Morgunblaðið - 20.02.2008, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. FEBRÚAR 2008 9
FRÉTTIR
Eddufelli 2 Bæjarlind 6
sími 557 1730 sími 554 7030
Opið virka daga 10.00-18.00
Laugard. Bæjarlind 10.00-16.00 og Eddufell 10.00-14.00
Tveir dagar eftir af útsölunni
Allt á 1000 og 2000
Lokadagar lagerútsölu Hæðasmára 4
Algjört verðhrun 50-80% afsláttur
Hæðasmára 4 - sími 555 7355
ATH nýja
r vörur
í Síðumú
la
BREYTA þarf skipulags- og bygg-
ingarlögum og jafnframt raforkulög-
um og reglugerðum þannig að öll
mannvirkjagerð við virkjanir verði
byggingarleyfisskyld og háð reglu-
bundnu byggingareftirliti. Þetta
kemur fram í niðurstöðum starfs-
hóps sem iðnaðarráðherra skipaði í
samstarfi við félagsmálaráðherra og
umhverfisráðherra.
Starfshópurinn var skipaður í lok
ágúst í fyrra, m.a. vegna umfjöllunar
um Fjarðarárvirkjun og Múlavirkj-
un. Honum var ætlað að skoða hvort
tilkynningaskyldar framkvæmdir,
sem nýlokið er við, eða standa yfir,
hafi verið innan þess ramma sem
þeim var settur í opinberum leyfum
og hvort brestur hafi orðið á eftirliti
með þeim. Í tilkynningu vegna vinnu
hópsins segir að við störf hans hafi
komið í ljós að 11 smávirkjanir, sem
nýlega hafa tengst dreifikerfinu,
starfi án rekstrarleyfis samkvæmt
raforkulögum. Hafi framkvæmdar-
aðilum verið bent á ágallann og leið-
beint um leyfisveitingaferli.
Brýnt að skerpa reglur
Í skýrslu starfshópsins segir að
hann telji að vandamál sem komið
hafa upp vegna virkjunarfram-
kvæmda sýni að mikil þörf sé á að
skerpa á reglum hvað þetta varðar
og tryggja að opinbert eftirlit fari
reglulega fram á byggingartíma
virkjana. Segir að í frumvarpi um-
hverfisráðherra til nýrra laga um
mannvirki sem lagt hefur verið fram
á Alþingi sé gert ráð fyrr að tekið
verði fram að öll mannvirkjagerð við
virkjanir sé byggingarleyfisskyld og
háð hefðbundnu byggingareftirliti.
Starfshópurinn leggur jafnframt til
að sett verði í byggingarreglugerð, í
samráði við Orkustofnun og iðnaðar-
ráðuneytið, ákvæði um hönnun virkj-
unarmannvirkja og framkvæmd eft-
irlits með virkjunarframkvæmdum.
Tilgangur byggingarleyfis og bygg-
ingareftirlits verði að tryggja öryggi
virkjunarmannvirkja, samræmi við
skipulagsáætlanir og lágmarksum-
hverfisáhrif.
Þá er lagt til að ákvæði raforku-
laga og reglugerðar um framkvæmd
raforkulaga verði aðlöguð ákvæðum
skipulags- og byggingarlaga og
byggingarreglugerðar. Virkjunar-
leyfi og eftirlit með því snúi fyrst og
fremst að þáttum eins og auðlinda-
nýtingu og tæknilegum atriðum sem
áhrif hafa á raforkukerfið. Ennfrem-
ur að sett verði í viðeigandi löggjöf
ákvæði um samvinnu og samráð iðn-
aðarráðuneytis, Orkustofnunar og
byggingaryfirvalda við útgáfu virkj-
unar- og byggingarleyfis og eftirlits
vegna þeirra til að tryggja samræmi
milli mismunandi leyfa.
Öll mannvirkjagerð við
virkjanir verði leyfisskyld
Í HNOTSKURN
»Á undanförnum árum hefursmávirkjunum fjölgað ört.
»Frá árinu 2000 hefur Skipu-lagsstofnun tekið ákvörðun
um matsskyldu 20 virkjana af
stærðargráðunni uppsett rafafl
100 kW til 5 MW, að því er fram
kom í skipunarbréfi stýrihópsins.
»Starfshópurinn beindi sjón-um að smávirkjunum sem
Skipulagsstofnun hafði til með-
ferðar vegna ákvörðunar um
matsskyldu á árunum 2004-2007.
