Morgunblaðið - 15.01.2008, Qupperneq 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 15. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
armenn hans hefðu verið á hótelinu.
„Ég get staðfest að norski utanrík-
isráðherrann var ekki aðalskotmark-
ið,“ sagði talsmaðurinn, Salah Adin
al-Ayoupi. Hann bætti við að erlendar
sendinefndir gistu oft á hótelinu og
árásin hefði beinst að öllum sem
tengdust Atlantshafsbandalaginu.
Íslendingarnir voru í
bækistöðvum NATO
Anna Jóhannsdóttir, forstöðumað-
ur íslensku friðargæslunnar, sagði í
samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi
að þrettán starfsmenn friðargæsl-
unnar hefðu verið staddir í Kabúl
þegar árásin var gerð. Enginn Íslend-
inganna hefði verið nálægt hótelinu.
Þrír Íslendinganna voru í höfuð-
stöðvum Atlantshafsbandalagsins og
tíu í bækistöðvum bandalagsins á
flugvellinum í Kabúl. „Þau eru öll inn-
an verndarsvæðis NATO og varinna
bækistöðva bandalagsins, en ekki á
stöðum sem diplómatar nota,“ sagði
Anna. Aðspurð kvaðst hún ekki telja
ástæðu til að óttast um öryggi Íslend-
inganna „umfram það sem venjulegt
er“ í Afganistan.
Fréttastofan AP sagði að svo virtist
sem árásin hefði aðallega beinst að
heilsu- og líkamsræktarstöð hótels-
ins.
Støre var að hefja fund með tals-
manni afganskra mannréttindasam-
taka þegar árásin var gerð og fór
ásamt öðrum gestum í sprengjuheld-
an sal í kjallara hótelsins.
Auk norska blaðamannsins beið
einn Bandaríkjamaður bana en ekki
var skýrt frá þjóðerni annarra sem
létu lífið í árásinni.
Árás á hótel í Kabúl
kostaði sex lífið
Norskur blaðamaður á meðal þeirra sem biðu bana. Utanrík-
isráðherra Noregs var staddur á hótelinu en særðist ekki
Í HNOTSKURN
» Talibanar gerðu yfir 140sprengjuárásir í Afganistan á
liðnu ári og þær kostuðu að
minnsta kosti 200 óbreytta borg-
ara lífið. Árásin í gær var sú
fyrsta sem gerð hefur verið inni
á hóteli í Kabúl frá árinu 2001.
» Norðmenn hafa sent um 500hermenn til Afganistans.
Jens Stoltenberg, forsætisráð-
herra Noregs, sagði að árásin í
gær sýndi að Norðmenn og aðrar
NATO-þjóðir þyrftu að halda
áfram friðargæslu í landinu.
AP
Blóðsúthellingar Bandarískir hermenn ganga í áttina að Serena-hótelinu í Kabúl eftir árás talibana sem kostaði
a.m.k. sex manns lífið í gær. Hótelið var opnað í nóvember 2005 og þykir glæsilegasta hótel borgarinnar.
Eftir Boga Þór Arason
bogi@mbl.is
AÐ MINNSTA kosti sex manns lágu
í valnum eftir árás liðsmanna taliban-
hreyfingarinnar á glæsihótel í Kabúl í
gær. Á meðal þeirra sem biðu bana
var norskur blaðamaður sem lést af
sárum sínum á sjúkrahúsi í gær-
kvöldi.
Jonas Gahr Støre, utanríkisráð-
herra Noregs, var staddur á hótelinu
þegar árásin var gerð en særðist ekki.
Starfsmaður norska utanríkisráðu-
neytisins var á meðal sex manna sem
særðust alvarlega þegar talibanarnir
réðust inn í hótelið vopnaðir
sprengjubelti, handsprengjum og
rifflum.
Fréttastofan AP hafði eftir Ban Ki-
moon, framkvæmdastjóra Sameinuðu
þjóðanna, að hann teldi að tilræðis-
mennirnir hefðu ætlað að ráða norska
utanríkisráðherrann af dögum.
