Morgunblaðið - 11.01.2008, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 11.01.2008, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. JANÚAR 2008 31 ✝ Sigfús Ingi-mundarson fæddist í Borg- arholti í Stokkseyr- arhreppi 8. júlí 1922. Hann lést á Hrafn- istu í Hafnarfirði 22. desember síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Ingimundur Guðmundsson og Guðlaug Sigfúsdótt- ir. Systkini Sigfúsar eru Bjarnveig, f. 1924, d. 2004, Einar, f. 1926, Áslaug Svava, f. 1928, d. 2003, Kristín f. 1929, d. 1995, og Þórarinn f. 1933. Kona Sigfúsar var Erla Jón- asdóttir, f. 1927, hún lést af slys- förum 1976. Þau eignuðust 6 syni, þeir eru Jónas Rúnar, Guðni Birg- ir, Ingólfur Arnar, Örn, Ingimund- ur og Sigurjón Bjarni. Börn Sig- fúsar og Ingibjargar Bryngeirsdóttur eru Bryngeir og Lovísa Guðrún. Nokkru eftir lát Erlu hóf hann sambúð með Unni Elísdóttir, f. 1936. Dætur hennar eru Guðrún Ásta, Elín Hrefna, Auður og Bára. Sigfús ólst upp í Árnessýslu en um tvítugt fór hann til Reykjavíkur og nam þar skipasmíði og síðar húsasmíði og var með meist- araréttindi í báðum fögum. Sigfús var áhugamaður um ís- lenska glímu og var lengi í sýn- ingar- og keppnishóp Glímufélags- ins Ármanns. Sigfús vann sjálfstætt við húsasmíðar mest- allan sinn starfsaldur og var hann einkar liðtækur við að gera upp gömul hús, enda var hann smiður góður, útsjónarsamur og nýtinn á efni. Sigfús verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni á Hafnarfirði í dag og hefst athöfnin klukkan13. Ég kveð góðan mann með sökn- uði. Sigfús var sambýlismaður Unnar móður minnar í rúman aldarfjórð- ung. Síðustu árin dvaldi hann á dvalarheimilinu Hrafnistu í Hafnar- firði. Það hefur ekki verið auðvelt að taka saman við konu sem átti fjórar dætur af fyrra hjónabandi, þótt þrjár af þeim væru farnar að heim- an, en honum fórst það frábærlega vel úr hendi. Móður minni var hann natinn og góður félagi og voru þær ófáar ferðirnar sem þau fóru saman bæði innanlands og utan. Missti hún mikið þegar Sigfús veiktist og þarf nú að sjá á eftir honum. Sigfús var mjög verklaginn og féll aldrei verk úr hendi á meðan heils- an leyfði. Hann var alltaf boðinn og búinn til aðstoðar ef einhverju þurfti að breyta eða laga og ófáir eru smíðagripirnir sem hann hefur fært fjölskyldu og vinum. Hann var fróður maður, víðlesinn og áhuga- samur um menn og málefni. Hann var mjög hraustur, hafði stundað glímu og aðrar íþróttir á yngri árum. Sýndi það sig í veik- indum hans hve hraustur hann var fyrir, því eftir hvert áfallið af öðru reis hann alltaf aftur upp og fylgdist vel með alveg til síðasta dags. Elsku Sigfús, þakka þér sam- fylgdina þessi ár. Móður minni, sonum, tengda- dætrum, barnabörnum, barna- barnabörnum og öðrum aðstand- endum votta ég innilega samúð mína. Hrefna Kristjánsdóttir. Sigfús Ingimundarson ✝ Gísli Þór Agn-arsson frá Hjalt- eyri fæddist á Ak- ureyri 26. ágúst 1955. Hann lést á heimili sínu á Ak- ureyri 2. janúar síð- astliðinn. Gísli var sonur hjónanna Agnars Halldórs Þórissonar, f. 13.8. 1925, d. 28.11. 2005, og Sigríðar Gunn- laugar Gísladóttur, f. 18.5. 1926, d. 13.6. 1974. Systkini Gísla eru: Aðalsteinn Rúnar, f. 7.3. 1951, búsettur í Reykjavík, Þórir Páll, f. 4.6. 1954, búsettur á Akureyri, Jór- unn Kolbrún, f. 6.12. 1956, búsett í Eyjafjarðarsveit, Þórey, f. 25.2. 1960, búsett á Akureyri, Ingi Stein, f. 17.3. 1961, búsettur í Reykjavík, og Gissur Agnar, f. 29.6. 