Morgunblaðið - 04.02.2008, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. FEBRÚAR 2008 31
Krossgáta
Lárétt | 1 drekkur, 4
slátra, 7 munnholið, 8
girnd, 9 handlegg, 11 for-
ar, 13 hár, 14 rotin, 15 lát-
ið af hendi, 17 snæðir, 20
bandvefur, 22 heimshlut-
inn, 23 hitt, 24 mæliein-
ing, 25 rándýr.
Lóðrétt | 1 ná í, 2 laumu-
spil, 3 titra, 4 pat, 5
meiða, 6 þátttaka, 10
slæmt hey, 12 kvíði, 13
liðamót, 15 óþokka, 16
leyfir, 18 ámu, 19 rugla,
20 stúlka, 21 snaga.
Lausn síðustu krossgátu
Lárétt: 1 átroðning, 8 forað, 9 gerði, 11 afl, 11 skarn, 13
arðan, 15 svöng, 18 ókind, 21 jór, 22 meiða, 23 asnar, 24
fallvatns.
Lóðrétt: 2 tyrta, 3 orðan, 4 negla, 5 nýrað, 6 afls, 7 kinn,
12 Rán, 14 rík, 15 sumt, 16 örina, 17 gjall, 18 óraga, 19
iðnin, 20 durt.
1
7
11
15
22
24
12
14
3
9
20
10
4
8
21
23
25
13
17
5
18
6
19
2
16
(21. mars - 19. apríl)
Hrútur Þú ert tilbúinn að axla mikla
ábyrgð, því það sannar ekki bara að þú
sért sterkur heldur gerir það þig sterkan.
Verkefnavalið sýnir þinn innri mann.
(20. apríl - 20. maí)
Naut Rætur þínar vekja mikinn áhuga
hjá þér þegar þú fæst við hliðar á þér sem
þú hefur erft. Þú verður að viðurkenna að
þær eru flestar góðar.
(21. maí - 20. júní)
Tvíburar Himnarnir vilja að þú einfaldir
hlutina – eigur þínar, skyldur og dagskrá.
Þessi leið gæti virkað: Það sem fellur ekki
eins og flís við rass má fara.
(21. júní - 22. júlí)
Krabbi Þú ert í ótrúlega miklu jafnvægi
núna. Þú nærir einstaklinga án þess að
þeir verði háðir þér. Í gegnum kennslu
gefur þú öðrum nægjusemi.
(23. júlí - 22. ágúst)
Ljón Það sem áður virtist ósköp auðvelt
er nú óvinnandi verk. Viðurkenningin
kemur en hún tekur sinn tíma. Haltu
áfram. Trúin flytur fjöll.
(23. ágúst - 22. sept.)
Meyja Já, þú sækist eftir fullkomnun.
Ekki eyða orku í smáhluti sem enginn
tekur eftir nema þú. Breyttu því sem þú
getur þegar þú hefur samþykkt það sem
er.
(23. sept. - 22. okt.)
Vog Hvað er að? Þarfnast þú umhyggju?
Hjálpar? Ástar? Varnarleysi þitt er af-
skaplega aðlaðandi. Góðar sálir dragast
að þér í von um að þú þarfnist þeirra.
(23. okt. - 21. nóv.)
Sporðdreki Þú einbeitir þér að þínu að
vanda. En samt tekst þér að standa upp
úr. Áhugi þinn vekur athygli, ekki síst hjá
þeim sem vilja meiri spennu í lífið.
(22. nóv. - 21. des.)
Bogmaður Eins og sönnu eftirlæti Júpi-
ters sæmir óttast þú ekki gnægð. Þú
þarfnast þess ekki að henda út til að rýma
fyrir nýju. Þú ert að vaxa og þú ræður við
það.
(22. des. - 19. janúar)
Steingeit Þú ert alltaf til í áskorun og
gleðst því þegar þú fréttir að nánasta
framtíð ber í skauti sér flækjur og öfgar.
Gott, því annars myndi þér leiðast hrylli-
lega.
(20. jan. - 18. febr.)
