Morgunblaðið - 20.02.2008, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 20. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Á MORGUN, fimmtudag, stendur Alþjóða-
málastofnun Háskóla Íslands fyrir degi ungra
fræðimanna í Evrópumálum sem verður í Þjóð-
minjasafni Íslands kl. 10-16.
Jóhanna Jónsdóttir, doktorsnemi við Cam-
bridge-háskóla, fjallar um aðlögun íslenskrar
stjórnsýslu að löggjöf ESB. Lára Sigurþórs-
dóttir, MA-nemi við Háskóla Íslands, tekur fyrir
styrkleika og veikleika í lobbyisma íslenskra hagsmunaaðila gagnvart
ESB-gerðum og íslensku stjórnsýslunni. Þá fjallar Brynja Baldursdóttir,
MA í alþjóðasamskiptum frá Háskóla Íslands, um Evrópuvitund utanríkis-
ráðherra Íslands frá 2003 til 2007. Að lokun ræðir Magnús Árni Magnús-
son, doktorsnemi í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, nálgun Möltu að
Evrópusamrunanum og aðdraganda þess að landið gekk í ESB.
Rætt um ESB
ANÍTA Lóa Hauksdóttir, 9 ára
gömul, og dansfélagi hennar,
Pétur Fannar Gunnarsson, 10
ára, frá dansdeild ÍR sigruðu í
danskeppni í tvígang – í
Juvenile combi (þ.e. standard-
dönsum og latín-dönsum sam-
anlagt) og Juvenile latin í
keppninni Copenhagen open í
Kaupmannahöfn núna um síð-
ustu helgi. Þau lentu einnig í
þriðja sæti í Juvenile standard-
flokki.
Í frétt frá dansdeild ÍR segir
að árangurinn sé glæsilegur hjá
þessu unga danspari en þau æfa
6 sinnum í viku og ætla sér stóra
hluti í dansheiminum. Juvenile-
flokkurinn er fyrir börn á aldr-
inum 11 ára og yngri.
Fram kemur að hjá þeim
Anítu og Pétri séu enn strangari
æfingar framundan og keppni
bæði hér heima og svo keppni í
Birmingham og Blackpool í
Englandi um páskana.
Dönsuðu til sigurs í Höfn
Á SÍÐASTA ári greindust 13 ein-
staklingar með HIV-smit á Íslandi.
Líklegt var talið að smit tengdist
fíkniefnaneyslu í æð í sex tilvikum
og var jafnvel talið að um hópsýk-
ingu gæti verið að ræða. Í ljós hefur
komið að einungis tveir ein-
staklingar sem sprautuðu sig
reyndust vera með sama veirustofn
og því ólíklegt að um eiginlega hóp-
sýkingu hafi verið að ræða meðal
fíkniefnaneytenda. Þetta kemur
fram í farsóttarfréttum landlækn-
isembættisins. Þar kemur fram að í
fjórum tilvikum af 13 var smit talið
tengjast kynmökum gagnkyn-
hneigðra og í þremur tilvikum kyn-
mökum samkynhneigðra. Af þeim
sem greindust á árinu voru sjö kon-
ur en þetta er í fyrsta sinn sem
fleiri konur en karlar greinast með
HIV-smit á Íslandi.
„Áfram verður fylgst náið með
útbreiðslu HIV-smits meðal fíkni-
efnaneytenda því að nái HIV-smit
fótfestu í þessum áhættuhópi má
búast við stóraukinni útbreiðslu
sjúkdómsins hér á landi,“ segir í
farsóttarfréttum.
Óvenjumargir greindust með
lifrarbólgu B á síðasta ári á Íslandi
eða 45. Um helmingur þeirra var
innflytjendur og vitað var um átta
sem höfðu sprautað sig með fíkni-
efnum, samkvæmt farsóttar-
fréttum.
Þrettán greindust með HIV-smit
STUTT
RANNSÓKNASJÓÐUR hefur veitt
71 styrk til nýrra verkefna. Á þessu
ári styrkir Rannsóknasjóður 107
verkefni í viðbót við þau sem úthlut-
að er til í ár en styrkir sjóðsins eru til
allt að þriggja ára. Í heild styrkir
sjóðurinn því 178 verkefni á árinu og
nemur heildarstyrkveiting nærri 700
milljónum króna.
