Morgunblaðið - 11.01.2008, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 11.01.2008, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. JANÚAR 2008 51 - kemur þér við Konur of linar í launaviðræðum Hörður Torfa sakar verktaka um bellibrögð Íslenskar konur mega bera brjóstin í laugunum Foreldrar segja einsetningu skóla misheppnaða Filmumyndavélar fá uppreisn æru Tólf síðna sérblað um námskeið Hvað ætlar þú að lesa í dag? Lýstu eigin útliti. Dökkhærð, bláeygð og hæfi- lega hávaxin. Hvaðan ertu? Frá Blönduósi. Sástu Pressu á Stöð 2? (Spurt af síðasta að- alsmanni, Kjartani Guðjóns- syni leikara). Já, þú varst æði, Kjartan! Hvað finnst þér um húsin á Laugavegi 4 og 6, sem fyr- irhugað er að rífa? Ég vil hafa þau á sínum stað og halda gömlu götumynd- inni. Ekki rífa, takk! Reykirðu? Nei, nei. Ertu í einhverjum sam- tökum? Nei. Hvað ætlaðirðu að verða þegar þú varst ung? Leik- og söngkona. Hvaða bók lastu síðast? María Magdalena eftir Frank G. Slaughter. Á hvaða plötu hlustar þú mest þessa dagana? Mugiboogie. Uppáhaldstónlistarmaður/hljómsveit? Prince. Helstu áhugamál? Dóttir mín. Trúirðu á píslarsöguna? Já. Jesus Christ Superstar eða Hárið? Jesus Christ Superstar. Hvað uppgötvaðir þú síðast um sjálfa þig? Fleiri fæðingarbletti. Tapaðirðu eða græddirðu á hlutabréfamarkaðinum á síð- asta ári? Neibb. Tekurðu mark á gagnrýni? Svona hæfilega. Uppáhaldsleikari? Krummi, Jenni, Ingvar, Berg- ur, Maggi, Orri, Jói G, Bjarni, Árni Pétur, Davíð, Einar, Pét- ur Einars og pabbi. Uppáhaldsleikkona? Kristbjörg, Kristjana, Sigga Eyrún, Hreindís, Sigríður, Jetta og dívurnar :). Hvaða erlendu borg heldur þú mest upp á? Jerúsalem. Hvert er erfiðasta hlutverk þitt til þessa? Man það ekki. Draumahlutverkið þitt? Mary Poppins og Grýla. Frægasti vinur þinn í dag? Raggi Kjartans. Fyndnasti maður sem þú hefur hitt? Björgvin Franz. Hvers viltu spyrja næsta viðmælanda? Hefur þú séð Jesus Christ Superstar í Borgarleik- húsinu? LÁRA SVEINSDÓTTIR AÐALSKONA VIKUNNAR TRÚIR Á PÍSLARSÖGUNA OG KANN BEST VIÐ SIG Í JERÚSALEM. ÞAÐ ÆTTI AÐ KOMA SÉR VEL ÞAR SEM HÚN BÆÐI LEIKUR OG SYNGUR Í UPPFÆRSLU LR Á JESUS CHRIST SUPERSTAR. ÞAR FER HÚN MEÐ HLUTVERK MARÍU MAGÐALENU. Aðalskonan Lára á fjölmarga uppáhalds leikara og á erfitt með að gera upp á milli þeirra. Morgunblaðið/Eggert Í KJÖLFAR samstarfs Iceland Airwaves og norsku tónlist- arráðstefnu-hátíðarinnar By:Larm munu hljómsveitirnar FM Belfast, Bloodgroup og Benni Hemm Hemm leika á By:Larm 2008 í Osló í næsta mánuði. Um er að ræða stærstu tónlistarráðstefnu Skand- inavíu sem skiptist niður í tvo hluta; ráðstefnu sem samanstendur af vinnufundum og fyrirlestrum ætluðum starfsmönnum tónlist- arbransans, og tónleikahátíð þar sem boðið verður upp á rúmlega 150 tónleika sem eru opnir öllum hátíðargestum. Aðstandendur Iceland Airwaves munu nýta tækifærið og verða með sérstakt kynningarátak á Iceland Airwaves og íslenskri tónlist á há- tíðinni. Tónlistarhátíðin og ráðstefnan By:Larm dregur árlega til sín mik- inn fjölda starfsmanna tónlist- arbransans í Evrópu, auk venju- legra tónlistaráhugamanna. Hátíðin hefur farið fram árlega frá 1998, en sá háttur er hafður á að staðsetning hennar breytist ár frá ári þar sem hún flakkar milli stærstu byggðarlaga Noregs. Há- tíðin í fyrra fór fram í Tromsö, en í ár verður hún í höfuðborginni Osló. Morgunblaðið/Eggert Til Noregs Lilja Kristín Jónsdóttir söngkona Bloodgroup í ham. Benni, FM Belfast og Bloodgroup á By:Larm Morgunblaðið/Eggert FM Belfast Mun án efa kæta Norðmenn með tápmikilli spilamennsku.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.