Morgunblaðið - 11.01.2008, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 11.01.2008, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. JANÚAR 2008 15 ÚR VERINU Eftir Hjört Gíslason hjgi@mbl.is MJÖG hátt verð fékkst fyrir karfa á fiskmarkaðinum í Bremerhaven nú í vikunni. Alls voru seld um 100 tonn af fiski héðan frá Íslandi, mest karfi. Hæst fór verð á karfa í 380 krónur ís- lenzkar á kíló. Á ufsa var hæsta verð- ið 170 krónur. Um helmingur aflans var af togaranum Sunnu, sem var á veiðum yfir hátíðirnar. Á fyrstu dögum ársins var verðið enn þá hærra, fór hæst í 565 krónur á kíló fyrir karfann, sem að sögn Samúels Samúelssonar, starfsmanns markaðsins, er að öllum líkindum heimsmet. Þar var um að ræða ís- lenzkan karfa, mest af Bylgjunni frá Vestmannaeyjum. Samúel segir að verð sé ætíð hátt fyrstu tvær vikur ársins, enda fram- boð lítið, nánast aðeins frá Íslandi. Síðan sígi verðið niður á við í það sem kallast megi eðlilegt verð, 200 til 230 krónur fyrir karfakílóið. Hann býst við svipuðu magni á markaðinn í næstu viku og enn er það eingöngu íslenzkur fiskur. Samúel segist gera ráð fyrir að verðið þá verði yfir 230 krónum. Það eru eingöngu íslenzk skip sem eru að veiðum yfir hátíðarnar og fyrstu daga ársins. Því er það þannig að fyrstu þrjár vikurnar er eingöngu fiskur héðan á markaðnum en síðan fer að berast fiskur frá Færeyjum og Þjóðverjum sjálfum. Einnig kemur fiskur frá Noregi inn á markaðina í Þýzkalandi. Kaupendur að fiskinum eru flestir í Bremerhaven og nágrenni. Þeir flaka fiskinn og selja svo áfram í fisk- búðir og aðrar verzlanir inni í landi. Einnig er nokkuð um það að aðilar inni í landi bjóði í fiskinn símleiðis eða á Netinu. 40 tonn í Grimsby Það er svipaða sögu að segja af fiskmörkuðum á Bretlandi. Magnið er ekki mikið og verðið hátt. Í gær voru seld 40 tonn á fiskmarkaðum í Grimsby og var það nánast allt frá Íslandi. Hæst fór verðið á þorski í 369 krónur en lægst 246 fyrir smáan þorsk. Sama verð var á ýsunni, hæst 369 og lægst 246. Hátt verð og framboð lítið Verð á innlendu mörkuðunum hef- ur einnig verið mjög hátt nú í janúar. Meðalverð á slægðum þorski er 306 krónur á kílóið en meðalverð í des- ember var 299. Verð á óslægðum þorski hefur hækkað um 10 krónur frá því í desember. Meðalverð á ýsu er núna 147 krónur, eða það sama og í desember. Meðalverð á karfa er nú 135 krónur en var 102 krónur í des- ember, en magnið er mjög lítið nú, aðeins 32 tonn. Hæst fór karfaverðið í janúar í 229 krónur. Í desember öll- um var magnið aðeins 90 tonn. Dauft í desember Mjög lítið framboð var á fiskmörk- uðunum í desember síðastliðnum. Aðeins voru seld 4.300 tonn, sem er minnsta magn í desember síðan 1992, en þá voru seld 4.000 tonn. Í desember 2006 voru seld 6.400 tonn og er það mesta sala í þeim mánuði frá upphafi. Skýringin á litlu magni í desember 2007 liggur fyrst og fremst í miklum ógæftum, eins og reyndar voru allt haustið. Því er erf- itt að meta hvaða áhrif niðurskurð- urinn í þorskinum hefur á framboðið á mörkuðunum, þó vafalítið komi hann til með að