Morgunblaðið - 11.01.2008, Síða 6
6 FÖSTUDAGUR 11. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
FRÉTTASKÝRING
Eftir Egil Ólafsson
egol@mbl.is
HÆSTIRÉTTUR hefur nokkrum sinnum á
síðustu árum fjallað um sambærileg mál og
Saga Capital hefur höfðað gegn Insolidum, en
þar er tekist á um hvort gætt hafi verið upp-
lýsingaskyldu við hlutabréfaviðskipti. Í a.m.k.
einu máli tók Hæstiréttur tillit til krafna og
dæmdi að veita skyldi afslátt frá söluverði.
Oftar hefur þó kröfum verið hafnað.
Eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær
krefst Saga Capital þess að Insolidum greiði
upp lán sem félagið tók til kaupa á stofnfjár-
hlutum í SPRON í júlí á síðasta ári. Verð
bréfa í SPRON hafa fallið mikið á síðustu
mánuðum. Bréfin voru verðmetin á 18,9 þeg-
ar félagið var skráð í Kauphöllinni í október
en núna er gengið u.þ.b. 8.
Viðskiptin með stofnféð í SPRON áttu sér
stað áður en SPRON var skráð í Kauphöll Ís-
lands. Við úrlausn málsins verða því reglur
Kauphallarinnar um verðbréfaviðskipti ekki
lagðar til grundvallar. Viðskiptin áttu sér
stað á „gráa markaðinum“ svokallaða, en þá
ber að fara eftir almennum reglum fjármuna-
réttar.
Í þessu tiltekna máli er tekist á um hvort
seljandi bréfanna hafi gætt upplýsingaskyldu
sinnar. Fyrir liggur að í mars verðlagði Capa-
cent SPRON á tæplega 60 milljarða, en In-
solidum lagði til grundvallar kaupum í félag-
inu að verðmætið væri rúmlega 100
milljarðar, en viðskipti með stofnbréf fóru
fram á gengi sem tók mið af slíku verðmati
frá júlí og fram á haust. Deilt er um hvort
kaupandi bréfanna hafði haft fulla vitneskju
um verðmatið sem Capacent gerði. Eigendur
Insolidum segjast ekki hafa haft vitneskju
um það, en stjórnendur Saga Capital hafa
bent á að þessar upplýsingar hafi verið send-
ar Kauphöllinni og fjallað hafi verið um matið
í fjölmiðlum í júlí, skömmu áður en Insolidum
keypti. Niðurstaða málsins muni ekki síst
ráðast af því hvort lögmanni Insolidum tekst
að færa sönnur á að seljandi bréfanna hafi
haft betri upplýsingar en kaupandi um verð-
mæti SPRON. Hafa ber í huga að samkvæmt
lögum hvíla skyldur á kaupanda hlutabréfa
um að kanna verðmæti hlutabréfa áður en
gengið er frá kaupum. Benda má á í þessu
sambandi að verð hlutabréfa sveiflast meira
en verð fasteigna og því ekki óeðlilegt að
gerð sé rík krafa til kaupenda hlutabréfa um
að þeir afli sér upplýsinga áður en kaupin eru
gerð.
Málsókn manns sem keypti í deCode
Árið 2005 dæmdi Hæstiréttur í máli manns
sem hafði keypt hlutabréf í deCode fyrir
milligöngu Landsbankans áður en félagið var
skráð í kauphöll. Maðurinn, sem tapaði um-
talsverðum fjármunum á viðskiptunum, taldi
að viðskiptin hefðu verið ólögmæt vegna þess
að ekki hefði farið fram útboðslýsing á félag-
inu. Maðurinn er öryrki og lögmaður hans
taldi að fötlun mannsins skipti máli í þessu
samhengi. Þessum og öðrum rökum mannsins
hafnaði Hæstiréttur.
