Morgunblaðið - 11.01.2008, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 11.01.2008, Blaðsíða 24
24 FÖSTUDAGUR 11. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN VIÐ afgreiðslu fjárlaga fyrir jólahlé Alþingis reyndi ég ítrekað að fá talsmenn stjórnarflokkanna til að ræða stefnumörkun í heilbrigðiskerfinu með hliðsjón af fjárlögum komandi árs. Beindi ég sérstaklega orðum mínum til forsætisráð- herra og heilbrigð- isráðherra auk utan- ríkisráðherra, formanns Samfylking- arinnar. Því miður var ekki mikið á þessari um- ræðu að græða. Heil- brigðisráðherra kvað málflutning minn vera fyrir neðan virðingu, forsæt- isráherra sakaði mig um útúrsnún- inga og formaður Samfylking- arinnar virti mig ekki svars. Skattborgarinn og nýi stórspítalinn í Garðabæ En hver var röksemdafærsla mín? Hún var og er eftirfarandi: Báðir stjórnarflokkarnir segja að fjármagna eigi heilbrigðiskerfið með skattfé líkt og verið hefur. Á Íslandi er sem kunnugt er tvíþætt kerfi. Annars vegar opinber rekstur og hins vegar einkapraxís sérfræðinga. Hvort tveggja er fjármagnað með skattfé. Þegar læknar opna sér- fræðistofu og sjúklingar leita til þeirra er það því skattborgarinn sem opnar veskið. Skiptir þá engu máli hvort sérfræðingarnir eru einir á báti eða margir saman en hið síð- arnefnda form ryður sér nú til rúms. Þannig er nú talað um risastóra læknamiðstöð utan um einkarekstur í Garðabæ. Sú starfsemi yrði greidd af okkur skattgreiðendum. Kemur þá að spurn- ingu minni til forsæt- isráherra: Er hætt við því að þegar dregið er úr framlagi til opinbers reksturs að fjár- streymið leiti inn í einkarekið form? Jafn- vel svo, að þeir sem fallist á að fresta fram- kvæmdum við Landspítala háskóla- sjúkrahús tímabundið vegna þenslu séu þar með að skrifa upp á einka- rekinn spítala í Garðabæ! Þar hefj- ist fjárfestar handa um byggingu sjúkrahúss, leigi læknum aðstöðu þar sem þeir svari eftirspurn sem eykst eftir því sem meira er skorið niður við opinbera reksturinn. Þegar læknar taka pólitískar ákvarðanir Í þessu samhengi hef ég stundum minnt á það þegar ágætur vinur minn lá með alvarlegt höfuðmein á Borgarspítalanum. Honum var ekið í sjúkrabíl á hina einkareknu mið- stöð í Domus Medica í myndatöku því þar voru fullkomnari tæki en Borgarspítalanum hafði verið heim- ilað að festa kaup á. Hver skyldi hafa greitt fyrir tækin í Domus Me- dica? Það gerðum við, skattgreið- endur. Þessu kynntist ég þegar læknirinn minn vísaði mér einhvern tíma í Dómus í myndatöku. Ég spurði hvers vegna mér væri ekki vísað á Landspítalann. Læknirinn spurði þá hvort ég vildi heldur fara þangað. Ég játti því og minnti hann á að ákvörðun hans hefði ekki að- eins verið læknisfræðileg heldur jafnframt efnahagsleg og pólitísk. Dómus hafði einfaldlega slegið lán fyrir hinu dýra tæki, þangað var síð- an leitað um þjónustu, jafnvel af helstu sjúkrahúsum landsins. málið var í höfn – á kostnað skattborg- arans! Geir segir mikið í pípunum! Það sem ég er að færa rök fyrir er að sú formúla sem við höfum komið okkur upp hér á landi er kjör- in til einkavæðingar ef yfirstjórn heilbrigðismála í samvinnu við fjár- veitingarvaldið er á þeim buxum. Formúlan er þessi: Skattgreiðand- inn borgar óháð rekstrarformum sem búa öll við sambærilega rétt- arstöðu. Síðan er dregið úr fjárveit- ingum til opinbera rekstrarins, og viti menn, við erum farin að fram- kvæma það sem formaður Sjálf- stæðisflokksins lofaði fjármálaöfl- unum í Valhöll í haust þegar hann sagði að „ótrúlega miklir mögu- leikar“ væru framundan í heilbrigð- iskerfinu og orkugeiranum. (Sjá Morgunblaðið 30. sept. undir fyr- irsögninni, Verulegar breytingar í heilbrigðiskerfinu framundan.) Nú ætti að „taka til hendinni“. Fyrir hverja skyldu allir þessir „miklu möguleikar“ vera og fyrir hverja stóð til „að taka til hendinni“? Aug- ljóslega fyrir þá sem vilja gera heil- brigðisþjónustu að viðskiptum! Þeir virðast eiga góða tíma í vændum, samkvæmt Morgunblaðsfréttinni af Valhallarræðu forsætisráðherra, því samkvæmt honum væri mikið „í píp- unum.