Morgunblaðið - 11.01.2008, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 11.01.2008, Blaðsíða 30
30 FÖSTUDAGUR 11. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Svava GuðrúnEiríksdóttir fæddist á Brunna- stöðum á Vatns- leysuströnd 25. júlí 1928. Hún lést á Sjúkrahúsi Akra- ness 2. janúar síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Eiríkur Einarsson, síðar bóndi í Réttarholti í Reykjavík, f. í Mýr- dal 13. október 1891, d. 1973 og kona hans, Sigrún Benedikta Kristjánsdóttir, f. á Bíldudal 2. desember 1896, d. 1969. Svava var sjöunda barn þeirra hjóna, en alls urðu dætur þeirra fimmtán. Systur Svövu eru: Rannveig Ingveldur, f. 29.6. 1920, Unnur Krist- jana, f. 7.7. 1921, d. 1976, Magga Alda f. 10.11. 1922, d. 1947, Jóna Kristjana, f. 31.3. 1924, Auður Halldóra, f. 12.6. 1925, d. 2004, Lára Brynhildur, f. 21.10. 1926, Erla Eyrún, f. 25.10. 1929, Inga Ásta, f. 30.10. 1930, Björg Aðalheiður, f. 8.11. 1931, Stefanía Salóme, f. 2.6. 1933, d. 1999, Magnfríður Dís, f. 23.7. 1934, Ólöf Svandís, f. 15.10. 1935, Lilja Ragnhildur, f. 23.6. 1941 og Rafnhildur Björk, f. 1.1. 1943. Svava giftist 2. janúar 1960 Guð- jóni Péturssyni útvegsbónda, f. 15.3. 1930. Það varð þeirra gæfu- dagur og sambúðinni lauk ekki fyrr en 2. janúar 2008, en Svava kvaddi þetta líf á 48. brúðkaups- deginum. Guðjón er sonur hjónanna Péturs Sigurbjörnssonar og Helgu Jóns- dóttur. Sonur Svövu og Guðjóns er Björgvin, f. 24.10. 1965. Kona hans er Sólrún Hulda Ragnarsdóttir, f. 8.11. 1961 Dóttir þeirra er Svava Rún, f. 1.3. 1996. Eldri börn Huldu eru Ragnheiður, Ástþór og Auður. Útför Svövu fer fram frá Akra- neskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Í dag kveðjum við hjartkæra syst- ur okkar, Svövu Guðrúnu. Við minnumst hennar með virðingu og þakklæti. Virðing okkar er heil og hrein. Þakklæti okkar og söknuður er djúpur. Svava var sjöunda systirin í fimmtán dætra hópi foreldra okkar. Við vorum nýflutt úr Reykjavík í fábýla sveit suður með sjó. Bærinn okkar hét og heitir Brunnastaðir, þar fæddist Svava. Svava varð strax hvers manns hug- ljúfi, róleg og blíð. Við lékum við hana og sungum fyrir hana og smábarnið tók fljótt undir söng okkar. Allir tónar áttu greiðan aðgang að eyrum henn- ar, því tónskynjun hennar var óvenju- leg. Hún söng áður en hún talaði. Svo bættust ljóðin við og vísurnar, þegar málið þroskaðist. Alla ævi söng hún. Rödd hennar var falleg og hljómmikil. Við sungum öll af hjartans lyst og fað- ir okkar lék á orgelið. Strax og Svava hafði aldur og þroska til, tók hún þátt í starfi söng- sveita og kóra. Hún var lengi í Sam- kór Reykjavíkur undir stjórn Róberts A. Ottóssonar og fór með þeim kór í söngferð til Norðurlanda. Þetta var áður en „ferðaútrásin“ hófst, enda var samkórinn með fyrstu söngsveitum sem heimsóttu önnur lönd. Faðir okk- ar sendi kórnum ofurlítið ljóð og ein vísan er svona: Sækir djarft á söngvamið Samkórinn um Norðurlönd. Fulltrúi Íslands út á við, yður leiði Drottins hönd. Söngferðin var Svövu ævintýri og við samglöddumst henni af heilum hug. Þótt Svava yrði fyrir áföllum og erfiðri reynslu á unglingsárum, þegar hún varð að liggja í gipsi í heilt ár á sjúkrahúsi vegna berkla í baki, bug- aði það hana ekki. Hún fagnaði okkur brosandi þegar við heimsóttum hana og sýndi okkur hannyrðir sínar, sem samsjúklingar og hjúkrunarfólk kenndu henni. Það voru falleg hand- verk eins og öll hennar verk