Morgunblaðið - 15.01.2008, Side 16

Morgunblaðið - 15.01.2008, Side 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 15. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Reyðarfjörður | Eimskipafélagið er nú með reglubundnar áætlunarsigl- ingar til Reyðarfjarðar. Skipakoma er vikulega í Mjóeyrarhöfn við ál- verið. Fyrsta skipið á hinni nýju áætlun var Lómur, sem kom frá Reykjavík með almenna innflutn- ingsvöru fyrir álverið. Skipið sigldi svo til Færeyja og Englands með ferskan og frosinn fisk. Lómur og systurskip hans Blikur munu sigla til skiptis til Reyðarfjarðar. Fleiri skip eru að taka upp áætl- unarsiglingar til Austurlands, en Smyril Blue Water, frakthluti Nor- rönu, ætlar að setja flutningaskip á sömu áætlun og Norrænu því ferjan annar ekki þeim vöruflutningum sem henni standa til boða. Flutn- ingaskipið siglir á áætlun 19. jan- úar og kemur til Seyðisfjarðar viku síðar. Ferjan kemur á þriðjudögum og fer á miðvikudögum. Eimskip á áætlun/ Smyril Blue Water bætir við skipi LANDIÐ Seyðisfjörður | Ekki er úti um allar bíósýningar í Austurlandsfjórð- ungi, þrátt fyrir að Fjarðabíó á Reyðarfirði hafi sl. haust lagt upp laupana. Seyðfirðingar hafa nú ákveðið að endurreisa starfsemi Herðubreið- arbíós, en fáar sýningar hafa verið þar undanfarið þar sem tækjakost- ur var orðinn tæknilega úreltur. Bæjarráð ákvað í byrjun árs að verja þremur milljónum króna til kaupa á öllum búnaði bíósins á Reyðarfirði utan sýningarvéla og er nú unnið að uppsetningu bún- aðarins. Vonast Seyðfirðingar til að bíóið komist í gang í næsta mánuði. Bíófúsir á Austur- landi geta brátt tekið gleði sína VEGAGERÐIN hefur auglýst drög að tillögu að matsáætlun vegna fyrirhugaðra framkvæmda á Axarvegi í Fljótsdalshéraði og Djúpavogshreppi. Er áætlað að byggja 18 km langan nýjan veg yfir Öxi, milli hringvegar í Skrið- dal og hringvegar í Berufirði. Um er að ræða uppbyggðan heils- ársveg, tiltölulega brattalítinn þar sem mesti halli verður á bilinu 7-9 gráður (álíka brattur og um Fagradal), en er nú allt að 16 gráður þar sem brattast er. Vegstæðið verður á svipuðum slóðum og nú er. Verklok eru áætluð 2011. Endurbætur á Öxi munu stytta veginn um 2-3 km en hann verð- ur væntanlega einnig fljótfarnari en nú er. Leiðin um Öxi frá Djúpavogi til Egilsstaða er rúm- um 60 km styttri en ef farið er um Breiðdalsheiði og rúmlega 70 km styttri en leiðin um Fáskrúðs- fjarðargöng. Þá líst Reyðfirð- ingum sumum vel á að komast Þórudalsheiðina yfir á Öxi og þannig suður um. Unnt er að skoða tillöguna á vefnum www.vegagerdin.is og getur almenningur gert at- hugasemdir við hana fram til 25. janúar nk. Grafík/Árvakur Vegbætur Betri vegur um Öxi er talinn hafa mikla þýðingu fyrir sjáv- arbyggðir á sunnanverðum Austfjörðum og vera mikilvæg samgöngubót.                                               <L. !, B . ! (  I !  ( ) * Matsáætlun um Axarveg kynnt Egilsstaðir | Opinn íbúafundur um menntun var haldinn á Egilsstöðum sl. föstudag. Markar fundurinn upp- haf vinnu er miðar að mótun heild- stæðrar menntastefnu fyrir Fljóts- dalshérað. Með henni áformar sveitarfélagið að horfa til alls skóla- og menntastarfs í sveitarfélaginu, hvort sem það er á ábyrgð sveitarfé- lagsins eða annarra. Á fundinum var m.a. unnið í hópum með hugmyndir um hvað efla megi menntun á svæð- inu. Valinn hefur verið hópur fólks til að stýra vinnu við mótun mennta- stefnunnar og leiðir Hrönn Péturs- dóttir á Reyðarfirði þá vinnu. Þá var um helgina haldið þing á Hallormsstað um sérstöðu og fram- tíðarþróun á Fljótsdalshéraði á veg- um sveitarfélagsins. Vinna hópa sem þar störfuðu verður nýtt í aðalskipu- lagsvinnu. M.a. veltu þinggestir fyrir sér hvernig ná mætti jafnvægi milli matvælaframleiðslu, skógræktar og frístundabyggðar innan Fljótsdals- héraðs. Árvakur/Steinunn Ásmundsdóttir Framtíð Borgarafundur um menntastefnu Fljótsdalshéraðs. Jónína Rós Guðmundsdóttir og Eiríkur Bj. Björgvinsson voru meðal framsögumanna. Metnaður framtíðar Egilsstaðir | Í dag eru þingfest í Héraðsdómi Austurlands mál vatns- réttarhafa vegna Kárahnjúkavirkj- unar á hendur Landsvirkjun. Jón Jónsson og Hilmar Gunn- laugsson, lögmenn hjá Regula