Morgunblaðið - 20.02.2008, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 20.02.2008, Blaðsíða 7
13:00–13:30 Jóhanna Jónsdóttir – Getur ESB tryggt að stefnumál þess séu framkvæmd á Íslandi? Í fyrirlestrinum verður aðlögun íslenskrar stjórnsýslu að löggjöf ESB skoðuð og greint frá þáttum sem hafa áhrif á viðbrögð íslenskra stjórnvalda við kröfum ESB. Skoðað er hvort ESB geti knúið fram skilyrðislausa hlýðni íslenskra stjórnvalda, jafnvel þegar slíkt gengi gegn vilja þeirra. Gert er ráð fyrir því að ESB geti í flestum tilfellum tryggt innleið- ingu löggjafar sinnar en aftur á móti eru aðferðir til að stuðla að réttri framkvæmd mun veikari. 13:30–14:00 Lára Sigurþórsdóttir – Veruleiki íslenskra hagsmunaaðila gagnvart ESB-gerðum. Hagsmunaaðilar hafa verið að gera sér betur ljóst á síðustu árum nauðsyn þess að fylgjast með samningu reglugerða og tilskipana frá ESB, vegna áhrifa þeirra á íslenskt laga og reglugerða umhverfi. Í fyrirlestrinum verður fjallað um styrkleika og veikleika í lobbyisma íslenskra hagsmunaaðila gagnvart ESB-gerðum og íslensku stjórnsýslunni. 14:00–14:30 Brynja Baldursdóttir – Evrópuvitund utanríkisráðherra Íslands frá 2003 til 2007. Í fyrirlestrinum verður fjallað um Evrópuvitund utanríkisráðherra Íslands frá 2003 til 2007. Á tímabilinu hafa fimm utanríkisráðherrar gegnt embættinu og koma þeir jafnframt úr þremur stjórnmálaflokkum. Meðal annars verður fjallað um hvað felst í hugtakinu Evrópu- vitund og hvort Evrópuvitund ráðherranna tengist aðallega þeim stjórnmálastefnum sem þeir aðhyllast eða hvort telja megi að Evrópuvitund þeirra sé óháð stjórnmálastefnum og því einstaklingsbundin. 14:30–15:00 Magnús Árni Magnússon – Eyjar á jaðrinum: Ísland og Malta í Evrópusamstarfi. Í fyrirlestrinum verður fjallað um nálgun Möltu að Evrópusamrunanum og aðdraganda þess að landið gekk í Evrópusambandið. Það verður síðan borið saman við atburðarrásina í þessum efnum hér á Íslandi og að lokum velt upp þeim kostum sem Íslendingar standa frammi fyrir í þessum efnum. Ráðstefna á vegum Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands og Samtaka iðnaðarins Fyrir hádegi – Vinnustofa 10:00–10:30 Capacent Gerð ferilskráa og atvinnuumsókna Sigurður Jónas Eysteinsson, ráðgjafi 10:30–11:00 Alþjóðaskrifstofa háskólastigsins Námsmöguleikar í Evrópu Ásta María Sverrisdóttir, verkefnisstjóri 11:00–11:30 Rannsóknamiðstöð Íslands (Rannís) Rannsóknastarf í Evrópu Elísabet M. Andrésdóttir, sviðsstjóri alþjóðasviðs 11:30–12:00 Ráðstefnugestir geta leitað ráða og/eða fengið svör við fyrirspurnum hjá fyrirlesurum vinnustofunnar. 12:00–13:00 Boðið upp á hádegisverð Eftir hádegi – Ungir fræðimenn kynna rannsóknarverkefni sín á sviði Evrópufræða 15:00 Móttaka DAGSKRÁ www.hi.is Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands Dagur ungra fræðimanna í Evrópumálum II Í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands, 1. hæð, fimmtudaginn 21. febrúar 2008 milli kl. 10 og 16. Nauðsynlegt er að skrá sig á málþingið með því að senda tölvupóst á ams@hi.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.