Morgunblaðið - 11.01.2008, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. JANÚAR 2008 19
AKUREYRI
Fljótsdalshérað | Í dag verða þrír
nýir knattspyrnuvellir teknir form-
lega í notkun á Fljótsdalshéraði.
Í Fellabæ verður Fellavöllur,
upphitaður gervigrasvöllur með
lýsingu, formlega vígður kl. 17.
Hann uppfyllir kröfur FIFA um
keppnisvöll, utan ákvæða um áhorf-
endasvæði. Þar er vallarhús með
búningsaðstöðu, aðstöðu fyrir þjálf-
ara og snyrtingum.
Fasteignafélagið Fasteign ehf. á
vallarsvæðið og leigir það sveitar-
félaginu. Hönnuðir eru Landslag
ehf., VGK Hönnun og RTS verk-
fræðistofa. Héraðsfjörður var að-
alverktaki.
Á Hallormsstað kl. 10 og á Brúar-
ási kl. 13 verða teknir í notkun nýir
sparkvellir. Þeir eru hluti af átaki
KSÍ um uppbyggingar sparkvalla
um landið. Aðalverktaki við gerð
sparkvallanna var Héraðsfjörður.
Þrír nýir vellir
vígðir í dag á
Fljótsdalshéraði
AUSTURLAND
Egilsstaðir | Kristín Scheving,
myndlistarmaður og menningar-
forkólfur á Egilsstöðum, opnar á
morgun sýningu á nýjum mynd-
bands- og hljóðverkum í Gallerí
Bláþræði. Sýninguna kallar Kristín
Móðir og segir hana óð til allra
mæðra. Atriði í einu verkanna sé þó
ekki fyrir viðkvæma.
Kristín er m.a. forstöðumaður
Menningarmiðstöðvar Fljótsdals-
héraðs og framkvæmdastjóri stutt-
myndahátíðarinnar 700IS Hrein-
dýraland, sem vex ásmegin með
hverju árinu. Hún hefur haldið
fjölda sýninga innanlands og utan,
er listmenntuð í Bretlandi og sýndi
nú síðast í Norræna húsinu.
Óður Kristínar
Scheving til allra
mæðra á Bláþræði
Í ENDURNÝJUÐUM menningar-
samningi til þriggja ára við Sam-
band sveitarfélaga á Austurlandi er
varið 48 milljónum króna árlega til
menningarmála á Austurlandi. Þor-
gerður Katrín Gunnarsdóttir
menntamálaráðherra og Össur
Skarphéðinsson iðnaðarráðherra
undirrituðu samning þessa efnis sl.
miðvikudag á Egilsstöðum.
Fyrsti samningurinn um menn-
ingarmál á Austurlandi, hinn fyrsti
sem er gerður við heilan lands-
hluta, var samþykktur 2001 og er
samningurinn nú hinn þriðji í röð-
inni síðan. Framlag ríkisins hækkar
um 10 milljónir frá síðasta samn-
ingi. Aukin áhersla er á menning-
artengda ferðaþjónustu í sam-
komulaginu.
Landið allt utan höfuðborg-
arsvæðis hefur nú verið tekið inn í
viðlíka samninga og sagði Þorgerð-
ur Katrín það skapa dýrmæt tengsl
milli ráðuneytanna og sveitarfélag-
anna víða um land. Hún hvatti
sveitarstjórnir til að laða að lista-
menn til búsetu því hlutfall starf-
andi listamanna utan höfuðborg-
arsvæðis væri fremur lágt. Hún
sagðist myndu boða til allsherj-
arráðstefnu ríkis, sveitarfélaga og
menningarráða um menningarmál
á þessu ári.
Sveitarfélögin á Austurlandi
hafa einnig endurnýjað samstarfs-
samninga sína um menningarmál.
Framlög þeirra eru nú um 250
milljónir króna.
Þá var við sama tækifæri end-
urnýjað samkomulag um þjónustu
Stofnunar Gunnars Gunnarssonar á
Skriðuklaustri og Menningarráðs
Austurlands um þjónustu stofn-
unarinnar við menningarstarf í
fjórðungnum.
Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir
Menningarskraf Ráðherrarnir Össur Skarphéðinsson og Þorgerður Katr-
ín Gunnarsdóttir með Signýju Ormarsdóttur menningarfulltrúa í miðið.
Styrkari stoðir
undir menninguna
Eftir Steinunni Ásmundsdóttur
steinunn@mbl.is
Seyðisfjörður | „Það stendur mikið
til hjá okkur í Skaftfelli á morgun því
þá opnum við í samvinnu við Lista-
safn Íslands yfirlitssýningu á ís-
lenskri myndlist áranna 1902 til
2004,“ segir Þórunn Hjartardóttir,
framkvæmdastjóri Skaftfells, mið-
stöðvar myndlistar á Austurlandi.
Hún segir úrval verkanna á sýning-
unni vera mjög skemmtilegt. Þar séu
kanónur eins og Jón Stefánsson,
Þórarinn B. Þorláksson, Ásgrímur
Jónsson, Nína Tryggvadóttir, Karl
Kvaran, Erró, Birgir Andrésson,
Kristján og Sigurður Guðmundssyn-
ir, Magnús Pálsson, Snorri Arin-
bjarnar, Jón Engilberts, Ásmundur
Sveinsson, Kristján Davíðsson, Rúrí
og Sigurjón Jóhannsson.
Bregður ljósi á framvinduna
Þórunn segir megintilgang sýn-
ingarinnar vera að skoða framvindu
íslenskrar myndlistar allt frá upp-
hafi síðustu aldar til nútímans. „Frá
því að þjóðerniskenndin og borgar-
lífið er að fæðast og málverk eru úr
smáþorpum og af landslagi. Svo
kemur geómetrían og abstraktið
með Karli Kvaran og hugmyndalist-
in með Rúrí og Magnúsi og Guð-
mundssonum og síðan Birgir með
textaverk. Tilgangurinn er að reyna
að tengja þetta; hvað menn voru að
gera í upphafi íslenskrar myndlistar
og hvernig staðan er eftir 2000. Unn-
ið var fræðsluefni á DVD sem verður
í gangi á sýningunni og inniheldur
heilmiklar upplýsingar. Þá eru tilbú-
in verkefni fyrir skólakrakka, en við
vonumst eftir hópum úr öllum
grunnskólunum í kring til að fá leið-
sögn og fræðslu um íslenska mynd-
list. Fræðsludeild Listasafns Íslands
hefur þarna unnið gott verk og Guð-
mundur Oddur Magnússon og Dan-
íel Björnsson unnu mest af fræðslu-
hlið sýningarinnar.“
Þórunn segist vona að skólar á
Austurlandi nýti þetta tækifæri til
myndlistarfræðslu og framhalds-
skólarnir einnig. „Við myndum einn-
ig vilja sjá allskonar aðra hópa fólks
og tökum glöð á móti þeim öllum.
Það er algengt fólki finnist það ekki
skilja nútímamyndlistina og tilgang-
urinn hér er að varpa ljósi á þróun
listarinnar. Opnunin verður kl. 16 á
morgun, en sýning stendur til 24.
febrúar. Hún verður opin 13-17 mið-
vikudaga til föstudaga og um helgar
15-18. Sýningin er styrkt af Menn-
ingarsjóði Austurlands, ríkissjóði og
Barnamenningarsjóði.
Listjöfrar heillar
aldar á Austurlandi
Yngsta verkið Móðurást (2004)
eftir Steingrím Eyfjörð.
Elsta verkið Fýkur yfir hæðir
(1902) eftir Ásgrím Jónsson.