Nýju styrkirnir sem veittir voru
nú skiptast í 60 verkefnastyrki, sjö
rannsóknastöðustyrki og fjóra önd-
vegisstyrki en þeir eru stærstu rann-
sóknastyrkir sem Rannsóknasjóður
veitir. Frestur til að skila umsóknum
rann út 1. október 2007 og barst 241
gild umsókn. Fjögur fagráð, hvert
skipað sjö einstaklingum með mikla
reynslu af vísindastarfi, mátu nýjar
umsóknir. Sérstakt sex manna fag-
ráð lagði mat á nýjar umsóknir um
öndvegisstyrki. Auk þess var hver
umsókn send til tveggja erlendra
sérfræðinga til faglegs mats.
Fjórir öndvegisstyrkir
Varðandi öndvegisstyrki eru gerð-
ar sérstakar kröfur til umfangs
verkefna, samstarfs innan lands og
utan og þjálfunar ungra vísinda-
manna. Þau verkefni sem nú hlutu
öndvegisstyrk eru „Mannlegar vit-
verur í félagslegu leikjaumhverfi“,
verkefnisstjóri þess er Hannes
Högni Vilhjálmsson hjá Háskólanum
í Reykjavík í samstarfi við CCP.
Styrkur á þessu ári til verkefnisins
nemur 13,45 milljónum króna.
Öndvegisverkefnið „Erfðamengi
samlífs – fléttan Peltigera malacea“
fékk styrk á þessu ári upp á 14 millj-
ónir króna. Verkefnisstjóri er Ólafur
S. Andrésson við Háskóla Íslands í
samstarfi við Háskólann í Bresku-
Kólumbíu í Kanada.
„Tengsl gammablossa við þróun
vetrarbrauta og stjörnumyndun í al-
heimi“ hlaut 12,6 milljóna króna
styrk á þessu ári. Verkefnisstjóri er
Páll Jakobsson, Raunvísindastofnun
Háskólans, í samstarfi við Kaup-
mannahafnarháskóla og Háskólann í
Leicester í Englandi.
Verkefnið „Endurmat íslenska
velferðarríkisins“ hlaut 12,8 milljóna
styrk nú en sótt var um 38,4 milljónir
til þriggja ára. Verkefnisstjóri er
Stefán Ólafsson við Háskóla Íslands.
Ljósmynd/Arnaldur
Styrkir Frá úthlutun styrkja Rannsóknasjóðs, f.v.: Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra, Elín Soffía Ólafsdóttir,
HÍ, Hrafnhildur Ragnarsdóttir, KHÍ, Yngvi Björnsson, HR, Erpur Snær Hansen, Náttúrustofu Suðurlands, Stefán
Ólafsson, HÍ, og Guðrún Nordal, formaður stjórnar Rannsóknasjóðs.
Nærri 700 milljónir
í rannsóknastyrki
ENDURMAT íslenska velferðarrík-
isins er nýtt öndvegisverkefni sem
hlaut styrk Rannsóknasjóðs. Stefán
Ólafsson prófessor stýrir verkefn-
inu en aðrir þátttakendur eru
Guðný Björk Eydal, Jón Gunnar
Bernburg, Sigrún Júlíusdóttir, Sig-
urður Thorlacius og Sigurveig H.
Sigurðardóttir. Þau starfa öll við
Háskóla Íslands. Stefán og Guðný
Björk Eydal taka einnig þátt í nýju
norrænu öndvegissetri í velferð-
arrannsóknum. Það hlaut öndveg-
isstyrk frá norræna rannsókna-
ráðinu NordForsk til fimm ára að
upphæð 410 milljónir ÍKR.
Stefán sagði íslenska verkefnið
tengjast því norræna. Tilefni þess
norræna er þríþætt. Í fyrsta lagi
þjóðfélagsbreytingar frá því nor-
rænu velferðarríkin mótuðust á eft-
irstríðsárunum. Hnattvæðingin
veldur því að hreyfanleiki fjár-
magns, fyrirtækja og fólks er orð-
inn mun meiri en áður. Atvinnulíf
og þjóðmálaviðhorf hafa einnig
breyst. Þessu fylgir að meginvið-
fangsefni velferðarríkjanna í upp-
hafi eru ef til vill ekki jafn brýn nú
og um miðja 20. öld.
