Morgunblaðið - 11.01.2008, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 11.01.2008, Blaðsíða 32
32 FÖSTUDAGUR 11. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Elsku amma mig langar að kveðja þig með þessu fallega ljóði: Í dagsins önnum dreymdi mig þinn djúpa frið, og svo varð nótt. Ég sagði í hljóði: Sofðu rótt þeim svefni enginn rænir þig. (Steinn Steinarr) Þín verður sárt saknað. Hvíldu í friði. Kristín Helga. Þökkum áralangan stuðning og umhyggju. Ættingjum sendum við samúðarkveðjur. Stjórn og leikmenn Körfu- knattleiksdeildar UMFN. HINSTA KVEÐJA ✝ Sigrún Einars-dóttir frá Borg fæddist í Njarðvík 9. janúar 1924. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 28. des- ember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Ólafía Sigríður Ögmundsdóttir frá Tjarnarkoti, f. 31. júlí 1894, d. 6. júlí 1959, dóttir Helgu Arin- bjarnardóttur frá Tjarnarkoti og Ög- mundar Sigurðssonar frá Barkastöðum í Fljótshlíð, og Einar Jónasson frá Stapakoti, f. 29. febrúar 1894, d. 8. apríl 1969, sonur Oddbjargar Þorsteinsdóttur frá Stapakoti og Jónasar Illuga Jónassonar frá Gili í Svartárdal. Systir Sigrúnar var Anna Hulda, f. 26. nóvember 1921, d. 7. apríl 1998. Maki Jón Ingibersson, f. 14. mars 1920, d. 19. október 1983. Sonur þeirra er Einar, maki Haf- dís Garðarsdóttir. Hinn 29. maí 1948 giftist Sigrún Friðrik Pétri Valdimarssyni, skipasmíðameistara frá Ísafirði, f. 11. október 1921. Hann er sonur Þórunnar Sveinsdóttur frá Vífils- mýri í Önundarfirði, f. 12. júlí 1877, d. 9. júní 1950, og Valdimars Eggertssonar frá Stóru-Ávík í Trékyllisvík, f. 10. júní 1868, d. 14. ágúst 1939. 1978, maki Elva Hrund Ágústs- dóttir, f. 15. febrúar 1978. Þau eiga tvo syni. b) Steinar Örn, f. 18. maí 1981. 4) Anna Hulda, f. 18. febrúar 1957, maki Árni Klemenz Eiðsson, f. 8. október 1954. Börn þeirra: a) Ása, f. 24. september 1977, maki Róbert Reynisson, f. 15. september 1976. Þau eiga þrjú börn. b) Friðrik Valdimar, f. 17. febrúar 1981, maki Helga Ágústs- dóttir, f. 26. janúar 1977. Þau eiga tvo syni. c) Einar Valur, f. 26. mars 1987. Sigrún bjó alla tíð í Njarðvík- um, utan skamms tíma sem hún bjó í Reykjavík, þar sem hún starf- aði í verslun Ragnars H. Blöndal við Austurstræti. Áður hafði hún starfað í Þorsteinsbúð og versl- uninni Vatnsnesi í Keflavík. Eftir að Sigrún og Friðrik giftu sig sneri hún sér alfarið að heimilinu og uppeldi dætranna. Eftir að þær fluttu að heiman vann hún um árabil í Álnabæ og síðar í versl- uninni Rósalind. Sigrún var í fyrstu sóknarnefnd Ytri- Njarðvíkursóknar sem var stofn- uð 1968 og söng í kirkjukór Ytri- Njarðvíkurkirkju. Hún var stofn- félagi í Ungmennafélagi Njarðvík- ur og Systrafélagi Ytri-Njarðvíkurkirkju. Fjölskyldan og heimilið átti hug hennar og hjarta. Í sælureit þeirra hjóna í Grímsnesinu var ávallt athvarf og skjól fyrir af- komendur, ættingja og vini. Útför Sigrúnar fer fram frá Ytri-Njarðvíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Sigrún og Friðrik eiga fjórar dætur og eina fósturdóttur: 1) Ólafía Sigríður, f. 30. október 1948, maki Birgir Vilhjálmsson, f. 14. apríl 1950. Dætur þeirra: a) Sig- rún Alda, fóstur- dóttir Sigrúnar og Friðriks, f. 14. jan- úar 1967, maki Snorri Snorrason, f. 14. febrúar 1959. Þau eiga þrjú börn. b) Hafdís, f. 14. októ- ber 1969, maki Árni Brynjólfur Hjaltason, f. 29. október 1964. Þau eiga þrjú börn. c) Kristín Helga, f. 13. maí 1975. 