Morgunblaðið - 20.02.2008, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. FEBRÚAR 2008 25
HVERNIG er hægt að fyrirgefa
þeim sem misnota börn, þeim sem
beita einhverskonar ofbeldi, nauðga
eða taka líf annarrar manneskju?
Mannlega séð er það ekki auð-
velt, jafnvel illmögulegt og ekki
ætla ég að segja til um það hverjum
eigi að fyrirgefa og þá hvenær eða
hvernig? Ef það er þá hægt?
Þegar um refsiverða glæpi er að
ræða hlýtur að vera eðlilegt að
kæra. Taka þá leikreglur samfélags-
ins við og dæma viðkomandi ger-
anda til hegningar eftir vonandi
sanngjörnum lögum
landsins. Hegningin
hlýtur þá að taka mið
af því að forða sam-
félaginu frá glæpa-
manninum um tíma.
Hegningin hlýtur þó
ekki síður að miðast
að því að koma við-
komandi ódæðismanni
til hjálpar eða betr-
unar svo hann sjái að
sér, bæti ráð sitt og
geri síður glæpsamleg
glappaskot eða mistök
framvegis.
Allt hlýtur þetta að
vera bæði mann- og
þjóðfélagslega bæt-
andi og auk þess
ákveðin viðurkenning
kerfisins gagnvart þol-
anda að refsivert at-
hæfi hafi verið framið
og því réttlætinu full-
nægt að einhverju
marki með dóms-
uppkvaðningu og þar
til gerðri refsingu eða
öllu heldur einhvers
konar betrun eða við skulum alla
vega vona að svo sé. Brotaþola og
samfélaginu öllu hlýtur því að líða
betur? Þótt vissulega hljóti úr-
vinnsla erfiðra tilfinninga, sársauki
og sorg þolanda, fjölskyldu hans og
vina að standa eftir.
Svo er sumt ofbeldi og misrétti
sem aldrei verður hægt að sanna og
hvað þá kæra þótt miskunnarlaust
og mannskemmandi hafi verið.
Meiðandi mannleg samskipti
Í daglegum samskiptum manna
verðum við fyrir alls kyns árekstr-
um. Á okkur er hallað, okkur er
hafnað, við erum beitt órétti, við er-
um svikin, lögð í einelti eða beitt
einhvers konar ofbeldi.
Þá vaknar sú áleitna og erfiða
spurning hvort hægt sé að fyrirgefa
þeim sem gerir eitthvað á okkar
hlut? Hverjum á að fyrirgefa og þá
hvenær og hvernig?
Hvað sem öllu ranglæti, ofbeldi
og glæpum líður, þá heldur lífið allt-
af einhvern veginn áfram. Og þá er
spurningin: Er hægt að lifa með
orðinni framkomu eða verknaði og
þá hvernig? Sumt verður aldrei tek-
ið aftur og aldrei bætt, jafnvel þrátt
fyrir iðrun og góðan vilja.
Öll viljum við sjálfsagt komast
sem skást út úr áföllum. Sjá til sól-
ar á ný, þótt orðin reynsla marki
óneytanlega djúpt sár og skilji oft
eftir illgræðanlegt ör sem við neyð-
umst til að bera og lifa með þótt við
hefðum svo sannarlega óskað þess
heitast af öllu að hafa sloppið við að
eignast þessa algjörlega óumbeðna
reynslu.
Ef við hins vegar viljum vinna að
því að ná áttum eftir hvers konar
áfall er þá rétta leiðin að nærast á
og vilja viðhalda beiskju og biturð,
hatri og hefnd? Eða er það raun-
hæfur valkostur að vilja leitast við
að fyrirgefa, ef það er þá á mann-
legu valdi?
Fyrirgefning er ekki
sama og samþykki
Fyrirgefningin kostar ákveðnar
hugarfarslegar fórnir. Við þurfum
að ganga í okkur og
jafnvel að brjóta odd
af oflæti okkar. Það
getur verið sárt. Fyr-
irgefningin er spurn-
ing um lífsafstöðu, hún
er liður í úrvinnslu til-
finninga. Þegar upp er
staðið gefur hún mikið.
Það er eins og þungu
fargi sé af hjarta okk-
ar létt. Lífsgangan
verður bærilegri og
við sáttari við náung-
ann, umhverfið og ekki
síst okkur sjálf.
Það að fyrirgefa er
ekki það sama og að
sætta sig við eða sam-
þykkja einhverja liðna
meiðandi atburði. Síð-
ur en svo. En það er
að sætta sig við að at-
burðurinn er fortíð
sem við fáum ekki
breytt.
Við hljótum að þrá
réttlæti og við sættum
okkur ekki við liðna
meiðandi atburði sem
rændu okkur einhverju mikilvægu
og dýrmætu, ollu mikilli vanlíðan og
jafnvel óbætanlegu tjóni.
Við skulum aldrei samþykkja
slíkt framferði í hvaða mynd eða á
hvaða stigi sem það kann að birtast.
Stöndum saman um að koma í veg
fyrir misnotkun, ofbeldi og hvers
konar glæpi. Finnum leiðir til að
koma fórnarlömbunum til var-
anlegrar hjálpar svo þau þurfi ekki
að burðast ein með hina erfiðu líð-
an.
