Morgunblaðið - 11.01.2008, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 11.01.2008, Blaðsíða 8
ATHUGUN Vegagerðarinnar á þeim kosti að Sundabraut verði lögð í jarðgöng hefur leitt í ljós að sú lausn er tæknilega möguleg en kostnaður- inn er hins vegar mun meiri en áður var talið, eða 24 milljarðar króna með vegtengingum. Jarðgangalausn væri því um níu milljörðum króna dýrari kostur en svokölluð eyjalausn. Þetta kemur fram á vef Vegagerð- arinnar sem segir að fyrir þennan mismun megi gera mislæg gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrar- brautar, leggja Miklubraut í stokk vestur fyrir Lönguhlíð og Kringlu- mýrarbraut í stokk suður fyrir Listabraut. Auk þess yrði rekstrar- kostnaður ganganna töluverður og mun meiri en til dæmis af Hvalfjarð- argöngum, enda er í raun um tvenn Sundagöng að ræða og öryggiskröf- ur yrðu ríkari vegna margfalt meiri umferðar. Vegagerðin áætlar að rekstur Sundaganga myndi kosta að minnsta kosti 200 milljónum króna meira á ári en eyjalausnin. Vegagerðin segir að eyjalausnin feli ekki í sér að umferð aukist um Skeiðarvog eins og íbúar óttist þótt Sundabrautin muni að sjálfsögðu breyta umferðinni hvar sem brautin verði lögð. Röskunin verði eigi að síður mun meiri með jarðgöngum en eyjalausn. Vegagerðin kveðst ekki geta mælt með því að jarðgangalausnin verði valin þar sem eyjalausnin sé mun betri kostur tæknilega, fjárhagslega og hvað umferðina áhrærir. Eyja- lausnin gefi miklu meiri arðsemi af því fjármagni sem til fram- kvæmdanna sé varið. Vegagerðin segir afstöðu sína al- veg skýra og nú sé komið að stjórn- málamönnum að taka af skarið um hvaða lausn verði valin og hvernig skipta eigi kostnaðinum. Jarðgangalausn Svona yrði Sundabrautin ef hún yrði lögð í jarðgöng. Göng 9 milljörðum dýrari 8 FÖSTUDAGUR 11. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR EINAR Skúlason, forstöðumaður Alþjóðahúss, segist hafa á tilfinn- ingunni að meiri hreyfing sé á út- lendingum sem hér hafa stundað vinnu en verið hefur undanfarin ár. Margir séu á heimleið, ekki bara út- lendingar, sem starfað hafa við upp- byggingu álvers og virkjunar á Austurlandi. Einar segist ekki heyra frá út- lendingum að þeir eigi erfiðara með að fá vinnu hér á landi þrátt fyrir umrót í efnahagsmálum. „Ég hef samt á tilfinningunni að það sé meiri hreyfing á fólki nú en áður. Það er eins og það séu fleiri að fara heim en koma hingað. Kannski eru tæki- færin hér á landi ekki eins mikil og þau voru,“ sagði Einar. Einar sagði að tækifæri væru að aukast fyrir fólk í Póllandi og það gæti verið að það hefði áhrif á fólk sem væri bundið heimahögunum. Einar sagði að undanfarin ár hefðu um átján þúsund útlendingar komið til landsins. Það gleymdist hins vegar oft í umræðunni að meirihluti þessa fólks væri hér bara tímabundið og sneri aftur eftir nokkurra mánaða eða missera vinnu. Árið 2007 hefði nettófjölg- unin aðeins verið tæplega þrjú þús- und manns. Einar sagði að í fyrrasumar hefðu verið fréttir í Póllandi um að hægt væri að fá vel launaða vinnu á Ís- landi við ýmis störf. Hann sagði dæmi um nokkuð ýktar fréttir af stöðu mála á Íslandi. Það fylgdi ekki alltaf sögunni hvernig húsnæðisverð og almennt verðlag væri á Íslandi. Meiri hreyfing á útlend- ingum hér á landi en áður Í HNOTSKURN »Samkvæmt upplýsingum fráVinnumálastofnun er talið að á þessu ári hafi um 18.000 útlend- ingar verið á vinnumarkaði hér á landi, en til samanburðar voru að jafnaði 13-14.000 útlendingar í vinnu á Íslandi á árinu 2006. Samfylkingin heldur flokks- stjórnarfund á morgun, laug- ardag, kl. 13 í Hlégarði, Mos- fellsbæ. Á fund- inum mun Ingi- björg Sólrún Gísladóttir, for- maður flokksins, flytja ávarp og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri mun innleiða pallborðsumræður undir yfirskriftinni „Brýnustu verkefni Samfylkingarinnar“ með þátttöku bæjarstjóranna Lúðvíks Geirssonar, Svanfríðar Jónasdóttur og Ragnheiðar Hergeirsdóttur. Ráðherrar munu svara spurning- um flokksmanna. Málefnanefndir flokksins funda að morgni þar sem flokksmenn geta tekið þátt í stefnu- mótunarvinnu í helstu málaflokk- um. