Morgunblaðið - 11.01.2008, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. JANÚAR 2008 43
EFTIRFARANDI þrjár kvikmynd-
ir verða frumsýndar þessa helgina í
almennum sýningum.
Se, jie (Losti, varúð)
Græna ljósið frumsýnir um
helgina nýjustu mynd leikstjórans
Ang Lee, sem áður hefur leikstýrt
stórmyndum á borð við Brokeback
Mountain og Skríðandi tígur, falinn
dreki. Kvikmyndin ku vera æsi-
spennandi erótískur þriller sem ger-
ist í Sjanghæ stuttu fyrir heims-
styrjöldina síðari. Myndin er byggð
á smásögu kínverska rithöfundarins
Eileen Chang en í aðalhlutverkum
eru þau Tony Leung, einn þekktasti
leikari Asíu, og Tang Wei, sem hefur
verið á hraðri uppleið í asíska kvik-
myndaheiminum. Stórfengleg kvik-
myndataka og þung undiralda
duldra ástríðna má að sjálfsögðu
finna í þessari mynd að hætti leik-
stjórans.
The Mist (Mistrið)
Í kjölfar óveðurs sem gengur yfir
smábæ einn í Maine-fylki á austur-
strönd Bandaríkjanna heldur David
Drayton í bæjarferð eftir ýmsum
nauðsynjavörum. Með í för er ungur
sonur hans, Billy, og nágranni þeirra
að nafni Norton. Á leiðinni verður
þeim ljóst að ekki er allt með felldu
eftir storminn, því í hvítu mistri sem
óveðrið skildi eftir sig er hræðilegar
hættur að finna sem eiga eftir að
hafa skaðlegri áhrif en sjálft óveðrið.
Þegar trúarleiðtogi bæjarins reynir
að sannfæra bæjarbúa um að mistrið
og hryllingurinn sem því fylgir sé
refsing frá Guðs hendi rennur það
upp fyrir Drayton að hann á ef til vill
í höggi við tvo ólíka fjandmenn.
Þoka þessi sprettur upp úr hug-
arheimi tveggja gamalla kunningja,
Stephen King sem skrifar bókina
sem myndin er byggð á og Frank
Darabont, sem hefur sérhæft sig í
kvikmyndum eftir sögum King.
Death at a Funeral
(Dauðalvarleg útför)
Það er ekkert grín að jarðsetja
ástvin, eða hvað? Kvikmyndin Death
at a Funeral er ein af þessum grág-
lettnu bresku kvikmyndum þar sem
háalvarlegu umfjöllunarefni er snúið
á haus, svo úr verður bráðfyndin
gamansaga um allt það sem mann-
legt er. Sonurinn Daniel hefur lagt
sig allan fram um að veita föður sín-
um sómasamlega útför en það hefði
hann ef til vill betur látið ógert.
Óforbetranlegur bróðir, taugaveikl-
uð frændfjölskylda og óvæntur gest-
ur sem hótar því að ljóstra upp fjöl-
skylduleyndarmálinu gera út um
drauma Daniels um að kveðja föður
sinn með virktum. Til að útförin endi
ekki í fjöldamorði verður Daniel að
taka höndum saman við bróður sinn
og bjarga því sem bjargað verður.
Alþjóð-
leg kvik-
mynda-
helgi
Líkkistugrín Útför ættföðurs fer í háaloft í Death at a Funeral, breskri
gamanmynd með bandarískan leikstjóra, Frank Oz.
Sjanghæ Sem fyrr er mikið lagt upp úr sviðsmyndinni hjá Ang Lee.
Óhugnaður Margt leynist í þok-
unni, enda hugfóstur Stephen King.
FRUMSÝNINGAR HELGARINNAR»
Þjóðleikhúsið
Á öllum sviðum lífsins
Afgreiðsla miðasölu á Hverfisgötu er opin frá kl. 12.30–18.00
mán. og þri. Aðra daga frá kl. 12.30–20.00.
Símapantanir frá kl. 10.00 virka daga.
Miðasala í síma 551 1200 og á www.leikhusid.is
„Sviðsetning Baltasars Kormáks á Ívanov er eitt besta
verk hans frá upphafi. Hún er þaulhugsuð og
samvinna þeirra Gretars Reynissonar hefur sjaldan
borið glæstari ávöxt, og er þá ekki lítið sagt."
Jón Viðar Jónsson, DV.
Ívanov
e. Anton Tsjekhov. Aðlögun og leikstjórn: Baltasar Kormákur
sýn. fös. 11/1 & lau. 12/1 örfá sæti laus
Óhapp!
e. Bjarna Jónsson
Allra síðasta sýn. lau. 12/1
Gott kvöld
e. Áslaugu Jónsdóttur
Sprellfjörug barnasýning í Kúlunni
sýn. sun. 13/1 kl. 13.30 & 15
Konan áður
e. Roland Schimmelpfenning
Háski og heitar tilfinningar
sýn. lau. 12/1, sun 13/1
ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ
„Þetta er „stundarfriður"
okkar tíma og ég vona að
sýningin fái engan frið
fyrir æstum áhorfendum.”
Silja Aðalsteinsdóttir, tmm.is