“ Þegjandi samþykki Samfylkingar Geir H. Haarde sagði að erfitt hefði verið að fá aðra stjórn- málaflokka en Samfylkinguna til þess að styðja stefnu Sjálfstæð- isflokksins um markaðsvæðingu heilbrigðisþjónustunnar: Á þessum sviðum „eru ótrúlega miklir mögu- leikar framundan sem Samfylkingin er tilbúin til að vera með okkur í en aðrir flokkar voru og hefðu ekki ver- ið.“ Er þetta ekki eitthvað sem rétt er fyrir kjósendur Samfylkingarinnar að hugleiða? Aðferðafræðin við einka- væðingu heilbrigðiskerfisins Ögmundur Jónasson fjallar um stefnumörkun í heilbrigðiskerfinu » Formúlan er þessi:Skattgreiðandinn borgar óháð rekstr- arformum sem búa öll við sambærilega réttarstöðu. Ögmundur Jónasson Höfundur er alþingismaður. SAMKENNARI minn var spurð- ur af nemanda sínum, tíu ára göml- um, hvað hann hefði í mánaðarlaun. Kennarinn hikaði og sagði svo að laun væru einkamál hvers og eins (þjakaður af sömu minnimátt- arkennd og allir grunnskólakenn- arar varðandi launin sín). Dreng- urinn sagði þá: Ég veit það svo sem og ég get fengið álíka mikið fyrir að bera út blöð! Ég er á engan hátt að gera lítið úr blaða- útburði en nemandinn var þarna að vitna í auglýsingu sem sagði að hægt væri að hafa 130 þúsund krónur á mánuði fyrir blaða- útburð. Sú upphæð er nálægt því sem há- skólamenntaðir ungir kennarar fá útborgað á mánuði. Í raun lítið lægri en reyndir grunnskólakennarar bera úr býtum. Auðvit- að er hæpið að bera saman tölur brúttó og nettó en þessi spurn- ing nemandans vakti mig til umhugsunar. Ég er með BS-gráðu, kenni fjölmennum hópum og sinni nem- endum með mjög ólík- ar (sér)þarfir. Ég vinn við mikinn hávaða og stöðugt áreiti. En hvers virði er vinnan mín? Ætti ég kannski að fara að bera út næsta haust? Sjálfur er ég á fjórtánda ári í kennslu. Ég hef farið í gegnum verkföll og nokkra mislukkaða kjarasamninga. Ef okkur er ekki hótað með lagasetningu eins og síð- ast er samið um örfáar prósentur (þið vitið öll hvað lág prósenta af lágum tölum þýðir) eða þá að við fáum smánarlegar hækkanir gegn því að framselja réttindi. Nú segja örugglega einhverjir að við höfum engan rétt á því að kvarta. Það séu margir aðrir á sömu slóðum og verr staddir. Mjög lík- lega munu einhverjir bæta við að við séum endalaust í fríum. Vissu- lega ættu margir skilið hærri laun og ekki ætlunin að halda öðru fram. Hvað varðar þessi endalausu frí okkar er auðvitað dæmalaust að við kennarar þurftum að gefa út og dreifa bæklingi til að sýna fram á að við vinnum vinnuna okkar. Oft hef ég á tilfinningunni að það sé hálf- gerð þjóðaríþrótt á Íslandi að gera lítið úr starfi kennara. Það vekur upp aðra áleitna spurningu um hvaða viðhorf við rækt- um með börnum okkar til kennara og skóla- starfsins í heild og væri efni í aðra grein. Einn fylgifiskur kjaradeilna kennara er uppsagnir. Stað- reyndin er að í hvert skipti sem samningar eru lausir segja margir framúrskarandi kenn- arar upp störfum. Vandamálið er að al- menningur verður ekki var við það enda er skólaskylda í landinu. Þorri fólks er því grun- laus um ástandið en á meðan leita skólastjórn- endur allra