eftir það og þau voru mörg. Í húsmæðraskól- anum í Hveragerði lærði Svava fleiri listir: hússtjórnarlist, matargerðarlist og handmennt af mörgum gerðum. Hún varð fyrirmyndarhúsmóðir. Menntun hennar kom sér vel þegar hún gerðist matráður í Hvalstöðinni í Hvalfirði. Þar fann hún piltinn sinn, eins og hún sagði sjálf. Pilturinn hennar og síðar eiginmaður til ævi- loka er hann Guðjón Pétursson, Skagamaður í húð og hár. Þau áttu einn son, Björgvin. Við systurnar gleymum aldrei þeirri gleði og ham- ingju sem þau hjónin nutu við tilkomu þessa litla, ljúfa drengs, sem fylgdi síðar föður sínum við alla hans iðju og varð móður sinni lífsfylling og gleði. Kona Björgvins, hún Hulda, sýndi Svövu þá virðingu og gleði að kalla hana til sín þegar hún fæddi litlu Svövu Rún, eina barnabarn Svövu og Guðjóns, og Svövu var innanbrjósts eins og móður okkar sem fagnaði öll- um litlum börnum með þessum orð- um: „Gullið mitt og goðið og gersemin smá, ástin mín og yndið og allt það sem ég á, með augun djúp og blá“. Börnin hennar Huldu standa öll jafnfætis og eru barnabörn Svövu og Guðjóns. Umhyggja Svövu og Guð- jóns og ástúð gagnvart öllum ættingj- um er ómæld. Þeirrar umhyggju og ástúðar nutu börn okkar systra og þeirra börn, en það sýna vel handverk Svövu sem hún sendi þeim á gleði- stundum. Við ljúkum minningarorðum um hana Svövu systur okkar með vísu sem faðir okkar gerði þegar eins stóð á fyrir mörgum árum: Vér drúpum með lotning við dánarbeð þinn og daganna liðnu með þakklæti minnumst, oss vonirnar lyfta í ljósheiminn inn og lífinu handan við djúpið vér kynnumst því aðskilin bíðum vér aðeins um sinn og eigum þá vissu að síðar vér finnumst. Með samúðarkveðju til fjölskyld- unnar á Akranesi frá okkur Réttar- holtssystrum, Rannveig. Mig langar að skrifa nokkur kveðjuorð um hana Svövu sem ég virti og mat mikils. Þegar ég lít til baka þá hvarflar hugurinn til sumars- ins 1968, þegar fjölskylda mín var ný flutt á Höfðabrautina. Við vorum að aðlagast nýjum stað með tvö kornung börn. Dyrabjallan hringdi og í dyra- gættinni stóð kona virðuleg og með hlýtt bros sem ornaði mér um hjarta- rætur. Hún bauð mig velkomna í hverfið og afhenti mér kleinupoka. Eftir það urðum við góðar vinkonur. Hún var algert tryggðatröll í blíðu og stríðu. Alltaf á fimmtudögum voru bakaðar kökur og hjá henni fékk ég margar góðar uppskriftir. Í fyrsta skipti sem ég tók slátur með tengda- móður minni kom hún með nálina og saumaði með okkur. Einnig var ég lærlingur hjá henni í sultu og safta- gerð. Betri rababarasultu hef ég ekki fengið. Hún var alltaf til staðar óbeð- in. Hún var ákaflega barngóð og börn- in okkar voru mjög hænd að henni. Mikil var gleðin þegar Björgvin sonur þeirra hjóna kom inn í líf þeirra. Hann var umvafinn ást og kærleika alla tíð. Hann var klæddur eins og prins og alltaf var verið að hanna nýja flík á hann, ekkert var nógu gott fyrir son- inn. Hún var ákaflega flughrædd og þorði ekki að fljúga en þegar einka- sonurinn átti að fara í fótboltaferða- lag á erlendri grund þá bægði hún allri hræðslu frá og flaug með honum. Allt hennar líf auðkenndist af um- hyggju fyrir fjölskyldu sinni og öðr- um. Svava var mjög stolt af uppruna sínum en hún var ein fimmtán systra úr Réttarholtinu, dóttir hjónanna Sig- rúnar Kristjánsdóttur og Eiríks Ein- arssonar. Systurnar héldu mjög vel saman og það var alltaf mikil tilhlökk- un og undirbúningur þegar þær komu í