Morgunblaðið - 11.01.2008, Side 37

Morgunblaðið - 11.01.2008, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. JANÚAR 2008 37 og Gunnþórunn voru sjálfum sér trú. Þau breyttu mörgu, en héldu því, sem þeim líkaði. Árið 1998 hættu þau búskap, bjuggu samt áfram í Krossa- vík uns þau hófu að hafa vetursetu á elliheimilinu 2004. Einstök umhyggja og stuðningur Garðars sonar þeirra gerði þeim þó kleift að dveljast næst- um daglega í Krossavík. Í apríl 2006 lést Björn af slysförum og eftir það fór að draga úr lífskrafti Gunnþór- unnar uns hún lést nú í ársbyrjun. Eftir stendur Krossavíkurbærinn glæsilegur eins og minnisvarði um það fólk, sem þar bjó allt frá því að afi og amma byggðu hann árið 1933 fram til þess tíma, er Björn Sigmars- son og Gunnþórunn Gunnlaugsdóttir bjuggu þar tvö. Ég kona mín og börnin minnumst þeirra með hlýju og þakklæti. Sigmar Karlsson. Elsku frænka. Ég vildi að síðustu ár hefði ég komið oftar í heimsókn til þín og Bubba. Ég tala oft um Krossa- vík við stelpuna mína. Það hefði verið gaman að koma með hana til ykkar. Það er ótrúlegt að á innan við ári séuð þið Bubbi bæði dáin. Ég á ótal minningar frá öllum sumrunum í sveitinni hjá þér, Bubba, Garðari frænda og Simma gamla. Í fjósinu vildi ég helst vera enda elsk- aði ég beljurnar, ég efast um að ég hafi misst af mjaltatíma þegar ég var hjá ykkur. Aldrei sagðirðu neitt við mig þótt ég kæmi inn angandi af kúa- lykt þó að aðrir létu mig heyra það. Ég gat þvælst tímunum saman út um allt með hundana á eftir mér og þú baðst mig bara að fara varlega. Ég man að ég hafði mjög gaman af að hjálpa þér inni þegar þú varst að baka eða skipta á rúmunum og laga til. Einnig fannst mér mjög gaman að labba með Bubba út í fjárhús eða skoða þegar hann var að gera við traktorana og ýmsar vélar. Þið töl- uðuð við mig eins og fullorðna. Ég var frekar fyrirferðarmikil sem stelpa, sagði ýmislegt við fólk sem var óþarfi og tók upp á ýmsum skammarstrikum. Mamma mín fékk oft að heyra það að ég væri algjör frekja og óþekk. Þegar ég fór ein til ykkar í sveitina þá spurði mamma þig hvernig ég hefði hegðað mér og þú sagðir að ég væri besta barn sem þú hefðir haft hjá þér í sveitinni og þú vissir varla af mér. Ég mun alltaf muna þetta. Í Krossavík hjá ykkur blómstraði ég. Mér fannst mjög sorg- legt að Bubbi skyldi deyja í trak- torsslysi vegna þess að hann fór mjög varlega með vélarnar. Ég er sann- færð um að þú ert að fara fyrr vegna þessa. Þvílíkt áfall sem þú varðst fyr- ir þá enda var Bubbi þinn annar helmingur. Núna eruð þið aftur sam- an. Takk fyrir allt elsku frænka, þú munt lifa í mínum minningum. Ég og mín fjölskylda sendum Garðari, Sigga og öðrum ættingjum innilegar samúðarkveðjur. Þín frænka Björg Garðarsdóttir. Þegar ég frétti lát Gunnþórunnar frá Krossavík, var mín fyrsta hugsun „þá eru þau öll farin“, þau öll eru hjónin sem bjuggu á