Þá er mikill áhugi á norrænu vel-
ferðarríkjunum, ekki síst í þróun-
arlöndum. Stefán sagði margar
þjóðir í Asíu hafa sýnt þessari þjóð-
félagsgerð mikinn áhuga. Góð lífs-
kjör og samkeppnishæfni norrænu
þjóðanna vektu mikla athygli. Þá
sagði Stefán norræna fræða-
samfélagið telja ástæðu til að skoða
velferðarríkin gagnrýnum augum.
T.d. hvort fjármunir sem varið væri
til velferðarmála nýttust vel.
Íslenska velferðarríkið
í öndvegisverkefni
Það er
Stærsta GSM dreifikerfið
ÚTHLUTAÐ var úr minningarsjóði
Jóhanns Péturs Sveinssonar, fyrrum
lögfræðings og formanns Sjálfs-
bjargar, í gær. Markmið minning-
arsjóðsins er að styrkja hreyfi-
hamlaða einstaklinga til náms með
ýmsu móti og einnig að styrkja ein-
stök málefni varðandi aðgengi fatl-
aðra. Sjóðurinn sem var stofnaður
árið 1995 byggist á frjálsum fram-
lögum.
Styrkþegar voru fimm að þessu
sinni og var alls úthlutað rúmum
500.000 krónum.
Meðal styrkþega var Aðalbjörg
Guðgeirsdóttir sem hlaut styrk að
upphæð 150.000 kr. Aðalbjörg hefur
verið að safna sér fyrir hjálpartæki
framan á hjólastól sinn, en það
myndi auðvelda henni daglegt líf og
auka möguleika hennar til útivistar.
„Ég er bara bjartsýn og veit að ég
fæ hjólið fyrr eða síðar,“ segir Aðal-
björg sem enn vantar nokkuð upp á
til að eiga fyrir hjólinu.
Aðrir styrkþegar voru Hólm-
fríður Benediktsdóttir, Anna Sigríð-
ur Traustadóttir, Bergur Þorri
Benjamínsson og Kristján V. Hjálm-
arsson.
Árvakur/Eggert Jóhannesson
Bjartsýn Aðalbjörg Guðgeirsdóttir fékk styrk úr minningarsjóðnum.
Hreyfihamlaðir fá úthlutað
úr sjóði Jóhanns Péturs
RANNSÓKN á stofnstærð lunda og
áhrif framboðs sílis, lundaveiða og
veðurfarsbreytinga á hana var á
meðal þeirra verkefna sem Rann-
sóknasjóður mun styrkja um 5,75
milljónir á þessu ári auk styrks til
tækjakaupa upp á 1,1 milljón.
Erpur Snær Hansen hjá Nátt-
úrustofu Suðurlands í Vest-
mannaeyjum er verkefnisstjóri. Að
rannsókninni koma einnig Arnþór
Garðarsson og Páll Marvin Jónsson
frá HÍ, Ævar Petersen hjá Nátt-
úrufræðistofnun, Kristján Lillien-
dahl og Valur Bogason hjá Haf-
rannsóknastofnun, Ingvar Atli
Sigurðsson, vinnufélagi Erps, og
Kristján Egilsson hjá Náttúru- og
fiskasafni Vestmannaeyja.
Erpur sagði að nýliðun hjá lund-
anum hefði verið mjög léleg und-
anfarin þrjú ár og vantaði þrjá ár-
ganga í stofninn. Það væri helst
rakið til fæðuskorts en brestur
hefði verið á síli í sjónum við Ísland.
Kanna ætti áhrif veðurfars á stærð
síla- og lundastofna og samband
stofnstærða þessara dýrastofna. Þá
ætti að kortleggja búsvæði sandsíla
á hafsbotninum við Vestmanna-
eyjar.
Einnig verður unnið úr árlegum
veiðitölum á lunda frá 1945-2007 og
lundamerkingum í Vestmanna-
eyjum frá 1953-2007 en þar hafa
verið merktir yfir 60 þúsund lundar
og endurheimtir um 12 þúsund.
Einnig verða teknar saman upplýs-
ingar um lundapysjur frá 1991.
Lundinn rannsakaður
Árvakur/Ómar
Rannsókn Lundinn hefur átt erfitt
uppdráttar hér við land undanfarið.