Morgunblaðið - 11.01.2008, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 11.01.2008, Blaðsíða 20
Eftir Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur ben@mbl.is Davíð Örn Halldórsson er með eitt áhreinu varðandi dagskrá næstkom-andi sunnudags: Hann ætlar að sofavel og lengi út. Það á hann líka skilið eftir stranga vinnutörn undanfarnar vikur en þeirri lotu lýkur nú á laugardag þegar einka- sýning hans, Absolút gamall kastale, opnar í Gallerí Ágúst. Á sýningunni verður geipistór mynd sem Davíð málar beint á vegg gallerísins til sýnis auk minni mynda sem málaðar eru á viðar- plötur. Orðið graffití kemur upp í hugann þar sem myndlist Davíðs er annars vegar en hann vísar öllum slíkum tengingum á bug. „Ræt- urnar mínar liggja ekki í veggjakroti og ég byggi ekki á neinu graffitíi eins og við þekkjum það í dag,“ segir hann. „Sennilega koma þessar pælingar fólks til af því að ég vinn myndirnar beint á vegginn og eins eru þær mjög litríkar.“ Undanfarið hefur Davíð staðið í ströngu vegna sýningarinnar. „Það er alltaf viss tauga- veiklun í kringum svona opnanir og ég er búinn að vera ansi duglegur að vinna að myndunum undanfarnar vikur. Jólin voru t.d. að mestu á vinnustofunni,“ segir hann en ætlar sér þó að vera kominn úr vinnugallanum talsvert fyrir opnunina á laugardag. „Ég vona að ég eigi af- slappaðan föstudag en maður veit aldrei – þetta tekur alltaf lengri tíma en maður býst við. Stundum reynist erfitt að vera nægilega skipu- lagður þegar til kastanna kemur.“ Kominn tími á hvíld Opnunin er kl. 16 og að henni lokinni á Davíð von á að fara út að borða ásamt vinum og vanda- mönnum. „Svo ætla ég að sofa lengi út á sunnu- daginn. Það er kominn tími á hvíld.“ Hann hyggst þó ekki sitja alveg auðum hönd- um eftir að hann er búinn að nudda stírurnar úr augunum. „Það er opnunarhelgi í Hafnarhús- inu, í Listasafni Reykjavíkur. Þar verður Ingi- rafn Steinarsson með innsetningu í D-salnum og aðalmálið er síðan sýning á verki Steingríms Eyfjörð frá Feneyjatvíæringnum í fyrra. Ég ætla því að reyna að kíkja þangað um helgina, á sunnudag eða laugardag ef hann verður alveg rosalega rólegur hjá mér, eins stefnt er að. Það eru svona helmingslíkur á að það takist.“ Litlir listamenn á gestalista Inntur eftir því hvernig helgarnar eru hjá honum annars segir Davíð þær óttalega mis- munandi. „Maður dettur inn í skemmtileg mat- arboð og veislur og svo er kannski kíkt á ein- hverja staði niðri í bæ. En satt best að segja er ég búinn að vera meira og minna á vinnustof- unni allt síðasta ár. Virka daga er ég að vinna á leikskólanum Tjarnarborg og er þess vegna að- eins duglegri að mála um helgar.“ Davíð vinnur við myndlistarkennslu í leikskólanum og því liggur beint við að spyrja hann hvort hann eigi von á litlum myndlistarmönnum þaðan á sýn- inguna? „Ég ætla að reyna að koma því í kring að bjóða foreldrum og börnum og til dæmis eru nokkrir strákar, sem útskrifuðust í vor og eru byrjaðir í sex ára bekk, sem mig langar sér- staklega að bjóða.“ Eins og lög gera ráð fyrir verða verkin á sýn- ingu Davíðs til sölu, þ.e. þau sem yfirhöfuð er hægt að flytja með góðu móti út úr galleríinu. „Jú, það er allt falt,“ segir hann. „Enda er það hluti af gleðinni fyrir mig sem listamann ef ein- hverjar þessar myndir rata upp á stofuveggi hjá öðrum.“ Morgunblaðið/Golli Listamaðurinn Davíð Örn Halldórsson ætlar að vera duglegur að kíkja á sýningar annarra myndlistarmanna um helgina, þegar hann er búinn að opna sína sýningu í Galleríi Ágúst. Veggjalist í miðbænum Morgunblaðið/Valdís Thor Litrík Ein af myndunum hans Davíðs. Gallerí Ágúst er til húsa að Baldursgötu 12 og stendur sýning Davíðs til 23. febrúar. Opið er miðvikudaga-laugardaga milli kl. 12 og 17. |föstudagur|11. 