leiða til að bjarga málum. Ein af- leiðingin er sú að kenn- urum fækkar en leið- beinendum fjölgar. Þeir, líkt og kennarar, gera sitt besta til að sinna krefjandi starfi en staðreyndin er sú að fólki myndu ekki hugnast leiðbeinendur við allar aðstæður líkt og það sættir sig við í kennslu grunnskólabarna. Hvernig yrði okkur við á skurðarborðinu ef okkur yrði sagt að læknirinn væri fjarstaddur en leiðbeinandi myndi taka verkið að sér? Myndum við sætta okkur við að ráða til starfa lögfræðing sem væri ófaglærður en hefði gaman af að grúska í lagabók- stafnum? Kannski eru dæmin ýkt og þó. Margir kennarar segjast núna finna fyrir meðbyr og að ástæða sé til bjartsýni í komandi kjarasamn- ingum. Ekki veit ég hvort það er rétt en óttast að það komi til lítils við samningaborðið. Eitthvað segir mér að gamlar frasar verðir dregnir upp: kröfur okkar verði álitnar frá- leitar (reiknaðar sem tugprósentna hækkun en ekki krónutölur) og við sökuð um að stefna þjóðarskútunni í strand. Líklega verður reynt að þyrla ryki í augu almennings með þekktum hræðsluáróðri s.s. að launahækkun til okkar hleypi af stað skriðu launahækkana sem aft- ur auki verðbólgu og þenslu. Loks er öruggt að viðsemjendur okkar munu beita alþekktum blekkingum s.s. að birta meðalheildarlaun kenn- ara þar sem þeir munu taka með laun stjórnenda sem skekkja töluna verulega. Af hverju hættir þú ekki bara? er spurning sem kennarar fá gjarna. Kannski skiljanlegt í ljósi þess að þeir hafa átt auðvelt með að ganga í önnur betur launuð störf. Hugs- anlega er ég ekki hlutlaus en mig langar að spyrja á móti. Hvers vegna geta kennarar ekki fengið laun í samræmi við menntun, vinnu- framlag og ábyrgð, laun sem nægja þeim til að framfleyta sér og sínum? Hvers vegna er mikilvægara að sýsla með peninga en að vinna með börnum? Hver ákvað það? Vissulega var það mín ákvörðun að fara í kennaranám en mér þykir vænt um starfið mitt, skólann og nemendur mína. Málið er bara að aðstæðurnar og kjörin eru í engu samræmi við umfang starfsins. Foreldrar verða á næstu mán- uðum að spyrja sig áleitinna spurn- inga. Þeir eru þrýstiafl sem virkar og geta haft mikið að segja um þann aðbúnað sem börnum þeirra er bú- inn í skólum landsins. Foreldrar vita manna best að börn þurfa stöð- ugleika og festu og fátt er verra fyr- ir þau en óvissa og stöðugar manna- breytingar. Hvað sem verður verð ég einn af mörgum kennurum sem ákveða framtíð sína í starfi á næstu vikum og mánuðum. Hvort sem hún liggur í kennslu, blaðaútburði eða ein- hverju allt öðru. Kennsla eða blaðaútburður? Ágúst Ólafsson fjallar um kjör kennara » Oft hef ég átilfinning- unni að það sé hálfgerð þjóð- aríþrótt á Ís- landi að gera lítið úr starfi kennara. Ágúst Ólafsson Höfundur er grunnskólakennari. VIÐ sjálfstæðismenn í velferð- arráði lögðum fram þrjár tillögur að breytingum í félagslega leiguíbúða- kerfinu 12. desember síðastliðinn. Tillögunum var frestað en þær verða vonandi afgreiddar á jákvæðan hátt á næsta fundi ráðsins sem verður því miður ekki fyrr en hinn 23. janúar næstkomandi. Við teljum tillögur okkar raunhæfar og til þess fallnar að bæta kerfið og virkja ein- staklingsframtakið. Tillögur okkar eru svohljóðandi: 1. Félagsbústaðir kaupi 150 íbúðir á ári í stað 100. Fulltrúar Sjálfstæð- isflokksins í velferð- arráði leggja til að vel- ferðarráð beini því til borgarráðs að Fé- lagsbústaðir kaupi og byggi samtals 150 íbúðir á ári næstu 3 ár- in í stað 100 sem þegar hefur verið ákveðið. Greinargerð: Í ljósi þess að lítið hefur gengið á biðlista eftir félagslegu leigu- húsnæði í