lög- mannsstofu, sækja 40 stök mál fyrir hönd rúmlega 60 vatnsréttarhafa við Jökulsá á Dal. Matsnefnd um virði vatnsréttindanna úrskurðaði þau um 1,6 milljarð króna alls. Allir landeig- endur við Jökulsá í Fljótsdal utan einn, þrír við Kelduá og þrír við Jök- ulsá á Dal ákváðu að una úrskurð- inum. Lögð verða í dag fram gögn máls- ins, sem eru tugþúsundir blaðsíðna. Jón Jónsson lögmaður segist eiga von á að vikur og mánuðir geti liðið uns málið verði tekið fyrir. Eitthvað þurfi að vinna af matsgerðum og það taki allt sinn tíma. 40 dómsmál vegna vatnsréttar þingfest í dag MIKIÐ var um dýrðir þegar haldið var upp á 80 ára afmæli Knatt- spyrnufélags Akureyrar í KA- heimilinu á laugardagskvöldið. Fjöl- margir voru heiðraðir af félaginu, Íþrótta- og ólympíusambandinu og átta fyrrverandi formenn KA voru gerðir að heiðursfélögum. Heiðursfélagarnir nýju eru Guð- mundur Heiðreksson, Gunnlaugur Björnsson, Helga Steinunn Guð- mundsdóttir, Jón Arnþórsson, Magnús Björnsson, Marteinn Frið- riksson, Sigmundur Þórisson og Stefán Gunnlaugsson. Árni Jóhannsson, núverandi for- maður KA, og Magnús Magnússon, sem lengi var í stjórn félagsins, fengu gullmerki Íþrótta- og ólymp- íusambands Íslands og þau Hrefna Torfadóttir og Siguróli Sigurðsson voru sæmd gullmerki KA. Blaksamband Íslands sæmdi Sig- urð Arnar Ólafsson gullmerki og fimm KA-menn fengu gullmerki Handknattleikssambandsins, þeir Erlingur Kristjánsson, Hermann Haraldsson, Jóhannes G. Bjarnason, Sigmundur Þórisson og Stefán Arn- aldsson og Júdósamband Íslands veitti eitt gullmerki – það hlaut Jón Óðinn Óðinsson. Þá sæmdi Knattspyrnusamband Íslands fjóra KA-menn gullmerki, en það hlutu Gunnar Gunnarsson, Magnús Sigurólason og landsliðs- kempurnar fyrrverandi Kári Árna- son og Skúli Ágústsson. Fjölmargir voru sæmdir silfur- og bronsmerki Knattspyrnufélags Ak- ureyrar og silfur- og bronsmerki frá sérsamböndunum. ÍSÍ Helga Steinunn Guðmundsdóttir, stjórnarmaður í ÍSÍ, Árni Jóhannsson og Magnús Magnússon, sem fengu gull og Gunnar Jónsson, silfurmerki. Átta nýir heiðursfélagar KA HSÍ Kjartan Steinbach frá HSÍ og Sigmundur Þórisson, Stefán Arnaldsson, Hermann Haraldsson, Jóhannes Bjarnason og Erlingur Kristjánsson. Ljósmynd/Þórir Tryggvason Heiðursfélagar Átta fyrrverandi formenn KA voru gerðir að heiðursfélögum. Frá vinstri: Guðmundur Heiðreks- son, Gunnlaugur Björnsson, Helga Steinunn Guðmundsdóttir, Jón Arnþórsson, Magnús Björnsson, Stefán Gunn- laugsson, Árni Jóhannsson núverandi formaður, Þórir Sigmundsson og Hermann Sigtryggsson. Sá síðastnefndi er reyndar löngu orðinn heiðursfélagi en tók við viðurkenningu Marteins Friðrikssonar sem ekki átti heimangengt. BOÐAÐ hefur verið til borgarafund- ar í Ketilhúsinu á Akureyri í kvöld þar sem ræða á um hátíðahöld í bæn- um. Akureyrarstofa, sem komið var á laggirnar í fyrra, boðar til fund- arins en hún hefur m.a. það verkefni með höndum að annast skipulagn- ingu viðburða í bæjarfélaginu. „Það kom ágætlega í ljós um og eftir verslunarmannahelgina í fyrra að við þurfum að taka umræðuna með íbúunum varðandi bæjarhátíðir almennt og þessi fundur er liður í því að kalla þá til samráðs. Ég er spennt fyrir þessum fundi og hlakka til að heyra hljóðið í fundargestum – um- ræðurnar munu vonandi hjálpa okk- ur í undirbúningi fyrir þær fjöl- mörgu hátíðir sem hér eru yfir sumarmánuðina, að þær verði vel heppnaðar í alla staði og að halda í orðspor Akureyrar sem vinsælasta ferðamannastaðar landsins,“ sagði Sigrún Björk Jakobsdóttir bæjar- stjóri við Morgunblaðið. Fundurinn hefst kl. 20. Hvað vilja bæjarbúar? LINDA Björk Guðrúnardóttir flytur í dag á Lögfræðitorgi Háskólans á Akureyri erindi um lagalega réttar- stöðu fólks sem tekið var til fanga í Írak frá því innrásin var gerð árið 2003 og réttlætingu Bandaríkja- stjórnar á „mannúðlegum“ pynting- um á föngum í Írak. Erindið verður flutt á ensku og hefst kl. 12.00 í stofu L201 á Sólborg. Allir eru velkomnir. Linda hlaut meistaragráðu í al- þjóðalögfræði með áherslu á deilu- lausnir og samningatækni frá Frið- arháskóla Sameinuðu þjóðanna í Kosta Ríka nú í janúar. Réttarstaða fanga í Írak ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.