Morgunblaðið - 04.02.2008, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 04.02.2008, Qupperneq 34
34 MÁNUDAGUR 4. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI OG REGNBOGANUM SÝND Í REGNBOGANUM NÚ VERÐUR ALLT VITLAUST! ÓTTINN BREYTIR ÖLLU! “... trúlega besta Stephen King mynd í tæpan áratug.” T.V. - Kvikmyndir.is MISTRIÐSÝND Í REGNBOGANUM EITTHVAÐ SKELFILEGT ER Á SVEIMI! STÆRSTA JANÚAROPNUN SÖGUNNAR Í BANDARÍKJUNUM! SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI eeee - Ó.H.T., RÁS 2 eeee - B.S., FBL eee - S.V., MBL SÝND Í SMÁRABÍÓI Nú mætast þau aftur! Tvö hættulegustu skrímsli kvikmyndasögunnar í tvöfalt betri mynd! Missið ekki af einum flottasta spennutrylli ársins!! - HJJ, Mbl eeee - MMJ, Kvikmyndir.comeeee FERÐIN TIL DARJEELING SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI OG BORGARBÍÓI - H.J. , MBL eeeeeFYRST RAY, SÍÐAN WALK THE LINE...NÚ ER KOMIÐ AÐ DEWEY COX !! FRÁ GAURNUM SEM FÆRÐI ÞÉR KNOCKED UP, SUPERBAD OG TALLADEGA NIGHTS SÝND Í SMÁRABÍÓI - Kauptu bíómiðann á netinu - * Gildir á allar sýningar merktar með rauðu 450 KRÓNUR Í BÍÓ* Aliens vs. Predator 2 kl. 8 - 10:10 B.i.16 ára Alvin og íkornarnir ísl. tal kl. 4 - 6 Walk hard kl. 6 - 8 - 10 B.i. 14 ára The Darjeeling Limited kl. 6 - 8 - 10 B.i. 12 ára Brúðguminn kl. 5:50 - 8 - 10:10 B.i. 7 ára The Golden Compass kl. 5:30 - 8 B.i. 10 ára The Mist kl. 10:30 B.i. 16 ára Walk hard kl. 4 - 6 - 8 - 10 B.i.14 ára Cloverfield kl. 4 - 6 - 8 - 10 B.i.14 ára Brúðguminn kl. 3:40 - 5:50 - 8 - 10:10 B.i. 7 ára Brúðguminn kl. 3:40 - 5:50 - 8 - 10:10 LÚXUS Þú færð 5 % endurgreitt í Borgarbíó Þú færð 5 % endurgreitt í Smárabíó Þú færð 5 % e n d u r g r e i t t í Regnboganum Sími 462 3500 Sími 564 0000 Sími 551 9000 SÝND Í SMÁRABÍÓI OG REGNBOGANUM SÝND Í SMÁRABÍÓI OG BORGARBÍÓI eee DÓRI DNA, DV eee - V.I.J., 24 STUNDIR eee - S.V, MBL Brúðguminn kl. 6 - 8 B.i. 7 ára Atonement kl. 8 - 10:20 B.i. 12 ára Cloverfield kl. 6 - 10 B.i. 14 ára - Kauptu bíómiðann á netinu - Þú færð 5% endurgreitt í Borgarbíói, Smárabíói og Regnboganum og Háskólabíói ef þú borgar bíómiðann með Kreditkorti tengdu Aukakrónum! ÞAÐ er árið 1959. Þrír gamlir franskir upp- gjafahermenn, lemstraðir af fyrri heimsstyrjöldinni, þeir Hinrik, Gústaf og Ferdinand, hafa hertekið veröndina á bak við elli- heimilið þar sem þeir dvelja: Þar drepa þeir tím- ann ásamt styttu af hundi og skjóta hver á annan, ljúga, láta sig dreyma. Á veröndinni haggast ekki hár á höfði en á hæðinni andspænis standa aspir og bærast í vindi. Hugmynd um að losna úr logni ver- andarinnar og komast þangað sem vindurinn blæs fæðist. Franskir höfundar virð- ast um þessar mundir hvorki vera uppteknir af stórum málum né flókinni uppbyggingu. Þessi einfaldi gamanleikur, reyndar ann- ar í röðinni á nýja sviðinu í vetur um bið ellinnar eftir hinu óumflýjanlega, byggist á hnyttnum tilsvörum. Hann er til allrar hamingju ákaflega vel þýddur af Pétri Gunnarssyni og áhöfnin reynir sjaldnast að þenja það einfalda, smáa eða blása það upp með gauragangi. Einfaldur er hallandi pallurinn mót áhorfendum og lyftist upp af gólfi án nokkurra bakmynda; lyftir leikurunum