Hæstiréttur hafnaði einnig árið 2006 þeim
rökum manns sem taldi að Kaupþing banki
hefði ekki sinnt upplýsingaskyldu sinni þegar
hann seldi honum verðbréf. Þegar verðbréfin
féllu í verði kallaði bankinn eftir frekari veð-
um, en maðurinn sinnt því ekki og varð á
endanum fyrir verulegu fjárhagstjóni.
Fékk afslátt vegna hlutabréfakaupa
Árið 2003 tók Hæstiréttur hins vegar til
greina kröfu Ágústs Einarssonar prófessors
sem keypti hlutabréf í útgáfufyrirtæki DV, en
fyrirtækið varð síðar gjaldþrota. Ágúst höfð-
aði mál á þeirri forsendu að hann hefði ekki
verið upplýstur nægilega vel um stöðu fyr-
irtækisins. Meirihluti Hæstaréttar tók til
greina sjónarmið Ágústs og dæmdi að veita
ætti afslátt frá kaupverði.
Tekist er á um upplýsingaskyldu
Hæstiréttur hefur dæmt í málum þar sem tekist er á um hvort eðlilega hafi verið staðið að hlutabréfa-
viðskiptum en slíkt mál er nú fyrir héraðsdómi Í a.m.k. einu tilvika var veittur afsláttur frá söluverði
Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson
orsi@mbl.is
AUÐVITAÐ tökum við álitið al-
varlega og höfum þegar hafið
vinnu við að fara yfir það til að
átta okkur á hvaða afleiðingar það
hefur og hvernig við þurfum að
bregðast við því,“ segir Einar K.
Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra
um álit mannréttindanefndar SÞ.
Hann tekur fram að álitið sé ekki
bindandi að þjóðarétti.
„Það kemur mér þó nokkuð á
óvart hversu úrskurðurinn er lítt
rökstuddur og tiltölulega fáum
orðum varið í sjálfan rökstuðning-
inn. Við undirbúning málsins
lögðu íslensk stjórnvöld fram
mjög ítarleg gögn, m.a. um hin
hagrænu áhrif fiskveiðistjórnunar-
kerfisins, en það var litið algjör-
lega framhjá þeim þætti. Á sama
tíma fylgir álitinu myndarlegur
bunki af sérálitum einstakra
nefndarmanna í þessari mannrétt-
indanefnd, sem leggja meira í rök-
stuðning sinnar niðurstöðu en gert
er í megináliti nefndarinnar,“ seg-
ir hann.
„Ég held að menn verði að
vanda sig við túlkun þessa álits
sem er á margan hátt óljóst. Vísað
er til hugtaka á borð við sann-
gjarnar bætur og þess háttar, án
þess að ljóst sé hvað það þýðir. Ég
held líka að við túlkun á þessu áliti
verði menn að reyna horfa á hlut-
ina í eðlilegu samhengi. Ef menn
túlka þetta mjög vítt, þá hlýtur
þetta að eiga við um fiskveiðirétt
miklu víðar en á Íslandi. Við skul-
um ekki gleyma því að fiskveiðilög
í þróuðum fiskveiðiríkjum byggj-
ast á einstaklingsbundnum, fram-
seljanlegum fiskveiðiréttindum,
kvótum eða dögum, svo dæmi séu
nefnd.
Ég held að tilhneigingin hljóti
að vera sú að þetta verði túlkað
nokkuð þröngt.“
Um það hvort til greina komi að
íslensk stjórnvöld greiði þeim Er-
lingi Sveini og Erni Snævari fullar
bætur eins og nefndin leggur til,
segir Einar K.: „Það er tillaga
þessarar nefndar að þeim séu
veittar bætur, en hinsvegar er
engin leiðsögn um það í hverju
þær bætur ættu að felast.“
Nefndin segir líka að hérlendis
þurfi að koma á fiskveiðistjórnun-
arkerfi sem uppfylli kröfur al-
þjóðalaga. Um það segir Einar K.:
„Ég tel að það fari nú ekki milli
mála að fiskveiðistjórnunarkerfi
okkar uppfylli kröfur alþjóðalaga.
