Morgunblaðið - 20.02.2008, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 20.02.2008, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 20. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Andra Karl og Önund Pál Ragnarsson ÓLAFUR F. Magnússon borgar- stjóri lagði þunga áherslu á metnað borgarinnar í umhverfismálum og samgöngumálum, þegar frumvarp að þriggja ára áætlun um rekstur, fram- kvæmdir og fjármál Reykjavíkur- borgar árin 2009-2011 var kynnt í borgarstjórn í gær. Gert verður stór- átak í lagningu hjólaleiða, bæði sér- stakra stíga og meðfram akbrautum og taldist Ólafi til að um 1,5 milljarðar króna færu í hjóla- og gönguleiðir á tímabilinu. Ennfremur verða lagðar fleiri forgangsakreinar fyrir strætis- vagna. Áætlað er að skatttekjur aukist um 2,9 milljarða króna á tímabilinu eða að meðaltali um 1,8%, en aukningin var að meðaltali um 3,7% síðustu þrjú á undan. Rekstrarniðurstaða er áætl- uð jákvæð allt tímabilið eða 5,7 til 9 milljarðar kr. Að sama skapi gerir áætlun árs 2008 ráð fyrir jákvæðri niðurstöðu um 11,1 milljarða kr. „Ýmsir hlutir munu gerast á næst- unni í þjóðmálunum sem kalla á að við séum í stakk búin til að takast á við þá. Þess vegna er mikilvægt að við höfum kjark til að setja fram áætlun þar sem haldið er uppi traustri og öruggri fjármálastjórn, þar sem við höfum ráð á að gera það sem við ætl- um. Við höfum einnig kjark til að beina fjárstreyminu í átt til fólksins og þjónustunnar, en ef þörf krefur hægja fremur á steinsteypufram- kvæmdum,“ sagði Ólafur við blaða- menn þegar hann kynnti áætlunina, fyrir borgarstjórnarfundinn. Hann fékkst ekki til að taka út fram- kvæmdir sem hann teldi að færðar yrðu aftar í forgangsröð borgarinnar en sagði: „Það getur þurft að hægja almennt á framkvæmdahraða í borg- inni.“ Skiptar skoðanir voru um frum- varpið í borgarstjórn og töldu fulltrú- ar það ýmist greiningu á traustri og öruggri fjármálastjórn eða 29 blað- síður af tölum – án skýringa – sem vektu upp fleiri spurningar en þær svöruðu. Helst sveið fulltrúum minni- hlutans þó að fá ekki eitt einasta svar við fjölmörgum spurningum sínum. Borgarstjóri lofaði að svara þeim í annarri umræðu. Hátt framkvæmdastig svarið Bjartsýnin er að baki og svartir tímar í efnahagsmálum framundan, sagði Óskar Bergsson, borgarfulltrúi Framsóknarflokks, og kvað frum- varpið einhvers konar 19. aldar þriggja ára áætlun. „Ef það er eitt- hvað sem borgarsamfélag þarf á að halda við þessar aðstæður þá er það bjartsýni og skýr framtíðarsýn. Hátt framkvæmdastig á að vera svar Reykjavíkurborgar.“ Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingar, sagði áætlunina óað- gengilega og gagnrýndi að ekki fylgdi henni nein greinargerð. Þá sagði hann niðurstöðuna töluvert dekkri en aðrir greiningaraðilar gerðu ráð fyrir og benti á að svo virt- ist sem fé til hjúkrunarheimila væri skorið niður, og eins væri verulegur niðurskurður í íþróttamálum. Átak gert í lagningu hjóla- og göngustíga í borginni „Getur þurft að hægja á fram- kvæmdahraða“ Morgunblaðið/Ómar Yfirvegun Ólafur F. Magnússon borgarstjóri kynnti þriggja ára áætlun.  Meira á mbl.is/ítarefni EFTIR stutta vætutíð og hlýindi snöggkólnaði í gær og hvíta ábreiðan, sem Reykvíkingar voru farnir að venj- ast, lagðist aftur yfir borgina. Spáð er áframhaldandi úrkomu í dag, fyrst rigningu, síðar snjókomu. Þessi hjólreiðamaður á ferð í Árbænum lét snjóinn ekki mikið á sig fá og hjólaði ótrauður áfram. Skjótt skipast veður í lofti Árvakur/Valdís Thor VEL hefur gengið að ráða í stöður við leikskóla í Hafnarfirði undan- farna daga. Í lok janúar vantaði starfsfólk í 22,12 stöðugildi í tíu skól- um en nú vantar í 12,6 stöðugildi í sjö skólum, að því er segir á vef Hafn- arfjarðarbæjar, sem setti 200 millj- ónir í starfsmannamál leikskóla á þessu ári, sem skila þessum árangri. Að sögn Magnúsar Baldurssonar, fræðslustjóra í Hafnarfirði, gæti far- ið svo að stöður við leikskóla bæj- arins yrðu fullmannaðar í marsmán- uði ef áfram heldur sem horfir. Þó eru flestir nýráðnir ófaglærðir, en betur gengur að halda í starfsmenn sem eru fyrir. Að sögn gengur betur að ná í fólk þegar hægist um á vinnu- markaði, eins og nú er að gerast. Stöðurnar mannaðar Fleiri ráðnir á hafn- firska leikskóla VILHJÁLMUR Bjarnason, formað- ur Samtaka fjárfesta, mun á