Morgunblaðið - 20.02.2008, Blaðsíða 18
Hjólabretti og Guð Í kapellunni getur fólk leitað næðis.
Hingað geta þeir semeiga hvergi heima kom-ið og fengið fría súpuog brauð. Í staðinn
passa þeir að við fáum ekki stöðu-
mælasekt. Rónarnir elska okkur
sem er gott mál. Þetta hús er öll-
um opið,“ segir Stebbi eða Stefán
Björnsson sem er einn af þeim
sem standa að Kaffihúsinu Kaffi
Rót sem er í Hafnarstrætinu, en
það er rekið af líknarfélaginu 180.
Stebbi segir að Kaffi Rót gangi
meðal annars út á að bjóða upp á
ódýrt kaffi fyrir alla og góða net-
aðstöðu fyrir gesti. „Við erum líka
með risastóran skjá til að fólk geti
komið og fylgst með fótbolta-
leikjum. Hingað kemur mikið af
AA-fólki, nemendur úr Háskól-
anum og framhaldsskólum og bara
alls konar fólk, enda er notalegt
andrúmsloft hérna.“
Tónlist og jaðaríþróttir
Á neðri hæðinni er stílað inn á
unglingana, þar er svið og hljóm-
sveitum velkomið að koma og spila
og til stendur að hafa tónlist-
arkeppni. „Á miðvikudögum getur
hvaða band sem er komið og spil-
að í stutta stund og þeir sem
standa sig best fá að halda tón-
leika á laugardeginum á eftir,“
heldur Stebbi áfram. „Við leggjum
áherslu á forvarnarstarf og viljum
sýna grunnskólakrökkum og öðr-
um unglingum að það er hægt að
skemmta sér og gera ótal margt
áhugavert án þess að drekka eða
dópa. Hérna kynnum við líka alls-
konar jaðarsport, eins og kajak-
róður, sjóbretti og hjólabretti og
við erum að byrja með litla búð
hér í einu horninu sem verður
með fatnað sem tengist þessum
jaðaríþróttum. Við erum með
rosalega flinka brettastráka og
kajakstráka sem ætla að kynna
hérna hjá okkur þessar íþróttir.“
Hann segir starfið fyrst og
fremst hugsjónastarf. „Við viljum
ná til grunnskólakrakkanna af því
að það er svo margt að varast.
Krakkarnir geta komið hingað
niður í kjallara og kjaftað saman,
farið í hlutverkaleik eða gert hvað
annað skemmtilegt sem þeim dett-
ur í hug.“
Engin helgislepja
Á neðri hæðinni er lítil kapella
sem er hugsuð sem afdrep fyrir
þá sem vilja vera í næði.
„Hingað geta allir farið inn sem
líður illa og hún Sue sem vinnur
hérna hjá okkur og er frá Nýja
Sjálandi, fer með fólki hingað nið-
ur ef það vill og talar við það. Hér
er líka lítið altari og hægt að biðj-
ast fyrir ef fólk vill það. Hugsunin
hér á Kaffi Rót er kristileg en
fyrst og fremst snýst þetta um
kærleikann. Við erum með fræðslu
á fimmtudagskvöldum og tölum þá
um Guð á okkar hátt og hvernig
trúin hefur hjálpað okkur,“ segir
Stebbi sem trúir á Guð en fer
aldrei í kirkju. „Mér finnst Guð
vera settur í kassa í kirkjunni og
ég fíla það ekki, af því að Guð er
nógu stór til að allir geti trúað á
hann, hver á sinn hátt. Hér er
enginn heilagleiki svífandi yfir
vötnum eða halelúja stemning.“
Viljum örva
sjálfstæða hugsun
Ekkert áfengi er selt á Kaffi
Rót, en þar er dansað og spilað,
mikið teflt og fólk getur gripið í
gítar ef það vill. „Á hverju sunnu-
dagskvöldi kemur hópur og dans-
ar hérna dans frá fjórða áratugn-
um, einhverskonar bandarískan
Grease-dans, og öllum er velkomið
að koma og horfa á.“
Kaffi Rót er ekki rekið sem
gróðafyrirtæki, heldur sem góð-
gerðarstofnun. Landsbankinn út-
vegar húsnæðið, Matstofa Kópa-
vogs gefur súpuna og margir fleiri
hafa gefið bæði vinnu og hluti.
