Morgunblaðið - 20.02.2008, Blaðsíða 21
vistvænt
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. FEBRÚAR 2008 21
verðlaunahugmyndin
var kynnt í Morg-
unblaðinu í liðinni viku
og opnar augun fyrir
þeim möguleikum, sem
svæðið býður upp á.
Þegar uppdrátturinn
er skoðaður vaknar
hins vegar spurning
um hvort höfundarnir,
Graeme Massie, Stuart
Dickson, Alan Keane,
Tim Ingleby, sem eru
frá Skotlandi, ætli að
breyta Reykjavík í Las
Vegas því að skammt
frá Nauthólsvíkinni
gera þeir ráð fyrir
spilavítishóteli. Ekki er
langt síðan lögreglan leysti upp sam-
komu þar sem átti að halda mót í
pókerspili þannig að það verður tæp-
lega mikill friður um spilavítið að
óbreyttu.
x x x
Í tillögu Johanna Irander, NunoGonçalves Fontarra frá Hollandi
er ekki aðeins hugsað um Vatnsmýr-
ina í samhengi við Reykjavík heldur
allan Reykjanesskagann. Segul-
mögnuð hraðlest bindur höfuðborg-
ina við Keflavíkurflugvöll. Þau gera
ráð fyrir að yfir Öskjuhlíðinni svífi
eilíft ský búið til úr gufu, sem hleypt
er upp úr jörðinni. Þannig hyggjast
höfundarnir binda himin og jörð.
x x x
Þriðja tillagan, sem þótti í fremsturöð, er eftir Jean-Pierre Pran-
las-Descours, Christine Dalnoky,
Ove Arup frá Frakklandi. Þau gera
ráð fyrir lágu byggingarhlutfalli og
leggja áherslu á umhverfisþáttinn. Í
öllum þessum hugmyndum virðist
sitt hvað vera nýtilegt fyrir framtíð-
arskipulag Vatnsmýrarinnar.
Víkverji er mikilláhugamaður um
skipulagsmál í Vatns-
mýrinni. Hann hefur
reyndar gert sér grein
fyrir því að uppbygging
byggðar í stað flugvall-
arins mun kalla á rask,
sem mun hafa áhrif í
Mið- og Vesturbæ svo
árum skiptir. Búast má
við miklu truflunum á
umferð vegna fram-
kvæmdanna, en hins
vegar er ekki ljóst
hvaða áhrif það mun
hafa til langs tíma á
umferðina að fá byggð í
Vatnsmýrina.
x x x
Hugmyndasamkeppnin umskipulag Vatnsmýrarinnar gat
af sér forvitnilegar hugmyndir. Ein
víkverji skrifar | vikverji@mbl.is
FRAMLEIÐSLA flöskuvatns orsak-
ar 600 sinnum meiri losun koltvísýr-
ings en vatnið úr krananum. Þetta
eru niðurstöður nýrrar breskrar
rannsóknar sem Berlingske tidende
greinir frá.
Í ljós kom að vatn á flöskum, af teg-
undunum Evian og Volvic, mengar
jafnmikið og bíll sem ekur einn kíló-
metra. Þetta kom m.a. fram í heimild-
armynd sem sýnd var á bresku BBC
sjónvarpsstöðinni og hefur vakið
mikla athygli á Bretlandi og í Ástr-
alíu. Umhverfisverndarfólki er ákaf-
lega brugðið yfir því hversu mikill
koltvísýringur fer út í andrúmsloftið
við framleiðsluna og t.a.m. er haft eft-
ir formanni ástralskra umhverfis-
samtaka, Ian Kiernan, að réttast væri
að senda fólk, sem kaupir flöskuvatn,
í geðrannsókn.
Kiernan er þeirrar skoðunar að
efna ætti til sambærilegra herferða
gegn flöskuvatni og gert hefur verið
gegn reykingum. Undir það tekur
Tim Lang, umhverfisráðgjafi bresku
ríkisstjórnarinnar. „Við verðum að
gera fólki ljóst að það er ekki í tísku
að drekka flöskuvatn, rétt eins og
bent hefur verið á með reykingarnar.
Til þess þarf svipaða auglýsingaher-
ferð sem sannfærir fólk um að það sé
að breyta rangt þegar það kaupir
vatn á flösku,“ segir hann.
Breski umhverfisráðherrann, Phil
Woolas, bætir við að þær peninga-
upphæðir sem notaðar eru til kaupa á
flöskuvatni „séu á mörkum þess að
teljast siðlegar“.
Umhverfishópar og vatnsveitur
hafa þegar sett af stað umtalsverða
herferð gegn flöskuvatnsiðnaðinum,
sem veltir um tveimur milljörðum
punda eða um 260 milljörðum króna
árlega í Bretlandi.
Ekki er vitað hvort hægt er að yf-
irfæra bresku tölurnar beint á ís-
lenskar aðstæður.
Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir
Vatn Það skiptir öllu máli hvort vatnið kemur úr krana eða flösku.
Flöskuvatn mengar margfalt
! "##$%& !
'&
()*
+ *, )"# &+ -.
-/
& & ) 0 012&2)!. )
012 3 )0 &04' 5 4!
7 4' 0 &0 ! "##8
9: &) 2! "##8
6%( 0)& :)0& & ) !!"##8
()&2) ! 01203 ) -/
) 4' 0 4 &
:)4'
:)&: 3 )
6%( 01'4' 25 4(,0
) 0 0 ),;&) 4'
) 0 &04' < !&) 0,
=0!
%5 & :) )()0 0%& & (0&
0: 0(01& ! ! ->?-.! &) &)
)()0 :) %5 & %& 5 -.
)! *& &) ()*!&)3 )*7 4'
:)7 &: & ))4 00 (07!4 "*
@ 5 A&)()&&) )&)&)!BBB )
4'
-hágæðaheimilistæki
Magimix kaffivél
nú með flóunarkönnu
Verð kr.:
34.990
Njótið þess að fá rjúkandi kaffi, cappuccino eða caffe latte
á innan við mínútu heima í eldhúsi. Magimix kaffivélarnar
nota einungis Nespressó kaffi af bestu gerð.
Verið velkomin í verslanir Eirvíkur á Akureyri og í
Reykjavík og kynnið ykkur Magimix kaffivélarnar.
vi
lb
or
ga
@
ce
nt
ru
m
.is
Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Baldursnes 6, Akureyri | Sími 588 0200
Kaffihúsið
heim í eldhús
www.eirvik.is
Alltaf í sambandi
erlendis