aðal- fundi Glitnis í dag bera upp spurn- ingu við stjórn undir liðnum önnur mál. Fyrirspurnin er svohljóðandi: „Fyrirspurn þessi hefur að mark- miði að varpa ljósi á hvernig hags- muna hluthafa Glitnis banka er gætt í gildandi kaupréttarsamningum við starfsmenn bankans. Bent er á að kaupréttarsamningar byggjast á ráðstöfun á óseldum hlutum, sem hluthafar eiga að öðru jöfnu for- kaupsrétt að. Þessi forgangsréttur felur í sér verðmæti fyrir hluthafa, sem stjórn ber að gæta að eins og annarra hagsmuna hluthafa bank- ans. 1. Við hvaða starfsmenn Glitnis banka hf. hefur stjórn félagsins gert kaupréttarsamninga og eru í gildi í dag? 2. Hve hár er kaupréttur við hvern og einn starfsmann, hvert er samn- ingsgengi í einstökum samningum og hvert er viðmiðunargengi í samn- ingunum? 3. Í hvaða tilfellum er viðmiðunar- gengi kaupréttarsamninganna stundargengi á samningsdegi eða á síðustu 10-20 dögum fyrir gerð samnings? 4. Hvaða ástæður lágu til þess að gerður var kaupréttarsamningur við forstjóra bankans fyrir 150 milljón- um hluta á genginu 26,6, samtals að fjárhæð 3.990.000.000, og hver er áætlaður kostnaður Glitnis banka af þessum samningi? 5. Hver eru áhrif þessa samnings á hagnað á hlut annarra hluthafa vegna þessa samnings? 6. Á hvern hátt eru gildandi kaup- réttarsamningar tengdir við afkomu bankans, ávöxtun eigin fjár, breyt- ingar á markaðsgengi hlutabréfa og viðmiðun við markaðsvísitölur hluta- bréfa?“ Spyr um kaup- rétti á aðalfundi UPPBYGGING Vatnsmýrarinnar er einstakt tæki- færi til að inn- leiða nýja hugsun og samþætta breyttar ferða- venjur í skipulagi nýs, sjálfbærs borgarhluta, þar sem áhersla verð- ur lögð á öryggi gangandi og hjólandi, sagði Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylking- arinnar, á fundi borgarstjórnar í gærdag. Hann sér fyrir sér léttlesta- kerfi í Reykjavík og hraðlest á milli miðborgarinnar og Keflavíkur. Á sama tíma og tólf alþingismenn lögðu fram þingsályktunartillögu á Alþingi um að stjórnvöld kanni hag- kvæmni lestarsamgangna milli Keflavíkurflugvallar og Reykjavíkur annars vegar og léttlestakerfis innan höfuðborgarsvæðisins hins vegar mælti Dagur B. fyrir því sama í borgarstjórn. „Skipulag Vatnsmýr- arinnar kallar í heild sinni á róttækt afturhvarf til evrópsks borgarskipu- lags. […] Við þurfum því að leyfa okkur að hugsa stærra. Framtíðar- lausnir Vatnsmýrarinnar þurfa og hljóta að vera framtíðarlausn fyrir alla hina nýju Reykjavík,“ sagði Dagur og vill setja fjárfestingu á léttlestakerfi á dagskrá. Framtíðin felst í lestakerfi Dagur B. Eggertsson Vatnsmýrin tekur mið af framtíðinni ♦♦♦ FARÞEGI úr bílslysinu á Akranesi á mánudag liggur enn á gjörgæslu- deild Landspítalans í öndunarvél og er líðan hans óbreytt. Lögreglan segir að hvorki hann né ökumaður bílsins hafi verið í bílbelti. Ökumað- urinn slasaðist einnig en slapp betur en farþeginn. Slysið varð þegar bíll- inn skall á húsvegg á Vesturgötu. Lögreglan segir að farþegahlið bíls- ins hafi skollið á húsveggnum og þar geti skýringa verið að leita í meiri meiðslum farþegans. Lögreglan segir rannsóknina hafa leitt í ljós að ekki var um kappakstur tveggja bíla að ræða í aðdraganda slyssins. Húsið, sem er timburhús með steyptum kjallara, er mikið skemmt eftir ákeyrsluna. Enn á gjör- gæsludeild Áreiðanlegasta fjarskipta- fyrirtækið EINAR Njálsson, verkefnisstjóri í félags- og tryggingamálaráðuneyti, segist ekki geta svarað fyrir sparn- aðaraðgerðir á geðsviði Landspítal- ans, sem heyri alfarið undir heil- brigðisráðuneytið. Verkefnið Straumhvörf, átak í málefnum geð- fatlaðra sem fram fer undir hatti fé- lagsmálaráðuneytis, segir Einar hins vegar á áætlun. Í Morgunblaðinu í gær var upp- bygging í málefnum geðfatlaðra fyr- ir milljarð af söluandvirði Símans og hálfan milljarð úr Framkvæmda- sjóði fatlaðra sögð hafa gengið hægt og illa. „Verkefnið spannar árin 2006-2010 og tekur til 160 einstak- linga á landinu öllu, í búsetu auk frekari liðveislu og stoðþjónustu. Um mitt þetta ár verður búið að tryggja húsnæði fyrir helming þessa fólks og verja til þess helmingnum af þessum einum og hálfa milljarði,“ segir Einar. „Ég held að það sé nær að segja að verkefnið sé á áætlun heldur en að það hafi gengið illa,“ segir hann. Búsetuátak- ið hálfnað ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.