Krossavíkur- torfunni þegar við Bakka- og Krossa- víkurkrakkar vorum að alast upp. Næsta hugsun var: Nú kemur enginn til dyra í Krossavík sem faðmar mig að sér og segir „sæl og blessuð elskan mín og vertu velkomin nú og ævin- lega“; en þannig heilsaði hún mér alltaf þegar ég kom austur á hverju sumri í 45 ár. Gunnþórunn kom til Krossavíkur aðeins 19 ára og fór þaðan í raun aldrei upp frá því. Þó að hún og Björn byggju að nafninu til á elliheimilinu á Tanga síðustu árin, var farið heim hvern einasta færan dag, og verður Garðari syni þeirra seint fullþakkað að gera þeim og síðar henna það fært. Þegar Gunnþórunn kom að búi í Krossavík var það við aðstæður sem nútímakonum þættu erfiðar, þau bjuggu í sambýli við afa og ömmu og Gunnar og Beggu líka um tíma, Sig- mar Björnsson var þar til heimilis og svo ævinlega aukafólk á sumrin, krakkar í sveit og kaupafólk. En hún var engin venjuleg kona hún Gunn- þórunn, hún var þvílíkur snillingur til allra verka, svo fljótvirk og velvirk að ég hef aldrei þekkt annað eins. Hjá henni var alltaf allt fágað og fægt, í þessu lengst af yfirfulla húsi, matur og nánast kaffihlaðborð á boðstólum handa öllum sem komu og á sumrin komu gestir stanslaust. Þetta var eins og hótel, menn dvöldu viku, tvær vikur, stundum heilu fjölskyldurnar og ef einhvern tíma leið meira en vika milli gesta, þá man ég ekki eftir því. Hún tók á móti öllum með brosi á vör og þessari hæglátu hlýju sem ein- kenndi hana, og virtist alltaf hafa nægan tíma. Björn frændi minn sagði alltaf að hann ætti fallegustu og bestu konu í Vopnafirði, að mínu viti hafði hann al- veg rétt fyrir sér. Garðari og Sigga votta ég samúð og fjölskyldum þeirra, ég kveð hana með virðingu og þökk. Laufey Jörgensdóttir. söguna má að öðru leyti segja að hún er afar merk samtímalýsing á Reykjavík og hefur orðið sagnfræð- ingum merk heimildauppspretta. Árið 1996 varð Eyjólfur fyrir þeim sára harmi að missa Katrínu eigin- konu sína. En forlögin geta verið und- arleg. Þegar hann, eftir að hafa verið ekkill í nokkur ár, hélt suður til Ástr- alíu að heimsækja enskan fornvin sinn er hann hafði kynnst hér á stríðs- árunum komst hann í kynni við frú Mary Pilgrim sem einnig var orðin ekkja og á svipuðum aldri. Æxlaðist svo til að þau tóku að búa saman og áttu mörg hamingjurík ár ólifuð. Því virðist sem Eyjólfur hafi verið fædd- ur undir heillastjörnu. Hann lifði í hamingjuríku hjónabandi öll mann- dómsár sín og síðasta skeið lífsins með konu er hann hefði ekki getað fengið betri. Það getum við borið um sem þetta skrifum, því frú Pilgrim kom oftar en einu sinni hingað til lands með Eyjólfi. Þau voru sannar- lega hvort öðru samboðin, bæði prýddi ljúflyndið og glaðværðin. Hér skal þessum fáu orðum lokið. Frænku okkar Berglindi sendum við hugheilar samúðaróskir sem og afa- börnum þess látna, Eyjólfi yngri og Katrínu. Við biðjum Guð að gefa þeim stuðning