Reykjavík og þörfin jafn gríðarleg og raun ber vitni leggjum við til að fjölga enn frekar íbúðum Félagsbústaða. Þrátt fyrir að ákveðið hafi verið í fyrrver- andi meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks að fjölga íbúðum Félagsbústaða um 100 á ári hefur það ekki dugað til þess að mæta hinni gríðarlegu þörf fyrir félagslegt leiguhúsnæði. Því teljum við nauð- synlegt að fjölga enn frekar og leggjum til fjölgun í 150 íbúðir á ári næstu 3 árin. Þessi fjölgun er liður í því að mæta sem fyrst mikilli þörf fyrir fé- lagslegt húsnæði. Auk þess er mik- ilvægt að gripið verði til enn frekari aðgerða til að draga úr vanda hundr- aða einstaklinga og fjölskyldna og er hvatt til þess að aðgerðum í þessum efnum, sem unnið er að á vegum félagsmála- ráðuneytisins, verði hraðað sem mest. Kostnað vegna þessa má áætla krónur 37,5 miljónir á ári og leggj- um við til að kostnaður vegna ársins 2008 verði tekinn af liðnum „Að- gerðir í húsnæðis- málum“ á bls. 55 í frum- varpi um fjárhagsáætlun Reykja- víkurborgar fyrir árið 2008, en þar er gert ráð fyrir 270 milljónum króna í aðgerðir í hús- næðismálum. 2. Formlegar við- ræður sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu Fulltrúar Sjálfstæð- isflokksins í velferð- arráði leggja til að vel- ferðarráð beini því til borgarráðs að farið verði í formlegar við- ræður við önnur sveit- arfélög á höfuðborg- arsvæðinu um að efla samstarf sveitarfélaganna á þessum vettvangi með það að markmiði að félagslega leiguíbúðakerfið verði sameiginlegt fyrir allt höfuðborg- arsvæðið. Greinargerð: Höfuðborgarsvæðið er eitt bú- setu- og atvinnusvæði og því nauð- synlegt að skoða það að breyta fé- lagslega leiguíbúðarkerfinu m.t.t. þess. Það er alger óþarfi að girða fólk inni vegna þess að það þurfi á félagslegum stuðningi að halda og mikilvægt að fólk geti flutt milli sveitarfélaganna á höfuðborg- arsvæðinu eftir því hvernig það hentar hverju sinni. Formlegar við- ræður milli sveitarfélaga höfuðborg- arsvæðisins með þetta að markmiði eru mikilvægur þáttur í frelsi ein- staklinganna til ákvörðunar eigin búsetu. 3. Einstaklingsbundnar niðurgreiðslur Lagt er til að niðurgreiðslur vegna félagslegs leiguhúsnæðis verði endurskoðaðar með það að markmiði að breyta óbeinum nið- urgreiðslum Reykjavíkurborgar á húsaleigu í íbúðum Félagsbústaða hf. í persónubundinn stuðning við þá leigjendur sem búa í íbúðunum á hverjum tíma Greinargerð: Með því að breyta óbeinum nið- urgreiðslum Reykjavíkurborgar á húsaleigu í íbúðum Félagsbústaða hf. í persónubundinn stuðning verð- ur stuðningur við leigjendur með hliðsjón af einstaklingsbundnum að- stæðum hverju sinni. Þannig verður stuðningur bund- inn við einstaklinga en ekki íbúðir. Stuðningurinn ætti þannig að dreif- ast með sanngjarnari hætti og stuðningur við leigjendur að vera skilvirkari, fjárhagslegur stuðn- ingur fer minnkandi eftir því sem aðstæður batna. Með þessu móti næst fram betri nýting á leigu- húsnæði Félagsbústaða, meira sam- ræmi ætti að vera milli fjöl- skyldustærðar og íbúðastærðar en nú er og síðast en ekki síst gæti þetta skapað aukinn hvata fyrir leigjendur að leita annarra húsnæð- islausna. Úrbætur í fé- lagslega leigu- íbúðakerfinu Jórunn Frímannsdóttir Jensen skrifar um félagslega leiguíbúðakerfið Jórunn Frímannsdóttir Jensen » Við sjálf-stæðismenn í velferðarráði lögðum fram þrjár tillögur að breytingum í félagslega leigu- íbúðakerfinu 12. desember sl. Höfundur er borgarfulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokkinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.