Morgunblaðið - 11.01.2008, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 11.01.2008, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. JANÚAR 2008 49 VIPSALURINNER BARA LÚXUS ER STAÐSETTUR Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKA TILNEFND TIL TVEGGJA GOLDEN GLOBE VERÐLAUNA M.A FYRIR BESTA LEIK, AMY ADAMS. / KEFLAVÍK eee - S.V. FRÉTTABLAÐIÐ NATIONAL TREASURE 2 kl. 8 - 10:30 B.i. 12 ára THE GOLDEN COMPASS kl. 8 B.i. 10 ára SAW kl. 10:20 B.i. 16 ára / SELFOSSI/ KRINGLUNNI Leiðinlegu skólastelpurnar -sæta stelpan og 7 lúðar! SÝND Í ÁLFABAKKA eeee „...FYRIR ALLA ÞÁ SEM ÁNÆGJU HAFA AF GÓÐRI SPENNU“ „...EIN BESTA AFÞREYING ÁRSINS.“ -S.V. MBL STÆRSTA OPNUN ALLRA TÍMA Í DESEMBER Í USA. PATRICK DEMPSEY ÚR GRAY'S ANATOMY ÞÁTTUNUM OG AMY ANDAMS ERU FRÁBÆR Í SKEMMTILEGUSTU ÆVINTÝRAMYND ÁRSINS FRÁ WALT DISNEY. DEATH AT A FUNERAL kl. 4 - 6 - 8 - 10 B.i. 7 ára NATIONAL TREASURE 2 kl. 5:30D - 8D -10:30D B.i.12 ára DIGITAL I AM LEGEND kl. 8D -10D B.i.14 ára DIGITAL TÖFRAPRINSESSAN m/ísl. tali kl. 3:40D LEYFÐ DIGITAL BÝFLUGUMYNDIN m/ísl. tali kl. 3:30 LEYFÐ DIGITAL BEOWULF Síðustu sýningar kl. 5:503D B.i.12 ára 3D-DIGITAL NATIONAL TREASURE 2 kl. 8 - 10:30 B.i.12 ára RUN FATBOY RUN kl. 8 LEYFÐ BUTTERFLY ON A WHEEL kl. 10 B.i.16 ára ALVIN OG ÍKORNARNIR ísl. tal kl. 6 LEYFÐ ENCHANTED m/ísl. tali kl. 6 LEYFÐ VERSLAÐU MIÐA Á NETINU Á FRÁBÆR SKEMMTUN FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA. SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI OG AKUREYRI SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI OG KEFLAVÍK SÝNDÁSELFOSSI Viðskiptavinir, sem greiða með korti frá SPRON, fá 20% afslátt af miðaverði á myndinaSÝND Á SELFOSSI ÁST. SKULDBINDING. ÁBYRGÐ. HANN HLEYPUR FRÁ ÖLLU! SÝND Í KEFLAVÍK eee FLAUELSMJÚK OG ÞÆGILEG - DÓRI DNA. D.V. SÝND Í KEFLAVÍK Pierce Brosnan heldur hjónunum Gerard Butler (úr 300) og Mariu Bello í heljargreipum! En ekki er allt sem sýnist í þessari mögnuðu spennumynd! Hvað myndir þú gera til að vernda fjölskyldu þína? SÝND Í KEFLAVÍK SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI NÚ VERÐUR ALLT VITLAUST! eee - S.V. MBL Er hægt að tala óvininn til?Getur vitræn og gagn-rýnin samræða talið hon- um hughvarf? Þetta hefur vafalítið flogið í gegnum huga Marjane Sat- rapi, yfirlýsts andstæðings Íraks- stríðsins, þegar henni var boðið að halda fyrirlestur í West Point, eins fjölmargra bandarískra skóla sem hafa sett uppvaxtarsögu Satrapi frá Íran, teiknisöguna Persepolis, á námsskrána. En West Point er enginn venju- legur skóli heldur stærsti og elsti herskóli Bandaríkjanna. Satrapi teiknaði örstutta sögu þar sem hún lýsir ferð sinni í skólann og segir nemendurna hafa verið opn- ari og skynugri en hún hafði búist við – en um kvöldið snýr hún aftur heim til fréttanna af 17 dauðs- föllum þann daginn í Bagdad. Og kannski verður hennar heimaland næst. Það var við lestur MAUS, teikni-sögu Arts Spiegelmans um helförina, sem Satrapi sannfærðist um að myndasagan væri rétti mið- illinn fyrir sögu