Morgunblaðið - 20.02.2008, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 20.02.2008, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 20. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. EINRÆÐISHERRA FER FRÁ Fidel Castro tilkynnti í gær aðhann hygðist láta af embættiforseta Kúbu. Eftir tæpt ár hefði hann verið búinn að vera við völd í hálfa öld en hann sá sér greinilega ekki fært að sitja lengur. „Það væru svik við samvisku mína að axla ábyrgð sem krefst hreyfanleika og fullkom- innar skuldbindingar, sem ég er ekki í líkamlegu ásigkomulagi til að veita,“ skrifaði Castro í grein, sem birtist í málgagni hans, dagblaðinu Granma, um ákvörðunina. Það er óhætt að segja að nokkurrar valdþreytu hafi verið farið að gæta hjá hinum aldna leiðtoga. Samkvæmt fréttum í gær búast Kúbverjar hins vegar greinilega ekki við því að afsögn leiðtogans boði miklar breytingar. Líklegast er talið að bróðir hans, Raúl Castro, taki við valdataumunum þegar þjóðþing Kúbu kemur saman á sunnu- dag. Raúl Castro hefur verið tíma- bundið við völd frá því að Fidel Castro þurfti að fara í skurðaðgerð í júlí 2006. Opinberlega hefur hann ekki snúið aftur og hann hefur ekki náð sér að fullu, en stjórnað bak við tjöldin. Nú kveðst hann ætla að hafa áhrif með skrifum sínum: „Ég óska þess aðeins að berjast sem hermaður hugmynd- anna.“ Castro setti mark sitt rækilega á sögu tuttugustu aldarinnar. Hann fæddist utan hjónabands árið 1926. Faðir hans var plantekrueigandi og móðir hans þjónustustúlka. Í laganámi í háskólanum í Havana hóf hann af- skipti af stjórnmálum. Árið 1953 gerði hann misheppnaða tilraun til að steypa harðstjóranum Fulgencio Bat- ista, sem hafði rænt völdum á Kúbu árið áður. Batista var óvinsæll á Kúbu og stjórn hans spillt, en hann naut stuðnings Bandaríkjamanna, enda var hann hliðhollur bandarískum fyrir- tækjum. Castro var sleppt úr fangelsi eftir tvö ár og fór þá til Mexíkó þar sem hann komst í tygi við Che Guev- ara. Árið 1956 sneri hann aftur til Kúbu ásamt hópi uppreisnarmanna og á nýársdag 1959 náði hann völdum. Þegar Castro komst til valda boðaði hann kosningar og kvaðst ætla að end- urvekja stjórnarskrá landsins. Hann fór til Bandaríkjanna og leitaði þar stuðnings, en allt kom fyrir ekki. Það var ekki fyrr en eftir innrásina í Svína- flóa, sem bandaríska leyniþjónustan skipulagði samkvæmt fyrirmælum John F. Kennedy til að steypa Castro af stóli, sem hann lýsti yfir að hann væri marx-lenínisti og leitaði fyrir fullt og allt í faðm Sovétríkjanna. Kúb- verski herinn er ekki öflugur um þess- ar mundir, en hann var einn sá mátt- ugasti í álfunni á sínum tíma og Castro studdi uppreisnaröfl í Angóla og víða í Suður-Ameríku, Bandaríkjamönnum til mikillar gremju. Öllum lýðræðis- hugsjónum var kastað fyrir róða og mannréttindi fótumtroðin. Enn er það svo að samkynhneigðir eru ekki liðnir og prestar ofsóttir. Stjórnarandstæð- ingum er varpað í fangelsi. Í kjölfarið á innrásinni í Svínaflóa ákvað Nikita Krústsjov að koma á laun fyrir kjarnorkuflaugum á Kúbu, sem hefði hæglega getað leitt til kjarn- orkustyrjaldar. Þegar Bandaríkja- menn áttuðu sig á því hvað var að ger- ast í túnfætinum hjá þeim stóð heimurinn á heljarþröm. Kúbudeilan stóð í fjórtán daga. Loks gáfu Sovét- menn eftir og fjarlægðu flaugarnar gegn loforði Bandaríkjamanna um að ráðast ekki inn í Kúbu. Bandaríkja- menn stóðu við orð sín, en hafa gert ófáar tilraunir til að ráða Castro af dögum. Einnig settu þeir viðskipta- bann á Kúbu og stendur það enn. Við- skiptabannið hefur haft mikil áhrif. Kúba varð algerlega háð Sovétríkjun- um. Þegar þau liðuðust í sundur fór hins vegar að síga á ógæfuhliðina og efnahagsáhrif bannsins gerðu vart við sig fyrir