upp. Við horf- um þá eins og utan úr geimnum – á yfirborði jarð- ar, sundurskornu af skot- gröfum. Skotgrafirnar, út- gangarnir, samt einkennilega lítið nýttar. Einföld, áreynslulaus er líka leikstjórn Hafliða Arn- grímssonar. Það mætti kannski orða það svo að mjúkt og kærleiksríkt sé handbragð hans og þannig að maður nenni ekki að velta sér upp úr hnökr- unum, nenni til dæmis ekki að ræða hvort ekki hefði mátt færa hörmungar stríða örlítið skýrar nær okkur. Tímasetningar eru góðar, hver einasti brandari virðist skila sér, og menn brosa og hlæja allt í gegn, án þess að taka bakföll eða arga. Einfaldir eru drættirnir í persónu halta Hinriks sem Guðmundur Ólafsson túlkar af hófstillingu sem varkár- an mann er af svolítilli þvermóðsku reynir að sjá gleði í því smáa og halda friðinn á þessari stundum róstusömu verönd. Theódór Júlíusson leikur Ferdinand sem er með sprengjubrot í höfði og fær reglulega flogaköst sem afleiðingar af því. Honum og leikstjór- anum tekst hvorki að miðla nógu vel óttanum við dauð- ann sem Ferdinand ætti að breiða yfir sviðið né þrá- hyggju hans, og allur verð- ur hann nokkuð barnslegur og klunnalegur en þó elsku verður. Það er Sigurður Skúlason sem ber uppi sýn- inguna sem orðhákurinn Gústaf og kemur enn einu sinni gleðilega á óvart. Meistaralega og af mikilli nákvæmni dregur hann upp mynd af manni sem felur ofurviðkvæmni bak við samanherptan hroka og árásargirni; og hvernig hann í kjölfar smásigurs á sjálfum sér ofmetnast og ætlar að taka á flug en hörfar aftur með klókindum inn í skelina. Ljúf var þessi kvöld- stund. Einfalt en ljúft LEIKLIST Borgarleikhúsið Höfundur: Gerard Sibleyras. Þýðandi: Pétur Gunnarsson. Leikstjóri: Hafliði Arngrímsson. Leikmynd og búningar: Jürgen Höth og Brit Daldrop. Lýsing: Kári Gíslason. Hljóð: Ólafur Örn Thoroddsen. Leikarar: Guð- mundur Ólafsson, Sigurður Skúlason og Theódór Júlíusson. Hetjur María Kristjánsdóttir Árvakur/Ómar Hetjur „Þrír gamlir, franskir uppgjafahermenn lemstraðir af fyrri heimsstyrjöldinni hafa hertekið veröndina á bak við elliheimilið þarsem þeir dvelja: Þar drepa þeir tímann ásamt styttu af hundi og skjóta hver á annan, ljúga, láta sig dreyma,“ segir m.a í dómnum. SÖNG- og leikkonan Katharine McPhee giftist framleiðandanum Nick Cokas á laugardaginn í Beverly Hills. Hin 23 ára McPhee er líklega þekktust fyrir að hafa lent í öðru sæti í fimmtu þáttaröð American Idol. Hún segir Cokas, 42 ára, vera sína einu sönnu ást. Við brúðkaupið klæddist McPhee hlýralausum Manuel Mota-kjól og bar Neil Lane-skartgripi. Cokas var í Armani-smóking. Keppinautar McPhee úr Idol- þáttunum, Kellie Pickler og Mandisa, voru á meðal þeirra 305 gesta sem boðið var til veislunnar. McPhee og Cokas hittust árið 2005 þegar þau léku saman á sviði í The Ghost and Mrs. Muir í Los Angeles. Samband þeirra hófst sem vinskapur en breyttist í ást þegar McPhee tók þátt í American Idol seinna það ár. Þau trúlofuðu sig í fyrra. McPhee lauk nýverið við leik í gamanmynd Önnu Faris I Know What Boys Like. Reuters Hamingjusöm Katharine McPhee er nú gift kona. Í hnapp- helduna

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.