Eftir Skapta Hallgrímsson
skapti@mbl.is
INGVI Rafn Ingvason hefur lengi fengist við
tónlist. Hann fæddist inn í fjölskyldu sem
hafði þá list í hávegum; faðir hans einn af hin-
um þekktu kyndilberum karlakórastarfs á Ak-
ureyri, og Ingvi er sagður hafa fyrst komið
fram í útvarpi tveggja ára – söng þá fyrir al-
þjóð. Óhætt er að segja að krókurinn hafa
beygst snemma þó að söngurinn hafi ekki orð-
ið ofan á, því drengurinn er nú hámenntaður
trommari og farinn að semja eigin tónlist.
Hann hóf nám í slagverki á unglingsárum
og lauk 6. stigi í Tónlistarskólanum á Akureyri
um leið og stúdentsprófi frá MA. Eftir það
hefur hann lengstum verið fjarri heimahög-
unum, um tíma á borgarhorninu en einnig er-
lendis, en er nú snúinn heim í heiðardalinn.
Sinnir kennslu í hlutastarfi en reynir að ein-
beita sér eins mikið að eigin tónlist og kostur
er og gaf út tveggja laga disk undir lok nýlið-
ins árs.
Dýrmæt reynsla
Ingvi fékk snemma dýrmæta reynslu; lék 16
ára með bræðrunum Finni og Ingimari Eydal
á Akureyri og árið eftir fór hann um sveitir
landsins með Rokkbandinu sem í voru mun
eldri menn. Eftir stúdentsprófið fór hann í
Háskóla Íslands og tók BA-próf í ensku, til
þess að hafa eitthvað hagnýtt upp á að hlaupa.
Hélt samt áfram í músík, lék með ýmsum
köppum en sneri sér svo að annarri vinnu að
mestum hluta.En tónlistin togaði alltaf í
Ingva. Hann langaði í meira nám og árið 1994
dreif hann sig til Boston og var þar við tónlist-
arnám sumarlangt í Berklee „Þar kynntist ég
kennara sem hafði starfað víða í Bandaríkj-
unum og hann sagði mér fljótlega að ég ætti
að fara til Los Angeles. Hann fyndi á sér að ég
myndi kunna vel við mig þar!“
Ingvi lét vesturströnd Bandaríkjanna eiga
sig í bili, starfaði um tíma sem verkefnisstjóri
hjá Reykjavíkurborg og kenndi tónlist, en tók
svo stökkið 29 ára gamall, 1999 og dreif sig
vestur um haf – til Los Angeles. „Ég sé ekki
eftir því,“ segir Ingvi nú. Hann var í tónlistar-
skólanum Musicians Institute. „Við vorum 40-
50 sem byrjuðum en svo heltust menn smám
saman úr lestinni og við vorum þrír sem klár-
uðum.“ Þar með fékk hann diplomagráðu í
trommuleik; taldist atvinnumaður í greininni
og tilbúinn að leika hvers kyns músík.
„Við vorum í skólanum í fjóra til fimm tíma
á dag og þar fékk ég mikla þekkingu sem ég
bý auðvitað að. En námið utan skólans var
ekki síst mikilvægt. Það var gaman að hitta
ýmsa fræga trommara og fá tækifæri til að
tala við þá, og svo lék ég á klúbbum á Sunset
Boulevard og í háskólum.“
Ingva gekk vel þarna ytra en hann kaus
samt að snúa heim til Íslands. „Ég var að vissu
leyti svekktur yfir því að fara heim, en held
samt að mér hafi ekki verið ætlað að vera
þarna áfram.“
Hann eignaðist son á þessum tíma og það
togaði í hann heim. Ingvi fór að kenna fyrir
sunnan og gekk til liðs við Tríó Björns Thor-
oddsen; lék með Birni og Jóni Rafnssyni í þrjú
ár. Og verkefnin urðu fleiri. „En svo langaði
mig aftur til Los Angeles fyrir tveimur árum.