alvöru. Kúba reyndi að halla sér að Kína, en stuðningurinn þaðan var takmarkaður. Viðskiptabannið hefur vissulega haft áhrif á kúbverskt efnahagslíf, en það hefur einnig veitt Castro skálkaskjól. Hann gat kennt Bandaríkjamönnum um ástandið. Stuðningsmenn Castros segja hon- um til hróss að hann hafi komið á heil- brigðiskerfi, sem allir Kúbverjar njóti góðs af, og tryggt öllum íbúum lands- ins jafnrétti til náms. Í þessum efnum stendur Kúba framar mörgum grann- ríkjum í Rómönsku Ameríku. Honum hefur einnig verið hrósað fyrir að hafa upprætt kynþáttafordóma í landinu, þótt enn sé það svo að á Kúbu njóta íbúar af spænskum uppruna meiri vel- megunar en þeir, sem dekkri eru á hörund. Castro nýtur líka sérstöðu að því leyti að öndvert við flesta einræð- isherra okkar daga hefur hann ekki sankað að sér auðæfum á erlendum bankareikningum. Hann nýtur einnig virðingar víða í Rómönsku Ameríku fyrir að bjóða Bandaríkjamönnum byrginn – tíu Bandaríkjaforsetar hafa reynt að koma honum frá völdum. Castro er fyrirmynd vinstri leiðtoga á borð við Hugo Chavez í Venezuela, Evo Mor- ales í Bólivíu, og Luiz Inácio Lula da Silva í Brasilíu. En hvað tekur nú við á Kúbu? Raúl Castro er ekkert unglamb lengur og flestir líta svo á að hann verði aðeins við völd til bráðabirgða. Hann hefur gefið til kynna að Kúba væri reiðubúin til að undirrita mannréttindayfirlýs- ingu Sameinuðu þjóðanna, nokkuð sem bróðir hans hefur aldrei viljað gera. Raúl gæti einnig lagt grunn að því að koma á sáttum við Bandaríkja- menn, en það hefur verið útilokað í valdatíð Fidels Castros. Samskipti Kúbu við Evrópu eru stirð um þessar mundir vegna gagn- rýni Evrópusambandsins á mannrétt- indabrot. Samskiptin eru jafnvel betri við Bandaríkjamenn, eins ólíklega og það kann að hljóma. Ekki má gleyma því að Kúba kaupir árlega matvæli að andvirði 500 milljóna dollara af Bandaríkjamönnum gegn stað- greiðslu og undir þeim merkjum að um sé að ræða aðstoð í mannúðarskyni. Raúl Castro óskaði einnig í ræðu í fyrra eftir tillögum þjóðarinnar um grundvallarumbætur. 3,5 milljónum hugmynda og krafna rigndi yfir stjórnina. Þessar hugmyndir hafa ver- ið dregnar saman í áætlun, sem á að leggja fyrir þing landsins og næstu stjórn. Einnig má sjá vísbendingar um að leyfa eigi opnari umræðu en áður. Eftir stendur hins vegar að áfram verður einn flokkur við völd í landinu og Kúba verður áfram kommúnista- ríki. Íbúar Kúbu eru hins vegar orðnir langþreyttir á ástandinu og það verð- ur erfitt fyrir stjórnina að standast þrýsting almennings um umbætur. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is Fidel Castro tilkynnti í gærað vegna veikinda hygðisthann ekki taka við völd-unum að nýju á Kúbu, eft- ir að hafa stjórnað landinu í tæpa hálfa öld. Castro skýrði frá ákvörðun sinni í bréfi sem birt var í Granma, mál- gagni kommúnistaflokksins á Kúbu. Hann sagði ekkert um hver ætti að taka við af honum en flestir stjórnmálaskýrendur telja að bróð- ir hans, Raul Castro, verði kjörinn forseti landsins á þinginu á sunnu- daginn kemur eftir að hafa gegnt embættinu til bráðabirgða frá því að Fidel veiktist fyrir nítján mán- uðum. Raul er 76 ára, aðeins fimm árum yngri en Fidel. Raul er lýst sem harðfylgnum og raunsæjum stjórnmálamanni en hann er ekki eins gustmikill og gæddur eins miklum persónutöfr- um og Fidel. Nokkrir stjórnmála- skýrendur telja ólíklegt að Raul haldi lengi velli sem leiðtogi lands- ins án stuðnings bróður síns. Í bréfinu skírskotaði Fidel Castro til „miðkynslóðar“ forystu- manna byltingarinnar á Kúbu og gaf til kynna að einhver yngri mað- ur kæmi til greina í embættið. Carl- os Lage, 56 ára varaforseti Kúbu, er talinn líklegur eftirmaður Castro-bræðranna, en hann hefur í