VIÐGERÐ á hringveginum við
Svignaskarð í Borgarfirði reyndist
meira mál en vegagerðarmenn
töldu í fyrstu. Vegurinn fór í sund-
ur í vatnavöxtum á sunnudaginn
var þegar ræsi stíflaðist. Sam-
kvæmt upplýsingum Vegagerð-
arinnar í Borgarnesi var búist við
að hægt yrði að opna veginn í gær-
kvöldi.
Viðgerð á veginum hófst þegar á
mánudagsmorgun. Þurftu vega-
gerðarmenn að taka veginn alveg í
sundur og tafði mikill vatnsflaumur
verkið. Byggja þurfti nýjan púða
undir nýtt ræsi og leggja það í veg-
arstæðið. Ekki var hægt að vinna
að viðgerðinni í myrkri og því tafð-
ist verkið. Umferðartafir urðu
vegna flóða víðar í Borgarfirði og
smávægilegar skemmdir á vegum,
m.a. við Síkin við Hvítárvelli og var
gert við þær í gær og fyrradag.
Í gær var Laxá í Dölum farin að
flæða yfir veginn á milli Engihlíðar
og Þrándarkots og bað Vegagerðin
vegfarendur að sýna fyllstu varúð
vegna þess.
Vatn tafði
viðgerð
Eftir Rúnar Pálmason
runarp@mbl.is
ÞAÐ er ekki endilega einfalt mál að
tryggja að aðeins þeir sem eru að
kaupa sína fyrstu fasteign fái stimp-
ilgjöldin niðurfelld, líkt og kveðið er
á um í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar
sem var gefin var út í tengslum við
kjarasamningana sem skrifað var
undir um helgina. Eftir er að útfæra
með hvaða hætti þetta verður gert
og sömuleiðis á eftir að móta hús-
næðissparnaðarkerfi fyrir 35 ára og
yngri, sem ríkisstjórnin lýsti einnig
yfir að hún myndi beita sér fyrir.
Í yfirlýsingunni segir að ríkis-
stjórnin muni m.a. beita sér fyrir að
stimpilgjöld falli niður vegna lána til
kaupa á fyrstu fasteign og að komið
verði á húsnæðissparnaðarkerfi með
skattafrádrætti, fyrir einstaklinga
35 ára og yngri, til að hvetja til
sparnaðar hjá þeim sem hyggja á
fyrstu kaup eigin húsnæðis.
Stimpilgjald af húsnæðisláni er
1,5% af lánsupphæðinni. Ef miðað er
við 15 milljóna króna lán nemur
stimpilgjaldið því 225.000 krónum.
En hvernig á að ganga úr skugga
um að sá sem sækir um niðurfellingu
stimpilgjalds sé í raun og veru að
kaupa sína fyrstu fasteign? Hvað um
hjón sem kaupa íbúð saman en skilja
síðan og verða að selja ofan af sér
kofann – eiga þau bæði rétt á nið-
urfellingu stimpilgjalds fyrir næstu
íbúð? Hvað um þá sem eru búnir að
vera í sambúð lengi og annar sam-
búðarmakinn (eins og það heitir á
skattskýrslunni) er skráður fyrir
eigninni. Getur hinn sambúðarmak-
inn þá líka keypt íbúð og sloppið við
stimpilgjaldið?
Þetta er meðal þeirra spurninga
sem fjármálaráðuneytið stendur
frammi fyrir en það kemur í hlut
þess að útfæra þennan boðskap rík-
isstjórnarinnar.
Fyrsta skrefið
Baldur Guðlaugsson ráðuneytis-
stjóri segir að margt þurfi að skoða
áður en tillögur um útfærslu líta
dagsins ljós. Vinnan við breytingar á
stimpilgjaldi og við sparnaðarreikn-
ing fyrir 35 ára og yngri sé að fara af
stað í ráðuneytinu.
Niðurfelling á stimpilgjaldi til
fyrstu íbúðarkaupa er þó væntan-
lega aðeins fyrsta skrefið, því í
stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar
segir að stimpilgjald í fasteignavið-
skiptum verði afnumið á kjörtíma-
bilinu þegar aðstæður leyfa.
Útfæra breytingar
á stimpilgjaldi
Árvakur/Árni Sæberg
Dýr Stimpilgjald er 1,5% af láni.
NÝ KÖNNUN sem Lýðheilsustöð
fékk Capacent Gallup til að gera
fyrir sig leiðir í ljós að 72% þátttak-
enda eru frekar eða mjög hlynntir
því að allir veitinga- og skemmti-
staðir séu reyklausir. Aðeins 17%
sögðust frekar eða mjög andvíg því
að allir veitinga- og skemmtistaðir
væru reyklausir, en tæp 11% sögð-
ust hvorki hlynnt né andvíg.