„Mjög margir hafa verið góðir við
okkur sem tónar vel við náunga-
kærleikann sem hér er í heiðri
hafður. Ómar Blápunktur, einn
frægasti róni bæjarins, hefur til
dæmis unnið mikið að því að
skapa þetta kaffihús. Hann bjó
nánast til efri hæðina og hefur
lagt mikið af mörkum,“ útskýrir
Stebbi.
Yfirmaðurinn á staðnum er Ingi
Stefánsson sem áður var með
Kaffi Nauthól á sínum tíma. „Við
byggjum þetta á kristnum grunni
en við erum ekki í trúboði. Hér
ríkir jafnræði og fordómaleysi og
við viljum sjá suðupott. Menn eru
nefnilega frjórri þegar þeir eru
ekki við skál og þá fæðast hug-
myndir.“
Stebbi segir Kaffi Rót og starf-
semina þar vera tilraunaverkefni
til eins árs. „En við ætlum að hafa
áhrif og skilja eftir okkur svo góð
spor að starfsemin hér fái að lifa
áfram. Við viljum leggja okkar af
mörkum til að forða fólki frá því
að fara út í rugl og gefa fólki
tækifæri á að hugsa út fyrir
rammann í stað þess að apa upp
eftir öðrum. Við viljum örva sjálf-
stæða hugsun hjá ungu fólki og
minna á að við getum lært enda-
laust af náunganum.“
khk@mbl.is
Rónarnir elska okkur
Árvakur/Golli
Taflhorn og gítar Vinsælt er að tefla og taka í gítarinn.
Suðupottur hugmynda,
tónlistar og jaðarsports
er tilgangur með kaffi-
húsi í miðbænum sem
leggur mikið upp úr því
að kynna fyrir ungling-
um allt það skemmti-
lega sem hægt er að
gera án þess að vera í
dópi eða víni. Kristín
Heiða Kristinsdóttir
heimsótti hugsjónafólk
án fordóma á Kaffi Rót.
www.myspace.com/caferot
„Ómar Blápunktur,
einn frægasti róni
bæjarins, hefur til
dæmis unnið mikið
að því að skapa þetta
kaffihús. Hann bjó
nánast til efri hæðina
og hefur lagt mikið
af mörkum.“
Hugsjón Stebbi og þeir sem standa að Kaffi Rót eru mikið hugsjónafólk og vilja leggja sitt af mörkum.
|miðvikudagur|20. 2. 2008| mbl.is
daglegtlíf
Rúnar Kristjánsson skrifar að íeina tíð hafi mikið verið
talað um fjórmenningaklíku, en
þegar tiltekið fólk hafi forðað sér
um bakdyr af vissum fundi hafi
kviknað þessi vísa:
Sýnir helst á flónsku ferð
flóttavilja ríkan,
sundurleit að sálargerð,
sexmenningaklíkan.
Og um blaðamannafundinn í
kjölfarið orti hann:
Útspil Villa sýnist séð,
síst það stöðu bætti.
Sumir axla ábyrgð með
undarlegum hætti.
Rúnar heldur meira upp á
borgarstjórann fráfarandi, Dag
B. Eggertsson:
Hann sig lausan feginn fékk,
fágaður og skafinn.
Líkt og engill út svo gekk,
allra hrósi vafinn.
Hann yrkir vegna
andlátsfrétta:
Þegar lífsins gestir góðir
ganga undir hlýra jarðar,
falla hratt um heljarslóðir
huglæg vötn til Dýrafjarðar.
Loks yrkir Rúnar:
Þorri beittar kuldaklær
kýs að sýna.
En verri í öllu þykja þær
þó í Kína.
pebl@mbl.is
VÍSNAHORNIÐ
Af Kína og borgarmálum
Það er
Engin sorgleg sambandsslit