Grundvöllur kerfisins er einkan-
lega úthlutun einstaklingsbund-
inna, framseljanlegra fiskveiði-
réttinda og er auðvitað samkynja
því sem gert er hjá mörgum öðr-
um þróuðum fiskveiðiríkjum, sem
hafa tekið upp sambærilegt fyr-
irkomulag.“
„Vindhögg frá upphafi“
Lúðvík Emil Kaaber lögmaður
sjómannanna segir alltaf hafa ver-
ið ljóst í sínum huga að gjafa-
kvótakerfið hafi verið „vindhögg
frá upphafi“, segir hann. „Menn
hafa verið í því árum saman á góð-
um launum að reyna að búa til
lagalegan grundvöll undir kerfið
úr engu, eins og hverja aðra nagla-
súpu. Ég held að það geti aldrei
gengið.“
Lúðvík bendir á að mannrétt-
indanefndin starfi eftir alþjóðalög-
um og íslenska ríkið hafi skuld-
bundið sig til að fara að úrlausnum
nefndarinnar. „En ef íslenska ríkið
ákveður að gera það ekki, þá sætir
það bara alþjóðlegum viðurlögum.
Íslendingar geta ekki farið fyrir
íslenska dómstóla og borið fyrir
sig alþjóðalög. Ef íslenska ríkið
fer umrædda leið, þá er það um
leið að segja sig úr lögum við rétt-
arríki heimsins. Ég vona að guð
gefi að svo fari ekki. Ég er samt
ekki á því að Íslendingar muni
fórna öllum heiðri sínum fyrir því
að halda uppi gjafakvótakerfinu.
Ég trúi því ekki,“ segir hann.
Segir álitið lítt rökstutt
Sjávarútvegsráðherra tekur álit mannréttindanefndar alvarlega en gagnrýnir
nefndina fyrir að horfa framhjá ítarlegum gögnum íslenskra stjórnvalda
Morgunblaðið/RAX
Réttindi Sjávarútvegsráðherra segir álit mannréttindanefndar SÞ ekki
bindandi að þjóðarrétti. Stjórnvöld fá hálft ár til að svara nefndinni.
Lúðvík Emil
Kaaber
Einar K.
Guðfinnsson
Meira á mbl.is/ítarefni
„ÞETTA hlýtur að vera
umhugsunarefni fyrir
þetta kerfi allt saman,“
sagði Sævar Gunn-
arsson, formaður Sjó-
mannasambands Ís-
lands, um álit
Mannréttindanefndar
Sameinuðu þjóðanna.
Hann taldi of snemmt að
segja til um það nú
hvaða áhrif þessi nið-
urstaða mundi hafa fyrir íslenska sjómenn.
„Ég velti því fyrir mér hvar þetta endar?
Hvað með alla þá sem, þrátt fyrir að lög
banni að sjómenn taki þátt í kvótakaupum,
láta sjómenn gera það í stórum stíl enn í
dag? Kemur þetta því máli við? Er það
bótaskylt og ef svo er hver á þá að borga
bæturnar,“ spurði Sævar.
Hann sagði að sér þætti álitið allrar at-
hygli vert og víst væri að það yrði skoðað
ofan í kjölinn á næstunni. „Það hlýtur að
vera visst áfall fyrir stjórnvöld og dóms-
kerfið að þetta skuli koma svona fram. Ég
myndi alla vega líta á það sem áfall fyrir
mig að fá svona gusu yfir mig,“ sagði Sæv-
ar.
Spurning hvar
þetta endar
Sævar
Gunnarsson
„ÞETTA var stórglæsilegt,“ sagði Örn Snævar
Sveinsson, um álit mannréttindanefndar Sam-
einuðu þjóðanna. Örn kvaðst ekki hafa lesið
álit nefndarinnar en taldi að það mundi breyta
miklu fyrir íslenska sjómenn.