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Samfylkingin heldur fund Eftir Davíð Péturssonog Andra Karl ENGAN sakaði í eldsvoða sem upp kom á Hvanneyri í gærmorgun. Tveir karlmenn voru handteknir vegna gruns um að hafa kveikt í, en öðrum manninum var sleppt um miðjan dag. Hinn sætti yfirheyrslum lögreglunn- ar á Borgarnesi fram eftir kvöldi. Einnig voru nokkur vitni yfirheyrð vegna málsins. Á fimmta tímanum í gærmorgun varð eldur laus í parhúsi við Sóltún á Hvanneyri. Einn karlmaður býr í íbúðinni og komst hann út með því að brjóta rúðu og skríða þar út, en húsið var fullt af sóti og reyk. Kallaði hann á hjálp í næsta húsi og þaðan var óskað eftir lögreglu og slökkviliði. Svo vel vildi til að einn slökkviliðs- maðurinn á Hvanneyri, Guðmundur Hallgrímsson, var með mörg fullhlað- in slökkvitæki í bíl sínum, sem áttu að fara upp í Hvítársíðu í gær. Hann fór að húsinu og þegar hann sá að slökkviliðsbíllinn var rétt ókominn braut hann rúðu í herberginu sem eldurinn logaði í, og með snarræði var hann nánast búinn að slökkva eldinn, sem logaði í sófa og stól, með því að tæma úr tveimur tækjum. Lögreglan af höfuðborgar- svæðinu aðstoðar Slökkviliðsstjórinn á Hvanneyri, Kristján Pétursson, fór síðan inn í húsið, búinn reykköfunartækjum, með vatnsslöngu úr bílnum og drap í þeirri glóð sem eftir var. Slökkviliðs- starfið gekk mjög vel og var lokið fyr- ir kl. 5. Eldurinn var staðbundinn og húsnæðið skemmdist ekki mikið, nema af völdum sóts og reyks. Engar skemmdir urðu á hinni íbúðinni í hús- næðinu. Líkt og áður segir leikur grunur á íkveikju og er málið rannsakað sem slíkt. Tæknideild lögreglunnar á höf- uðborgarsvæðinu aðstoðar lögregl- una í Borgarnesi við rannsóknina og kom hún á vettvang í gær og lokaði allstóru svæði í kringum húsið. Fréttaritari fékk því ekki leyfi til að koma nálægt húsinu, vegna rann- sóknarvinnu lögreglu. Kveikt var í íbúðar- húsnæði á Hvanneyri Morgunblaðið/Davíð Pétursson Rannsókn Lögreglumenn úr tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæð- inu rannsökuðu vettvang, en grunur leikur á að um íkveikju sé að ræða. Morgunblaðinu hefur borist eft- irfarandi yfirlýs- ing Árna M. Mathiesen, setts dómsmálaráð- herra við skipun dómara í héraðs- dóma Norður- lands eystra og Austurlands, vegna greinar- gerðar dómnefndar um hæfi um- sækjenda: „Í tilefni greinargerðar sem dómnefnd, skv. 12. gr. laga nr. 15/ 1998 um dómstóla, sendi frá sér í gær 9. janúar 2008 vegna skipunar dómara í Héraðsdóm Norðurlands eystra og Héraðsdóm Austurlands er óhjákvæmilegt að koma að nokkrum athugasemdum. Nefndin fer rangt með þegar hún heldur því fram að það sé einsdæmi að ráðherra fari ekki að áliti nefndarinnar. Um það eru bæði nýleg og eldri dæmi. Einu gildir hversu mikill munur er á áliti nefndarinnar og nið- urstöðu ráðherrans. Staðreyndin er sú að það er ekki einsdæmi að ekki sé farið að áliti nefndarinn- ar. Ráðherra ber í störfum sínum að taka sjálfstæða afstöðu til mála sem fyrir hann eru lögð og meta sjálfstætt álit hinna ýmsu nefnda sem vinna að undirbúningi mála fyrir hann. Það er ráðherrann sem hefur skipunarvaldið og þar með ábyrgðina og hvorugu getur hann afsalað sér. Honum