Morgunblaðið - 11.01.2008, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 11.01.2008, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. JANÚAR 2008 9 FRÉTTIR Opið virka daga frá kl. 10-18 Laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigi 5 • Sími 581 2141 Stórútsala Mikið úrval af stökum jökkum Eddufelli 2 Bæjarlind 6 sími 557 1730 sími 554 7030 Opið virka daga 10.00-18.00 Laugard. Bæjarlind 10.00-16.00 og Eddufell 10.00-14.00 ÚTSALA ÚTSALA Nýtt kortatímabil   25-50% afsláttur ÚTSALA Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík, sími 562 2862 Mjódd, sími 557 5900 Útsalan í fullum gangi. Mikið úrval m bl 9 57 91 1Verið velkomnar gæði og glæsileiki Nýbýlavegi 12 • Sími 554 3533 Opið virka daga 10-18 • laugard. 11-16 ÚTSALA Laugavegi 63 • S: 551 4422 ÚTSALAN Í FULLUM GANGI ALLT AÐ 70% AFSL. Mikið úrval af ullarkápum, dúnúlpum og hettukápum Einnig mikið peysu- og blússuúrval, glæsilegar vetrardraktir og samkvæmisdress ÚTSALA - ÚTSALA - ÚTSALA STÓRÚTSALA ER HAFIN ULL-SILKI-KASMÍR-ANGÓRA Fatnaður fyrir allan aldur Gerðu frábær kaup Er þér og þínum nógu hlýtt? Náttúrulækningabúðin Hlíðasmára 14, 201 Kóp. Opið: mán-lau 11-18 NÁTTÚRULÆKNINGABÚÐIN FRÉTTASKÝRING Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is NOKKURS ágreinings virðist gæta meðal lögfræðinga um mögulega skaðabótaábyrgð sveitarfélaga, vegna friðunar húsa. Friðun er inn- grip í eignarréttindi hús- og lóðar- eigenda, sem geta að öllu jöfnu sótt rétt sinn gegn aðilum málsins fyrir dómstólum, t.d. ríkinu, eftir lögum um húsafriðun, og sveitarfélögum sem handhöfum skipulagsvalds. Hvorugt málið farið að skýrast Tvö slík mál eru nú komin upp. Húsið að Hafnarstræti 98 á Akureyri var friðað með ákvörðun ráðherra í fyrra, sama dag og bæjarstjórn ráð- gerði að heimila niðurrif þess. Sam- kvæmt upplýsingum frá Pétri Bolla Jóhannessyni, skipulagsstjóra Akur- eyrarbæjar, er málið enn stutt komið og ekki ljóst fyrir hvaða fjárhagslega tjóni eignarhaldsfélagið sem á húsið hafi orðið. Hins vegar liggur fyrir mat á kostnaði við endurgerð húss- ins vegna friðunar, en hann nemur um 45 milljónum króna. Hann segir alla aðila málsins vilja ná sátt í mál- inu. Enn hafi ekki skýrst hvort styrkur upp í kostnaðinn berist frá ríkinu, en að öðrum kosti fari húseig- endur án efa í bótamál. Einnig liggur beiðni Húsafriðun- arnefndar ríkisins um friðun Lauga- vegar 4 og 6 inni á borði mennta- málaráðherra. Eigendur lóðanna segja að hundraða milljóna skaða- bótakröfur skapist við friðun. Í Morgunblaðinu í gær var haft eftir formanni nefndarinnar að Tryggvi Þórhallsson lögfræðingur hafi, að beiðni nefndarinnar, unnið álit um 19. grein húsafriðunarlaga. Niðurstaða álitsins var sú að sveitar- félag geti orðið bótaskylt samkvæmt ákvæðum skipulags- og byggingar- laga, þurfi það að endurskoða skipu- lags- eða framkvæmdaákvörðun vegna tilmæla húsafriðunarnefndar eða ákvörðunar menntamálaráð- herra um lögformlega friðun. Hins vegar er ríkið eitt bótaskylt sam- kvæmt téðri 19. grein. Sérlög gangi framar Inga Þöll Þórgnýsdóttir, lögmað- ur Akureyrarbæjar, segir í samtali við Morgunblaðið að 19. grein húsa- friðunarlaga feli í sér hlutlæga ábyrgð ríkisins. Þurfi því hvorki eig- endur húsanna sem um ræðir, né yf- irvöld sveitarfélaganna, að sanna sök í þessum málum. Ríkið beri sjálf- krafa ábyrgð. Þá segir Inga ákvæðið fullkomlega hliðstætt við ákvæði í öðrum lögum, sem óumdeilt sé meðal lögfræðinga að feli í sér slíka hlut- læga ábyrgð ríkisins. Nefnir Inga Þöll 22. grein raforkulaga og 49. grein lax- og silungsveiðilaga, en í niðurlagi allra greinanna þriggja er viðhaft mjög líkt orðalag. Það eitt að vísað sé til laga um framkvæmd eignarnáms í húsafriðunarlögum bendi til hlutlægrar ábyrgðar ríkis- ins. Hins vegar kveðst Inga Þöll ósam- mála þeirri niðurstöðu fyrrgreinds lögfræðiálits, að sveitarfélög geti orðið skaðabótaskyld eftir skipu- lags- og byggingalögum í þessum til- vikum. Hér hljóti sérlagaákvæði 19. greinar húsafriðunarlaga að ganga framar þeim ákvæðum, í samræmi við þá grundvallarreglu að sérlög gangi framar almennum lögum. Lögfræðinga greinir á um bótaskyldu sveitarfélaga Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Friðun Hafnarstræti 98 (t.v.) var friðað með ákvörðun ráðherra í fyrra. NÁMSKEIÐ í Skákskóla Íslands á vorönn 2008 hefjast vikuna 21.-27. janúar nk. Af því tilefni verður skólinn með kynningu á starfseminni í Kringl- unni á morgun, laugardag, kl. 13-16. Þar gefst gestum Kringlunnar tæki- færi til að tefla hraðskák við nem- endur skólans. Skák í Kringlunni HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest farbannsúrskurð Héraðsdóms Reykjaness yfir Pólverja sem grun- aður er um að hafa valdið banaslysi með því að aka á fjögurra ára dreng, Kristin Veigar Sigurðsson, í Reykjanesbæ í lok nóvember. Sæt- ir maðurinn farbanni til 29. janúar. Lögreglan á Suðurnesjum reiknar með því að ljúka rannsókn málsins í byrjun febrúar og senda ríkissak- sóknara það til ákærumeðferðar. Við yfirheyrslur hefur maðurinn verið spurður um brotið vinstra framljós á bílnum sem er til rann- sóknar. Gaf hann þá skýringu að hann hefði lent í óhappi daginn sem ekið var á drenginn. Að mati lög- reglunnar eru umræddar skemmd- ir nýlegar. Maðurinn neitar að hafa valdið slysinu en lögregla telur mikils ósamræmis gæta í framburði hans. Hafi hann orðið margsaga m.a. um það hvar hann var staddur á þeim tíma þegar slysið varð. Meðal gagna sem lögreglan hef- ur aflað er skýrsla skráðs eiganda bílsins um að maðurinn hafi einn haft aðgang að bílnum og ekið hon- um. Telur lögreglan að maðurinn sé að reyna að villa um fyrir lögreglu í rannsókn hennar á málinu. Farbannið staðfest ♦♦♦ AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.