Um er að ræða símakönnun sem
framkvæmd var dagana 14.-26.
september sl. Úrtakið var 1.292
manns á aldrinum 18-75 ára og valið
tilviljunarkennt úr þjóðskrá. Svar-
hlutfall var 61,6%.
Könnunin leiðir líka í ljós að 86%
þátttakenda sögðu síðustu ferðir
sínar á bari eða skemmtistaða hafa
verið jafn ánægjulegar eða ánægju-
legri eftir að nýju lögin tóku gildi.
90% þátttakenda höfðu sömu sögu
að segja um síðustu ferðir sínar á
kaffihús og 95% þátttakenda um síð-
ustu ferðir sínar á veitingahús. Eftir
því sem fram kemur á vef Lýð-
heilsustöðvar eru þetta svipaðar
niðurstöður og þegar spurt var að
því sama áður en breytingar á tób-
aksvarnarlögum tóku gildi 1. júní
2007.
Upplifa breytinguna jákvætt
„Það er ekki hægt að túlka þessar
niðurstöður öðruvísi en svo að yf-
irgnæfandi meirihluti almennings,
frá 86-95%, upplifi þessar breyt-
ingar sem jákvæðar,“ segir Þórólfur
Þórlindsson, forstjóri Lýð-
heilsustöðvar. Tekur hann fram að
jákvætt sé að heyra þessar nið-
urstöður þar sem neikvæðu radd-
irnar virðist oft fyrirferðarmeiri í
fjölmiðlum.
Þátttakendur voru í könnuninni
jafnframt beðnir um að leggja mat á
gæði andrúmsloftsins á veit-
ingastöðum, kaffihúsum sem og bör-
um og skemmtistöðum fyrir og eftir
að lögin tóku gildi, á skalanum 0-10.
Veitingastaðir fengu fyrir gildistöku
einkunnina 6,6 en eftir gildistöku
einkunnina 7,9. Kaffihús fengu ein-
kunnina 7,3 fyrir gildistöku en 8,2
eftir, en barir og skemmtistaðir
fengu einkunnina 4,7 fyrir gild-
istöku og 7,1 eftir.
Í samtali við Morgunblaðið bendir
Þórólfur á að nýjar rannsóknir sýni
að áhrif óbeinna reykinga séu skað-
legri en áður hafi verið talið og því
hafi rökin um mikilvægi reyklauss
vinnuumhverfis fengið aukið vægi.
Almenningur hlynntur reykleysi
DRULLUSVAÐ er í göngum undir
Reykjanesbraut sem tengja Kópa-
vogsdal við Breiðholt og fyrir þá
gangandi vegfarendur sem hafa
haft hug á að leggja leið sína eftir
þessum göngustíg er algjörlega
ófært. Árni Björgvinsson, verk-
stjóri í áhaldahúsi Kópavogsbæjar,
segir að eftir því sem hann best
viti standi þarna yfir framkvæmdir
á vegum vatnsveitunnar. Unnið
hefur verið að gerð dælustöðvar
og svæðið var allt grafið upp í
tengslum við það. „Ég vissi bara að
það eru framkvæmdir þarna og
þetta er lokað,“ sagði Árni, þegar
Morgunblaðið spurði hann hverju
þetta sætti. Þetta væri í höndum
verktaka sem hann hefði ekki eft-
irlit með.
„Það er alveg á hreinu að þetta
verður lagað og ef ekki skapast
hætta af því að hleypa fólki á
svæðið verður það gert fært.“
Göngustígur þessi liggur einnig
í göng undir Dalveg og niður að
Kópavogslæk. Meðal afleiðinga
mikils flóðs, sem varð í einu rign-
ingarveðrinu nýlega, var að skarð
myndaðist í grasvegg sem liggur
niður að læknum. Þá flæddi vatn
sem safnaðist fyrir við ganga-
munnann austan Reykjanesbrautar
út í gegnum göngin undir Reykja-
nesbraut og Dalveg. Kópavogsdal-
urinn fylltist af vatni í kjölfarið og
við það hefur skarðið við lækinn
væntanlega myndast.
Árni hafði í gær tal af verktak-
anum sem séð hafði um fram-
kvæmdir á svæðinu í tengslum við
dælustöðina. Hann sagði að tafir
hefðu orðið á lokafrágangi vegna
þess hvernig veður hefði verið að
undanförnu, en lagði áherslu á að
svæðið væri enn lokað. Búkkar
væru bæði Breiðholtsmegin og
Kópavogsmegin. „En það verður
byrjað að laga þetta á morgun [í
dag],“ sagði hann.
Drullusvað á göngustíg
Árvakur/Valdís Thor