Ég sagði upp kennarastarfi við Skóla-
hljómsveit Kópavogs, öruggu starfi, og dreif
mig aftur til Los Angeles. Þetta var hálfgert
húsfeðraorlof; ég var í tvo mánuði en fann
strax eftir tvær vikur að ég gat ekki verið
svona langt frá stráknum mínum. Áttaði mig
allt í einu á því að ekkert er þess virði að fórna
fjölskyldunni fyrir það. Nema kannski ef
hringt verður og mér boðið að fara á túr með
Sting...“
Ingvi segist vera mjög sáttur við að hafa
komið aftur heim og vinna að eigin músík hér
heima. „Ég get samið hvar sem er; tónlistin er
ekkert betri þótt hún sé gerð í Los Angeles.
Það tók mig svolítinn tíma að átta mig á þessu;
mér fannst voða flott að spila í klúbbum í Los
Angeles en það er alveg sami hluturinn að
spila þar eða í Ketilhúsinu hér á Akureyri. Ná-
kvæmlega það sama.“ Fyrsti diskurinn með
tónlist Ingva kom út í desember sem fyrr seg-
ir, og hefur að geyma tvö lög sem hann leikur
ásamt þremur listamönnum á heims-
mælikvarða, eins og hann orðar það. Diskinn
nefnir hann Made in Iceland, vegna þess að
allir sem koma að gerð hans eru Íslendingar.
Snillingar
Fyrra lagið samdi hann ásamt vini sínum
Magnúsi Sigurðssyni fyrir 10 árum en hið
seinna varð til 2005. Það síðarnefnda sendi
Ingvi í forkeppni Evrópusöngvakeppninnar á
Íslandi, en það komst ekki að. „Þá ákvað ég að
gera eitthvað annað við lagið og setti það í
djassbúning.“ Hann hafði spilað með Jóel
Pálssyni saxófónleikara á sínum tíma, kynntist
honum í Berkeley, og fékk hann til liðs við sig.
„Svo nefndi ég þetta líka við Eyþór Gunn-
arsson og Valdimar K. Sigurjónsson og þeir
voru báðir til; Eyþór rak eiginlega á eftir mér
þannig að ég dreif í því að gera allt klárt og
svo tókum við upp bæði lögin á einum eft-
irmiðdegi, 1. apríl 2007.“
Ingvi á vart orð til að lýsa meðspilurum sín-
um. „Þeir eru snillingar, allir þrír og frábært
að spila með þeim.“ Annað lagið var til í end-
anlegri útgáfu áður en þeir félagar fóru í upp-
tökuver, en hvað hitt varðar sýndi Ingvi þre-
menningunum laglínuna og hljóma, „við
útsettum það lauslega í sameiningu, settumst
svo niður og spiluðum og það þurfti ekki nema
eina uppöku. Það gerðist bara einhver galdur!
Ég er ótrúlega ánægður,“ segir Ingvi.
Hann gaf diskinn út sjálfur og segir það
yndislega tilfinningu að geta lagt fram sín eig-
in verk með þessum hætti. „Ég hef fengið
mjög góð viðbrögð við diskinum, kannski
vegna þess að enginn átti von á neinu!“
Ingvi segist vera rétt að byrja; hann eigi
eftir að semja mikið enn. Sé kominn á rétta
braut, og það sé góð braut. „Svo er líka mjög
gaman að upptökustjórn. Margir trommarar
hafa fengist við hana, enda byrjar þetta allt
með taktinum. Fyrst þarf að ákveða hann og
svo koma nóturnar á eftir.“
Þetta byrjar allt með taktinum
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Sköpun Ingvi Rafn: Vill ekki hjakka í sama
farinu og er því farinn á nýjar brautir.
Í HNOTSKURN
»Ingvi Rafn stefnir að því að halda út-gáfutónleika í Reykjavík og á Akureyri
síðar á þessu ári. Fjárfestingabankinn
Saga Capital kemur honum til aðstoðar og
Ingvi segist sérstaklega þakklátur fyrir
það samstarf.
» Ingvi segir ótrúlega marga af draum-um sínum hafa ræst. „Stefnan er að
fara með mína eigin tónlist, mína eigin
hljómsveit, á erlendar tónlistarhátíðir í
framtíðinni.“ Kannski rætist sá draumur?
Ingvi Rafn Ingvason
gefur út fyrstu plötuna