauptu bíómiðann á netinu - Þú færð 5% endurgreitt í Borgarbíó, Smárabíó og Regnboganum ef þú borgar bíómiðann með Kreditkorti tengdu Aukakrónum! NÚ VERÐUR ALLT VITLAUST! ÍKORNARNIR ALVIN, SÍMON OG THEÓDÓR SLÁ Í GEGN SEM SYNGJANDI TRÍÓ! STÓRSKEMMTILEG GAMANMYND FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA OG JÓLAMYNDIN Í ÁR. Árið hófst með fæðingu ogþví lauk með fóstureyð-ingu. Þannig var a.m.k. bíóárið 2007 hjá mér, það hófst í grámóskulegu Englandi framtíðar og því lauk í enn grárri Rúmeníu fortíðar – með viðkomu í Holly- wood-landi prumpubrandara og slysabarna. Árið spannaði 40 ár, frá 2027 til 1987, sem gerði fátt annað en að sanna hve heimurinn breytist ósköp hægt. Jafnvel nöfn myndanna þriggja eru hlaðin fæðingu, Children of Men, Knocked Up og 4 mánuðir, 3 vikur og 2 dagar (sá tími sem bú- ið er að ganga með fóstrið sem á að eyða).    Og magnaðasta bíóupplifunársins var sú fyrsta, þegar fyrsta barn heimsbyggðarinnar í átján ár fæðist inn í allsherjar ringulreið og óöld Englands árið 2027 og ásjóna þess nær í eina töframínútu að fá sprengjurnar og byssuhvellina til að hljóðna í þögulli lotningu hermanna sem læra á örskotsstund að meta lífið. Kraftaverkið sem leikstjórinn Alfonso Cuaron náði að skapa í Children of Men var þetta: Hon- um tókst að af-plebba barneignir aftur. Fjölmiðlum, stjórnmála- mönnum og jafnvel sjálfum list- unum hafði nefnilega einhvern veginn tekist að smætta þennan merkilega viðburð niður í hreinan og kláran plebbisma. Allir stjórn- málaflokkar eru jafngjarnir á að hampa fjölskyldugildum – sem er í raun ekkert annað en mark- leysa, öll erum við jú hluti af ein- hverri fjölskyldu, hvort sem hún er fjarlæg eður ei, við eigum öll mæður. Listin? Everybody Loves Raymond, Hellisbúinn og allir þeirra samnefnarar – börnunum og hjónabandinu var búið að pakka inn í Pakkann, þetta loka- takmark alls.    Það er kominn tími til að takabörnin úr Pakkanum. Já, og ástina helst líka – bíllinn og ein- býlishúsið mega vera þar áfram. Því barnsfæðing er kraftaverk, en kraftaverkum má ekki taka sem sjálfsögðum, það má ekki pakka þeim inn í fyrirfram gefna orðræðu, skipa þeim í fyrirfram gefin hlutverk – blátt og bleikt, bílar og dúkkur, Homer og Marge. Þá hætta þau að vera ein- stök, þá hættum við sjálf að vera einstök. Og þá þurfum við galdra- menn eins og Cuaron sem veita kraftaverkinu sinn horfna kraft.    Þegar kom að kæruleysi sum-arsins þá virtist áhrifanna gæta enn. Barneignagam- anmyndin Knocked Up verður seint talin frumspekileg og hún var ekki með öllu laus við væmni, en hún treysti sér þó til þess að skoða umræddan Pakka af öllu meiri dirfsku en aðrar svipaðar gamanmyndir og þótt niðurstaðan hafi verið fyrirsjáanleg þá var leiðin þangað raunveruleg þroskaferð – og sprenghlægileg á köflum. Á meðan þessi gamanmynd fékk almennt fínustu gagnrýni þá var eitt sem hún var harðlega gagnrýnd fyrir – að vera áróður gegn fóstureyðingum. Ástæðan? Parið í myndinni ræðir aldrei fóstureyðingu, þrátt fyrir að barnið sé klárlega slysabarn er sá möguleiki aldrei uppi á borðinu. Það er einfaldlega þeirra val og það er sorgleg þróun frá hinu persónulega yfir í hið pólitíska þegar val fólks sem einstaklinga (þótt skáldaðir séu) er gert að pólitískri yfirlýsingu. Það verður hins vegar ekki að pólitík fyrr en það fer að skipta sér af vali ann- arra.    En fóstureyðingin sem lokaðibíóárinu (á mynddiski að vísu) var í rúmensku Cannes- verðlaunamyndinni 4 mánuðir, 3 vikur og 2 dagar (4 luni, 3 sap- tamani si 2 zile). Aðalpersónan er ekki stúlkan sem vill láta eyða fóstrinu heldur vinkona hennar sem þarf að leggja ýmislegt á sig til þess að hjálpa henni. Fóstur- eyðingin þar er ljót, mannskemm- andi og ólögleg – en hún er fyrst og fremst ljót og mannskemmandi af því að hún er ólögleg, af því að við ákvörðun sem engin kona tek- ur af léttúð er bætt niðurlægingu og lífsháska.    Og af þessu öllu má draga ýms-an lærdóm, sem er örugg- lega jafn margbreytilegur og við erum mörg. Minn er kannski helst sá að láta ruslið ekki byrgja mér sýn, það eru alltaf demantar á næsta leiti sem minna mann á það sem raunverulega skiptir máli. En líka þessi spurning, hvað gæti valdið því að börn hættu að fæð- ast? Í framtíðarveröld Children of Men er lítil virðing borin fyrir líf- inu, innflytjendur eru sagðir mestu og hættulegustu úrhrök allra fyrir þá sök eina að hafa ekki fæðst í Bretlandi og eina vonin virðist vera goðsagnakennd samtök sem nefnast The Human Project. Verkefni um mennskuna. Því börnum er ætlað að fæðast til þess að verða á endanum mann- eskjur, það er ekki spennandi hlutskipti að fæðast inn í pakka, hvað þá að fæðast inn í hatur og óréttlæti. Okkar eigin náttúra gerir uppreisn gegn eigin nátt- úruleysi, börnin hafna að lokum kjánaskap hinna fullorðnu. Það er kominn tími til að við hlustum. Ár fóstursins »En það er kominntími til að taka börnin úr Pakkanum. Já, og ástina helst líka – bíllinn og einbýlishúsið mega vera þar áfram. Móðir, barn og bjargvættur Úr Children of Men. Framtíðarveröld þar sem lítil virðing er borin fyrir lífinu, inn- flytjendur hættuleg úrhrök og eina vonin virðist vera goðsagnakennd samtök sem nefnast The Human Project. asgeirhi@mbl.is AF LISTUM Ásgeir H. Ingólfsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.