draga úr framboði þar. Gott verð í Bremerhaven Morgunblaðið/ÞÖK Markaðir Hátt verð fæst nú fyrir karfann á markaði í Þýzkalandi. Fiskverð er hátt á mörkuðum innan lands og utan í upphafi árs og framboð lítið Í HNOTSKURN »Á fyrstu dögum ársins varverðið enn þá hærra, fór hæst í 565 krónur á kíló fyrir karfann, sem er að öllum lík- indum heimsmet. »Meðalverð á karfa er nú135 krónur, en var 102 krónur í desember, en magnið er mjög lítið nú, aðeins 32 tonn. Hæst fór karfaverðið í janúar í 229 krónur. »Mjög lítið framboð var áfiskmörkuðunum í desem- ber síðastliðnum. Aðeins voru seld 4.300 tonn, sem er minnsta magn í desember síð- an 1992, en þá voru seld 4.000 tonn. RANNSÓKNARSKIPIÐ Bjarni Sæ- mundsson var í gær kominn á loðnu- miðin. Um miðjan dag var hann að leita að loðnu í landsgrunnskant- inum austur af landinu á leið norður til móts við veiðiflotann, sem var þá norður af Langanesi. Hann mun stunda mælingar á stærð veiðistofns loðnu fyrir Aust- ur-, Norðaustur- og Norðurlandi. Fyrirhugað var að rs. Árni Frið- riksson færi til mælinga á mánudag en bilun kom upp í vélbúnaði þannig að ekki var unnt að senda hann í verkefnið. Því var rs. Bjarni Sæ- mundsson sendur í hans stað. Megin- markmið leiðangursins er að mæla stærð veiðistofns loðnunnar. Bráða- birgðaaflamark fyrir yfirstandandi vertíð var sett á grundvelli mælinga á ungloðnu sem gerð var haustið 2006 en sú ráðgjöf er mikilli óvissu háð. Því er mikilvægt að ná sem fyrst mælingu á kynþroska hluta loðnustofnsins en sá hluti stofnsins mun halda uppi veiði á yfirstandandi vetrarvertíð. Bjarni mun stunda mælingar næstu daga en framhaldið ræðst af því hvernig aðstæður á mið- unum verða og hvernig til tekst við mælingarnar. Leiðangursstjóri er Sveinn Sveinbjörnsson og skipstjóri Jón Marteinn Guðröðarson. Bjarni kominn á loðnumiðin AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111 -hágæðaheimilistæki Kraftmiklar ryksugur fyrir öll heimili Verð frá kr.: 15.990 Miele ryksugurnar eru traustar og kraftmiklar. Þær eru með stillanlegu röri og mikið úrval fylgihluta er fáanlegt með vélini. Verið velkomin í glæsilegar verslanir Eirvíkur á Akureyri og í Reykjavík og kynnið ykkur Miele ryksugurnar. vi lb or ga @ ce nt ru m .is Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Baldursnes 6, Akureyri | Sími 588 0200 Miele ryksugur – litlar og liprar. www.eirvik.is Umhverfissvið Reykjavíkurborgar flytur í nýtt og glæsilegt húsnæði á Höfðatorgi. Vegna flutninganna eru afgreiðsla og skrifstofur lokaðar föstudaginn 11. janúar. Við opnum aftur mánudaginn 14. janúar í Borgartúni 10-12 og biðjum viðskipta- vini að sýna biðlund. Erindum verður svarað í þjónustusíma Reykjavíkurborgar: 411 1111. Helstu verkefni Umhverfissviðs eru: Heilbrigðis- og mengunarvarnareftirlit, náttúruvernd og garðyrkja, sorphirða frá heimilum, dýraeftirlit, Vinnuskóli Reykjavíkur, Staðardagskrá 21, Náttúruskóli Reykjavíkur og umferðar- og samgöngumál. Nánari upplýsingar á www.reykjavik.is og í síma 411 1111

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.