Morgunblaðið - 11.01.2008, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 11.01.2008, Blaðsíða 40
40 FÖSTUDAGUR 11. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand ÉG OG GRETTIR TÖLUÐUM SAMAN. VIÐ ERUM ORÐIN VINIR ÉG VISSI AÐ ÞIÐ NÆÐUÐ AÐ LEYSA ÞETTA. VIÐ ÆTTUM AÐ HALDA UPP Á ÞAÐ! EIGUM VIÐ AÐ PANTA PÍTSU? HÓPFAÐMLAG! VISSIR ÞÚ AÐ ÞEGAR ÉG VAR EINS ÁRS VARST ÞÚ EKKI FÆDDUR? ÞAÐ VAR SAMT FÍNT AÐ BÍÐA... ÉG VISSI ÞAÐ ALVEG! ÉG VAR UPPI Á HIMNUM AÐ BÍÐA EFTIR ÞVÍ AÐ FÆÐAST! ÞAÐ VAR ANSI GAMAN ÞARNA UPPI! HEYRÐIR ÞÚ ÞETTA? HVAÐ? ÉG HEYRÐI EKKI NEITT ÞAÐ ER EITTHVAÐ AÐ KOMA Í GEGNUM RUNNANA MIKIÐ ER ÞAÐ STÓRT! ÞAÐ GÆTI VERIÐ BJÖRN! ERU BIRNIR HÉRNA? DRÍFUM OKKUR UPP Í ÞETTA TRÉ! MÉR FINNST AÐ TÍGRISDÝR ÆTTU AÐ VERA EINU RÁN- DÝRIN Í HEIMINUM EF ÞESSI BJÖRN DREPUR MIG ÞÁ SLEPPA FORELDRAR MÍNIR VIÐ ÞAÐ VIÐ HÖFUM EKKI SÉÐ EINN ÞJÓN FRÁ ÞVÍ AÐ VIÐ SETTUMST NIÐUR ÉG HELD AÐ ÞÚ ÆTTIR AÐ NOTA SKILTIÐ! FLOTT! GEFUM MIKIÐ ÞJÓRFÉ! NÝJU GALLA- BUXURNAR MÍNAR! AF HVERJU BÍTUR ÞÚ ALLTAF GÖT Á BUXURNAR MÍNAR? PEYSURNAR VORU BÚNAR KOMIÐ SÆL! MIG LANGAR AÐ KYNNA FYRIR YKKUR ALLT SEM ÞIÐ ÞURFIÐ AÐ VITA ÁÐUR EN ÞIÐ KAUPIÐ HLUT Í HÓTELINU OKKAR TAKK... EN NEI TAKK VIÐ KOMUM BARA HINGAÐ TIL AÐ FÁ ÓKEYPIS FRÍ. VIÐ HÖFUM EKKI ÁHUGA Á ÞVÍ AÐ KAUPA NEITT TAKK FYRIR AÐ VERA HREINSKILINN. ÉG SKIL ÞIG FULLKOMLEGA! ÉG ÆTLA AÐ BYRJA Á ÞVÍ AÐ SÝNA YKKUR STAÐLAÐAN KAUPSAMNING... ÞETTA VERÐUR ERFIÐARA EN ÉG HÉLT SJÁÐU, ELSKAN! ÞETTA TÓK BARA EINA MÍNÚTU MÍNÚTAN LEIÐ FREKAR HÆGT! ÉG HELD AÐ NARNA HAFI TENGT SPRENGJU OG LÁTIÐ HANA SPRINGA Í LYFTUNNI LAGÐI HÚN LÍF SITT Í HÆTTU TIL AÐ DREPA MIG? dagbók|velvakandi Magnaður hortittur MÉR brá mikið við þegar ég sá einn magnaðasta hortitt í íslensku máli í Mogganum okkar, 7. janúar sl. Í flennistórri fyrirsögn á bls. 33 gat að líta orðskrípið „hestakapphlaup“. Hér var greinilega það sem Íslend- ingar, hestamenn sem aðrir kalla kappreiðar eða veðreiðar ef veðmál eru í gangi. Blaðamaðurinn hefur greinilega þýtt orðrétt „horse rac- ing“ á ástkæra ylhýra málið. Ja, fussum svei. Í sama blaði á bls. 41 stendur: „Black fjölgar sér.“ Maður þessi er sagður vera nýbúinn að gera konu sinni barn. En augnablik, fjölgar frúin sér þá ekki líka? Með bestu nýárskveðjum, Ríkarður Pálsson, tannlæknir. Himnaríki eða helvíti Í DAG er janúar 2008, það þýðir (blessunarlega) að nú er yfirstaðin sá árstími sem er stundum nefndur „hátíð ljós og friðar“, en hefur í seinni tíð haft æ meiri tilhneigingu til að breyta umhverfi okkar og minna á þann stað sem kristnum mönnum hefur stafað mestur stugg- ur af í gegnum aldirnar. Mér verður stundum á að hugsa til þeirra sem hingað hafa flust frá stríðshrjáðum löndum eins og Balkanskaga, þegar mesta sprengjuregnið og skothríð- irnar dynja yfir, að nú séu þeir óþyrmilega minntir á ástandið þegar þeir flúðu þaðan, þegar, „logandi standa í langri röð, ljósin á gíga- stjaka“ allt ofan frá Rauðavatni og vestur að Gróttu. Þetta ástand upp- lifi ég sem algeran hrylling skilning- arvitanna, fyrir eyru, nef og augu , sem lýsir sér með sárum sviða og táraflóði úr augum, brennisteins- fnyk í nefi, köfnunartilfinningu í öndunarfærum, suði og loku fyrir eyrum. Þetta virðist mér