Norskir embættismenn sögðu hins
vegar ekkert benda til þess að svo
væri.
Norski netmiðillinn Nettavisen
hafði eftir talsmanni talibana að þeir
hefðu ekki vitað að Støre og fylgd-
EF Bandaríkjamenn draga herafla
sinn of fljótt frá Írak mun það valda
nýjum og hrottalegum átökum milli
fylkinga í landinu, að sögn Sheikh
Ahmed Abu Reesha, leiðtoga sam-
taka súnnítahópa í Anbar-héraði,
er berjast nú gegn al-Qaeda. Hér-
aðið var áður helsta vígi uppreisn-
armanna sem börðust gegn Banda-
ríkjamönnum og stjórninni í
Bagdad.
George W. Bush Bandaríkja-
forseti sagði á laugardag að stefnt
væri að því að kalla heim frá Írak
allt að 30.000 manna lið fyrir júní-
lok. Sheikh Ahmed sagði íraska
herinn ekki færan um það enn þá
að tryggja öryggi landsmanna.
„Ríkisstjórnin og þjóðin hafa ekki
efni á því að vera án aðstoðar
Bandaríkjamanna,“ sagði hann.
Sheikh Ahmed tók við leiðtoga-
embættinu í september eftir að
þjóðkunnur bróðir hans, Sheikh
Abdul Sattar Abu Reesha, var
myrtur. Samtökin sem hinn fallni
leiðtogi stofnaði, Anbar vaknar, er
þakkað að ofbeldi í héraðinu hefur
minnkað mjög og ekki síst í borg-
inni Ramadi sem var að miklu leyti
lögð í rúst þegar bandarískir her-
menn börðust þar við íraska þjóð-
ernissinna og al-Qaeda liða. Má
nefna að fjöldi vegsprengjuárása
hefur minnkað um 90% á einu ári,
að sögn Bandaríkjamanna.
Reuters
Við öllu búinn Íraskur herlögreglumaður á verði við helgistaði sjía-
múslíma í borginni Kerbala um helgina, hópur pílagríma í baksýn.
Súnnítaleiðtogi vill að Banda-
ríkjamenn fari ekki of fljótt
LEIÐTOGAR Þjóðarflokks Pakist-
ans, flokks stjórnarandstæðingsins
Benazir Bhutto, sem myrt var í des-
ember, gefa nú í skyn að þeir geti
hugsanlega starfað með Pervez
Musharraf forseta eftir þingkosn-
ingarnar 18. febrúar. „Allt kemur
til greina,“ sagði talsmaður flokks-
ins er hann var spurður um slíkt
samstarf.
Eiginmaður Bhutto, Asif Ali Zar-
dari, er nú í reynd leiðtogi flokksins
og hefur hann tjáð sig með svip-
uðum hætti um samvinnu við for-
setann. Sumir Þjóðarflokksmenn
sökuðu fyrst eftir morðið Mushar-
raf og stjórn hans um að hafa ekki
veitt Bhutto nægilega vernd og
gengu svo langt að segja leyniþjón-
ustuna hafa átt aðild að tilræðinu.
Kröfur um afsögn Musharrafs
hafa farið vaxandi og hefur Þjóð-
arflokkurinn tekið eindregið undir
þær. Búist er við að Þjóðarflokk-
urinn vinni góðan sigur í þingkosn-
ingunum en jafnframt að enginn
flokkur hreppi meirihluta.
Reuters
Leiðtogi Zardari á blaðamanna-
fundi, mynd af Bhutto á veggnum.
Samstarf við
Musharraf?
UPPREISNARMENN úr röðum
múslíma felldu átta taílenska her-
menn í suðurhluta landsins í gær.
Sprengju hafði verið komið fyrir á
vegi sem þeir óku um.
Átta féllu
VÍTALÍ Kalojev hefur verið gerður
að aðstoðarráðherra N-Ossetíu.
Kalojev myrti á sínum tíma dansk-
an flugumferðarstjóra sem hann
kenndi um flugslys árið 2002.