hennar. Við þetta bætist að myndasagan er líklega misskildust listgreina, enda flest- allir fyrir löngu búnir að taka bíó- myndina og dægurlagið í sátt, það gengur hins vegar jafnhægt að sannfæra þorra manna um að teiknisögur séu alvöru list og það gengur að sannfæra þá um að múslimar séu alvöru manneskjur. En sagan er þó nógu mögnuð til að ganga í hvaða miðli sem er – og bíómyndin er frumsýnd hérlendis í dag. Satrapi er barnabarnabarn síðasta keisara Persaveldis en þeg- ar bókin hefst er þó hálf öld frá því valdatíma hans lauk og þótt fjöl- skyldan sé ágætlega efnuð er hún ekkert umfram það. Hún er hins vegar óvenju frjálslynd, sér- staklega eftir uppreisnina árið 1979 sem leiddi til klerkastjórnar þeirrar sem við þekkjum í dag. Það er ekki auðvelt fyrir unga stúlku vana frelsinu að þurfa skyndilega að bera blæju á götum úti.    Við fáum greinargóða mynd afÍran en þó alltaf í gegnum manneskju sem er að berjast við það að þroskast þegar flestar ytri aðstæður eru þroskahamlandi. Þó er þroskasaga hennar merkilega lík hinum vestrænu, þótt öfgarnar séu meiri. Uppreisn unglings- áranna verður um leið uppreisn gegn stjórnvöldum sem þykir ekki mikið til vestrænna poppstjarna, tískuklæðnaðar og varalitar koma. Satrapi fegrar sjálfa sig ekki. Í kjölfar erfiðra unglingsára svíkur hún sjálfa sig og allt það sem hún trúir á og lætur ekki segjast fyrr en við rækilega ofanígjöf ömmu sinnar, sem veit vel hvaða töggur leynist í barnabarninu þrátt fyrir tímabundinn heigulshátt. Hún er ekki síður gagnrýnin á það sam- félag sem hún hjálpar okkur að skilja. Hún lýsir því hvernig vin- konur hennar eru í eilífri útlits- uppreisn og ganga flestar eins langt og þær geta í að sýna lokk af hári, nota varalit eða andlitsfarða. En það kemur í ljós að allar þessar litlu uppreisnir standa að lokum í vegi fyrir hugleiðingum um raun- verulega uppreisn og þessi hvers- dagslegi ótti lamar gagnrýna hugs- un: „Valdhafar vissu að manneskja sem spyr sig í sífellu: „Eru bux- urnar mínar nógu langar? Hylur slæðan nógu mikið? Er hægt að sjá að ég er förðuð? Munu þeir húð- strýkja mig?“ spyr sig ekki lengur: „Hvar er réttur minn til þess að hugsa? Hver er réttur minn til þess að tjá mig? Er líf mitt þess virði að lifa því? Hvað fer fram í pólitísku fangelsunum?““ Þessi texti er þó mun áhrifameiri í myndum, í sögunni eru þetta tveir rammar sem spegla hvorn annan – það sem er hugsað og það sem ætti að vera hugsað. Manneskjan orðin spegilmyndin af sjálfri sér, dauft ljósrit af eigin óskum. En blessunarlega hafði Marjane Satrapi þann styrk sem þurfti til þess að spyrja spurninganna sem valdhafarnir vildu ekki einu sinni að hún hugsaði um. Vonandi hafa nemendur í West Point-herskól- anum þennan sama styrk. AF LISTUM Ásgeir H Ingólfsson » ... uppreisn gegnstjórnvöldum sem þykir ekki mikið til vest- rænna poppstjarna, tískuklæðnaðar og vara- litar koma. Sjálfsmynd Marjane Satrapi, höfundur og myndasögupersóna. asgeirhi@mbl.is Að fræða óvininn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.