heimsókn. Einnig hittust þær alltaf á afmæli móður sinnar 2. desember. Svava lét ekki veðrið hamla sér að mæta þá, þó að Akraborgin hreppti hið versta veður. Allt var lagt í söl- urnar til að hitta systur sínar og vera með fjölskyldum þeirra. Í janúar 1971 flytur fjölskyldan mín úr hverfinu þar sem fjölskyldan var að stækka og því þörf á stærra húsnæði. Svava hélt samt áfram sam- bandi við okkur. Þegar ég hóf aftur störf utan heimilis, þá bauð hún hjálp sína og var hjá börnunum mínum á miðvikudögum. Þá var hitað kakó og bakaðar pönnukökur eða kleinur. Hún var alltaf að gauka að þeim hand- gerðum flíkum og ýmiss konar handa- vinnu. Þessir dagar voru mjög sterkir í minningunni hjá börnunum okkar. Einnig tók hún að sér störf í fyrirtæki eiginmanns míns um tíma og sýndi mikla samvisku þar í starfi. Eftir því sem árin liðu varð sam- bandið minna en alltaf fylgdumst við með hvor annarri. Svava var ekki heilsuhraust síðustu árin en hún var alltaf jákvæð og þakk- lát fyrir þá þjónustu sem hún fékk. Þegar ég heimsótti hana á Sjúkrahús Akraness fyrir rúmu ári þar sem hún var í endurhæfingu, þá lá hún ekki á liði sínu við að hrósa starfsfólkinu. Þetta væri eins og fimm stjörnu hótel. Þar var hún í herbergi með vinkonu sinni og þær skemmtu sér konung- lega. Í sumar heimsótti ég hana í nýju íbúðina að Tindaflöt 8. Hún var ákaflega ánægð með hana. Nú gat hún farið ferðar sinnar því að lyfta var í húsinu. Halla systir mín var með mér en þær hafa alltaf verið góð- ar vinkonur og þær rifjuðu upp gamla daga. Það var mikið hlegið og skrafað. Ég minnist þess ekki að heyra hana hallmæla nokkurri manneskju. Líf hennar snerist um að gleðja aðra og sýna þakklæti. Fjölskyldan mín vottar eiginmanni hennar og fjölskyldu dýpstu samúð. Blessuð sé minning hennar. Ingibjörg Jóna Jónsdóttir. Svava Guðrún Eiríksdóttir ✝ Magnús Ásmunds-son fæddist í Reykjavík 3.nóvemb- er 1921. Hann lézt á hjúkrunarheimilinu Sóltúni í Reykjavík föstudaginn 4. janúar síðastliðinn. Foreldr- ar hans voru Ásmund- ur Jón Magnússon, sjómaður og síðar símamaður í Reykja- vík, f. í Garðhúsi í Gaulverjabæjarsókn, Árn., 13. desember 1888, d. í Reykjavík 24. nóv. 1955, og kona hans Ey- gerður Guðbrandsdóttir húsfreyja, f. á Brúnastöðum í Hraungerð- ishreppi Árn., 23. febrúar 1891, d. í Reykjavík 25. nóvember 1971. Magnús var elztur 4 systkina. Systkyni hans eru Katrín, f. í Reykjavík 30. júlí 1925; Guðbrand- ur, f. í Reykjavík 26. febrúar 1927 og Oddný, f. í Reykjavík 9. ágúst 1932. Magnús kvæntist 13. júlí 1946 Hrefnu Bergmann Einarsdóttur, f. í Hafnarfirði 18. apríl 1924, d. í Reykjavík 12. maí 2006. Foreldrar hennar voru hjónin Einar Sveins- son múrarameistari, f. í Sandvík á Eyrarbakka 7. nóvember 1891, d. í Smáradóttur, f. 12.október 1982. Synir Sigurðar og fyrrv. sambýlis- konu, Kolbrúnar Lilju Bjarnadóttur, f. 18. júlí 1973 eru Gabríel Aron, f. í Reykjavík 18. desember 1998 og Mikael Máni, f. í Reykjavík 23. jan- úar 2002. 