Morgunblaðið - 20.02.2008, Blaðsíða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 20. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
BORGARTÚN 3 - 105 REYKJAVÍK - SÍMI 411 3000 - MYNDSENDIR 411 3090
Auglýsing um breytingu á
deiliskipulagi í Reykjavík
Í samræmi við 25. gr. skipulags- og bygging-
arlaga nr. 73/1997, með síðari breytingum, er
hér með auglýst tillaga að breytingu á deili-
skipulagi í Reykjavík.
Búðavað 1 - 23
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi í Norðlingaholti
vegna lóðanna að Búðavaði 1-23 þar sem gert er
ráð fyrir að megi byggja tveggja hæða útbygg-
ingar til suðurs.
Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna.
Tillagan liggur frammi í upplýsingaskála skipulags-
og byggingarsviðs Reykjavíkurborgar að Borgartúni
3, 1. hæð, virka daga kl. 8:20 – 16:15, frá 20. febrúar
2007 til og með 2. apríl 2008. Einnig má sjá tillöguna
á heimasíðu sviðsins, www.skipbygg.is. Eru þeir sem
telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna
sér tillöguna. Ábendingum og athugasemdum
við tillöguna skal skila skriflega eða á netfangið
skipulag@rvk.is, til skipulags- og byggingarsviðs
eigi síðar en 2. apríl 2008. Vinsamlegast notið
uppgefið netfang fyrir innsendar athugasemdir
með tölvupósti.
Þeir sem eigi gera athugasemdir innan tilskilins
frests, teljast samþykkja tillöguna.
Reykjavík, 20. febrúar 2008
Skipulagsstjóri Reykjavíkur
Reykjavíkurborg
Skipulags- og byggingarsvið
Tilkynningar
Raðauglýsingar
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi ályktun frá miðstjórn
Frjálslynda flokksins um borgar-
mál Reykjavíkurborgar:
„Vinnufriður verður að komast á
við stjórn Reykjavíkurborgar.
Endalaus ófriður og ósætti er borg-
arfulltrúum ekki sæmandi.
Ólafur F. Magnússon borgar-
stjóri er nú flokksbundinn í öðrum
stjórnmálaflokki. Aðkoma Frjáls-
lynda flokksins að myndun núver-
andi meirihluta var engin. Pólitísk
ábyrgð okkar í Frjálslynda flokkn-
um á borgarstjóra er því ekki til
staðar.
Fólk úr Frjálslynda flokknum
kom ekki nærri málum í Orkuveitu
Reykjavíkur né REI-málinu. Mörg
þau málefni, sem talin eru upp í
málefnalista núverandi meirihluta,
eru mál sem Frjálslyndi flokkurinn
er með á stefnuskrá sinni og vill
vinna að.
Miðstjórn Frjálslynda flokksins
telur brýnt að efla siðvæðingu í
pólitík og taka stjórnkerfi Reykja-
víkur til endurskoðunar í því skyni
að gera það skilvirkara, gegnsætt
og lýðræðislegt.“
Ber ekki pólitíska ábyrgð á borgarstjóra
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi ályktun frá Sól á Suður-
landi:
„Fundur Sólar á Suðurlandi í Frí-
kirkjunni í Reykjavík, haldinn 17.
febrúar, biður þess að Þjórsá fái
áfram að streyma óáreitt um byggðir
Suðurlands. Fjögur hundruð manna
fundur haldinn í Árnesi fyrir rúmu ári
gaf tóninn um þær tilfinningar sem
unnendur Þjórsár og sunnlenskrar
náttúru bera í brjósti. Skýr vilji
þeirra hefur ekki verið brotinn á bak
aftur. Hann eflist við hverja raun. Al-
menningur á Íslandi tekur því ekki
þegjandi að veist sé að dýrmætustu
perlum landsins eins og raunin er við
Þjórsá.
Fundurinn skorar á Landsvirkjun
að stöðva þegar í stað undirbúning
virkjana í neðri hluta Þjórsár. Fund-
urinn skorar á ríkisstjórnina að gefa
út afdráttarlausa yfirlýsingu um að
eignarnámi verði hvergi beitt við
Þjórsá. Einnig er skorað á ríkis-
stjórnina að taka af skarið endanlega
um að Þjórsá verði ekki virkjuð frek-
ar. Fundurinn biður þess að sveitar-
stjórnir á Suðurlandi láti ekki glepj-
ast af gylliboðum um fjárframlög og
fyrirgreiðslur sem ekki ætti að vera á
valdi orkufyrirtækis að bjóða. Loks
þakkar fundurinn öllum sem stutt
hafa við baráttuna til verndar Þjórsá
á síðustu misserum. Fundurinn þakk-
ar líka heimamönnum á bökkum
Þjórsár sem staðið hafa vaktina gegn
ásælni Landsvirkjunar í mörg ár.“
Ljósmynd/Halla Kjartansdóttir
Sól á Suðurlandi Fundur var haldinn í Fríkirkjunni í Reykjavík.