í sorg þeirra og ekki síður frú Mary Pilgrim sem harmar sinn mikla missi í fjarlægu landi. Systkinin í Ferjuvogi. Hún Berglind frænka mín hringir aldrei í mig í vinnuna. Þegar ég heyrði í henni um miðjan vinnudag vissi ég að það væri komið að því, hann Eyjólfur var dáinn. Eyjólfur Jónsson hefur verið stór hluti af mínu lífi frá því ég fæddist. Hann var giftur Kallý móðursystur minni og aðeins fáum mánuðum áður en ég fæddist misstu þau dreng í fæð- ingu. Ég kom þarna sem hinn prýði- legasti staðgengill og fékk að njóta væntumþykju og umhyggju þeirra hjóna mér til mikils ávinnings. Ég var yngst sex systkina og faðir minn var skipstjóri og sjaldan heima og gekk Eyjólfur að vissu marki mér í föður- stað og kallaði ég hann pabba langt fram eftir aldri. Mér er sagt að ég hafi ekki orðið par hrifin þegar Eyjólfur og Kallý eignuðust hana Lindu, óttaðist víst að missa prinsessustöðuna aðeins þriggja ára. En það voru óþarfa áhyggjur. Hún varð bara góð viðbót og höfum við verið miklar vinkonur frá því ég viðurkenndi tilveru hennar. Við gengum í eins kjólum sem Kallý saumaði á okkur og vorum alltaf eins klæddar 17. júní en þá fór Eyjólfur með okkur frænkur í bæinn og hafði okkur hvora á sinni öxlinni svo við gætum notið skemmtiatriðanna sem best. Hann hló oft að því síðustu árin að hann færi varla létt með þetta nú- orðið. Eyjólfur missti hana Kallý sína 1995 og varð það honum mikið áfall, svo mikið að við sem næst honum stóðum óttuðumst um heilsu hans. Þá varð það honum til happs að hann átti vin í Ástralíu sem hann gat heimsótt. Það varð mikil happaferð því þar kynntist hann henni Mary Pilgrim, yndislegri konu, og hófu þau búskap í Adelaide. Seinustu ár Eyjólfs urðu því góð og hamingjurík og það yljar að hugsa til þess núna við þessi tíma- mót. Fyrir um ári fór Eyjólfur að finna að heilsunni var farið að hraka. Ég heyrði það á röddinni þegar ég hringdi í hann, karlmannlegur róm- urinn var farinn að dofna. Það var erf- itt að trúa þessu. Ég var stödd á heimili Eyjólfs og Kallýjar þegar hann átti nokkrar vikur í sjötugt. Hann var á leið til vinnu og ætlaði eins og venjulega að taka strætó hin- um megin við Miklubrautina. Við frænkur stóðum við gluggann og horfðum á eftir honum. Þá sá hann að strætó var að koma og tók á sprett eins og unglingur. Og náði strætó. Þessa mynd af honum, hressum og sprækum, geymi ég í huga mínum. Eyjólfur var ekki bara góður við mig, synir mínir báðir líta á hann sem afa, sérstaklega sá yngri, Úlfar. Hann fann hvert best var að leita strax sem smábarn og var oft erfitt að koma honum út frá þeim Kallý og Eyjólfi eða fyrir þau að sleppa heiman frá okkur. Á öllum myndum úr fjöl- skylduboðum frá þessum árum situr Úlfar alsæll í fangi Eyjólfs. Hann saknar nú vinar í stað. Að lokum vil ég þakka Eyjólfi öll þau ár sem við áttum samleið og alla góðvildina í minn garð. Ég kveð góð- an