Morgunblaðið - 11.01.2008, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 11.01.2008, Blaðsíða 21
matur MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. JANÚAR 2008 21         Ég á orðið býsna gott fisk-uppskriftasafn í fórummínum eftir fiskbúða-bransann því það var ekki aldeilis nóg að henda flökum í bakka og í borðið heldur þurfti mað- ur orðið að forelda réttina fyrir kúnnana. Fisksölumaðurinn var að því leytinu til farinn að vinna eins og hver annar kokkur enda fór mesti tíminn ávallt í að gera sósur og mat- reiða réttina ofan í viðskiptavinina. Greinilegt er að neytendur eru í vax- andi mæli farnir að kalla á tilbúinn mat enda vitum við, sem vinnum úti oft langan vinnudag, að lítill tími vill oft gefast í flókna matseld þegar heim er komið. Ég hef því komið mér upp ágætu safni hollra og hand- hægra uppskrifta. Og fiskur er auð- vitað í miklu uppáhaldi hjá mér og mínum,“ segir Soffía Árnadóttir, fisksölumaður og húsmóðir í Hafnarfirði. Alltaf skemmtilegt í slorinu Soffía er fædd og uppalin á Þórs- höfn á Langanesi þar sem hún sleit barnsskónum. Hún var ekki há í loft- inu þegar hún fór að rölta sér niður á bryggju til að stunda dorgveiðar auk þess sem hún fór snemma að róa með karli föður sínum, útgerðar- manninum Árna Helgasyni. Draumar hennar og þrár fóru að snúast um sjómannslífið og oftar en ekki hefur starfsvettvangur Soffíu verið innan um karlmenn á hefð- bundnum karlavinnustöðum. „Já, það er mikið rétt. Ætli mér líki ekki bara svona vel orðið innan um alla karlana! Ég veit svo sem ekki hvað veldur, en þetta er bara eitthvað sem ég er alin upp við og hef enn ekki haft dug eða hug á að koma mér út úr enda held ég að karlavinnustaðir geti oft verið hressilegri en kvennavinnustaðir. En satt best að segja kann ég af- skaplega vel við mig í slorinu og tengdum verkefnum og hef kannski einmitt þess vegna sótt í þann starfsvettvang, sem er allt í senn, spennandi, lifandi og óvæntur.“ Hefur komið nokkuð víða við Á unglingsárum var Soffía í há- setaplássum á bátum, sem stunduðu m.a. veiðar með snurvoð, línu og net auk þess sem hún kynntist bæði síld- veiðum, rækjuveiðum og fraktsigl- ingum Að afloknu stúdentsprófi frá MH tók hún sér þriggja ára frí frá námi og settist svo í Tækniskóla Ís- lands þar sem hún nam bæði útgerð- artækni og iðnrekstrarfræði. Hún bjó á Hornafirði í tólf ár, frá 1992- 2004, þar sem hún starfaði m.a. sem gæðastjóri hjá Borgey og sem síld- arsöltunarstjóri hjá Skinney- Þinganesi. Soffía býr nú í Hafnarfirði ásamt börnunum sínum tveimur, Soffíu Arnþrúði, sem er nýkomin heim úr interrail-ferðalagi að afloknu stúd- entsprófi og stefnir á framhaldsnám í haust, og Magnúsi Þór, sem er þrettán ára. „Það er sem sagt stefnt á síðari ferminguna í vor og þá verða börnin bæði komin í fullorðinna manna tölu,“ segir Soffía, sem nú starfar sem sölumaður hjá Iceland Seafood, sem áður starfaði undir merkjum SÍF. Hún seldi fiskbúðina sína við Lækjargötu í Hafnarfirði í vor eftir að hafa rekið hana í samvinnu við meðeiganda í eitt og hálft ár. „Þegar hann vildi hætta, treysti ég mér ein- faldlega ekki til að standa í fiskbúð- arrekstrinum ein þar sem honum fylgir gríðarleg vinna. Ég á þó nokkrar sérlega góðar, hollar og fljótgerðar uppskriftir, sem bæði húsmæður og húsbændur gætu nýtt sér í erli dagsins, meira að segja þegar tíminn virðist vera að hlaupa frá okkur.