2) Þórunn, f. 28. apr- íl 1951, maki Ragnar Helgi Hall- dórsson, f. 1. ágúst 1951. Börn þeirra: a) Sigríður Halldóra, f. 26. maí 1969, maki Kristján Matthías- son, f. 10. apríl 1964. Þau eiga fjögur börn. b) Friðrik Pétur, f. 23. maí 1970, maki Svandís Gylfa- dóttir, f. 23. nóvember 1969. Þau eiga þrjú börn. c) Sigrún, f. 13. september 1973. Hún á tvær dæt- ur. d) Ragnar Halldór, f. 6. desem- ber 1976, maki Þórey Ástráðs- dóttir, f. 16. september 1975. Þau eiga tvær dætur. 3) Oddbjörg, f. 29. júní 1953, maki Erlendur Borgþórsson, f. 10. mars 1951. Synir þeirra: a) Guðjón Þór, f. 15. ágúst 1970. b) Elmar Þór, f. 8. maí Mamma sem að sefar, svalar, hlýjar, sem skilur þegar vakna kenndir nýjar. Sem fræðir, miðlar, metur, gefur trú. Mamma! Þetta allt saman varst þú. Í bliki tára blessum minning þína, hún bjart við okkur alla tíð mun skína, rödd þín, ástin, brosið hlýja og bjarta Mun bústað eiga innst í okkar hjarta. (Guðrún Jónína Magnúsdóttir.) Hún er falleg minningin sem við eigum um mömmu okkar. Hún er minning um mömmu sem var engri lík. Svo sannarlega var hún ekki bara mamma, hún var líka félagi, vinur og okkar besta vinkona þegar á reyndi. Til hennar var ætíð hægt að leita með hvað sem var, hvernig sem á stóð. Mamma hafði ótrúlega hæfileika til að halda utan um fjölskylduna sína og styrkja fjölskylduböndin. Henni var alltaf efst í huga velferð og hamingja allra í kring. Það var því ekki eingöngu fjölskyldan sem naut þessa heldur allt hennar samferða- fólk. Mamma var gæfurík kona, full af lífsfjöri, hamingju og andlegum þrótti sem smitaði allt hennar um- hverfi. Það var í þeim anda sem hún kvaddi okkur. Hún vissi að hverju stefndi en það breytti í engu þeirri miklu reisn sem yfir henni hvíldi allt til hinstu stundar. Við sem eftir lifum munum fara að því góða fordæmi sem mamma sýndi og gerði svo fallega með því að styðja og styrkja hvert annað með kærleik og umhyggju. Missir okkar er mikill, en missir pabba er mestur. Að leiðarlokum þökkum við mömmu allt það sem hún var okkur og fjölskyldum okkar. Við vitum að nú geymir hana algóður Guð. Ólafía Sigríður, Þórunn, Odd- björg, Anna Hulda, Sigrún Alda. Okkur langar með nokkrum orð- um að minnast elsku ömmu okkar og tengdaömmu, Sigrúnar Einars- dóttur. Didda, eins og hún var alltaf köll- uð, var einstaklega jákvæð og ynd- isleg manneskja og hvar sem hún fór var tekið eftir léttri lund hennar og hversu glæsileg kona hún var. Henni tókst alltaf að sjá það já- kvæða í fólki og hún var óspar á hrósyrði við þá sem hana umgeng- ust. Hún var mikil selskapsmann- eskja og naut hún sín hvergi betur en með stórfjölskyldunni enda var hún mjög stolt af sínu fólki. Við vorum svo lánsöm að fá að upplifa margar góðar stundir með henni og efst í minningunni eru fjölskyldu- mótin sem við fórum á sumrin, þá lék amma á als oddi eins og alltaf þegar fjölskyldan kom saman. Það var gott að koma á Tunguveginn og fá sér kaffi og eiga góðar samræður við þau hjón og alltaf fór maður endurnærður þaðan. Oft var margt fólk á Tunguveginum og var það ótrúlegt hversu vel þau fylgdust með fólkinu sínu og voru með allt á hreinu alveg fram á síðasta dag. Þær voru ófáar kvöldstundirnar sem þau eyddu fyrir framan texta- varpið og biðu