hríðversna með hverju árinu sem líður. Gróður- húsaáhrif og mengun er eitt mesta áhyggjuefni og vandamál heims- byggðarinnar og hér er sérstakt ráðuneyti sem annast þann mála- flokk. Ekki þætti mér óviðeigandi að sú stofnun léti þetta mál til sín taka. Sigmar Hróbjartsson. Myndbandstökuvél LÍTIL myndbandstökuvél fannst á bílastæði Fíladelfíu annan í jólum 26. desember sl. ásamt lyklakippu. Upplýsingar í síma: 698-1749 eftir kl. 20-21 á kvöldin. Týndur kisi SVARTHÖFÐI, liðlega eins árs kisustrákur, fór að heiman frá sér á Sogavegi 76 í Smáíbúðahverf- inu í Reykjavík að kvöldi 7. jan- úar síðastliðins og hefur ekki komið heim síðan. Þetta hefur hann aldrei gert áður en hans er sárt saknað, enda einstaklega gæfur. Okkur í fjölskyldunni þætti ákaf- lega vænt um að þeir sem hafa að- stöðu til myndu kíkja í útihús í görð- um sínum eða í kjallara, eða annars staðar þar sem hugsanlegt er að kisi gæti smeygt sér inn til að hlýja sér í kuldanum. Við bíðum við símana 865 5186 og 895 9577. Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is VIÐ Ægisíðuna mætast nýi og gamli tíminn. Í fjöruborðinu lúrir gamall og úr sér genginn fiskihjallur sem ber vott um gömul vinnubrögð á Íslandi. Á sama tíma flýgur nútímaflugvél um loftin blá, en fegurðin er alltaf söm. Morgunblaðið/Frikki Ljósadýrð við Ægisíðuna FRÉTTIR FÉLAGS- og tryggingamálaráðu- neytið og innflytjendaráð standa fyrir málþingi um framkvæmda- áætlun í málefnum innflytjenda sem haldið verður í dag, föstudag- inn 11. janúar, kl. 10–16.30 í Borg- artúni 6 í Reykjavík. Með því vill innflytjendaráð kalla eftir sjónar- miðum og hugmyndum við gerð framkvæmdaáætlunar í málefnum innflytjenda. Á málþinginu verða þrjú inn- gangserindi og átta málstofur þar sem sérfræðingar flytja erindi með opnum umræðum í framhaldi. Áhersla er lögð á virka þátttöku sem flestra í málstofum. Markmiðið er að draga fram mikilvægar upp- lýsingar um málefni innflytjenda og fá sem flesta að borðinu við mót- un framkvæmdaáætlunar ríkis- stjórnarinnar sem unnin er í sam- ræmi við stjórnarsáttmálann. Alls verða 23 erindi flutt í málstofunum af fólki sem hefur tekið þátt í mikil- vægu og fjölbreyttu starfi í mál- efnum innflytjenda í gegnum árin. Má þar nefna aðila frá verkalýðs- hreyfingunni, sveitarfélögum, Al- þjóðahúsi, Fjölmenningarsetri og rannsóknarstofnunum og Hagstof- unni. Að málþingi loknu mun félags- málaráðherra tilkynna um styrk- veitingar úr þróunarsjóði innflytj- endamála og er það í fyrsta sinn sem styrkir eru veittir úr sjóðnum, segir í fréttatilkynningu. Málþing um málefni innflytjenda haldið í dag Á ALMENNUM félagsfundi Lækna- félags Norðvesturlands, sem hald- inn var á Sauðárkróki, var eftirfar- andi ályktun samþykkt samhljóða: „Læknafélag Norðvesturlands skorar á dómsmálaráðherra að beita sér fyrir því að björgunar- þyrla verði staðsett á Akureyri. Þyrla sem staðsett væri á Akureyri gæti þjónað öllu Norðurlandi, Vest- fjörðum, Austurlandi og sjófar- endum á þessum svæðum. Þessi löngu tímabæra aðgerð stuðlar að minni mönnunarvanda lækna í dreifbýli og eykur öryggi vaxandi fjölda vegfarenda.“ Vilja að þyrla verði á Akureyri

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.