Morgunblaðið - 20.02.2008, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 20.02.2008, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 20. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Friður í krafti kvenna Opinn fundur um framlag kvenna til friðarferlisins í Mið- Austurlöndum með fulltrúum friðarráðs palestínskra og ísraelskra kvenna (International Women's Commission for a Just and Sustainable Palestinian-Israeli Peace). Anat Saragusti, sjónvarpsfréttakona frá Ísrael, og Maha Abu-Dayyeh Shamas, baráttukona fyrir auknum réttindum kvenna í Palestínu, halda erindi um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs, friðarferlið og aðkomu ráðsins að því. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra setur fundinn en fulltrúarnir koma hingað til lands í boði hennar. Fundarstjóri er Ólafur Stephensen ritstjóri. Fundurinn verður haldinn á Grand Hótel Reykjavík, miðvikudaginn 20. febrúar og hefst kl. 12:15. Fundurinn fer fram á ensku. UTANRÍKISRÁÐUNEYTIÐ Eftir Jóhönnu Maríu Vilhelmsdóttur jmv@mbl.is „VIÐ TÖKUM niðurstöðum kosn- inganna af einlægni og stillum okkur nú upp í stjórnarandstöðu,“ sagði Chaudhry Shujaat Hussain, formað- ur Múslímasambands Pakistans-Q, flokks Pervez Musharrafs, forseta Pakistans, í gær, eftir að ljóst var orðið að flokkurinn hafði beðið ósig- ur í þingkosningunum í Pakistan. Sigur Múslímasambands Pakist- ans-N (PML-N) og Þjóðarflokks Pakistans (PPP), sem saman fengu meira en helming þingsæta, þykir varpa skugga á framtíð Musharrafs í pakistönskum stjórnmálum, en hann var endurkjörinn forseti til fimm ára í umdeildum kosningum á þinginu í október á síðasta ári. Musharraf hefur verið við völd síð- astliðin átta ár og var mikilvægur bandamaður Bandaríkjanna í „stríð- inu gegn hryðjuverkum“. Talið er að Musharraf reyni að mynda stjórn með PPP og óháðum þingmönnum honum hliðhollum, með því að lofa þeim forsætisráð- herraembættinu. Musharraf muni þó eiga erfitt um vik þar sem nið- urstöður kosninganna hafi veikt stöðu hans og sé áfellisdómur yfir stefnu hans. Erfitt gæti orðið fyrir stjórnarandstöðuna að mynda stjórn þar sem Musharraf hafi enn vald til að leysa hana upp. Stjórnmálaskýrendur segja að Musharraf gæti reynt að grafa und- an stjórnarmyndunarviðræðum ann- arra flokka, hann hafi hinsvegar beð- ið slík afhroð í kosningunum að ólíklegt sé að hann reyni það. Viðræður hefjast Nawaz Sharif, fyrrum forsætis- ráðherra Pakistans og formaður PML-N, hefur sagst reiðubúinn til viðræðna við aðra flokka til að „frelsa Pakistan undan einræði til frambúðar.“ Sharif sagði frétta- mönnum AFP-fréttastofunnar að hann hefði þegar rætt við ekkil Ben- azir Bhutto, Asif Ali Zardar, for- mann PPP og að þeir myndu eiga fund síðar í vikunni. Óttast var að úrslitum kosning- anna yrði hagrætt, en svo virðist sem þær hafi farið fram með allheiðarleg- um hætti. Reuters Eftir kosningar Fylgjendur PPP- flokksins fagna sigri í gær. Flokkur Musharrafs beið mikinn ósigur  Ólíklegt þykir að Musharraf geti haldið völdum sem forseti  Formenn stjórnarandstöðuflokkanna funda í vikunni Kosovo. AP, AFP. | Borislav Milosevic, bróðir Slobodans, fyrrverandi for- seta Serbíu, hvetur Serbíustjórn til að íhuga hernaðaraðgerðir til að leysa ágreininginn við Kosovo, með þeim orðum að fyrst Kosovo- Albanar hafi lýst yfir sjálfstæði geti Serbar í N-Kosovo gert það sama. Ólíklegt er að Milosevic verði að ósk sinni, enda hefur Serbíustjórn útilokað hernaðaraðgerðir. Á sama tíma skiptast Rússar og Bandaríkjastjórn á gagnrýni vegna afstöðunnar til sjálfstæðis og vara yfirvöld í Moskvu við afleiðingunum. Þjóðernissinnaðir hópar Bosníu- Serba undirbúa fjöldamótmæli og í gær bar æstur múgur eld að lög- reglubifreiðum og eftirlitsstöðinni í Jarinje í N-Kosovo, ásamt því sem þúsund Kosovo-Serbar kveiktu í stöðinni í Banja. Sveitir Atlantshafsbandalagsins, NATO, voru sendar á vettvang til að leysa upp hópa óeirðaseggja og enn sem komið er hafa engin alvarleg slys orðið á fólki í mótmælunum. Skorar á OSCE Slobodan Samardzic, ráðherra sem fór fyrir málum Kosovo í Serb- íustjórn, taldi árásirnar réttmætar og gerðar af