Vatnsberi Þú vilt hjálpa til. Þú getur
hjálpað öðrum án þess að vanrækja sjálf-
an þig. Settu þig bara fremst í forgangs-
röðina. Það er öllum til góða.
(19. feb. - 20. mars)
Fiskar Ástand hlutanna segir til um
hvernig þú hefur hugsað undanfarið.
Endurskrifaðu niðurdrepandi sögu sem
þú hefur verið að segja þér og hafðu end-
inn góðan.
stjörnuspá
Holiday Mathis
Staðan kom upp á sterku lokuðu al-
þjóðlegu móti sem lauk fyrir
skömmu í Reggio Emilia á Ítalíu.
Kínverski stórmeistarinn Ni Hua
(2.641)hafði hvítt gegn rúmenskum
kollega sínum Mihail Marin (2.551).
22. Hxg6! Dxg6 23. Hf3+ Df6 24.
Hxf6+ Kxf6 25. Dh4+ Ke5 26. De7+
Kf5 27. Dd7+ Kg6 28. Bxd4 Bxd4
29. Dg4+ Kh7 30. Dxd4 hvítur hefur
nú drottningu og riddara gegn
tveimur hrókum svarts. Þennan liðs-
mun nýtti hvítur sér til sigurs: 30. …
Hf6 31. Rd1 a6 32. Re3 He8 33. Rg4
Hfe6 34. Dd3+ Kh8 35. Dxa6 c5 36.
Dd3 c4 37. Dh3+ Kg8 38. Re3 c6 39.
Dg4 Hf6 40. Dd7 He4 41. Rf5 Hf7
42. Dd8+ og svartur gafst upp.
SKÁK
Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is
Hvítur á leik.
Hugarsmíð Ottliks.
Norður
♠ÁG9843
♥KD
♦ÁD104
♣3
Vestur Austur
♠K1075 ♠--
♥Á1092 ♥643
♦52 ♦G8763
♣KG10 ♣98752
Suður
♠D62
♥G875
♦K9
♣ÁD64
Suður spilar 6G.
Þetta spil er hugarsmíð ungverska
bridshöfundarins Géza Ottliks. Vestur
tekur á ♥Á og spilar meira hjarta.
Slemmuna má vinna á opnu borði – en
hvernig?
Sagnhafi þarf að komast þrisvar
heim til að svína í spaða, en hann á
bara tvær öruggar innkomur, á tíg-
ulkóng og laufás. Tígulnían er þó hugs-
anleg innkoma og til að byrja með spil-
ar sagnhafi ♦4 úr borði með þeirri
áætlun að svína níunni. En austur ger-
ir þau áform að engu með því að stinga
upp gosa!
Suður drepur og spilar spaðadrottn-
ingu – kóngur og ás. Nú tekur sagnhafi
þrjá slagi á ÁD10 í tígli og hendir
tveimur laufum heima. Vestur má
missa eitt lauf, en lendir í vanda í
næsta slag. Hendi hann öðru laufi,
kemur lauf á ás og síðan þvingar
drottningin vestur aftur í hálitunum.
Dæmigerður Ottlik.
BRIDS
Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is
1 Bolludagurinn er vertíð bakara. Hver er formaðurLandssambands bakarameistara?
2 Í febrúar verður gefin út 25 ára afmælisútgáfa plöt-unnar Thriller. Hver er lagasmiðurinn?
3 Veitingastaðurinn Gullfoss hefur verið opnaður íPósthússtræti. Hver er eigandi staðarins?
4Hver var söluhæsti bíllinn í Evrópu í fyrra?
Svör við spurningum
gærdagsins:
1. Sviptingar á fjár-
málamarkaði hafa sett
svip sinn á rekstur Exista.
Hver er stjórnarformaður
fyrirtækisins? Svar: Lýður
Guðmundsson. 2. Ís-
lensku bókmenntaverð-
launin voru afhent með
viðhöfn. Hverjir hlutu þau
að þessu sinni? Svar: Þorsteinn Þorsteinsson og Sigurður Páls-
son. 3. Heimildarmynd verður gerð um hljómsveitina Sálin hans
Jóns míns. Hver gerir myndina? Svar: Jón Egill Bergþórsson. 4.