3) Auður hárgreiðslu- meistari, f. í Reykjavík 21. febrúar 1958. Maki 12. september 1981 Hall- dór Helgi Kristiansen, f. 7. ágúst 1956. Sonur þeirra er Einar, f. í Reykjavík 14. nóvember 1986. Magnús var elztur sinna systkina og er hann fæddist bjó fjölskyldan við Lindargötuna en flutti fljótlega að Týsgötu 5 í Reykjavík þar sem hann ólst upp. Hann stundaði nám í Reykjavík og lauk námi við Verzlun- arskóla Íslands 1940 með 1. ágæt- iseinkunn. Hann tók síðar þátt í ýmsum námskeiðum, m.a. hafði hann mikinn áhuga á tungumálum og sótti námskeið í ensku, spænsku og sænsku. Auk þess námskeið tengd hans starfi. Magnús starfaði nánast allan sinn starfsferil eða um 53 ár, til 72ja ára aldurs, á skrifstofu Tollstjórans í Reykjavík, síðustu ár- in sem deildarstjóri. Þau Hrefna bjuggu allan sinn búskap í Reykja- vík, fyrstu 6 árin á Víðimel 58 en síð- an alla tíð á Bústaðavegi 83. Magnús var vegna veikinda heimilismaður á Hjúkrunarheimilinu Sóltúni frá opnun þess í janúar 2002. Magnús verður jarðsunginn frá Grensáskirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 13. Reykjavík 26. maí 1974 og Hulda Berg- mann Sigfúsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. í Hafnarfirði 2. júní 1903, d. í Reykjavík 14. júní 1993. Börn Magnúsar og Hrefnu eru 1) Einar viðskiptafræðingur og handknattleiks- maður í Reykjavík og um tíma í Þýzkalandi, f. í Reykjavík 7. maí 1948, d. í Reykjavík 6. janúar 2000. Maki 9. ágúst 1974, Stefanía María Júl- íusdóttir kennari, f. 26. marz 1950. Sonur þeirra er Davíð, f. í Reykja- vík 31. desember 1986. 2) Ásmund- ur heimilislæknir í Reykjavík, f. í Reykjavík 12. mars 1951. Maki 9. ágúst 1980, Guðmunda Jódís Kon- ráðsdóttir hjúkrunarfræðingur, f. á Sauðárkróki 13. maí 1956. Þau skildu 1998. Börn þeirra eru Magn- ús, f. í Vestmannaeyjum 29. júní 1981 og Hrefna, f. í Svíþjóð 19. apríl 1984, sambýlismaður Ólafur Heiðar Harðarson, f. á Sauðárkróki 29. júní 1978. Stjúpsonur Ásmundar (sonur Jódísar) er Sigurður Jóns- son, f. í Svíþjóð 20. ágúst 1972, kvæntur Theódóru Elísabetu Við pabbi vorum mjög góðir fé- lagar. Hann var sérlega jákvæður maður og skipti sjaldan skapi. Und- anfarin ár skyggðu veikindi á, en allt- af var stutt í brosið og aðspurður leið honum vel, sem ber einnig vitni frá- bærri umönnun í Sóltúni. Nú á kveðjustund rifjast margt upp. Minnisstætt er mér frá bernsku er fjölskyldan fór á sumrin í lítinn sumarbústað í Laxneslandi. Við „fluttum“ með sendibíl upp eftir, m.a. með barnarúm fyrir Auði litlu systur. Farið var með vistir og mjólkin sótt í brúsa á Hraðastaði. Pabbi sótti vatn í fötur niður í læk og notaði grind sem ég held að afi Ásmundur hafi smíðað. Hann fór með okkur Einar í göngu- túra, m.a. á Grímannsfell. Þægindi voru lítil í bústaðnum, en við áttum þar notalegar stundir. Á kvöldin las pabbi fyrir okkur framhaldssögu, undir þægilegu hljóði í steinolíuvél- inni sem bæði var notuð til að elda og hita bústaðinn. Við fengum oft heim- sóknir ættingja og vina „alla leið“ upp í Mosfellsdal. Í gegnum tíðina gerðum við pabbi margt skemmtilegt saman. Sérstak- lega voru okkur eftirminnilegir tón- leikar í Laugardalshöll 1980 með Lu- ciano Pavarotti. Vladimir Ashkenazy var í uppáhaldi hjá pabba. Hann spil- aði sjálfur á píanó – lærði hjá Jóhanni Tryggvasyni, föður Þórunnar Ashke- nazy. Ég vann oft á sumrum á mennta- skólaárum á skrifstofu tollstjóra. Fór ekki fram hjá manni að fólk bar virð- ingu fyrir pabba og störfum hans. Kynntist ég þar ágætum vinnufélög- um hans. Fékk ég oft að fara með honum í eftirminnilegar helgarferðir starfsfólksins víða um land. Hann átti aldrei bíl hann pabbi, gekk mjög mikið og fór mikið í Sund- höllina. Notaði strætó. Ég svaraði gjarna, spurður á hvernig bíl hann væri, að það væri ýmist Volvo eða Benz – strætótegundirnar. Þau mamma höfðu yndi af ferðalög- um og ferðuðust víða um Evrópu. Pabbi var trúaður og