spennt eftir úrslitum úr leikjum kvöldsins í körfunni. Þau fylgdust einnig vel með ungu kyn- slóðinni og voru tíðir gestir í íþróttahúsinu þegar barnabarna- börnin þeirra voru að keppa. Þau hjónin voru mjög samrýnd og er missir afa mikill. Við biðjum góðan Guð að veita afa styrk í hans miklu sorg og við þökkum Guði fyr- ir að hafa fengið að eiga allar þess- ar góðu stundir með ömmu Diddu. Friðrik Pétur og Svandís. Elsku amma á Tungó. Núna ertu komin til Göggu og margra vina þinna. Þú kvaddir okk- ur með frábærum minningum og þín er sárt saknað. En það er eitt sem ég veit og það er að ég á eftir að sjá þig aftur í framtíðinni og við eigum eflaust aftur eftir að skemmta okkur mikið saman eins og við gerðum alltaf þegar ég hitti þig. Það var alveg frábært hvað við hlógum saman þegar ég hitti þig og ég fékk alltaf hrós hjá þér þegar ég kom sem bætti sjálfstraustið mitt alveg helling. Maður gat séð ástina og hlýjuna í augunum á þér þegar þú horfðir á fólk sem þú talaðir við og mig líka. Þú alveg elskaðir að vera í kringum fólk, hlæja og heyra nýjustu fréttirnar. Það er ein minn- ing af mörgum sem ég man svo vel eftir. Ég var að spila við þig á spil og við hlógum svo mikið að ég þurfti að skríða inn á klósett svo ég pissaði ekki bara í buxurnar. Ég vil þakka þér fyrir allar minningarnar sem ég á um þig og hlakka til að hitta þig í framtíðinni. Megi englar guðs vera með þér, hvíldu í friði. Þitt langömmubarn, Andrea Ösp. Nú er komið að kveðjustund, elsku amma mín. Það er margs að minnast og svo margt sem ég er þakklát fyrir. Þú hefur verið fastur punktur í lífi okkar og verið hluti af okkur og eru minningarnar því margar. Ég var alltaf svo stolt af því að eiga svona glæsilega ömmu, þú varst líka alltaf svo jákvæð og í góðu skapi. Það var alltaf svo gott að kíkja inn til ykkar afa, bæði í sumarbú- staðinn og á Tungó í spjall og kaffi. Þú hafðir einstaklega góða nær- veru, enda sást það því mjög gest- kvæmt er alltaf hjá ykkur á Tungu- veginum og fjölskyldan dugleg að kíkja við. Það fór aldrei á milli mála hve stolt og ánægð þú varst með þitt fólk, þú fylgdist vel með því af áhuga sem við vorum að gera og varst dugleg að hrósa okkar. Það var ósjaldan kallað í þig þeg- ar verið var að flytja í nýtt húsnæði til að fá hjálp við að stílisera heim- ilið. Þú varst líka einstök smekkkona og það varð að fá ömmu til að segja manni hvar ætti að hengja upp myndirnar. Þið afi hafið líka alltaf verið boð- in og búin að hjálpa til ef á hefur þurft að halda og verð ég ykkur alltaf þakklát fyrir það. Dagný Lilja naut góðs af því þeg- ar hún fékk að koma heim til ykkar eftir skóla í 3ja bekk og afi hjálpaði henni og Dagmar að læra. Ég vil fá að þakka þér fyrir sam- fylgdina, það hafa verið forréttindi að fá að fylgja þér. Ég veit að þú ert núna komin á góðan stað í faðmi ástvina þinna og þið Gagga hafið sameinast á ný. Við skulum hugsa vel um afa sem hefur misst svo mikið. Hvíldu í friði, amma mín, Þín, Sigríður Halldóra. Elsku hjartans amma mín, nú er komið að kveðjustund. Söknuðurinn er mikill en ég veit og trúi að þú sért komin á góðan stað. Þær eru margar minningarnar sem fljúga í gegnum hugann þessa dagana. Ég er svo lánsöm að hafa átt margar góðar stundir með þér. Þú varst líka svo einstaklega dug- leg að halda sambandi, það skipti engu máli hvar