mann með söknuði og við fjöl- skyldan vottum Lindu og fjölskyldu okkar dýpstu samúð. Helga Magnúsdóttir. Ég hef þekkt Eyjólf alla mína ævi. Hann tók mér alltaf sem hluta af fjöl- skyldunni og fyrir mér var hann eins og afi minn. Þegar ég var lítil man ég eftir því hvað mér fannst gaman að fara í heimsókn upp til afa. Þar var alltaf tekið vel á móti okkur og ég held að í hvert einasta skipti sem við komum hafi verið tekin mynd af okk- ur Kallý, helst með hendurnar upp í loft. Eftir að við fórum að eldast og Eyjólfur dvaldi í Ástralíu stærstan hluta ársins hvatti hann okkur til þess að vera í íbúðinni sinni og það gladdi hann þegar við gistum þar eða buðum vinum okkar í heimsókn. Ég kynntist Eyjólfi enn betur þeg- ar við Kallý heimsóttum hann og Mary til Ástralíu. Eyjólfur kynnti okkur alltaf sem afabörnin sín og kom fram við okkur eins og prinsessur. Hann fór með okkur á marga af sín- um uppáhaldsstöðum og kynnti okk- ur fyrir ættingjum Mary og vinum þeirra beggja. Eyjólfur var mikill fjölskyldumað- ur og fylgdist vel með öllu sem var að gerast hjá okkur hérna á Íslandi. Hann þekkti allan vinahóp okkar og spurði reglulega um þau. Við Eyjólf- ur skrifuðumst reglulega á og hann hafði mikinn áhuga á því að fylgjast með hvað ég væri að gera og hvernig mér gengi í skólanum. Eyjólfur var duglegur við að skrifa og það var allt- af jafngaman að fá bréf frá honum enda var hann einstaklega einlægur og hlýr maður. Elsku Eyjólfur afi. Ég sakna þín mikið og mun aldrei gleyma þér. Elísabet Gísladóttir. Samskipti okkar Eyjólfs Jónssonar hófust á Grímsstaðaholtinu um miðja síðustu öld, þegar Knattspyrnufélag- ið Þróttur var stofnað. Eyjólfur og Halldór fisksali stofnuðu félagið og voru burðarásar þess fyrstu árin. Litla félagið þeirra er orðið stórt í dag, eitt stærsta íþróttafélag lands- ins. Eyji var haldreipi litlu strákanna í Þrótti, til hans og Dóra var oft leitað. Við heimtuðum að Þróttur yrði al- vörufélag, sem gengi í ÍSÍ. Það sáu þeir um félagarnir bæði fljótt og vel. Í stjórn Þróttar störfuðum við Eyjólfur saman. Litla félagið, sem var orðið al- vörufélag, hugsaði stórt. Það var rætt um húsbyggingar, vallarframkvæmd- ir og utanlandsferðir, og ekki króna í kassanum. En allt gekk upp og átti Eyjólfur oft stóran þátt í að leysa málin. Það var ekki laust við að hann væri undrandi og stoltur, þegar hann gekk með mér um mannvirki Þróttar í Laugardal fyrir nokkrum árum og sá tugi ungmenna við æfingar á völl- um félagsins. Við Þróttarstrákarnir urðum ekki lítið undrandi þegar Eyji vinur okkar lagðist til sunds frá Grímsstaðavör. Okkur þótti það bera vott um karl- mennsku og þor þegar þessi risavaxni maður lagði á djúpið í vetrarkuldan- um. Og það merkilega var að hann var ekki vel syndur þegar hann lagði fyrst út á hafið. Það kom mér ekki á óvart að Eyj- ólfur átti eftir að verða mikils virtur laganna vörður. Hann