Nýr ráðamaður
FORSETI herráðs Bandaríkjanna,
Michael Mullen, segir að loka ætti
Guantanamo-búðunum vegna þess
álitshnekkis sem þær valdi þjóðinni
en ekki séu neinar áætlanir fyrir
hendi um slíkar aðgerðir.
Vill loka búðunum
ÖFLUG samtök ítalskra bænda
sögðu í gær að neysla á mjólk og
kjöti klónaðra dýra myndi vera allt
of áhættusöm fyrir fólk þótt ESB
virðist nú ætla að leyfa afurðirnar.
Gegn klónavörum
Einrækt Fyrsta klónaða kindin, Dolly.
SPRENGJUTILRÆÐI var gert rétt
við fundarstað 50 þúsund manna úr
ýmsum flokkum í Katmandu í Nep-
al í gær og særðust fimm manns.
Þingkosningar verða 10. apríl.
Tilræði í Nepal
STUTT
HELLUBÚAR!
Frá Hellu er ekki bara hægt að fara á Njáluslóðir heldur einnig vinningshafaslóðir.
84 vinningshafar í Happdrætti Háskólans á síðasta ári bera þess vitni.
– Vertu með og fáðu þér miða á hhi.is eða hjá umboðsmanni.
TIL HAMINGJU
EFTIR að Nicolas og Cecilia Sar-
kozy skildu fyrir þremur mánuðum
fór hann út með hverri konunni á
fætur annarri, duflaði á nætur-
klúbbum og söng í karaoke til
klukkan fjögur á morgnana þegar
stéttarfélög höfðu hafið hrinu verk-
falla til að mótmæla áformum hans
um breytingar á lífeyriskerfinu.
Þetta og fleiri ásakanir eru hafð-
ar eftir forsetafrúnni fyrrverandi í
ævisögunni „Cec-
ilia“ sem blaða-
konan Anna Bitt-
on, fyrrverandi
vinkona hennar,
skrifaði.
Cecilia reyndi
að koma í veg
fyrir útgáfu bók-
arinnar en dóm-
stóll í París synj-
aði beiðni hennar um lögbann á
föstudaginn var. Lögfræðingar
hennar neituðu því ekki að hún
hefði viðhaft ummælin um forsetann
en lögðu áherslu á að hún hefði sagt
þetta í trúnaði.
Í bókinni er meðal annars haft
eftir Ceciliu Ciganer, eins og hún er
nú nefnd, að Sarkozy sé „flagari“ og
„nirfill“ sem elski „engan, ekki einu
sinni börnin sín“. „Hann er ekki
eins og forseti, hann á við hegð-
unarvanda að stríða,“ er haft eftir
forsetafrúnni fyrrverandi.
Tvær aðrar bækur eftir blaða-
menn hafa verið gefnar út um
hjónaband forsetans og Ceciliu Cig-
aner sem er sögð hafa haft mikil
áhrif á stjórnmálaferil forsetans og
ákvarðanir hans.
„Eins og James Bond-stúlka“
Í annarri bókanna segja blaða-
mennirnir Michael Darmon og Yves
Derai að þegar þau voru að skilja í
október hafi Cecilia afhent forset-
anum lista yfir það sem hann ætti
að gera og hvað hann ætti að forð-
ast til að ná árangri í forsetaemb-
ættinu. „Sagt er að hún hafi líka
minnst á nöfn manna sem hann ætti
aldrei að treysta en líka þeirra
dyggu stuðningsmanna sem hann
gæti treyst.“
Blaðamennirnir fjalla einnig um
þátt Ceciliu í því að fá yfirvöld í
Líbýu til að leysa sex búlgarska
hjúkrunarfræðinga úr haldi í fyrra.
Forsetaembættið hefur gert lítið úr
þætti hennar í málinu en blaða-
mennirnir segja að hún hafi stjórn-
að „aðgerðinni eins og James Bond-
stúlka“.
Sarkozy lýst sem flagara og
sjálfselskum nirfli í nýrri bók
Cecilia Ciganer