Morgunblaðið - 11.01.2008, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 11.01.2008, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 10. TBL. 96. ÁRG. FÖSTUDAGUR 11. JANÚAR 2008 LANDSPRENT EHF. mbl.is SÍGAUNABLÓÐ KRISTÍN GERÐIST KAFTEINN Á SKÚTU VIÐ SUÐURSTRÖND TYRKLANDS >> 22 FRÉTTASKÝRING Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is ALGERLEGA ný staða er komin upp í viðræðunum um endurnýjun kjarasamninga á almenna vinnu- markaðinum, eftir að stjórnvöld höfnuðu hug- myndum verka- lýðshreyfing- arinnar um sérstakan per- sónuafslátt. Sam- flot sérsambanda og félaga á vett- vangi ASÍ um sameiginlegan launaramma heyrir sögunni til, a.m.k. um stundarsakir. Við undirbúning kjaraviðræðna fóru landssamböndin hvert fyrir sig með mótun krafna um laun og sérmál en sameiginlegar áherslur á hendur Samtökum atvinnulífsins og á hendur ríkinu voru á sameiginlegum vett- vangi ASÍ. Aðildarsambönd og félög voru mjög mislangt komin við end- anlegan frágang kaupkrafna þegar kom fram í desember. Þá voru að mótast hugmyndir um launaramma á sameiginlegu borði allrar hreyfing- arinnar, ef innlegg stjórnvalda, sem var talið ráða úrslitum, dygði til sam- komulags. Markmiðið var að hækka sérstaklega þá lægst launuðu, færa taxta að greiddu kaupi og hækka þá sem setið hafa eftir í launaskriði með launatryggingu. Einstök sambönd myndu slá af kröfum sínum og ekki yrði um almennar kauphækkanir að neinu marki að ræða. Þótt ljóst væri að t.d. stórir hópar iðnaðarmanna og verslunarfólks fengju litlar sem eng- ar kauphækkanir var ávinningurinn talinn m.a. aukinn kaupmáttur með lægri verðbólgu og margvíslegar kjarabætur ef allt gengi upp. Samkvæmt heimildum var mikil stemning um þessa leið í fyrrihluta desember og áhrifamaður í hreyfing- unni telur allt að því víst að hægt hefði verið að ljúka málinu þá. Á sein- ustu vikum hefur hins vegar fjarað undan þessum hugmyndum innan ASÍ, farið var að gæta óþols innan einstakra sérsambanda. Mikil óvissa ríkir nú um hvaða stefnu viðræðurnar taka. Ólíkar hug- myndir eru uppi um leiðir og samn- ingstíma. Sumir vilja skammtíma- samning til haustsins en þá verði hluti opinberra starfsmanna búinn að semja, auk þess sem þá verði stórir hópar ASÍ-félaga hjá hinu opinbera með lausa samninga og aukinn slag- kraft ef grípa þarf til verkfalls- aðgerða. Aðrir eru þegar farnir að viðra þá hugmynd við SA að semja til 3-4 ára ef samkomulag næst um sjálf- virk endurskoðunarákvæði í samn- ingum. Stokkað upp á nýtt Samið til haustsins eða til 3 eða 4 ára? Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson og Guðna Einarsson MANNRÉTTINDANEFND Sameinuðu þjóðanna, sem fjallar um borgaraleg og pólitísk réttindi, telur að íslensk yfirvöld hafi brotið gegn réttindum tveggja ís- lenskra sjómanna sem dæmdir voru fyrir að fara á veiðar á kvótalausum bát eftir að hafa reynt að fá kvóta úthlutaðan. Er það álit nefndarinnar að íslenska ríkinu beri að veita sjómönnunum fullar bætur og koma á fiskveiðistjórnkerfi sem uppfylli kröfur al- þjóðalaga. Telur nefndin að framganga stjórnvalda gangi gegn 26. grein sáttmála SÞ um borgaraleg og pólitísk rétt- indi þar sem kveðið er á um bann við hverskonar mis- munun á líkan hátt og kveðið er á um í 65. grein stjórn- arskrár Íslands. Nefndin telur að það sé lögmætt markmið stjórn- valda að vernda fiskstofna með kvótakerfi í fiskveiðum en hins vegar hygli kerfið þeim sem upphaflega fengu úthlutaðan varanlegan kvóta og það byggist ekki á sanngirni. Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra segir álit nefndarinnar um margt óljóst en tekur fram að hann taki það alvarlega. „Það kemur mér þó nokkuð á óvart hversu úrskurðurinn er lítt rökstuddur og til- tölulega fáum orðum varið í sjálfan rökstuðninginn,“ segir hann. Álitið sé ekki bindandi að þjóðarrétti. Sjómennirnir tveir, Örn Snævar Sveinsson og Er- lingur Sveinn Haraldsson, keyptu kvótalausan bát og að loknum árangurslausum tilraunum til að fá kvóta ákváðu þeir að fara á veiðar kvótalausir. Málið fór fyrir Hæstarétt sem dæmdi gegn þeim. Að sögn Lúðvíks Emils Kaaber, lögmanns sjómannanna, fylgir því mikill léttir að hafa fengið niðurstöðu mannréttindanefnd- arinnar. Örn Snævar Sveinsson skipstjóri kvaðst alltaf hafa verið viss um að á sér hefðu verið brotin mann- réttindi. Nú væri það komið í ljós. Kvótakerfið ósanngjarnt Í HNOTSKURN »Að mati mannréttindanefndarSÞ veita öll kvótakerfi sem notuð eru til að stjórna aðgangi að takmörkuðum auðlindum kvóta- höfum að sumu leyti forréttindi á kostnað annarra án þess að slíkt þurfi að vera óréttlátt. » Nefndin telur að kerfið brjótigegn ákvæði sem bannar mis- munun en svipað ákvæði er í stjórnarskrá Íslands. »Lögmaður sjómannanna segirað útfærsla fiskveiðistjórn- unarkerfisins hafi verið lögleysa frá upphafi.  Mannréttindanefnd SÞ telur kvótakerfið brjóta gegn mannréttindasáttmála  Sjávarútvegsráðherra tekur álitið alvarlega en segir að það sé ekki bindandi  Segir álitið lítt rökstutt | 6 UM 200 hlauparar hlupu í fjórða Powerade- hlaupi vetrarins sem fór fram í gærkvöldi. Hlaupið er frá Árbæjarlaug, alls 10 km leið eftir göngustígum í Elliðaárdal. Brautin liggur um brattar brekkur og í gærkvöldi var bæði hált og dimmt. Það hafði engin áhrif á keppnisskapið. Morgunblaðið/Árni Sæberg Um 200 hlauparar öttu kappi í erfiðu hlaupi um Elliðaárdalinn Óræði maðurinn >> 44 Komdu í leikhús Leikhúsin í landinu SIR EDMUND Hillary, sem fyrstur manna kleif tind Everest ásamt sjerpanum Tenzing Norgay, lést í gær, 88 ára að aldri. Helen Clark, forsætisráðherra Nýja- Sjálands, skýrði frá þessu seint í gærkvöldi, að því er fram kom á fréttavef breska ríkisútvarpsins, BBC. Að sögn fjölmiðla á Nýja-Sjálandi hafði heilsu Sir Edmunds hrakað frá því í apríl þegar hann heimsótti Nepal og varð fyrir slysi. Sir Edmund Hillary og Norgay klifu Everest, hæsta fjall heims, 29. maí 1953. Eftir gönguna helgaði Sir Ed- mund líf sitt aðstoð við sjerpa í Khumbu-héraði í Nep- al. Hann var gerður að heiðursborgara í Nepal árið 2003. Clark forsætisráðherra lýsti honum sem þjóðhetju, ævintýramanni, mann- vini og þekktasta Nýsjálendingi allra tíma og sagði að hann væri mikill harm- dauði öllum Nýsjálendingum. Sir Edmund Hillary fæddist í Auckland á Nýja-Sjálandi 19. júlí árið 1919. Hann gegndi herþjónustu sem flugmaður í síðari heimsstyrjöldinni og á ní- unda áratugnum var hann einnig sendiherra Nýja-Sjálands á Indlandi. Sir Edmund Hillary látinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.