Ályktun fundar
Sólar á Suðurlandi
Búið og gert
Ranghermt var í grein í sunnudags-
blaðinu, að fengur yrði að því þegar
Kvennaskólaframhliðin kæmi aftur
á Thorvaldsensstræti 2. Eins og
blasir við öllum er þetta búið og
gert. Beðizt er afsökunar á þessari
missögn.
Verðlaunahafi
rangnefndur
Arna Óskarsdóttir verðlaunahafi var
rangnefnd í greininni Rafskautanet
fyrir fingurendurhæfni í umfjöllun
um nýsköpunarverðlaunin í Morg-
unblaðinu mánudaginn 18. febrúar.
Morgunblaðið biður Örnu velvirð-
ingar á mistökunum.
Sunnudagskrossgáta
Morgunblaðsins
Vísbending nr. 19 lóðrétt í sunnu-
dagskrossgátu Morgunblaðsins var
ofaukið. Einnig vantaði hluta af
skýringu við 21 lárétt, rétt er hún
svona: Bjástra við fimmtíu hjá
Skagamönnum í erlendu landi. (8).
Sveitarfélagið
Skagaströnd
Ranglega var frá því sagt í gær að
sveitarstjórn Skagafjarðar hefði
samþykkt að lækka gjaldskrá leik-
skóla. Hið rétta er að sveitarfélagið
Skagaströnd hefur samþykkt að
lækka gjaldskrá leikskólans Bjarna-
bóls um 15% og að grunngjald verði
2.417 kr. Einnig samþykkti sveit-
arstjórnin að systkinaafsláttur gilti
milli leikskóla og dagheimilis. Beðist
er velvirðingar á mistökunum.
LEIÐRÉTT
Vefinn í
verklagið
INFOPRO.is heldur á næstunni tvö
námskeið. Hinn 21. febrúar verður
haldið sérstakt námskeið fyrir fag-
fólk á ýmsum efnissviðum, kenn-
ara, háskólanema og fleiri sem
vilja spara sér tíma en halda sér
vel við í sínu fagi. Námskeiðið ber
yfirskriftina Vefinn í verklagið: Að
láta netið vinna fyrir sig.
Hinn 28. febrúar verður síðan
haldið námskeiðið „Vefinn í verk-
lagið: Konur – með á nótunum“.
Það er sérstaklega ætlað konum á
ýmsum aldri sem vilja vita meira
um netið og til að auka sjálfstraust
þeirra sem ekki hafa haft tækifæri
eða áhuga til að kynna sér netið
nema að takmörkuðu leytið og
vilja gjarnan verða samræðuhæfar
við unglinginn á heimilinu eða
barnabarnið, segir í fréttatilkynn-
ingu.
Námskeiðin verða bæði haldin í
Árnagarði, HÍ, kl. 19.30-22.
Kennari er Margrét Gunnarsdóttir
upplýsingafræðingur. Nánari
upplýsingar og skráning á
www.infopro.is.
Innflytjendur
og túlkun
MIÐVIKUDAGSFYRIRLESTUR í
Kennaraháskóla Íslands fer fram í
dag, miðvikudaginn 20. febrúar, í
KHÍ v/Stakkahlíð - Bratta kl. 16-17
og verður einnig sýndur á
www.sjonvarp.khi.is/ Fyrirlest-
urinn fjallar um notkun túlka í sam-
tali einstaklinga frá ólíkum menn-
ingarheimum.
Ástríður Stefánsdóttir læknir og
dósent fjallar um reynslu sína af
notkun túlka í samtali á milli læknis
og sjúklings en hún telur að draga
megi ályktanir út frá því um að-
stæður þær sem upp geta komið í
túlkuðu samtali almennt, þar með
talið samtali kennara og foreldris
þar sem túlkur er notaður. Einnig
vísar hún til rannsókna og umfjöll-
unar fræðimanna á slíkum túlkaað-
stæðum og siðareglum túlka og
ályktar út frá þeirri umfjöllun um
hvernig standa beri að túlkuðu
samtali.
Sérstök áhersla er lögð á það í
umfjöllun hennar að skoða samtalið
sem á sér stað í ljósi þeirra siðferði-
legu þátta sem nauðsynlegt er að
hafa í huga til að ná fram þeim
markmiðum sem sett eru fram í
upphafi, segir í tilkynningu.
Ræðir „æskilegt“
skipulag samfélagsins
PETER Loptson heldur fyrirlestur miðvikudaginn 20. febrúar kl. 17 í
Bókaverslun Eymundsson í Hafnarstræti 91-93, Akureyri.