gekk í Reykja- víkurlögregluna ungur að árum og brátt kom í ljós að hann þurfti ekki að neyta aflsmunar til að lægja ófriðar- öldur. Hann hafði ljúfa og fumlausa framkomu og tókst að tala fólk á sitt band með góðmennskuna eina að vopni. Fyrir nokkrum árum atvikaðist það að mér var falið að rita ævisögu Eyjólfs og flaug þá suður til Adelaide í Ástralíu þar sem ég dvaldi um hríð hjá Eyjólfi og Mary sambýliskonu hans. Það voru miklir annatímar við bókargerðina, en ljúfir tímar engu að síður, enda voru húsráðendur af- bragðsfólk, gamansöm bæði tvö, og lifðu lífinu lifandi. Er bókarskrifum lauk hélt sam- band okkar áfram. Það var gaman að fá gulu umslögin frá honum prýdd aragrúa frímerkja sem gaman var að skoða. Duglegri bréfritara hef ég ekki kynnst en Eyjólfi. Öll bréf hans til mín enduðu á orðunum: Lifi Þróttur! Eyjólfur var gæfumaður. Hann var mikill reglumaður og átti góða fjöl- skyldu, sem hann var stoltur af. Þau Katrín Dagmar, kona hans, byggðu hús sitt í Rauðagerði 22, og þar naut sín dugnaður þeirra hjóna og hag- sýni. Eyjólfur sagði mér að þrátt fyrir ýmis áföll í lífinu, þá hefði lífið verið sér gott. Örlögin höguðu því svo eftir að Eyjólfur missti konu sína, að þau hittust suður í Adelaide, Mary Pil- grim og hann. Síðustu ár Eyjólfs á slóðum svo fjarlægum og ólíkum Grímsstaðaholtinu voru honum ham- ingjurík. Hann eignaðist góðan lífs- förunaut og marga vini og hafði í ýmsu að snúast. Ég kveð með söknuði góðan vin og sendi Berglindi og fjölskyldu og ætt- ingum öllum samúðarkveðjur. Þá sendi ég Mary Pilgrim kveðju, ég veit að hún saknar góðs vinar og félaga. Jón Birgir Pétursson.  Fleiri minningargreinar um Eyj- ólfur Jónsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. V i n n i n g a s k r á 37. útdráttur 10. janúar 2008 Harley Davidson + 3.000.000 kr. (tvöfaldur) 2 2 4 8 6 V i n n i n g u r Kr. 100.000 Kr. 200.000 (tvöfaldur) 8 5 5 6 6 0 3 3 4 6 0 6 3 0 6 4 0 1 8 V i n n i n g u r Kr. 50.000 Kr. 100.000 (tvöfaldur) 3984 8509 12450 29145 59023 68832 7440 9601 16428 38884 66043 79254 V i n n i n g u r Kr. 12.000 Kr. 24.000 (tvöfaldur) 1 1 6 9 1 1 9 9 3 1 9 5 8 2 2 9 4 2 4 3 9 8 2 1 5 8 7 1 1 6 7 1 6 0 7 3 6 5 4 1 2 5 0 1 2 0 5 2 1 9 9 4 7 2 9 5 6 8 4 0 9 5 4 5 8 8 9 4 6 7 6 9 6 7 3 9 9 6 3 2 9 3 1 2 5 2 3 2 0 0 1 1 3 0 5 7 9 4 4 0 1 5 5 9 4 7 4 6 7 9 8 4 7 6 7 7 3 4 0 4 8 1 2 6 9 6 2 0 2 9 3 3 2 6 2 5 4 5 1 0 8 6 0 3 6 4 6 9 6 4 0 7 6 9 0 0 5 0 6 2 1 4 9 1 5 2 0 3 1 6 3 3 3 6 1 4 5 4 2 5 6 0 5 5 6 6 9 9 1 5 7 7 8 7 4 5 1 9 8 1 5 1 0 2 2 0 7 6 7 3 5 9 8 0 5 1 3 3 9 6 1 3 2 8 7 0 0 7 9 7 8 8 2 7 5 5 9 8 1 5 5 8 0 2 4 1 4 1 3 6 4 8 0 5 3 5 4 4 6 1 7 6 2 7 0 2 1 7 7 9 0 0 7 6 2 7 9 1 5 6 8 0 2 4 6 6 9 3 6 5 6 5 5 3 5 7 8 6 2 2 5 8 7 0 3 2 2 7 9 4 7 8 8 2 1 1 1 5 7 9 9 2 4 8 5 0 3 6 8 1 1 5 3 8 3 2 6 2 7 9 5 7 0 3 3 8 7 9 5 9 7 8 8 5 4 1 5 9 5 0 2 5 0 9 1 3 7 1 6 5 5 4 1 4 6 6 3 0 2 