Að festast í reiði, beiskju og bit-
urð, hatri og hefnd þegar til lengri
tíma er litið er mannskemmandi, við
stöðnum og festumst í sárri fortíð-
inni. Beiskja og biturð, hatur og
hefnd leiðir okkur endanlega inn í
myrkur og ógöngur.
Sú lífsafstaða að vilja að sér sé
fyrirgefið og jafnvel óverðskuldað
og það að reyna í veikum mann-
legum mætti að fyrirgefa náung-
anum bætir líðan okkar á leið til
framtíðar. Hatrið ýfir upp sár sem
alltaf verða flakandi og aldrei gróa.
En fyrirgefningin er eins og græð-
andi smyrsl. Þótt vissulega sitji allt-
af eftir ör sárra minninga.
Dagurinn í gær eða dagurinn í
dag. Okkar er valið. Við getum ekki
lifað báðum. Annaðhvort festumst
við í fortíðinni eða lifum deginum í
dag og horfum fram á veginn með
reynslu fortíðar sem bakgrunn en
ekki sem stjórnanda.
Kannski er það svo eftir allt sam-
an ekki á mannlegu valdi að fyr-
irgefa? Hvað er þá til ráða? Guð,
Jesús Kristur. Hann megnar allt.
Felum okkur því honum sem mýkir
hjörtun. Honum sem kann, vill og
getur fyrirgefið og vill fá að reisa
okkur upp á ný til vonarríkrar og
bjartrar framtíðar.
Er fyrirgefningin
raunhæfur valkostur?
Fyrirgefningin kostar
ákveðnar hugarfarslegar fórn-
ir, segir Sigurbjörn Þorkelsson
Sigurbjörn Þorkelsson
» Það að fyrir-
gefa er ekki
það sama og að
sætta sig við eða
samþykkja ein-
hverja löngu
liðna meiðandi
atburði. Síður
en svo.
Höfundur er rithöfundur og
framkvæmdastjóri Laugarneskirkju.
LOKSINS, loksins. Frábær
kona er tilbúin til að axla ábyrgð
í Borgarstjórn Reykjavíkur fyr-
ir okkur sjálfstæðismenn. Ég
hef lengi beðið eftir þessari
stundu. Með fullri virðingu fyrir
öllum í borgarstjórnarflokki
sjálfstæðismanna ber Hanna
Birna af eins og gull af eiri.
Vitanlega fylkjum við okkur að
baki henni.
Að mínu viti hefur Hanna
Birna allt til að bera, sem prýða
má góðan stjórnmálamann. Hún
er kjörkuð, traust, sveigjanleg,
skemmtileg, sanngjörn, auð-
mjúk, sér kjarna málsins og svo
talar hún mannamál. Hún er
leiðtogi. Með slíkan einstakling
í stafni vinnum við borgina á ný
árið 2010. Er það ekki málið?
Árdís Þórðardóttir
Hanna Birna:
Frábær kostur!
Höfundur er rekstrar-
hagfræðingur.
Sími 551 3010
Hárgreiðslustofan
Traustasta fjarskiptafyrirtækið
Styrkur frá NATA
Samstarf á sviði ferðamála
milli Grænlands, Íslands og Færeyja
Allir sem áhuga hafa á bættum samskiptum á sviði ferðamála milli landanna þriggja geta
leitað eftir aðstoð við að fjármagna verkefni, hugmyndir, ferðir eða því um líkt. Umsóknir
skulu fela í sér samstarf milli tveggja af löndunum þremur hið minnsta.
Sækja má um aðstoð á eftirfarandi sviðum:
Menntun
Dvöl til að kynna sér aðstæður, faglegar námsferðir, skólaferðalög, menntun á sviði
ferðamála, rannsóknir o.s.frv.
Þróun ferða
Siglingar, þemaferðir, stuttar heimsóknir (short break) o.s.frv.
Samstarf þjóða í milli
Menningartengdir viðburðir, skólaferðir, íþróttaferðir, vinabæjatengsl o.s.frv.
Markaðssetning og skilgreining ferðamennsku
Leita má eftir stuðningi við verkefni, ferðir eða starfsemi sem fer fram fyrir árslok 2008. Allar
umsóknir skulu vera á þar til gerðum eyðublöðum. Sem fylgiskjöl með umsókninni skal leggja
fram nákvæma útlistun á verkefni, svo og fjárhagsáætlun. Umsóknir skulu vera á dönsku eða
ensku og sendast til:
NATA c/o
Ferðamálastofa
Lækjargata 3,
101 Reykjavík
Lokafrestur til að senda umsóknir er til og með 7. mars 2008.
Umsóknareyðublað má nálgast á vef Ferðamálastofu, www.ferdamalastofa.is
NATA er samstarfssamningur ferðamálaráðuneyta í Færeyjum, á Grænlandi og á Íslandi. Markmið samningsins
er að auka skilvirkni í samstarfi aðila er sinna ferðamálum í Færeyjum, á Grænlandi og á Íslandi með því að
styrkja, samhæfa og tryggja framboð samvinnuverkefna aðildarlandanna á þeim sviðum ferðamála þar sem þau
eiga einkum sameiginlegra hagsmuna að gæta.