raun gegnt hlutverki forsætisráð- herra í landinu. Lage nam læknis- fræði og félagsvísindi og stundaði lækningar í Eþíópu áður en hann varð einn af nánustu samstarfs- mönnum Castros. Hann átti stóran þátt í efnahagsumbótum sem komið var á vegna efnahagsþrenginganna á Kúbu eftir hrun Sovétríkjanna í byrjun síðasta áratugar. Felipe Perez Roque, 46 ára utan- ríkisráðherra Kúbu, hefur einnig verið nefndur sem forsetaefni. Telja að Raul breyti litlu Hreyfingar kúbverskra útlaga gerðu lítið úr yfirlýsingu Fidels Castros og sögðust ekki telja að miklar breytingar yrðu á stjórn landsins ef Raul Castro yrði kjörinn forseti. Orlando Fondevilla, talsmaður Spænsk-kúbversku stofnunarinnar í Madríd, sagði að lítið hefði breyst með yfirlýsingu Castros. „Allt get- ur gerst, en eins og staðan er núna hafa engar raunverulegar breyting- ar orðið á Kúbu,“ sagði Fondevilla, sem flúði þaðan fyrir ellefu árum. „Vissulega eru það góðar fréttir að þessi maður [Fidel Castro] skuli ekki vera lengur við völd formlega, en áhrifa hans mun gæta eins lengi og hann lifir.“ Fondevilla sagði að Raul Castro hefði ekki komið á neinum umtals- verðum efnahagslegum eða póli- tískum umbótum frá því að hann tók við forsetaembættinu til bráða- birgða 31. júlí 2006 eftir að Fidel gekkst undir skurðaðgerð. „Raul Castro breytist ekki í lýðræðissinna á einni nóttu.“ Enrique Gutierrez, leiðtogi sam- taka Kúbumanna á Spáni, spáði því að kommúnistastjórnin á Kúbu myndi „deyja með Fidel Castro“. Carlos Malamud, sérfræðingur í málefnum Rómönsku-Ameríku hjá rannsóknarstofnuninni Real Elcano á Spáni, kvaðst hins vegar vera ef- ins um að verulegra breytinga væri að vænta á Kúbu. „Við vitum ekki enn hvort Raul Castro er fær um að koma á umbótum og hvaða afstöðu almenningur á Kúbu tekur,“ sagði hann. „Ég tel að þeir reyni að auka við þær umbætur sem þeir hafa þegar hafið en það verða ekki mikl- ar breytingar á meðan Fidel er enn á lífi.“ George W. Bush Banda seti kvaðst vona að brotth els Castros leiddi til lý Kúbu. „Ég tel að tímabil b sé hafið á Kúbu og þetta vera upphafið að lýðræ umskiptum.“ Viðskiptabanni ekki afl Stjórn Sósíalistaflokk Spáni sagði að með afsög Castros hefði Raul fengið til að koma á umbótum s hefði sjálfur sagt að væru legar. Spænska stjórni reynt að beita sér fyrir um Kúbu með viðræðum við stjórnvöld, ólíkt Bandarí sem hefur reynt að einangr únistastjórnina í Havana. Spænskir og kúbverskir ismenn ræddu mannréttin Telja ekki horf um breytingum Fidel Castro ákveður að draga sig í hlé eftir að hafa verið við völd í tæpa hálfa öld                        !              &  ! ((' *  %*+     (' ,* )  +         !"    # "  '() ))&  *() ))&  -./0.1 2# 3/ #$%  8 :;+ -)<=> :%"   .  '   1@ A ,,(5%  6 "7  2 8 0 9  3 :+    9  2 & (' * $ +  1%4   ;;   " ;; 2  &  < =,2 &  & ! 61 9      8 /, ,, "4     , > BC #; ,, :&  C D1 ,C E & *BBB !    *BB ! *BBB  (CA( B #; :& D1 E  *BB *B ( < 1"# 2 "3 2# #/# "2# 2# 976 47 :. "   1  * *+F /,  9     ! #   , $ &    +       (' * !+ /  =6  ;;+  ;"&  +       < G"& +      5% " E$ ' F ? % + # !1 +& G* $ A   H  H +  A! (' *  *+$5    H A!  && IH J 1 1; 6 !1   1   # <  *+AF, < 6+  ;;     " , >, ;    H  &  , #  <        &    *+9;  H    ;    4   " ;;    (C' * )  + K1 I " J    6 <&    ;; ((' * *+6 K B "&K , / *+K "1     8<G2F   #    &  , 0 *+&1    1 A!  ""& #   1      ,+   &   && ::A   ::A +A #  . :%" /   : &     +=  » Fidel Castro hafði verið við völd frá árinu 1959, lengur en nokkur annar þjóðhöfðing heiminum að konungum undanskildum. Tíu bandarískir forsetar höfðu reynt að koma Ca frá og talið er að leyniþjónustan CIA hafi ma reynt að ráða hann af dögum. Raul CastroCarlos Lage

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.