ég var stödd í heim- inum. Ég verð ævinlega þakklát fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig. Ég kveð þig nú með ljóði sem er táknrænt fyrir okkur. Gaman væri að gleðja hana ömmu og gleðibros á vanga hennar sjá, því amma hún er mamma hennar mömmu og mamma er það besta sem ég á. Í rökkrinu hún segir mér oft sögur, svæfir mig er dimma tekur nótt, syngur við mig kvæði fögur, þá sofna ég bæði sætt og vært og rótt. (Björgvin Jörgensson) Þín minning lifir í hjarta mér. Þín, Hafdís. ,,Mér líður vel. Það er farið svo vel með mig hérna,“ sagði Didda við mig þegar við Sofía heimsóttum hana á Landspítalann rétt fyrir jól- in. Ekki er ég viss um að líðanin hjá Diddu hafi verið góð. Eftir stutta legu á spítala var hún látin. Mér fannst þessi setning lýsa Diddu vel. Bjartsýn og jákvæð þó hún væri komin veik á spítala. Reynt að sjá jákvæðu hliðarnar á málunum. Þau Didda og Friðrik bjuggu lengst af á Tunguveginum í Njarð- vík. Heimilið var oft eins og félags- heimili. Þangað komu jafnt hinir yngri sem eldri í heimsókn. Enginn kom öðruvísi en að vera trakteraður á því sem var við hæfi hverju sinni, hvort sem það var kvölds eða morgna. Fyrstu minningarnar eru úr brúðkaupi á Tunguvegi 4. Síðan voru það afmæli, fermingar, eða bara morgunkaffi þegar maður átti leið hjá og þá voru málin rædd. Didda hafði skoðanir á hlutunum og var gaman að koma í heimsókn og ræða við þau hjónin það sem var efst á baugi hverju sinni. Eftirtekt- arvert var að koma í heimsókn og heyra hversu vel þau hjónin fylgd- ust með því sem var efst á baugi hverju sinni. Didda og Friðrik komu alltaf vel fyrir, voru glæsilegt par. Litu út eins og heimsborgarar, bæði í útliti, framkomu og fasi. Ekki mátti milli sjá hvort þau væru betri gestir eða gestgjafar. Didda gaf alltaf af sér. Var ekki að spara hvatningu eða hrós þegar það átti við. Ekki var hægt að hugsa sér skemmtilegri heimsóknir en að fá þau hjónin í heimsókn. Það voru alltaf tilhlökkunarstund- ir að fá að fara upp í sumarbústað til Diddu og Friðriks í Borgarlund þegar maður var yngri. Þar dvöldu þau oft og hin síðari ár var verið í bústaðnum svo vikum skipti. Alltaf jafn gaman að koma þangað og njóta samverustunda með þeim hjónum. Alltaf var tekið jafn vel á móti öllum. Mig langar að þakka Sigrúnu Einarsdóttur fyrir skemmtilegar stundir og viðkynningu, og bið guð að blessa minningu hennar. Jón Einarsson. Það er eitt sem er öruggt og við vitum öll, að við verðum að kveðja þetta líf hér á jörð, en alltaf erum við jafnundrandi þegar við fréttum að vinir okkar kveðja. Þannig var það með mig þegar ég frétti lát minnar kæru vinkonu Diddu á Borg, eins og hún var alltaf kölluð. Við vorum búnar að vera vinkonur frá því við vorum litlar stelpur, sátum saman allan barnaskólatíma okkar. Þegar kom að fermingu okkar vorum við 20 sem áttum að fermast 26. maí 1938 á uppstigningardag. Eftir það kemur tími sem unglingar eru uppteknir við sínar framtíðar- áætlanir að læra, vinna og síðan stofna sín eigin heimili með maka og börnum. En eitthvað hefur fermingarheitið okkar snert við okkur og Guð haldið sinni verndarhendi yfir okkur. Eftir 50 ár bar 26. maí upp á uppstigning- ardag, hittist hópurinn þá að til- mælum Ólafs Björnssonar, sem er upphafsmaður að myndun hópsins okkar. Á hann heiður skilið fyrir það og framhald