ber að fara eftir eigin sannfæringu í sérhverju máli en ekki sannfæringu annarra. Í þessu tilfelli telur ráðherrann að gallar hafi verið á umsögn dóm- nefndar sem hafi verið ógagnsæ, lítt rökstudd og innra ósamræmis gætt við mat á reynslu sem hin ýmsu störf gefa. Dómnefndin hef- ur auðvitað þann lýðræðislega rétt að hafa skoðun á niðurstöðu og rökstuðningi ráðherrans en ráð- herranum ber beinlínis skylda til þess að hafa skoðun á umsögn nefndarinnar og fara eftir eigin mati við skipun í embættið ef hann greinir á við nefndina. Dómnefndin starfar eftir reglum sem byggðar eru á dómstólalögum frá 1998. Greinilegt er að nefndin hefur misskilið hlutverk sitt og tel- ur sig hafa vald sem hún hefur ekki því í 7. gr. reglnanna segir: „Umsögn nefndarinnar er ekki bindandi við skipun í embætti hér- aðsdómara“.“ Ráðherra segir dómnefnd misskilja hlutverk sitt Árni M. Mathiesen  Meira á mbl.is/ítarefni PÉTUR Kr. Haf- stein, formaður dómnefndar um dómstóla, segir að í yfirlýsingu sem Árni M. Mathiesen, sett- ur dóms- málaráðherra, sendi frá sér í gær séu slíkar rangfærslur að nefndin vilji ekki elta ólar við þær í fjölmiðlum. Árni skipaði Þorstein Dav- íðsson í embætti dómara við Hér- aðsdóm Norðurlands eystra og Austurlands en dómnefnd taldi þrjá aðra umsækjendur hæfari. Nefndin mun ekki aðhafast frek- ar í málinu, að sögn Péturs, og vísar í greinargerð en frétt um hana birtist í Morgunblaðinu í gær. Rangfærslur í yfirlýsingu ráðherra Pétur Kr. Hafstein RÚMLEGA 105 þúsund flugvélar fóru um íslenska flugstjórnar- svæðið árið 2007 og er það 7,7% aukning frá árinu á undan. Farþeg- ar í innanlandsflugi fóru yfir hálfa milljón og er það einnig talsverð aukning frá fyrra ári. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Flugstoðum ohf. sem hafa nú lokið sínu fyrsta starfsári. Íslenska flugstjórnarsvæðið er um 5,4 milljónir ferkílómetrar að stærð. Það nær frá Greenwich- lengdarbaugnum í austri og vestur fyrir Grænland, frá Norðurpólnum og suður fyrir Færeyjar, langleið- ina til Skotlands. 289 flugvélar fóru um svæðið á dag að jafnaði og voru 32% þeirra í flugi til eða frá Íslandi. Á síðustu fjórum árum hefur um- ferð um íslenska flugstjórn- arsvæðið aukist að meðaltali um 7,6% á ári. Á sama tímabili hefur flugumferð yfir Norður-Atlants- hafið aukist um 5,2% á ári að með- altali. Um 47% farþega í innanlands- flugi fóru um Reykjavíkurflugvöll, 22% um Akureyrarflugvöll, 16% um Egilsstaðaflugvöll, 5% um Ísafjarð- arflugvöll og 5% um Vestmanna- eyjaflugvöll. Mest aukning í innan- landsflugi var á flugleiðunum á milli Reykjavíkur og Akureyrar þar sem farþegafjöldi fór yfir tvö hundruð þúsund. Morgunblaðið/Kristinn Fjöldi Farþegar voru yfir 200 þús. á milli Reykjavíkur og Akureyrar. 105 þúsund vélar fóru um íslenska flugstjórnarsvæðið Undrast ákvörðun Borg- arleikhúss BORGARFULLTRÚAR sjálfstæð- ismanna lögðu fram eftirfarandi bókun í menningar- og ferða- málaráði Reykjavíkur í fyrradag en meirihlutinn stóð ekki að bók- uninni. „Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í menningar- og ferðamálaráði Reykjavíkurborgar lýsa yfir undrun sinni á því að einn helsti leiklistargagnrýnandi landsins hafi verið tekinn af boðslista frumsýningargesta í Borgarleik- húsinu, að því er virðist vegna óánægju með skrif hans. Mik- ilvægt er að Borgarleikhúsið, sem rekið er fyrir skattfé Reyk- víkinga, kappkosti að vera í sam- bandi við leiklistargagnrýnendur dagblaðanna og gæti jafnræðis gagnvart þeim varðandi aðgang að frumsýningum, jafnvel þótt stjórnendur hússins kunni að vera ósáttir við skrif einstakra manna.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.