1966, bú- settur á Akureyri. Gísli kvæntist hinn 2. desember 1982 Hrefnu Þorbergs- dóttur, f. 2. desem- ber1957. Foreldrar hennar eru hjónin Þorbergur Jónsson og Guðrún Árnadótt- ir, frá Skeggjastöðum í Fellahreppi, N-Múl. Börn Gísla og Hrefnu eru: Eyrún Huld, f. 18. desember 1980, búsett í Reykja- vík, og Bergvin Þór, f. 30. júní 1991, bú- settur á Akureyri. Gísli stundaði sjóinn í nokkur ár en kom svo í land og stundaði ýmis störf en síðustu 20 árin vann hann sem atvinnubílstjóri hjá Möl og sandi sem í dag er BM Vallá. Útför Gísla fer fram frá Möðru- vallakirkju í Hörgárdal í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Sæll elsku pabbi minn, mig langar til að segja þér hversu vænt mér þyk- ir um þig, hversu erfitt það var að sleppa hendinni af þér þegar Guð kallaði þig upp til sín. Ég verð aldrei í lífi mínu sátt við hvernig sjúkdómur- inn fór með þig en ég verð að sætta mig við þetta því ég veit að núna hefur þú það gott uppi á himnum (sennilega sitjandi með kaffibolla ásamt afa, Diddu og Jóni og horfir brosandi nið- ur til okkar). Ég vona að þú sért stolt- ur af okkur því við reynum að vera sterk alveg eins og þú varst, þú ert hetjan mín. Ég minnist allra þeirra góðu stunda sem við áttum saman, allra sjóferðanna sem ég fór með þér sem krakki, skemmtilegu ferðanna í steypubílnum og eggjatínslu á vorin. ,,Já, pabbi, ég vissi ekkert betra en að þvælast með þér sem krakki.“ Ég minnst þeirrar ömurlegu stundar þegar þú greindist með þennan hræðilega sjúkdóm, alveg strax frá byrjun sagðist þú ætla þér að sigra þennan ,,fjandans krabba“ eins og þú orðaðir það, ég var alveg viss um að þér tækist það, þú varst svo sterkur. Á þessum 10 mánuðum sem þú lifðir frá því þú greindist þurftir þú að glíma við þá sterkustu lyfjagjöf sem gefin var, þú þurftir að glíma við ógleði, þróttleysi, hármissi og meira til en aldrei meðan á þessu stóð kvart- aðir þú, þú sýndir algeran hetjuskap, hugrekki og algert æðruleysi og dugnað. Ég er svo stolt af því að vera dóttir þín. Við ætluðum okkur allan tímann að sigra en því miður sigraði sjúkdómurinn. Ég minnist þess hversu laghentur þú varst, þú gast gert við alla hluti, smíðað og gert við bíla. Ég minnist þess hversu mikið þú vannst alltaf, þér var svo í mun að við myndum fá allt sem okkur lysti, þú vannst 10-15 tíma á dag alla daga nema sunnudaga og ef þú varst ekki að vinna fórstu á sjóinn og komst heim með fisk eða fugl. Ég er svo stolt af því að hafa fengið þína góðu kosti, vinnusemina, samviskusemina, þrjóskuna, stoltið og þinn andlega og líkamlega styrk. Ég þakka læknunum á Sjúkrahús- inu á Akureyri fyrir að hafa barist fyrir þig, þeir undruðust hversu ótrú- lega þér tókst að eiga venjulegt líf og styrk þinn og staðfestu meðan á þessu stóð. Þú varst alls ekki á því að leggjast niður í eitthvert volæði held- ur stóðstu í lappirnar alveg fram á síð- ustu stundu. Ég þakka hjúkrunar- fræðingunum í Heimahlynningu Akureyrar fyrir að hafa hugsað svona vel um þig, þær gerðu svo miklu meira og urðu hluti af fjölskyldu okk- ar. Ég veit núna að þú hefur það gott og ég mun alltaf hugsa til þín og þú verður ávallt í hjarta mínu. Þú verður alltaf hetjan mín. Vertu sæll, elsku pabbi. (P.s. Ég vona að þú getir hlustað á Bubba Morthens þarna uppi) Eyrún Huld Gísladóttir. Kær bróðir er fallinn frá, margar minningar koma upp í hugann, bæði frá uppvextinum og eins fullorðinsár- unum, Gísli varð snemma duglegur og líkamlega sterkur og byrjaði t.d. 9 ára gamall að salta á síldarplani og náði í síðasta síldatímabilið á Hjalteyri. Eft- ir skóla fór hann gjarnan og hjálpaðir föður okkar við söltun á fiski og var ætíð boðinn og búinn til þess að hjálpa til við útgerðina. Gísli fór ungur að heiman, vann fyrstu árin á sjó, var m.a. á vertíðum og síðar á loðnuskip- um. Eftir að hann stofnaði fjölskyldu vann hann í landi, tók meira prófið og aflaði sér vinnuvélaréttinda. Gísli var eftirsóttur í vinnu sökum dugnaðar en síðustu tuttugu árin vann hann sem atvinnubílstjóri. Hann vann mikið en þrátt fyrir mikið vinnuálag var hann alltaf tilbúinn að hjálpa til ef þurfti og gerði það með glöðu geði, þrátt fyrir að eiga lítinn frítíma. Dugnaður hans og seigla voru með ólíkindum, upp- gjöf var ekki til í orðaforðanum, hann var vel byggður og sterkur og afköst mikil í líkamlegri vinnu þar sem hann dró hvergi af sér. Gísli var handlaginn og gat gert við ólíklegustu hluti, við- gerðir á bílum léku í höndum hans, hann var byssuáhugamaður og átti gott safn af byssum og eyddi frítíma sínum gjarnan uppi á skotsvæði eða við annarskonar útivist, ýmist á bátn- um sínum