Örn kvaðst hafa verið togaraskipstjóri fyrir
upphaf kvótakerfisins og hafa aflað vel. Síðan
var togarinn seldur og Örn fór til útlanda.
Þegar hann kom aftur heim ákvað hann að
fara í útgerð. Hann keypti kvótalausan bát
ásamt fleirum og fóru þeir að gera Svein
Sveinsson BA út. Örn vísaði til aflareynslu
sinnar og sótti um kvóta og til vara að fá að
nokkra daga, vorum bara tveir á, og reyndum
ekkert að fiska mikið. Við vorum sviptir veiði-
leyfi og ég sagði að við skyldum fara í einn
róður enn til að það yrði öruggt að það yrði
tekið á okkur. Við vorum kærðir en töpuðum
málinu í Héraðsdómi Vestfjarða og því var
skotið til Hæstaréttar. Hann fjallaði ekkert
um það efnislega heldur bara staðfesti dóm
héraðsdóms. Þá var ákveðið að skjóta málinu
til mannréttindanefndarinnar.“
Örn kvaðst ekki verða sáttur fyrr en hann
hefði fengið fullar bætur fyrir þau réttindi
sem hann teldi sig hafa verið sviptan.
veiða í þrjú ár og að besta árið yrði viðmið-
unarár. Þessu var hafnað. Þeir leigðu kvóta en
sáu að dæmið gekk ekki upp.
„Mér fannst einkennilegt að það væri hægt
að útiloka mig frá sjómennsku þar sem ég er
lærður í að stunda sjó, veiða fisk og hef aldrei
gert neitt annað,“ sagði Örn. „Ég hafði aldrei
trú á að þetta væri annað en hreint mannrétt-
indabrot, sem nú er komið í ljós.“ Hann kvaðst
hafa sagt við félaga sína að eina leiðin væri að
veiða kvótalaust og fá dæmt í málinu.
„Ég hringdi í þá hjá Fiskistofu og lét vita að
við ætluðum að róa kvótalausir. Við rerum í
Alltaf viss um að þetta væri mannréttindabrot
ÁLIT mannréttinda-
nefndar Sameinuðu
þjóðanna sem fjallar um
alþjóðasamning um
borgaraleg og stjórn-
málaleg réttindi mun
ekki hafa nein áhrif á
framtíð íslenskrar fisk-
veiðistjórnunar eða afla-
markskerfisins, enda
álit nefndarinnar ekki
skuldbindandi fyrir ís-
lensk stjórnvöld, að mati Friðriks J. Arn-
grímssonar, framkvæmdastjóra Lands-
sambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ).
„Við erum með lög og stjórnarskrá sem
eru það sem gildir á Íslandi. Svo höfum við
dómstóla og í raun má segja að það ákvæði
samningsins sem þarna er fjallað um sé efn-
islega eins og ákvæði í stjórnarskrá Íslands.
Hæstiréttur hefur túlkað stjórnarskrána og
komist að því að fiskveiðistjórnun eins og
við stundum hana sé í samræmi við það
ákvæði.“
Friðrik sagði að sex nefndarmenn hafi
tekið undir dóm Hæstaréttar en tólf nefnd-
armenn verið á annarri skoðun. Það breyti
ekki því að íslensk lög og stjórnarskrá gildi
hér og Ísland sé ekki skuldbundið til að fara
að þessu áliti. Íslenska ríkinu beri því ekki
að breyta lögum, greiða bætur eða annað
slíkt.
Friðrik taldi álitið vekja margar spurn-
ingar. T.d. sé talað um bætur en ekki skil-
greint hvert tjónið sé. Ef fara ætti að þessu
áliti væri hvergi hægt að stjórna fisk-
veiðum með arðbærum hætti.
Breytir engu
hér á landi
Friðrik J.
Arngrímsson