hálfu þeirra sem ekki sættu sig við sjálfstæðisyfirlýsingu Kosovo. Vuk Jeremic, forsætisráðherra Serbíu, var harðorður og hvatti Ör- yggis- og samvinnustofnun Evrópu, OSCE, til að fordæma yfirlýsinguna, Kosovo yrði áfram hluti af Serbíu. Síðar um kvöldið skoraði Boris Tadic Serbíuforseti á mótmælendur að hætta þegar í stað ofbeldis- aðgerðum, aðeins með friði gætu Serbar fært rök fyrir máli sínu. Hashim Thaci, forsætisráðherra Kosovo, gerði lítið úr árásunum sem væru „einangruð tilvik“, allt væri undir stjórn sveita NATO sem hefð- uhemil á ástandinu. Javier Solana, helsti talsmaður Evrópusambandsins í utanrík- ismálum, hitti Thaci að máli í Pristina í gær þar sem þeir ræddu um stöðuna í hinu nýstofnaða ríki. Vill íhlutun hersins  Bróðir Milosevic skorar á Serba  Ráðherra í Serbíu- stjórn fagnar árásum Kosovo-Serba á landamærastöðvar Í HNOTSKURN »Íbúar Kosovo eru um tværmilljónir, þar af 10% Serbar. »Serbar hafa kallað sendi-herra sína heim frá Bret- landi, Frakklandi og Tyrklandi í mótmælaskyni við að þessi ríki skuli hafa viðurkennt sjálfstæði Kosovo. VETRARLEGT er um að litast í Grikklandi þessa dag- ana. Allt að 15 metra djúpur snjór hefur legið á götum Aþenu, sem verður að teljast óvenjulegt þar í borg. Um tvö hundruð þorp hafa einangrast vegna snjóanna og samgöngur gengið treglega. Fella varð niður flug um Aþenuflugvöll og hefur lögreglan verið í viðbragðs- stöðu. Víða hefur verið rafmagnslaust og var skólahald féll víða niður í Aþenu og nágrenni. AP Snjóar á Aþenubúa Moskva. AFP. | Vladimir Pútín, Rúss- landsforseti tók á móti Abdelaziz Bouteflika, forseta Alsír í Kreml í gær. Rússland og Alsír eru meðal þeirra landa sem selja hvað mest jarðgas í Evrópu og var fundurinn haldinn til að ræða möguleika á samstarfi í anda OPEC-ríkjanna. Bouteflika sagði fréttamönnum fyrir fundinn að nauðsynlegt væri fyrir gasútflutningsríki að sam- hæfa orkustefnur sínar. Hann sagði jafnframt að GECF, samtök gasút- flytjenda sem sett voru á laggirnar í Teheran árið 2001, ættu að vera virkari, nauðsynlegt væri að standa saman og mótmæla hamlandi lög- um sem í gildi væru um orkuinn- flutning hjá Evr- ópusambandinu. Rússland flyt- ur inn 45% gass til Evrópusam- bandsríkja og Alsír 20% og fer vaxandi. Alsírstjórn hefur farið fram á að skila 15 MiG-29 herþot- um þar sem þær mættu ekki gæða- kröfum. Atvik varpaði skugga á fundinn í Kreml í gær, en rússneska dagblaðið Izvestia hefur sagt það áfall fyrir vopnaviðskipti Rúss- lands. Bindast samtökum vegna inn- flutnings jarðgass til Evrópu Pútín faðmar Bouteflika í Kreml. VIÐARBRENNSLUOFNAR til kynd- ingar í heimahúsum njóta nú vin- sælda á nýjan leik í Bandaríkjunum, eftir að langþreyttir neytendur tóku að leita leiða til að lækka hjá sér orkureikninginn. Vestanhafs kynda margir híbýli sín með brennslu gass og olíu, leið sem orðið hefur miklu dýrari samfara stöðugum hækkunum á olíuverði: Verð á hráolíu hefur hækkað úr 18 dölum tunnan fyrir um áratug í hátt í 100 dali nú. Dagblaðið The New York Times skýrði frá þessu í gær, en þar sagði að þótt tölur lægju enn ekki fyrir hjá Orkuupplýsingastofnuninni, EIA, væri búist við mikilli aukningu á árinu 2006. Mörgum þykir viðarbrennsla sjarmerandi leið til húshitunar en sá galli er á gjöf Njarðar að henni fylgir mjög mikil mengun miðað við olíu- og gasofna og er munurinn allt að 8.000-faldur. Viðarkynding aftur vinsæl Loginn Bruni viðar til kyndingar leiðir til töluverðrar mengunar. SÉRFRÆÐINGAR komu saman í Taílandi í gær á vegum Sameinuðu þjóðanna til að meta næringargildi skordýra. Þar var rætt hvernig best mætti reka skordýrabú en skordýr eru víða talin mikið lostæti og er vilji til að breiða út neyslu á þeim og efla þar með framleiðslu. Samkvæmt upplýsingum Mat- væla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO) leggur mannkynið sér um 1.400 skor- dýrategundir til munns. Meðal vin- sælla tegunda eru bjöllur, maurar, býflugur, krybbur og mölflugur. Dýrin eru talin innihalda álíka mik- ið prótín og fiskur eða kjöt. Skordýr í kvöldmatinn? Reuters Hunangsflugan Fæða framtíðar? STUTT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.