þar sem hann dró björg í bú eða ók á vélsleðanum upp um fjöll og firnindi. Í veikindunum kenndi hann okkur mikið, að fá að upplifa æðruleysi og sátt við erfiðan sjúkdóm og hvernig hann og eiginkona hans Hrefna tóku á málinu, aldrei var verið að barma sér heldur var talað um sjúkdóminn og afleiðingar hans eins og sjálfsagð- an hlut og hverju áfalli tekið af stó- ískri ró, hann sagðist verða að sætta sig við hlutina, annað væri ekki hægt, því ekki væri hægt að breyta þeim, þrátt fyrir að hafa ætlað að sigrast á veikindunum. Aldrei fundum við votta fyrir svartsýni, talað var um hlutina eins og þeir voru og það gerði okkur léttara fyrir því andi hans var ætíð hress. Gísli lét sjúkdóminn og afleið- ingar hans ekki stoppa athafnir dag- legs lífs, hann hélt áfram að stunda sjóinn og útivist eftir getu. Gísli var traustur maður sem gott var að leita til, missir okkar er mikill en missir eiginkonu og barna er mun meiri og biðjum við Guð að styrkja Hrefnu, Eyrúnu og Bergvin í sorg þeirra og kveðjum góðan og vandaðan dreng með söknuð í huga. Þórey og Jórunn Agnarsdætur. Bróðir minn er horfinn á braut, yfir á veiðilendurnar miklu, eins og frum- byggjar Ameríku. Það er margs að minnast, sem yngri bróðir fylgdist maður með honum og jafnöldrum hans, en þeir voru uppátækjasamir með afbrigðum ognotuðu trillukallana á Hjalteyri sem tilraunadýr. Stundum fór allt úr böndunum og varð að veita hrekkju- svínunum tiltal. Kallarnir voru ekkert að erfa þetta við þá, enda mest gert í meinleysi. Margt gerðum við saman sem bræður og vinir. Þar stendur upp úr skotveiði sem við eyddum ófáum stundum í. Það má orða það svo að hann hafi átt mörg líf, eins og kött- urinn, en hann hefur áður lent í áföll- um og komið fílefldur til baka. Á tíma- bili töldu læknar að hann myndi lamast vegna selaveiki, en það var yf- irstigið. Fyrst og fremst hef ég misst góðan vin og bróður. Ingi St. Agnarsson. Gísli Þór Agnarsson  Fleiri minningargreinar um Gísla Þór Agnarsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Þökkum auðsýnda samúð við andlát og útför elskulegrar móður okkar og ömmu, HÓLMFRÍÐAR JÓHANNESDÓTTUR, Aðalgötu 3, Sauðárkróki. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki deildar 2 á Heilbrigðisstofnun Sauðárkróks fyrir frábæra umönnun. Hulda Ásgrímsdóttir, Hólmfríður Drífa Jónsdóttir, Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir, Reynir Ásgrímsson, Salómon V. Reynisson, Ásgrímur V. Reynisson og fjölskyldur. ✝ Innilegar þakkir til þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför GUÐFINNU LÁRUSDÓTTUR, Miðtúni 72, Reykjavík. Aðstandendur. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför SIGURÐAR FRÍMANNSSONAR frá Garðshorni á Þelamörk, Grettisgötu 52, Reykjavík. Kristján Frímannsson, Gunnar Frímannsson, Helga Frímannsdóttir, Steinar Frímannsson og aðrir aðstandendur. ✝ Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát ástkærs eiginmanns, föður, tengdaföður og afa, ERLINGS SIGURÐSSONAR, Fjarðarseli 1, Reykjavík. Útförin hefur þegar farið fram, í kyrrþey, að ósk hins látna. Vilborg Magnúsdóttir, Sigurrós Erlingsdóttir, Magnús Rúnar Erlingsson, Sigurður Erlingsson, Anna Kristín Stefánsdóttir, Grétar Erlingsson, Elísabet Jónsdóttir, barnabörn. ✝ Móðir okkar, tengdamóðir og amma, HLÍF INGIBJÖRG RAGNARSDÓTTIR, lést á Landspítalanum við Hringbraut sunnudaginn 30. desember. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu fimmtudaginn 10. janúar frá Hafnarkirkju. Guðrún Ester Þorsteinsdóttir, Ragnhildur Þorsteinsdóttir, Hallfríður Þorsteinsdóttir, Þór Ingólfsson, Hlynur Wüum, Páley Sonja Wüum, Særós Ester Leifsdóttir, Ingibjörg Erla Þórsdóttir, Þorsteinn Þórsson. Morgunblaðið birtir minning- argreinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegn- um vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morg- unblaðsins – þá birtist valkosturinn Minningargreinar ásamt frekari upp- lýsingum. Skilafrestur | Ef birta á minning- argrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.