Ný Bónuverslun hefur verið opnuð í Vesturbænum. Hvar stendur
hún? Svar: Við Fiskislóð.
Spurter… ritstjorn@mbl.is
Árvakur/Árni Sæberg
dagbók|dægradvöl
Sudoku
Miðstig
Lausnir síðustu Sudoku
Lausn, ábendingar og tölvuforrit á www.sudoku.com
Frumstig Miðstig Efstastig
Frumstig
© Puzzles by Pappocom
Þrautin felst í því að fylla út í reitina
þannig að í hverjum 3x3-reit birtist
tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig
að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt
birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má
tvítaka neina tölu í röðinni.
Efstastig
FRÉTTIR
ALÞJÓÐLEG ráðstefna um snjó-
flóðavarnir verður haldin á Egils-
stöðum 11.-14. mars nk.
Að ráðstefnunni standa Verkfræð-
ingafélag Íslands og Tæknifræðinga-
félag Íslands, í samstarfi við um-
hverfisráðuneytið, Vegagerð
ríkisins, Veðurstofu Íslands, Skipu-
lagsstofnun, Landsnet og Samband
íslenskra sveitarfélaga.
Fjalla á um snjóflóðavarnir, mann-
virkjagerð, umhverfi og samfélag og
hafa skipuleggjendur ráðstefnunnar
fengið til liðs við sig Norges Geo-
tekniske Institutt (NGI) í Ósló og
Wildbach und Lawinen Verbauung í
Innsbruck (WLV). Þessir tveir aðilar
hafa tekið þátt í mörgum snjóflóða-
verkefnum hér á landi á undanförn-
um árum. Þá er International Glacio-
logial Society (IGS) á Englandi
sérstakur stuðningsaðili ráðstefn-
unnar, en þau félagasamtök eru mjög
virt á þessu sviði.
Snjóflóðin ’95 hleyptu krafti
í rannsóknir og þróun varna
Árni Jónsson, eigandi Orion ráð-
gjafar ehf. og formaður undirbún-
ingsnefndar ráðstefnunnar, segir að
frá því mannskæðar snjóflóðahrinur
gengu yfir landið árið 1995 hafi
áhersla verið lögð á rannsóknir og
þróun á sviði snjóflóðamála og mark-
vissar aðgerðir til að draga úr snjó-
flóðahættu. Aðgerðirnar hafa að
sögn Árna falist í hættumati, upp-
byggingu varnarvirkja og flutningi
byggðar af ákveðnum hættusvæðum
þar sem erfitt er að koma við vörn-
um. Eftir þessu hafi verið tekið víða
um lönd.
Snjóflóðavarnir, þá sérstaklega
þau umfangsmiklu mannvirki sem
byggð hafa verið, hafi verið mikið í
umræðunni en minna borið á umfjöll-
un um umhverfi, skipulag og sam-
félagslega þætti sem þessi mannvirki
hafa áhrif á. Mat á umhverfisáhrifum
taki á sumum þessara þátta en ekki
hafi farið fram þverfagleg umræða
um málefnið þar sem ólík sjónarhorn
séu kynnt eða krufin til mergjar.
Markmið ráðstefnunnar í mars sé því
að vera vettvangur skoðanaskipta
vísindamanna, ráðgjafa og annarra
sem starfa að þessum málum.
Nánari upplýsingar um ráðstefn-
una má finna á vefnum www.orion.is/
snow2008.
Snjóflóðavarnir
í víðu samhengi
Árvakur/Steinunn Ásmundsdóttir
Haustið 2005 Nýir snjóflóðavarnargarðar vígðir í Bjólfinum ofan við
Seyðisfjörð. Þeir eru í um 620 m hæð og reistir á svokallaðri Brún.
Áhersla hefur verið á snjóflóðavarnir en
minna borið á umfjöllun um umhverfi,
skipulag og samfélagslega þætti