Í erindi Peter Loptson á heimspekitorgi verður kastljósinu beint að John
Rawls, einum helsta siðfræðing 20. aldar, og bók hans „A Theory of
Justice“. Prófessor Peter Loptson tekur sér fyrir hendur að gagnrýna
þessa mynd Rawls af hinu réttláta samfélagi og tekur sérstaklega á „mis-
munarreglu“ Rawls.
Peter Loptson er prófessor í heimspeki við heimspekideild Háskólans í
Guelph, Kanada, og ritstjóri Hume Studies. Hann lauk doktorsprófi í heim-
speki frá University of Pittsburgh.
Varnarbarátta
norrænna
fréttablaða
FYRIRLESTUR um útlitshönnun
dagblaða verður haldinn í Sólborg,
L 201 í Háskólanum á Akureyri í
dag, miðvikudaginn 20. febrúar, kl.
12.
Blaðaútgefendur í Skandinavíu
hafa brugðist við síaukinni sam-
keppni með ýmsum aðferðum sem
eru lesendum sjaldnast ljósar nema
á þær sé bent. Í erindi sínu á Fé-
lagsvísindatorgi ræðir Margrét
Rósa Sigurðardóttir um það hvernig
birtingu frétta er stjórnað, mik-
ilvægi leturgerða og myndmáls. Hún
leitar svara við því hvort textinn
þurfi að vera þægilegur til lestrar og
hvað hindri lesandann í að lesa.
Margrét Rósa Sigurðardóttir hef-
ur kennt fjölmiðlatækni við Borg-
arholtsskóla frá árinu 2002. Hún
kennir nú í Listnáms-margmiðlunar-
hönnunardeild skólans. Ásamt því
að kenna hefðbundnar prenthönn-
unargreinar kennir Margrét um
notkun pappírs og nauðsyn staðla í
prentiðnaðinum.
Úr kjarri í
fagra björk
FRÆÐSLUFUNDUR Garðyrkju-
félags Íslands verður haldinn
fimmtudaginn 21. febrúar í sal
Orkuveitu Reykjavíkur að Bæj-
arhálsi 1 kl. 20.
Þorsteinn Tómasson plöntu-
erfðafræðingur fjallar um birki og
nefnist fyrirlesturinn „Úr kjarri í
fagra björk – ræktun á birki í nútíð
og framtíð“.
Aðgangseyrir er 500 kr. fyrir fé-
laga og maka, en 800 kr. fyrir gesti.
BERIT Svend-
sen, varaforseti
Telenor í Noregi,
flytur fyrirlestur
um framtíð fjar-
skipta í boði
verkfræðideildar
Háskóla Íslands
fimmtudaginn
21. febrúar kl. 16
í VR-II, Hjarðar-
haga 2, stofu 157.
Tilefni heimsóknar Beritar til Ís-
lands er þátttaka í fundaröð verk-
fræðideildar HÍ um framtíð verk-
fræðinnar í ljósi tölvu- og
samskiptabyltingarinnar.
Berit er meðal fremstu sérfræð-
inga á sviði fjarskiptatækni, segir í
tilkynningu. Hún hefur starfað hjá
Telenor frá því 1988. Sérstakt
áhugasvið hennar er tenging fjar-
skiptakerfa við Internetið.
Fyrirlestur
um framtíð
fjarskipta
Sólveig
Guðmundsdóttir
ATORKA og Íþróttabandalag
Reykjavíkur hafa tekið saman
höndum um að gefa íþróttafélögum
á Reykjavíkursvæðinu 23 hjarta-
stuðtæki. Tækjunum verður komið
fyrir í íþróttahúsum og á ýmsum
stöðum þar sem hvað flestir
íþróttaiðkendur stunda æfingar.
Hjartastuðtækin geta skipt sköpum
þegar bregðast þarf við á vettvangi
áður en sjúkrabíll kemur á staðinn.
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins
mun sjá um kennslu á tækin í sam-
ráði við innflutningsaðila en tækin
eru mjög einföld í notkun og getur
hver sá sem hlotið hefur lágmarks
kennslu notað hjartastuðtæki til
bjargar mannslífi. Tækið metur og
greinir takt hjartans og leiðir not-
andann skref fyrir skref með ís-
lenskum leiðbeiningum. Hjarta-
stuðtækin eru algjörlega sjálfvirk
og gefa einungis rafstuð ef þau
meta á því þörf, án þess að ýta þurfi
á nokkurn takka.
Hjartastopp getur átt sér stað
hvar sem er hvenær sem er. Það
gerist vegna takttruflana sem
verða í hjartanu. Einstaklingur sem
fer í hjartastopp missir meðvitund,
hefur engan púls og andar ekki
eðlilega.
Árvakur/Frikki
Gjöf Atorka og IBR gefa hjartastuðtæki í íþróttamannvirki.
Hjartastuðtæki
í íþróttamannvirki