hópsins. Næst liðu 10 ár þar til við hitt- umst aftur, en eftir það var ákveðið að hittast á hverju vori. Viljum við þessi hópur þakka Guði fyrir Diddu, alla hennar velvild, hlýju og ein- lægni. Hún var alltaf hvetjandi og stólpinn í hópnum, allt lifnaði við þegar Didda birtist. Tvisvar bauð hún okkur öllum í dýrðlega veislu í sumarbústað þeirra hjóna, þeim stundum gleym- um við aldrei. Síðast hittumst við á heimili þeirra hjóna síðastliðið sum- ar í sambandi við Ljósanótt í Kefla- vík. Þá fannst Diddu sjálfsagt að bjóða okkur í veislu á sitt heimili, þannig var hennar hugarþel. Það hefur fækkað ört í hópnum okkar núna, við erum aðeins níu eftir af 20. Þetta ár verður 70 ára ferming- arafmæli. Hvað við verðum mörg þá er allt í hendi Guðs. Fyrir hönd okk- ar fermingarsystkina færum við innilegar þakkir, fyrst og fremst Guði, sem hefur varðveitt okkur fram á þennan dag og allt sem við fengum að njóta með Diddu. „Drott- inn blessi minningu hennar.“ Biðj- um Guð að styrkja eiginmann henn- ar, dætur, tengdasyni og allan stóra barnahópinn, sem henni var svo kær. Sá vinur er hjá mér, er huggar mig senn, og hjálpar í sárustu neyð. Sá vinur er Jesús, hann elskar mig enn hann elskar í lífi og deyð. Hann yfir mér vakir á ævinnar braut og aldrei hann þreytist, sem ég hann gengur við hlið mér í gleði og þraut og gefur mér ljós á minn veg. Kær kveðja til fjölskyldunnar. Sigríður Jónsdóttir. Í örfáum orðum langar okkur systur að minnast Sigrúnar Einars- dóttur, „Diddu á móti“, eins og við kölluðum hana gjarnan enda bjugg- um við sitt hvorum megin við Tunguveginn. Við vorum á aldrinum 6-14 ára þegar við fluttum í götuna, í húsið á móti Diddu og Friðriki og Didda varð eiginlega strax frá fyrsta degi mikil vinkona okkar enda sýndi hún í góðsemi sinni og af hjartagæsku óbilandi áhuga á því sem við tókum okkur fyrir hendur í lífinu og fylgdist vel með okkur allt til síðasta dags. Hvort sem um var að ræða útskriftir, brúðkaup, barn- eignir eða aðra stórviðburði í okkar lífi fengum við alltaf góðar kveðjur og oftar en ekki óvæntar gjafir sendar frá þeim heiðurshjónum. Við trítluðum yfir götuna til að sýna þeim nýfædd börn og barnabarn og alltaf var jafn vel tekið á móti okkur með góðum kveðjum og þökkum. Við systur þökkum fyrir að hafa fengið að kynnast Diddu og sendum Friðriki og börnum þeirra og af- komendum okkar innilegustu sam- úðarkveðjur, nú þegar Diddu nýtur ekki við á Tunguveginum, sem ekki verður samur án hennar. Minningin um góða konu lifir áfram í hjörtum okkar. Helga Sigrún, Jóa, Brynja og Harpa Harðardætur. Sigrún Einarsdóttir  Fleiri minningargreinar um Sig- rúnu Einarsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Morgunblaðið birtir minning- argreinar alla útgáfudagana. Lengd | Minningargreinar séu ekki lengri en 3.000 slög (stafir með bilum - mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim sem kvaddur er virðingu sína án þess að það sé gert með langri grein. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli, sem nánustu aðstandendur senda inn. Þar koma fram upplýs- ingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, fæddist, hvar og hve- nær hann lést, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvað- an útförin fer fram og klukkan hvað athöfnin hefst. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.