8 7 0 8 5 1 9 3 9 2 1 6 0 7 3 2 6 8 8 7 3 7 9 0 3 5 4 1 9 8 6 4 5 2 1 7 1 3 7 0 1 0 4 3 3 1 6 7 4 1 2 7 5 2 5 3 8 8 6 6 5 5 5 0 8 6 5 4 4 4 7 1 4 3 8 1 1 0 2 6 1 8 0 5 3 2 8 6 1 0 3 9 0 4 3 5 6 7 9 5 6 6 2 6 0 7 1 5 4 8 V i n n i n g u r Kr. 7.000 Kr. 14.000 (tvöfaldur) 7 7 4 9 9 2 6 2 0 3 9 4 3 1 2 9 3 4 0 8 5 6 5 0 3 1 2 6 2 7 4 6 7 2 1 0 4 9 9 3 1 0 0 3 7 2 0 8 4 6 3 1 4 2 9 4 0 9 9 2 5 0 4 0 0 6 2 9 4 2 7 2 6 6 8 1 0 6 7 1 0 0 7 5 2 1 3 7 5 3 1 6 6 6 4 2 2 0 0 5 0 4 9 7 6 3 2 2 2 7 2 8 6 6 1 5 2 3 1 1 7 7 4 2 1 5 5 5 3 1 8 7 1 4 2 2 1 7 5 0 7 4 0 6 3 2 8 1 7 3 4 9 6 1 6 1 6 1 1 8 4 8 2 2 3 9 0 3 1 9 8 6 4 2 5 4 5 5 0 7 9 6 6 3 7 3 7 7 3 9 1 1 1 6 2 1 1 2 1 5 2 2 2 7 9 8 3 2 4 7 0 4 3 1 8 9 5 1 7 1 5 6 3 9 0 1 7 4 0 3 3 2 1 4 2 1 2 5 4 2 2 3 1 8 9 3 2 6 6 6 4 3 3 2 6 5 2 5 4 9 6 3 9 2 2 7 4 2 2 8 2 3 4 8 1 2 5 4 5 2 3 3 7 0 3 2 9 8 0 4 3 4 7 3 5 3 3 3 4 6 4 1 8 8 7 4 3 0 6 3 5 6 3 1 2 8 9 2 2 4 0 0 5 3 3 0 0 7 4 3 8 6 2 5 3 9 3 1 6 4 2 8 3 7 4 4 4 1 3 8 3 9 1 2 9 9 8 2 4 5 3 8 3 3 5 4 3 4 4 8 9 4 5 4 7 2 8 6 4 5 7 1 7 5 4 4 9 3 9 1 5 1 3 5 8 7 2 4 9 0 4 3 3 9 0 1 4 5 0 4 1 5 5 2 3 2 6 4 6 7 7 7 5 7 1 0 3 9 3 5 1 4 3 6 3 2 5 2 1 0 3 4 4 4 4 4 5 1 8 6 5 5 2 5 8 6 5 0 5 9 7 5 7 3 6 4 6 8 2 1 4 7 0 0 2 6 5 9 0 3 4 6 1 7 4 5 3 9 9 5 5 2 6 7 6 5 0 9 1 7 6 0 0 7 4 7 0 9 1 4 7 6 3 2 7 0 1 5 3 4 8 2 2 4 5 9 1 2 5 5 5 6 1 6 5 1 4 3 7 6 1 1 0 4 8 2 2 1 5 0 9 3 2 7 1 3 8 3 5 2 6 3 4 6 1 1 1 5 5 6 6 3 6 5 3 3 9 7 6 4 3 6 4 8 6 6 1 6 3 9 2 2 7 4 3 8 3 5 5 7 8 4 6 2 6 4 5 5 6 9 8 6 5 4 6 5 7 6 5 7 3 5 0 6 9 1 6 8 1 8 2 7 4 7 1 3 6 0 4 2 4 6 6 8 0 5 5 9 0 2 6 6 3 1 7 7 6 5 9 2 5 1 8 7 1 7 3 1 1 2 7 9 7 1 3 6 3 6 1 4 7 0 0 9 5 5 9 0 4 6 6 3 4 5 7 6 7 9 9 5 3 4 2 1 8 3 4 6 2 8 3 7 5 3 6 3 6 7 4 7 1 7 0 5 6 3 7 8 6 7 3 8 9 7 7 0 0 5 6 2 5 3 1 8 5 9 1 2 8 7 3 7 3 6 4 0 3 4 7 5 1 7 5 6 5 9 8 6 7 5 4 5 7 7 4 9 4 6 3 5 2 1 8 7 9 7 2 8 8 8 8 3 6 6 6 2 4 7 6 4 2 5 6 6 6 6 6 7 8 2 2 7 7 6 7 1 6 7 1 9 1 8 8 6 4 2 8 9 3 3 3 7 2 8 0 4 7 7 2 8 5 7 6 0 7 6 8 5 5 7 7 7 8 0 8 6 7 5 4 1 8 9 0 3 2 8 9 5 3 3 8 0 9 0 4 8 1 8 5 5 8 6 5 3 6 9 3 1 5 7 8 1 4 7 7 1 9 5 1 8 9 2 3 2 9 3 2 6 3 8 8 1 0 4 8 2 9 2 5 9 8 0 4 6 9 6 8 9 7 8 2 4 4 7 7 3 3 1 9 3 1 8 2 9 4 0 1 3 8 8 8 3 4 8 4 0 5 5 9 9 1 3 6 9 9 2 1 7 8 2 9 9 7 7 7 8 1 9 3 3 4 2 9 6 7 4 3 9 1 3 5 4 8 5 0 9 6 0 1 0 9 7 0 0 1 3 7 9 6 6 1 7 8 9 1 1 9 8 4 2 2 9 7 7 2 3 9 4 7 6 4 8 5 2 0 6 1 2 2 3 7 0 2 1 9 8 1 5 8 1 9 8 5 7 3 0 0 0 4 3 9 7 0 3 4 9 7 2 8 6 2 0 1 3 7 0 7 4 6 8 2 8 6 2 0 0 9 5 3 0 0 4 7 4 0 2 7 2 4 9 7 3 1 6 2 2 3 1 7 1 1 8 9 9 5 0 1 2 0 1 2 9 3 0 2 3 0 4 0 4 0 8 4 9 7 5 0 6 2 3 2 3 7 1 6 2 4 9 6 7 4 2 0 1 3 5 3 0 9 0 1 4 0 4 4 4 5 0 2 1 7 6 2 5 4 9 7 1 6 5 4 9 6 9 4 2 0 2 4 0 3 1 2 8 9 4 0 5 9 0 5 0 2 4 2 6 2 7 1 3 7 1 9 2 1 Næstu útdrættir fara fram 17. jan. 24. jan. & 31.jan. 2008 Heimasíða á Interneti: www.das.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.