“ Uppskriftirnar, sem hér fylgja, eru fyrir fjóra. Fiskur í okkar sósu Sósan: ½ lítri súrmjólk 1 bolli majónes 1 tsk. karrí ½ tsk. túrmerik 1 tsk. aromat 1 tsk. season all 1 niðurskorið epli ¼ dós brytjaður ananas 800 g af beinlausri ýsu eða þorski Fiskurinn skorinn niður í stóra bita, sett í eldfast mót og sósunni hellt yfir. Rifnum osti stráð yfir og eldað í 20 mín. í 180°C. Passa þarf að hafa ekki of háan hita því þá á sósan það til að skilja sig. Borið fram með hrísgrjónum eða kartöflum, salati og heitu brauði. „Þetta er auðveldur réttur, sem seldist eins og heitar lummur í fisk- búðinni og hentar öllum fjölskyldu- meðlimum. Sósuna má búa til fyr- irfram og hafa tiltæka í ísskápnum. Saltfiskréttur 700 g saltfiskur 8 kartöflur 3 pressuð hvítlauksrif eða hvít- lauksduft 1 rauð paprika 1-2 laukar 100 g smjör 100 g ostur, skorinn í bita, t.d. dala- brie, bóndabrie eða dalayrja tómatar í bitum eða sneiðum Saltfiskurinn soðinn, tekinn upp úr soðinu, roð- og beinhreinsaður. Kartöflurnar soðnar, síðan skrældar og skornar í 2 eða 4 hluta eftir stærð. Laukurinn og paprikan skornar og steiktar ásamt hvítlauk- num í olíu í potti. 100 g af smjöri brætt með. Bætið síðan saltfisk- inum, kartöflunum og ostinum í pottinn, blandið saman með sleif án þess að mauka fiskinn. Sett í eldfast mót. Rifnum osti stráð yfir og þunnt skornum tómötum ef vill. Sett í heit- an ofn eða undir grill þar til osturinn bráðnar. Borið fram með hvítlauksbrauði eða rúgbrauði. Lax/bleikja með mango chutney 1 kg laxa- eða bleikjuflök, bein- hreinsuð með roði. mango chutney í krukku svartur pipar salt peacan hnetur sesamfræ Fiskurinn settur í eldfast mót. Mango chutney makað yfir fiskinn. Pipar, salti, sesamfræjum og brytj- uðum peakan hnetum stráð yfir. Eldað í ofni í 20 mín. við 180°C. Borið fram með kúskús og salati. Þorskhnakkar 1 kg beinhreinsaðir þorskhnakkar sjávarsalt sítrónupipar Þorskhnakkarnir penslaðir roð- megin með matarolíu. Smá sjáv- arsalti stráð yfir. Sítrónupipar stráð ofan á. Eldað í ofni við 200 °C í um 10 mín eða eftir þykkt stykkjanna. Borið fram með íslenskum kart- öflum , tómötum, selleríi, graslauk og basilikum sem brytjað er saman og olíu hellt yfir. Sinnepssósa 2 msk. hunang 2 msk. dijon sinnep 1 msk. basilika 1 dl fisksoð pínu rauðpipar sletta af púrtvíni Öllu blandað saman. Þessi sósa er góð með laxi og þorskhnökkum. Stútfullur silungur Fiskurinn er slægður og hreinsaður að innan, en hausinn hafður á. Maginn er síðan fylltur af grænmeti, fiskurinn kryddaður að utan með grófu salti og pipar og síðan vafinn inn í álpappír og hent á grillið í 20 mín. Borið fram með bökuðum kart- öflum. join@mbl.is Laxagóðgæti Lax með mango chutney er bragðgóður réttur sem töfra má fram á fljótlegan hátt. Þorskhnakkar Heilsan er í hávegum höfð með þorskhnökkum, kúskús og sætum kartöflum. „Fiskurinn alltaf í miklu uppáhaldi“ „Fiskbransinn hefur bara ávallt fylgt mér,“ segir Soffía Árnadóttir, sem verið hefur sjómað- ur á fiskiskipum og frökturum, gæðastjóri, söltunarstjóri, verk- stjóri og fisksölumaður. Jóhanna Ingvarsdóttir smakkaði laxaflök og þorskhnakka hjá Soffíu. Fiskiveisla Soffía ásamt syninum Magnúsi Þór og frænkunni Björgu Gunnarsdóttur. Morgunblaðið/Árni Sæberg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.