1. 2008| mbl.is daglegtlíf Kristín Guðmundsdóttir ákvað að fylgja eftir bullandi sígaunaeðlinu sem blund- aði í henni og gerast kafteinn á skútu við Tyrklandsstrendur. »22 ferðalög Þeir borgarbúar sem klæjar orðið í skíða- fótinn ættu að fylgjast með stöðu mála í Bláfjöllum því vera kann að þar verði opnað fyrir almenning um helgina.» 22 mælt með Leikritið: Fool for Love sem sýnt er í Austurbæ. Sýningin: Sýning Ingarafns Steinarssonar og Steingríms Eyfjörð sem verður opnuð í Hafnarhúsinu um helgina. Bíómyndin: Myndin I’m not there sem er um Bob Dylan. Kaffihús: Kaffiskammt dagsins sæki ég á Kaffibarinn í Bergstaðastræti. Afslöppunin: Að sofa út og slaka vel á eftir góða vinnutörn. Davíð Örn mælir með … ÞAÐ er ekki bara minnið sem versnar með árunum. Ný rannsókn sýnir að ímyndunar- aflið lætur einnig undan. Vísindamenn telja að minni og ímyndunar- afl sé tengdara hvað öðru en hingað til hefur verið talið, hefur vefmiðillinn forskning.no eftir tímaritinu Nature. Tveir hópar fólks tóku þátt í rannsókninni, í öðrum voru þátttakendur 25 ára en 72 ára í hinum. Bæði hinir eldri og yngri voru beðnir um að sjá fyrir sér atburð sem gæti hent þá í framtíðinni út frá ákveðnu stikkorði. Mark- miðið var að prófa hugarflug þátttakenda. Eitt stikkorðið var „mótor“ og sá unga fólkið fyrir sér að það æki í hárauðum blæju- bíl eftir glæsilegum strandvegi á heitum sumardegi. Það sá fyrir sér mávana sem hnituðu hringi fyrir ofan það meðan vind- urinn léki um hárið og lyktin af söltum sjó bærist að vitum þess. Þegar þeir eldri áttu að gefa ímyndunar- aflinu lausan tauminn varð niðurstaðan svo- lítið eins og að skoða upplitaða svart-hvíta ljósmynd. „Einn hinna eldri sá t.d. fyrir sér að hann æki um í Saabinum sínum án þess að hafa of miklar áhyggjur af eldsneytis- útgjöldunum,“ skrifa vísindamennirnir. Al- mennt voru ímyndanir þeirra eldri rýrari að innihaldi og atburðarás. Muna staðreyndir vel Minni þátttakenda var einnig kannað með því að láta þá rifja upp atburði úr eigin lífi. Vísindamennirnir uppgötvuðu áhugaverðan mun á svokölluðu innra og ytra minni hjá hinum eldri. Ytra minni er það sem við not- um til að geyma hlutlausar staðreyndaupp- lýsingar, s.s. að himinninn hafi verið heiður og sólin skinið þegar ákveðinn dagur er rifj- aður upp. Innra minnið er notað til að muna tengsl milli manneskja og atburðarás – er í rauninni það tól sem leikur fyrir okkur „innri kvikmynd“ þegar við hugsum til baka til ákveðins dags. Þeir eldri reyndust oft á tíðum hafa gott ytra minni og voru lunknir við að gefa mikl- ar upplýsingar um staðreyndir. Innra minnið var hins vegar áberandi verra en hjá þeim sem yngri voru. Þetta vilja vísindamennirnir tengja við það sem virðist vera versnandi hæfileiki til að ímynda sér hluti. Rannsóknin styður við nýja kenningu inn- an taugasjúkdómafræða, þ.e. að minni og ímyndun noti að miklu leyti sama taugasvæði í heilanum. „Kannski er stærsta hlutverk minnisins í raun ekki að passa upp á fortíð- ina heldur að hjálpa okkur að sjá fyrir okkur framtíðina og undirbúa okkur fyrir hana,“ segja vísindamennirnir að lokum. Hugarflugið veikist með aldrinum Reuters Hugarflugslaus? Hvort gleraugun hjálpi Greenspan við að sjá betur fyrir sér framtíð- ina en ella skal ósagt látið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.