ólst upp í kristinni trú. Kenndi okkur systkinun- um að biðja og hvatti okkur, eins og hann hafði gert, að fara í KFUM og K. Ég fór á fund fyrst með Einari stóra bróður. Fótbolti og síðar handbolti áttu hug Einars allan en ég festi rætur í KFUM. Pabbi gekk formlega á ný í félagið eftir að ég skráðist 17 ára í AD- KFUM. Var hann tíður gestur á AD- fundum og samkomum. Hann fylgdist líka með handboltanum af áhuga og fór oft að horfa á Einar keppa í Laug- ardalshöllinni ýmist með Víkingi eða landsliðinu. Og þessi rólyndismaður æsti sig stundum svo mikið upp í stúk- unni að hann treysti sér ekki á næsta leik! Eftir að við fjölskyldan fluttum heim frá Svíþjóð 1987 að loknu fram- haldsnámi og við hjónin höfðum auk þess verið þar á biblíuskóla í tvo vetur byrjuðum við kristilegt starf í Reykja- vík. Það óx og varð að fríkirkju, Orði lífsins, starfrækt til 1997. Þau mamma störfuðu með okkur og Einar bróðir og Dedda. Einnig Oddný föðursystir og Jóhann heitinn. Pabbi var gjarnan við dyrnar og með hlýlegri framkomu vann hann hug allra. Nú er hann fluttur heim til Drottins – sem mamma gerði 2006 og Einar bróðir langt fyrir aldur fram árið 2000. Þar eru engir sjúkdómar eða annað böl. Drottinn blessi minningu þeirra. Ásmundur Magnússon. Eftirfarandi orð, er brátt urðu heimsfræg, „Nú heyrir hann sögunni til“, voru sögð stundarhátt í húsi W. Petersens við 10. götu í Washington árla dags 15. apríl 1865 er hinn ástsæli forseti Bandaríkjanna, Abraham Lin- coln, hafði gefið upp öndina. Mér duttu þessi orð í hug, þegar ég heyrði andlát skólabróður okkar, Magnúsar Ásmundssonar. Það fækkar óðum í hópi okkar skólasystkinanna er út- skrifuðust frá Verzlunarskóla Íslands vorið 1940. Magnús var frábær nem- andi og á lokaprófinu þetta vor deildi hann hæstu aðaleinkunninni með okk- ar kæru skólasystur, Ásdísi Arnalds. Auk þess að vera annar einkunnar- hæsti nemandi skólans var hann alla tíð okkar kæri, dagfarsprúði og góði vinur og skólafélagi. Eins og fram mun koma í inngangi var fulltrúastarf hans í deild útflutningsmála á skrif- stofu Tollstjórans í Reykjavík sú starfsgrein sem hann helst fékkst við á ævi sinni. Því starfi sinnti hann af þeirri trúmennsku og færni er ávallt einkenndi allt hans hátterni, um það getur undirritaður sjálfur dæmt. – Magnús var gæddur margvíslegum hæfileikum; hann hafði afar næma til- finningu fyrir tónlist þótt hann færi dult með þann eiginleika og var leik- inn talnamaður. Vegna sjúkdóms í framheila þurfti Magnús að dvelja sex síðustu æviár sín á hjúkrunarheimilinu Sóltúni; þar eins og annars staðar er hans nú sárt saknað. Magnúsi leið vel á þessu ágæta heimili, þar tók hann þátt í allri skemmtun og gleði, söng og dansaði við samvistarfólk sitt og umönnunar- dömurnar. Þrátt fyrir þennan alvar- lega sjúkdóm glataði hann aldrei hin- um frábæra og einstaka persónuleika sínum. Magnús missti konu sína á sl. ári og var það honum mikið áfall. Við það tækifæri heimsóttum við Ásdís hann og fluttum honum kveðjur frá skóla- félögum okkar. Að leiðarlokum kveðjum við okkar kæra skólabróður og vin og þökkum ógleymanlegar samverustundir; ást- vinum hans öllum vottum við okkar dýpstu samúð. Blessuð sé minning okkar kæra skólafélaga, Magnúsar Ásmundssonar. F.h. skólasystkinanna, Árni Kr. Þorsteinsson. Magnús Ásmundsson  Fleiri minningargreinar um Magnús Ásmundsson bíða birt- ingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.